Alþýðublaðið - 29.02.1964, Page 16

Alþýðublaðið - 29.02.1964, Page 16
Ætla að reyna n—EMB—WPBMBWKSB—I lllll IIIII11' I n IT1T—MMHBanTTBBKWgaH——— björgun Wislok Hvolsvelli, 28. febr. ÞS,—ÁG. HlNGAÐ mun nú væntanlegnr bjbrgiinarleióanífur frá Björgun li.f., og er ætlunin að gera tilraun íil að na togaranum Wislok af strandstaðnum á Bakkafjöru. Þó tetja fróðir menn, að björgunin BANASLYS Reykjavík, 28. fcbr. — KG. BANASLYS varð í Hafnarfirði eíðastliðna nótt, Féll löndunar- kassi úr nokkurri hæð ofan á 17 ára gamlan pilt með þeim afleið- ingum að liann beið bana. Slysið átti sér stað rétt eftir kiukkan eitt, en þá var verið að byrja löndun úr Siglufjarðarbátn- um Æskunni, scm lá við uppfyll- íaguna hjá Fiskiðjuverinu. Verið var að hífa fyrsta málið og var það komið efst í bómu skipsins þegar segulnagli í blökkinni siitn- aði. Féll kassinn við það niður og lenti á piltinum, sem var að bogra á þilfarinu. Þungi kassans var 600-700 kíló. geti orðið erfið. Fyrst verður að rétta togarann við, en hann liall'- ast nú um 40 gráður á bakborða. Á flóðinu um klukkan 11 í gær- kvöidi færðist togarinn langt upp í fjöru, og var hægt að ganga út í hann þurrum fótum. Þá flaut hann eina 300 metra vestur frá þeim stað, sem hann tók fyrst niðri. Björn Björnsson, sýslumaður, fór ásamt skipstjóranum á Wislok og sérfræðingum Landhelgisgæzl- unnar í morgun á strandstaðinn. Þegar þeir komu þangað, sáu þeir, að sjórinn hafði brotiS brúna í nótt og hafði flætt niður í lestar. Þá hafði sjórinn sprengt upp lest- arlúgurnar og flaut upp mikið af tunnum og dóti. Allt er brotið og bramlað í brúnni og öll siglingar- tæki ónýt. Skipstjórinn gat ekki náð neinu heillegu með sér í land, enda hafði allt blotnað. Hann ætl- ar ekki aftur á staðinn og mun fara til Reykjavíkur í dag eða á morgun. Sérfræðingar Landhclgisgæzl- unnar skoðuðu allan togarann og eftir þá athugun töldu þeir ekki svara kostnaði að reyna björgun. Allar vélar og annar umbúnaður virðist nokkuð gamaldags, þó tog- arinn líti vel út að utan. Hér var logn og bliða í dag, ailt orðið grænt og eins og vorið væri komið. ÍÞað er ekki víst, aö yfirvöldin eða Slysavarnafélagið verði !> sérstaklega hrifin af að sjá þessa mynd. En Ijósmyndarinn jj gai ekki stillt sig um að smella af og óneitanlega er myndin !> skemmfileg, eins ogr svo margt sem er bannað. Þess má geta, jj j* aö Ijósmyndarans fyrsta verk (eftir að hann tók myndina)- var J J á a'o reka strákana niður. (Ljósmynd: Jóhann Vilberg). t>l ^V'AVVWtVtWViHMVWMWVViV.VVVVlvViVVmVlHVMWVmVVV Annað skip strandaði á sama stað fyrir 43 árum Reykjavík, 28. febr. — GG. Á meðfylgjandi mynd sést gamalt skipsflak, sem legið liefur á Bakkafjöru, skammt frá þeim stað, þar sem pólski togarinn strandaði í fyrrinótt, síðan árið 1920. Flakið er af dönsku skonnortunni Drag- ör, sem þarna strandaði 6. desember 1920. Segir svo af þessu strandi í Árbók íslands 1920: „Strandaði á Bakkafjöru í Austur-Landeyjum dönsk skonnorta, Dragör, sem var á leið frá Kaupmannahöfn til ísafjarðar til að taka þar fisk. Mannskaði varð enginn.” í Alþýðublaðinu 8. desem- ber segir svo frá strandi þessu: „t fyrrakvöld strándaði seglskipið Dragör á Bakka- fjöru í Austur-Landeyjum. Var það á leið til ísafjarðar frá Ilöfn og var vörulaust, en átti að taka fisk á ísafirði til útflutnings. Skipverjar voru 11 alls, flestir danskir og björgúðust allir. Var skip- ið á þurru í gær með f jörunni og ekkert skemmt að sögn. Verður sennilega reynt að draga þaö út. Dragör er fjórmöstruð skonnorta, 600 smálestir að stærð, með 160 hestafla vél, þriggja ára gömul.” Eins og sjá má af fréttinni, hefur komið til tals að senda björgunarskipið Geir til að reyna að draga Dragör út, en sýnilega hefur ekki orðið af því, þar eð enn liggur Dragör á Bakkafjöru og hef- ur sig ekki lireyft í rúm 43 ár. Annars má geta þess, að desembermánuður 1920 var mikill strandmánúður. — Á einni viku ströndúðu þrjú skip við suðvesturströndina, á tiltölulega litlu svæði. — Dragör strandaði 6. desem- ber á Bakkafjöru, cins og fyrr getur. Þá gerðist það á laugardegi 11. des., að þýzka skipið Martha strandaði rétt fyrir austan Kúðafljótsós á Mýrdalssandi. Var skipið á leið til Vestmannaeyja með saltfarm. 13 manna áhöfn bjargaöist öll. Loks gerðist það 13. desember að danska seglskipið Elizabetli strand- aði á Lyngafjöru í Meðal- landi. Var skipið hlaðið timbri til Jónatans Þorsteins sonar. Skipverjar sem voru 7 talsins, björguðust sjálfir í land og til byggða. IWWVMWtWWtWWMMMtWtMWWWWWMWMWWWWWtWWWWtWWWW Júní farinn á veiðar aftur Reykjavík, 28. febr. — HP. Hafnarfjarðartogarinn Júní fór út á veiðar nú á miðvikudags- kvöldið, og fyrirhugað er, að Maí fari einnig á veiðar í næstu viku. Ætlunin er, að senda Apríl á veið- ar líka eins fljótt og hægt er, en hann þarf viðgerðar við áður, og er gert ráð fyrir, að hún taki um þrjár vikur. Hafnarfjarðar- togararnir hafa ekki stundað veið- ar síðan rétt fyrir jól. Aflabrögð íslenzkra togara hafa yfirleitt verið fremur léleg að und- anförnu, en nú fer sá tími í hönd, þegar frekar má búast við að afli glæðist eða seinnipart vetrar. — Bátar Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, Sæljón og Örn Arnarson, hófu netaveiðar hér við Suðvest- urland fyrir viku síðan og liafa aflað sæmilega þann tíma. Aflann leggja þeir upp hjá Fiskiðjuveri bæjarútgcrðarinnar. Síðastliðið sumar stunduðu þeir liumarveiðar og Öfluðu vel, en mun verr, með- an þeir stunduðu trollveiðar í haust. Síðan þeim lauk hafa þeir legið í liöfn, þar til nú, er þeir hófu netaveiðarnar. Ekki er enn ráðið, hvort Hafnarf jarðartogar- arnir leggja upp hjá fiskiðjuver- inu eða eitthvað annað verður gert við aflann, og fer það eftir vinnuafli, markaðshorfum, sam- setningu aflans o.s.frv. VÍSINDAMENN f KALLAÐIR HEIM Bonn, 28. febr. (ntb-afp.). Vestur-þýzka stjórnin hefur I hyggju að leggja til að lögum íiffl vegabréf verði breytt þannig, að það verði mögulegt fyrir stjórn- ina að hindra að vísindamenn og tæknifræðingar taki þátt í fram- Ieiðslu eyðileggingarvopna í öðr- um löndum. Lögin munu gera stjórninni kíeyft að kalla heim þá Vestur-Þjóðverja, sem búsettir eru erlendis, og starfa á þann hátt að það geti skaðað samband Þjóð'- verja við önnur ríki. Lög þessi munu sérstaklega gerð vegna þeirra þýzku vísinda- manná, scm starfa við framleiðslu éldflaugavopna fyrir Nasser í Eg- yptalandi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.