Alþýðublaðið - 04.04.1964, Side 4

Alþýðublaðið - 04.04.1964, Side 4
ÞIN6 ALLRA KOMMÖNISTA Þúsundasta (Framliald af 1. síðu). húsa, og nokkur afbrigði af sumum þeirra. Nokkrar teikn- * íngar af raðhúsum og fjölbýl- ishúsum hafa einnig verið gerð ar. Þær teikningar eru miðað- ar við sérstaka staðhætti, og hafa að mestu leyti verið not- aðar af byggingarfélögum verkamanna. Teikningarnar eru yfirleitt miðaðar við smærri gerð íbúða, og til að vera lánshæfar hjá húsnæðis- málastjórn yfir fjölskyldu- stærð allt að 5 meðlima. Þessi þjónusta Húsnæðis- málastofnunarinnar liefur lítið verið kynnt, og mest notuð af hinum afskekktari stöðum. — Nokkrir staðir liafa eingöngu ’ hyggt eftir teikningum stofnun- arinnar. í Reykjavík hafa teikn ' ingar stofnunarinnar ekki ver- ið notaðar. Ástæðan er sú, að einbýlishús í Reykjavík liafa verið mun stærri en húsagerð stofnunarinnar. Sá liður liefði lítt verið nefnd ur, en þar heíði mikill árangur náðst í sambandi við hið lága verð teikninganna. Eggert gat þess, að peningaskortur liefði hóð þessari starfsemi, en það hefði sýnt sig að lík þjónusta væri mjög mikils virði fyrir þá, sem vilja byggja sín eigin hús. í framhaldi af þessu, sagði Eggert, að frá árinu 1955 að stofnunin hóf starfsemi sína og þar til 3. apríl 1963 hefði verið lánað til 5804 íbúða. Þar af væru lán til kauptúna og bæja (Kópavogur meðtalinn) 2868, en lán til bygginga í Reykjavík 2936. Alls hafa verið lánaðar nær 500 milljónir. Nú liggja fyrir umsóknir um 240 milljón- ir, en eigið fé stofnunarinnar er 40 milljónir. Á síðasta ári (1963) voru lánaðar 110 millj- ónir. Á teiknistofu Húsriæðismála- stofnunarinnar starfa nú Hall- dór Halldórsson, framkvæmda- Alaska sýnir 70-100 afbrigði af kakfusum Reykjavík, 3. apríl - GO Á MORGUN, faugardag, verð- ur opnuð blómasýning í gróðrar stöðinni Alaska við Miklatorg. Einkum verður áhensla lögð á sýningu kak usa, sem verða í 70 — 100 afbrigðum. Er þar um að ræða bæði hreinar teg- undir og ágrædda blendinga. Einnig verða á sýningunni um 3000 pottablóm af. nærri 300 tegundum. þá verður sýnt allt, sem að blómaræk: lýtur, svo sem lyf og áburður, fræ og l'aukar. Sýningunni er ætlað að standa í hálfan mánuð. Kaktussýningin er alveg sér- stök deild, og athyglisverðar eru skreytingar, sem nemend- ur í Handíða og myndlistar- skólanum hafa ger . Þeir hafa málað tótem indjána á tréspjöld og fær sýningin við það mexi- kanskan svip. einnig er ætlun- in að hafa mexikönsk tónlist auki énn á hið sannferðuga andrúmsloft. Tifgangurinn með sýning- unni er að kynna gróðurinn og þá möguleika sem hann gefui’ í sköpun hlýlegra og vis legra húsakynna. Hluti sýningar- plantnanna verður til sölu. Kaktusarnir eru ættaðir úr Borgarfirði, frá Laufskálmn, en önnur blóm eru fi'est úr Hverageröi og Mósfellssveit. _____________________________3 Á myndinni eru talið frá vinstri: Halldór Hal dór.sson, Eggert G. Þorsreinssou, Sig- urður Guðmundss. og Magn- ús Ingi Ingvarsson. stjóri, Magnús Ingi Ingvarsson og Sigurður Guðmundsson, sem báðir eru iðnfræðingar. (Framhald af 1. síðu). in hefði orðið hrun í iðnaðinum og slys, sem kostað hefðu manns- líf. Suslov sagði ennfremur, að af- staða Kínverja til kommúnista- flokka í kapítalistalöndum væri sérstaklega smánarleg. Flokks- fjandsamlegir hópar flokkssvik- ara og klofningsafla hefðu verið stofnaðir með stuðningi frá Peking í Belgíu, Brasilíu, Ástralíu, Cey- lon, Bretlandi og öðrum löndum. Kínversku foringjarnir hafa af- numið miðstjórnir belgíska flokks- ins og nokkurra annarra flokka. Ekkert þessu líkt hefði óður gerzt í sögu kommúnistahreyfingarinn- ar. Suslov sagði ennfremur, að kín- versku foringjarnir, og ekki ein- göngu þeir, ættu nú að gera sér grein fyrir því, að miðstjórn sov- ézka flokksins hefði aldrei verið eins sameinuð og heilsteypt og nú undir forystu Ki-ústjovs. Stað- reyndirnar sýndu, að hörð og eftir öllu að dæma langvinn barátta væri nauðsynleg til að styrkja einingu allra sósíalistískra afla. Ljóst sé, að kínversku leiðtogarn- ir muni torvelda þessa baráttu. Þrótt fyrir liina miklu spennu í sambúð sovézkra og kínverzka ! flokksins er talið í Moskvu, að Rússar muni viðhalda að minnsta kosti einhverskonar sambandi við Peking. Bent er á, að sovézk verzl- unarsendinefnd undir forystu sovézks varaforsætisráðherra kom til Peking fyrr í vikunni. j Moskvu-útvarpið skýrði frá því, að skýrsla Suslovs hefði valdið reiði og hneykslun meðal verka- manna, bænda og menntamanna vegna fólskulegra árása Kínverja á sovézku leiðtogana. jSeldu áfengi (Framhald af 1. síðu). börn voru á ferð þarna nálægt og j töldu þau að kúlunum hefði rignt j í kringum sig. I Þá. hefur verið töluvert um slags mál í Vestmannaeyjum undanfar- ið og hefur einn maður viðbeins- brotnað, margir hafa orðið fyrir tannamissi auk þess sem margir 1 hafa hlotið aðrar skrámur. Á árunum 1959-1963 var alls hafin bygging 2878 íbúða í i.' bæjum utan Reykjavíkur. Á j: sama tíma seldust teikningar að ■ 862 íbúðum frá Húsnæðismála- i; stofnuninni, eða um 30% lieild !: arinnar. Á síðasta ári var hafin j: bygging 776 íbúða í bæjum ut- ;■ an Reykjavíkur, og voru þá " seldar frá Húsnæðismálastofn- ■ uninrii teikningar að 268 íbúð- um eða 34% af tölu hafinna 1 íbúða. ' : Verð teikninganna hefur ver- ið stillt mjög í hóf, og byggist hið lága verð fyrst og fremst á ; fjöldanotkun teikninga. Hefur verðið, með vinnuteikningum, ’ verið um 6000 krónur. Sem ; dæmi má nefna, að teikning i: númer 4 hefur verið notuð 93 ’■*. sinnum og teikning númer 55 notuð 57 sinnum. Sem dæmi : um teikningasölu stofnunar- j Húsnæði — 2 • ínnar má- nefna, að árið 1957 voru seldar 36 teikningar ttl byggingarfélaga verkamanna, en 1963 58 teikningar. 1957 voru seldar 2 teikningar til einstaklinga en 1963 210 teikn- ingar. Eggert Þorsteinsson sagði, að Iíúsnæðismólastofnunin hefði mest verið orðuð við peninga og peningaútlán. Annar liður væri þó í starfseminni, og það væri þjónusta við fólkið í sam- toandi við teikningar. Endurskipulagning starfsdagsins Fyx-ir nokkrum dögum gengu í gildi nýjar reglur um lokunartíma sölubúða í Reykjavík. Er það mál búið að vera lengi á döfinni, og hefur sitt sýnzt hverjum. Hafa deilurnar staðið um, hvort og að hversu miklu leyti verzlanir skyldu vera opnar á kvöldin, þannig að neytendur ættu kost á þjónustu eftir venjulegan lokunartíma sölubúða. Eg hefi oft undrazt, að í þessu sambandi skuli það aldrei hafa borið á góma í opinberum umræðum, hversu mikið ósam- ræmi er í því hér á landi, hve- nær vinnudaeur bvriar, og hversu mikil óþægindi hljótast af því, fvrst og fremst fyrir heimilin og húsmæðurnar. Starfsdagur þeirra, sem stunda ýmiss konar fram- ieiðslustörf, byriar yfirleitt upp úr kl. 7 á morgnana, skólar byria um 8 leytið, flestar skrifstofur eru onnaðar kl. 9. en vmsar, svo sem bankar, þó ekki fyrr en kl. 10. Starfsdagurinn er þannig smám saman að liefjast frá því kl. 7 á morgnana fram til kl. 10. t>ett,a veldur bví. að heimilisfólk snæðir moi'gunverð á ólíkum tíma. Erfitt getur og reynst að sami’æma hádegisverðartíma barna og ungl- inga, sem eru í skólum, og annars heimilisfóiks. Starfsdeginum lýk- ur svo yfirleitt frá kl. 5 til kl. 7, svo að flestir munu snæða kvöldverð milli kl. 7 og 8. Kvöld- skemmtanir, svo sem kvikmynda- LAUGAROAGSGREIN GYLFA t>. GÍSLASONAR hús og leikhús, byrja síðan frá kl. 8-9. Þeir, sem fara í kvik- myndahús, eru ekki komnir heim til sín fyrr en á tólfta tímanum. Með þessu móti reynist tími dagsins illa hagnýttur og illa skipu lagður fyrir allt of marga. Tím- inn mundi nýtast miklu betur, ef starfsdagar allra hæfist á sama eða svipuðum tíma, þ. e. a. s. kl. 7-8 á morgnana og lyki þá þeim mun fyrr hjá þeim, sem hafa stytztan vinnutíma. Jafnframt gæti kvöldvei’ðartími bá færzt fram um klukkutíma, þannig að kvöldverð- urinn yrði snæddur kl. 6-7, en ekki kl. 7-8. Útvarpsdagskráin yrði einnig að færast fram um klukku- tíma, og kvikmyndahús og deik- j hús að hefia svninear klukkutíma fvrr en nú á sér stað. Ætla mætti, að afleiðingin yrði sú, að menn gengiu sem svarar klukkutíma fvrr til náða en nú á sér yfirleitt stað. Tímasetning þeii-ra dægra- styttinga. sem menn eiga nú völ á að kvöldlagi. hentar í raun og veru illa beim, sem hefia vinnu um siö levtið að morgni. Fvrir þá er of seint. að kvikmyndasvningar hefiist t. d. ekki fvrr en kl. 9. Það væri beim til tvímælalauss hag- ræðis. að tímasetningar kvöldsins flvttust fram um klukkutíma. Ef skrifstofufólk liæfi vinnu klukku- tíma fvrr en nú á sér stað, væi'i þettá sömuleiðis hentugt fyrir bað. í bessu sambandi er þess að vísu að geta, að samgöngur eru auð- veldari en ella, þegar starfsdagur- inn byrjar á mismunandi tíma hjá hinum ýmsu starfsstéttum, og er sumstaðar annarsstaðar unnið a5 því, að menn byrji ekki vinnu á sama eða svipuðum tíma einmitt til þess að létta á samgöngukerf- inu. Hér á landi ei-u samgöngu- málin bó ekki orðin slíkt vanda- mál. að nokkur samfærsla hefði erfiðleika í för með sér. Það væri höfuðkostur breyttrar skinunar í þessum efnum, að sá munur, sem nú er á lengd starfs- dags vmissa starfsstétta og skóla- nemenda, komi fyrst og fremst við lok starfsdagsins. en ekki bæði við upnhaf lians og lok, eins og nú á sér stað. Með bví mpti mundi starfsdagurinn nvtast betur og næturhvíld geta orðið eðlilegri og heilbrigðari. Islendingar byrja starfsdag sinn yfirleitt nokkru seinna en nngrannaþióðir og vaka lengur á kvöldin en annars staðar tíðkast. Fvi’sta snorið til þess að revna að ráða bót á þessu virðist geta verið og ætti að vera að sam- ræma starfsdaginn betur en nú á sér stað og bá fyrst og fremst að draga úr þeim mikla mun, sem pú er á beim tíma, er starfsdagur- inn hefst. Breyting í bá átt mundi í í’aun og veru verða öllum til auk- inna þæginda. 4 4. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.