Alþýðublaðið - 04.04.1964, Side 1

Alþýðublaðið - 04.04.1964, Side 1
iWWWWWMWWMWtWMHMM»MWMMWM%MWW*WWWWW%»t*WMiWMWWWHMl EBÉSttl) 45. árg. — Laugardagur 4. apríl 1964 — 76. tbl- UNGLINGAR STELA ÁFENGIOG SELJA Reykjavík, 3. apríl - KG MIKLAR annir hafa verið' hjá lög- reglunni í Vestmannaeyjum und-» anfarna daga. í dag voru teknir 4 fijórtán ára pii'tar og hafa þeir játað að hafa bratizt inn á 9 staði og stolið þar ýmsum verð- mætum. I>á var stúlka á sextánda ári nýlega tekin fyrir að stela 14 flöskum af áfengi, tveir menn voru teknir fyrir ólöglega áfengis- sölu, töluvert hefur einnig veriö um þjófnaöarkærur og svo liefur töluvert verið um slagsmál og einn maður viöbeinsbrotnað, auk þess sem margir hafa orðið fyrir tanna- missi. í dag tók lögreglan 4 fjórtán ára drengi og hafa þeir játað að hafa Krústjov móðgaður Búdapest, 3. apríl (NTB-Reuter) Hermálafulltrúi Kína í Úng- verjalandi heil'saði ekki I dag Krústjov forsætisráðherra að hermannasið þegar forsætis- ráðherrann hafði lagt blómsveig að ungversku minnismerki í Búdapes'. Aðrir einkennisklæddir her- málafulltrúar kommúnistalanda tóku sér stöðu og lieilsuðu að hermannasið þegar Krústjov gekk fram hjá þeini á leiöinni til bifreiðar sinnar. En kín- verski ful'trúinn stóð kyrr með hendur fyrir aftan bak. Krús’jov, sem var dökkklædd ur svaraði kveðjunum með brosi en virtist ekki taka eftir framferði Kínverjans. Aftm- á móti heilsaði full'rú- fl inn meðan á athöfninni stóð. Fyrr í dag var lagðm- blóm- sveigur að sovézku minnis- merki í höfuðborginni og við þaö tækifæri heilsaði Krúsl- jov öllum hermálafulltrúunum, þar á meðal' þeim kínverska. Áður en athöfnin hófst við ungverska minnismerkið rabb- aði Krústjov við nókkra ung- verska flokksforingja. Ung- verski varaforsætisráðlierrann, Gyula Kallia, vakti atliygli hans á bandarísku sendiráðsbygg- ingunni handan götunnar og nefndi Mindzenty kardinála á nafn. Krús’jov lcit snöggvast yfir götuna, en sagði ekkert. Ilundr uð manna voru viðstödd at- 'hafnirnar báðar. broúzt inn á 9 stöðum og stolið einhverju í flestum þeirra. Meðal þess, sem piltar þessir stálu, var nokkuð af áfengi og voru þeir byrjaðir að selja það þegar þeir voru gripnir.. Þessir sömu drengir hafa einnig játað að hafa fyrir skömmu stolið bifreið og ekið henni um eyjuna allir til skiptis. Þá tók lögreglan stúlku á sex- tánda óri úr Reykjavík, og var liún að selja áfengi í einni verbúðinni. Áfengi þessu hafði stúlkan stolið úr hótelherbergi og var það eign tveggja sjómanna, sem þar bjuggu. Voru þetta 14 flöskur og liugðist stúlkan selja þær, en var gripin. Einnig stal stúlkan útvarpstæki á sama stað. Þá hafa Vestmannaeyjalög- reglunni borizt margar þjófnaðar- kærur. Meðal annars kærði einn félaga sinn fyrir að hafa stolið af sér 5000 krónum. Var. félaginn handtekinn og játaði hann þegar að hafa stolið peningunum og gat skilað þeim aftur. Tveir menn voru nýlega teknir fyrir ólöglega áfengissölu og var annar þeirra skipverji á erlendu skipi en hinn aðkomumaður, sem vann á vertíð- inni. Einnig voru tveir menn á báti rétt við Heimaklett og skutu þeir úr bátnum á fugl á klettinum, en bannað er að skjóta innan tveggja kílómetra frá eyjunni. Nokkur (Framliald á 13. siðu). 1000. TEIKNING HUSNÆÐIS- MÁLASTOFNUNARINNAR AFHEHT Reykjavík, 3. apríl - AG TEIKNISTOFA Húsnæðismála- stofnunar ríkisins tók til starfa árið 1955, og þá samkvæmt lög- um frá 1. júní það ár. Fyrir skömmu var afhent frá teikni- stofunni 1000. teikningin, og af því tilefni var hún ásamt vinnu- tcikningum afhent þeim lijón- um Rannvcigu Kristjánsdóttur og Kristjáni Þorkelssyni, Víði- hvammi 14. Kópavogi, sem gjöf frá Húsnæðismálastofnuninni. Fréttamenn voru í dag boð- aðir á fund með Halldóri Hall- dórssyni, arkitekt, framkvæmda stjóra Húsnæðismálastofnunar- innar og Eggerti Þorsteinssyni, formanni Húsnæðismálastjórn- ar. Sagði Halldór, að þegar teiknistofan hefði tekið til starfa hefði verið vitað að veru- legur hluti íbúðabygginga í bæjum og þorpum úti um land hefði verið gerður eftir teikn- ingum, svo ófullkomnum, að vart væri hægt að nefna því nafni. Byggingar eftir slíkum teikningum væru oft mun dýr- ari en hús gerð eftir vönduð- um og vel hugsuðum teikning um. Þarna væri því um stór- kostlega sóun verðmæta að ræða. Teiknistofunni var frá byrj- un ætlað að veita þjónustu, er réði bót á framangreindu ó- fremdarástandi. Teikningum Á myndinni: 1000. teikn- ingin afhent, frá vinstri: Hall dór Halldórsson, Kristján jÞorkelsson og Rannvcig Kristjánsdóttir. stofnunarinnar fylgja jafnan nauðsynlegar sérteiknin.'ar, verkfræðilegar teikningar af burðarþolsútreikningum, bita- lögn, raflögn, frágangi á þökum og stigum. Auk þess allar nauð synlegar teikningar af eldhús- um, skápum, gluggum og liurð- um. Á siðasta ári var haíinn útreikningur efnisþarfar íneð hverri teikningu. Nú eru til 24 gerðir tvíbýlis- (Framhald á 4. s«ðu). USSARÆ ALLRA K0 Moskvu, 3. apríl (NTB - Reuter) RÚSSAR rufu í dag sex mánaða þögn í liugmyndadeilunum við Kínverja og svöruðu með harðri árás á Mao Tse-tung og kínverska kommúnistaflokkinn í yfirlýsingu, sem er 30 þús. orð. Árásin var í rauninni gerð á fundi liáttsettra flokksmanna í Moskvu í febrúar, en ekki birt fyrr en í flokksmálgagninu „Prav- da” i dag. Það var ritari flokksins, Mihail Suslov, liclzti sérfræðing- ur Rússa í hugmyndafræði, sem setti ofan i við kínverska komm- i únistaleiðtoga, sem hann sakaði um nokkra glæpi gegn alþjóða- hreyfingu kommúnista. Jafnframt hvatti hann til þess, að efnt yrði til ráðstefnu kommúnistaforingja allra landa. Hann sagði, að á þessari ráð- stefnu skyldi skipzt á skoðunum á breiðum grundvelli í því skyni að vinna sigur á erfiðleikunum, sem hreyfing kommúnista á við að stríða. í Moskvu er talið, að tengsl tveggja stærstu kommúnistaflokka heims séu nú að bresta. Aldrei áð- ur í hugmyndadeilunni hafa verið bornar fram eins þungar og bitrar ásakanir. Ráðastheiftarlega á Maó Suslov sakaði Kínverja um að reyna að reka fleyg milli sovézku þjóðarinnar og Krústjovs forsætis- ráðherra og gera Mao Tse-tung að nýjum Stalín. Að sögn Suslovs vilja Kínverjar einnig segja allri alþjóðahreyfingu kommúnista fyr- ir verkum, reka flokka og menn úr herbúðum sósíalista og heimila öðrum inngöngu, allt eftir eigin hentugleika. Varðandi heimkvaðningu sov- ézkra sérfræðinga frá Kína sagði Suslov, að þótt Rússar hefðu fall- izt á að þeir yrðu um kyrrt í Kína eftir 1958/hefðu kínversk yíirvöld haldið uppteknum hætti og unnið marvisst að því að láta þá sæta verri meðferð en áður. Þetta heíði haft slæm áhrif á sambúð þjóð- anna. Þegar Kínverjar stukku „stóra stökkið áfram” í viðreisn iðnaðar- ins vöruðu sovézkir sérfræðingar kínversk yfirvöld við tæknilegum göllum kerfisins. En ráðum Rússa hefði ekki verið hlýtt. Afluðing- (Framhald á 13. síSu).

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.