Alþýðublaðið - 04.04.1964, Síða 16

Alþýðublaðið - 04.04.1964, Síða 16
Kjarasamningar í USA yfirleitt til 2-3 ára Verkalýðsíélög fylgjast vel með afkomu fyrirtækja Reykjavík, 3. apríl, - GG. HÉR er stddur á vegum Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna David Lasser, forstöðuniaður sambands verkamanna í raf- magnsiðnaðinum í Bandaríkj- unurn. Skýrði Óskar Hallgríms- son, formaður Fulltrúaráðsins, frá því á blaðamannafundi í ‘ dag, að Lasser mundi halda fyr- Irlestur í Iðnó n. k. sunnudag kl. 2 e. h. um viðhorf í banda- rískum verkalýðsmálum og er öllum frjáls aðgangur. Fyrirlest urinn verður þýddur jafnóðum á íslenzku. Mr. Lasser er á heimleið frá hinni miklu ráðstefnu í Genf um verkalýðsmál og stöðu þró- unarlandanna, en auk þess hef- ur hann heimsótt verkalýðsfé- lög í Bretlandi, Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi og Ítalíu. — Var liann fulltrúi Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýðsfélaga á ráðstefnunni og kvað sam- bandið fyllilega styðja þá kröfu vanþróuðu landanná, að þeirra hlutur verði bættur, bæði með því að bæta lífskjör og auka framleiðni. Sambandið væri á því, að rétt væri að koma á þeirri skipan, að hin ríkari lönd styrktu þróunarlöndin og gerðu við þau samninga, sem ekki væru nauðsynlega gagn- kvæmir, t. d. tollasamninga. Hér hefur Mr. Lasser þegar rætt við ýmsa framámenn í efna hags- og atvinnumálum og mun ræða við fleiri. Við spurðum Mr. Lasser um ýmislegt viðvikjandi amerískum verkalýðsmálum. Kom þá fram, að yfirleitt gera amerísk verka- lýðsfélög nú kjarasamninga til 2-3 ára og hefur svo verið allt frá 1955. Á árunum 1950—1955 var ástand í efnahagsmálum Bandaríkjanna ekki eins tryggt og nú og var þá yfirleitt sam- ið til skemmri tíma. í allmörg- um kjarasamningum vestan hafs er ákvæði um vísitölu- tryggingu kaups, þannig, að á þriggja mánaða fresti er kaup- ið endurskoðað með tilliti til vísitölu framfærslukostnaðar. Eins og fyrr greinir, er Mr. Lasser yfirmaður hagdeildar sambands síns og er hann var spurður um, hvort verkalýðs- félög þar hefðu aðgang að skýrslum um hag viðsemjenda sagði hann, að verkalýðsfélög- in fylgdust ekki síður Vel með liag fyrirtækjanna en fyrirtæk- in sjálf. í langsamlega flestum tilfellum er um hlutafélög að ræða, sem birta reikninga sína, og kvað hann öll þau gögn vera vandlega athuguð, því að nú orðið byggðu verkalýðsfélögin kröfur sínar að langmestu leyti á þeim staðreyndum, sem fram í þeim kæmu. Aukin fram- leiðni, aukin sala og aukinn gróði á reikningum fyrirtækj- anna leiddi til hækkaðra krafna verkalýðsfélaganno. Lasser kvað kaup vérka- manna í Bandaríkjunum hafa hækkað að meðaltali um 35- 40% á s.l. tíu árum, og hefði hækkunin yfirleitt verið 3% á ári umfram það sem fram- færslukostnaði nam. Þetta væri þó dálítið breytilegt eftir félögum, en almennt séð mundi þessi hundraðstala vera rétt. Aukning á framleiðni hefði ver- ið á að gizka 3-5% á ári vegna aukinnar sjálfvirkni. Atvinnulcysistryggingar kvað hann ákveðnar í sambandslög- um, en framkvæmd trygging- anna væri í höndum hvers ein- staks ríkis, þannig að raunveru lega væri um 50 mismunandi tryggingakerfi að ræða. T. d. væru atvinnuleysistryggingar hærri í iðnaðarríki í norður- ríkjunum, eins og New Yórk, en í tiltölulega fátæku suðurríki, eins og Mississippi. Við þetta bættist svo, að í mörgum kjara- samningum væru ákvæði um viðbótarstyrki, þannig að um 35% af iðnverkamönnum nytu aukastyrkja. Gat hann þess sem dæmis, að verkamaður, sem missti vinnu hjá General; Motors, og hefðisþrjá á fram- færi, mundi hafa kannski 67 Á myndinni eru, talið frá vinstri: Þorsteinn Pétursson, David Lasscr og Óskar Hall- grímsson. dollara í tryggingu á viku í 26 vikur. Sums staðar væri trygg- ingatíminn upp í 39 vikur. Það er athyglisvert, að at- vinnuleysistryggingar í Banda- ríkjunum eru algjörlega greidd ar af vinnuveitendum sam- kvæmt ákvæðum sambands- laga. Er lagður 3% grundvallar skattur á launagreiðslur allt upp í 480 dollara. Hins vegar gætu fyrirtæki sparað sér nokkuð í þeim skatti, t. d. með því að segja upp sem allra minnst, svo að meðaltalsgreiðsl ur mundu vera sem næst 2% af vinnulaunum. Félagsgjöld í amerískum verkalýðsfélögum eru dálítið mismunandi, en í sambandi Mr. Lassers eru þau l%~af kaupi, eða sem næst 4-5 dollarar á mánuði. í Bandaríkjunum eru menn aðeins skyldugir til að vera í verkalýðsfélögum, ef fyrirtæk- ið hefur fallizt á að hafa svo- kallaða „union shop”, þ. e. a. s. gefa einu félagi rétt til að „or- ganíséra” verkamenn þess. — Hafa 80% af stórfyrirtækjum fallizt á þetta, en eina verulega stóra fyrirtækið, sem ekki hef- ur fallizt á „union shop”, er General Electric. Um 75% allra verkamanna í Bandarikjunum eru nú í verka lýðsfélögum, en ekki nema 19-15% af „hvítflibba-mönn- um”. Nú eru það lög í Banda- ríkjunum, að verkalýðsfélög, sem ávinna sér rétt til að skipuleggja eða „organíséra” verkamenn í verksmiðju, verða að semja fyrir alla starfsmenn viðkomandi fyrirtækis. Hefur því ýmsum þótt súrt í broti að þurfa að semja fyrir hvítflibba mennina, sem þó vilja ekki vera í félaginu og greiða því engin gjöld til þess. Hafa verkalýðs- (Framhald á 13. síðu). toVW»WWWWWWWMMMWtW*W*%WWWWmMÍMiWWWWWWWWtWWWWW (Mffl) 45. árg. — Laugardagur 4. apríl 1964 — 76. tbl- Lokatillögur um heildar- skipulag borgarinnar Reykja^k 3. apríl - GO í FYRRADAG kom hingað til lands Bredsdorff prófessor frá Kaupmannahöfn, en hann er ráð- gjafi Reykjavíkurborgar í skipu- lagsmálum. í för með prófessorn- um eru þeir Sven Sommer og um- ferðarsérfræðingurinn Anders Ny- vik, en það er hann, sem skipu- lagði umferðarkönnunina, sem fram fór í Reykjavík haustið 1962. Bíða straums Hvolsvelli, 3. apríl - ÞS - HP ENGIN tilraun var gerð til að draga pólska logarann Wislok út á háflóðinu í gærkvöldi, en Kóral byrjaði að toga aftur í morgun. Tókst dráttarbátnum að þoka tog aranum nokkra metra. Liggur hann nú liálfur uppi á sandrifi og lialtast dálítið, en sjór er svo dauð ur, að sáralítil hreyfing er á hon- um, og má með sanni til tíð- inda telja, að ekki skuli hreyfa báru við Landeyjasand. Alltaf er unnið við togarann, gætt vel að öllu og honum haldið þurrum, og er það ekki mikið verk því að við athugun hefur komið í liós, að skrokkurinn cr alheill, og togarin lekur ekki. Munu björgunarmenn nú bíða cftir siærri straum, en halda þá enn á- fram tilraunum sínum. Aðalframkvæmdastjóri NATO Ilollendingurinn Dirk Stikker, Skýrði frá því í dag, að liann hyggð ist láta af störfum í sumar. Líklegur eftirmaður lians er tal- inn Ilalvard Lange, utanríkisráð- herra Norðmanna, en einnig er til- nefndur Martino, fyrrum utanrík isráðherra ítala. Stöðugir fundir eru nú með þess um mönnum og Geiri Hallgríms- syni, borgarstjóra, Gústafi Píls- syni borgarverkfræðmgi, Aðal- steini Richter skipulagsstjóra borg arinnar, Gísla Halldórssyni verk- fræðingi o. fl. Unnið er að því að leggja síðustu hönd á heildarskipu lagningu Reykjavíkurborgar, sem unnið hefur verið að undanfarin ár bæði hér heima og úti í Höfn. Tillögur þær, sem samdar verða á fundunum nú verða síðan lagðar fyrir borgarsijórn til endanlegrar ákvörðunar. BSRB BOÐAR ALMENNAN FUND Á MÁNU- DAGINN BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja hefur boðað til almenns fundar í Austur- bæjarbíói næst komandi mánudagskvöld klukkan 9. Þar verða skýrð sjónarmið og viðhorf BSRB varðandi dómsúrskurð Kjaradóms 31. marz síðast liðinn. Ræðumenn verða Kristján Thorlacius, formaður RSRB, Guðjón B. Baldvinsson, ritari kjararáðs, Haraldur Stcin- þórsson varaformaður BSRB og Magnús Eggertsson, rhari BSRB. Auk þess munu flest- ir formenn félaga ríkisstarfs manna flytja stutt ávörp. STAPAFELLIÐ AFLAHÆST Ólafsvík 2. apríl, - OÁ - GO HEIDARAFLI Ólafsvíkurbáta frá áramótum er nú orðinn 5070 tonn í 505 róðrum. í fyrra var heildar- aflinn á vertíðinni aliri 5950 tonn. Aflahæstir frá áramótum eru þessir bátár: Stapafell 890 tonn í 62 róðrum Steinunn 725 tonn í 61 róðrum Valafell 608 tonn í 62 róðrum Jón Jónsson 672 tonn í 49 röðrum Jökull 491 tonn í 41 róðri Hrönn 442 tonn í 55 róðrum Sveinbj Jak. 397 tonn í 21 róðri Síðasta hálfan mánuð liafa bát- arnir farið 136 róðra og fengið 2280 tonn. Hæstir á því tímabilt eru þessir: Stapafell 336 tonn í 13 róðrum Steinunn 330 tonn í 12 róðrum Jón Jónsson 308 tonn í 13 róðrum Sveinbj. Jak. 304 tonn í 12 róðr- um. IIÁDEGISFUNDUR í dag í turn- herberginu áð hótel borg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.