Alþýðublaðið - 04.04.1964, Page 9

Alþýðublaðið - 04.04.1964, Page 9
LÖGFRÆDINGATAL NÝIT Reykjavík, 2. apríl — HP. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA hefur nú gefið út „Lögfræðinsra- tal 1736—1963“ eftir Agn-ar Kl. Jónsson, ráðnneytisstjóra. Er þetta mjög aukin og endurbætt útgáfa „Lögfræðingatals 1736 — 1950“, sem Agnar tók einnig saman og ísafoldarprentsmiðja gaf út 1950. Á fundi riieð fréttamönnum 1 dag sagði Pétur Ólafsson, for- stjóri ísafoldar, að ekki væri mik ið um uppsláttarrit hér á landi, en fá mundu þó vera jafnfullkom in og þetta að öðrum ólöstuðum. Fyrir tveimur árum hefði verið afráðið að gefa „Lögfræðingatal" út á ný, og var þá talið sjálfsagt að fá Agnar Kl. Jónsson til að ann ast þessa nýju útgáfu sem hina fyrri. Þó væri þessi nýja útgáfa raunar alveg ný bók. Hún væri um þriðjungi stærri en fyrra „Lög fræðingatalið" og á ýmsan hátt fullkomnari. Hún er 46 arkir eða 736 blaðsíður og kostar kr. 660. Er ekki að efa, að þessi fróðlega bók verður mörjgum kærkomin handbók, auk þess sem hún er merkt heimildarrit um sögu, mannfræði og íslenzkan fróðleik. Höfundurinn, Agnar Kl. Jóns- son, lét þess getið, að miðað væri við ártalið 1736, af því að þá var í fyrsta skipti farið að krefjast fullgilds próf í lögum við Kaup- mannahafnarháskóla af þeim, sem fengust við dómaraembætti og mál færslustörf, en vitanlega sóttu eldri íslenzkir lögfræðingar menntun sína til Kaupmannahafn ar, meðan Kaupmannahafnarhá- skóli var háskóli íslendinga. Síð ustu lögfræðingarnir, sem teknir eru með í þetta nýja „Lögfræð- ingatal“, eru 9 kandídatar, sem út skrifuðust í júní 1963, og kom- ust þeir allir á réttan stað í staf rófsröðinni. Ekki vantar því nema Þingeyinga- bók komin út BÚNAÐARSAMBAND S-Þingeyj- arsýslu hefur gefið út mikla og myndarlega bók, sem nefnist „Byggðir og bú“. Tilefni útgáf- unnar er aldaTminning; búnaðar- samtaka í sýslunni, og voru þeir 11 ritatefMd Ilauku^ Ingjaldsson, Jón Sigurðsson og Steingrímur Baldvinsson. Meginhluti þessarar bókar, sem er 700 blaðsíður að stærð, eru jarðalýsingar. Fylgja myndir af bæjum og búendum, og er hér um að ræða stórmerkt heimildasafn og hafsjó af fróðleik um Þíngey- inga. Þá er söguágrip búnaðar- samtaka í sýslunni og frásagnir af samtökum í hverjum hreppi. Verk þetta er myndarlega og vel út gefið, prentað í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. þá 4 kandídata, sem útskrifuðust frá Háskóla íslands í janúarmán uði síðastliðnum. Eins og nærri má geta, hefur það verið mikið verk að búa bókina til prentunar, en um það segir m. a. í formála: „Það varð að samkomulagi að taka með enn einu sinni æviágrip allra hinna eldri lögfræðinga, enda þótt segja megi, að það hafi að mestu leyti verið búið að gera æviatriðum þeirra, sem látnir voru, nægileg skil, er lögfræðinga talið frá 1950 kom út. Þau æviá- grip hef ég þó að sjálfsögðu at- hugað á nýjan leik og leiðrétt og aukið við þau, þar sem um villur var að ræða eða endurbóta þörf. Um önnur æviágrip, sem birtust árið 1950, er það að segja, að ég hef reynt að hafa samband við alla þá, sem eru á lífi og ætt- ingja þeirra, sem látizt hafa á þess um árum, sem liðin eru. Hafa málaleitanir mínar yfirleitt borið góðan árangur og þeir eru ekki margir, sem engin svör hafa bor- izt frá. Mér hefur að sjálfsögðu verið ómetanlegur stuðningur að þessari samvinnu við eldri lög- fræðinginga, sem ég vil hér með leyfa mér að þakka, enda er mér óhætt að fullyrða, að án slíkrar samvinnu hefði verið illmögulegt eða ómc%ulegt að vinna að þess- ari nýju útgáfu". Um hina yngri lögfræðinga er vitanlega -að finna allar þær upp lýsingar, sem nú eru fyrir hendi. Þá má og geta þess, að miðað við gömlu útgáfuna eru um 250 nýjar myndir í þessari, bæði af þeim, sem bætzt hafa við, og hinum eldri, sem óskuðu, að skipt yrði um myndir. Agnar lauk af síðustu miklu lofsorði á samstarfið við ísafold, bæði forstjóra og starfs- fólk, sem hefðu allt viljað gera til þess, að útgáfan gæti orðið sem bezt úr garði gerð. LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir um þessar mundir fjög- ur leikrit og hefur félagið aldrei haft svo margar sýning ar í gangi samtímis. Affsókn aff öllum þessum sýningum í vet ur hefur veriff frábærlega góð og liúsfylli á nálega hverri sýn ingu. Sýningum á Föngunum í Altona fer senn aff Ijúka, en sýning þessi fékk, sem kunn- ugt er frábærar viðtökur gagn rýnend-a og almennings og hef- ur Icikurinn nú vcriff sýndur samtals 25 sinnum, Iangoftast fyrir fullu húsi. Uppselt er á hverja sýningu á gamanleikn- um Sunnudagur í New York, sem virffist hafa náff miklui vinsældum, og ekkert lát er affsókn aff Hart í bak, sem sýi hefur veriff samtals 173 sim um, sem er algjört met í sýi ingafjölda hjá L. R. Loks < svo sýningin á Rómeó og Júlí sem hlaut afbragffs vifftöki gagnrýnenda. Aff Rómeó < Júlíu seljast miffar yfirleitt uí sama dag og sala hefst. Á m< fylgjandi mynd sést atriði < einni af þessum sýningum Le félagsins. Myndin er af Gu rúnu Ásmundsd. og Erlin Gíslasyni í Sunnudagur í Ne York. Fermingargjafir Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Viðhafnarútgáfa. Formáli eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup. Fimmtíu heilsíðumyndir eftir Barböru M. Ámason, listmálara. ÍSLENZK ORÐABÓK handa skólum og al-* menningi. — Bókin fæst nú í vönduðu hand- unnu skiínnbandi. Bókabúð Menningarsjoðs Hverfisgötu 21, Reykjavík, símar 16282—13652. Fallegar peysur til fermingargjafa fyrir drengi og stúlkur. Prjónastofan HLÍN H.F. Skólavörffustíg 18. Múrarar óskast Til vinnu við nýbyggingu Mýrarhúsaskóla a Seltjamarnesi. / Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps Sími 18088. Frímerkjaverzlun Höfum opnað nýja frímerkjaverzlun að Týsgötu 1. Á boð- stólum verður allt er að frímerkjasöfnun lýtur. íslenzk og erlend frímerki í fjölbreyttu úrvali. Mótívfrímerki, t. d. dýra-, blóma-, íþrótta- og skátafrímerki. — Frímerkja- albúm, m. a. Lindner, Stender o. fl. Innstungubækur og hin kunnu sænsku ,,VÍSIR“ innstungu blöð. Tekið verður á móti áskrifendum að nýjum frímerkja útgáfum. Frímeikjasmióstöóin \ TÝSGÖTU 1. — Sími 21170. Opið frá kl. 1—6 ncma laugardaga frá kl. 9. Auglýsingasíminn er 149 06 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. apríl 1964 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.