Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 3
Hlutkestið gekk Anderson í vil Fransk-kanadískir SÞ-hermenn sjást hér vernda líkfylgd hjarð'manns eins er skotinn var til bana í Hilarion-virki á Kýpur fyrir nokkru. Var barizt ákaflega um það virki á dögunum. Stokkhólmi, 14. maí, — (NTB) FYRSTA þætti hinnar pólitísku orrahríðar vegna Wennerströms- málsins Iauk í dag án þess að endanleg úrslit fengjust. Hlut- kesti fór á þá leið, að stjórnar- tgárárnefnd i<ikis|>ingsins! sam- þykkti hörðustu gagnrýni sem hún hefur samþykkt gegn ráðherra í 35 ár. Var gagnrýni þessari beint gegn Östen Undén, fyrrverandi utanríkisráðherra. Annað og gekk jafnaðarmönnum í vil: nefnd in vísaði á bug tillögu borgara- flokkanna um álika harða gagn- lýni á hendur Sven Aþdersoii Gagnrýni borgaraflokkanna gekk út á það, að ráðherrarnir hefðu ekki hindrað nægilega vel aðgang njósnarans Wennerströms að hernaðarleindarmálum eftir að þeim varð kunnugt um grunsemd ir öryggislögreglunnar í hans garð — í stjórnarskrórnefndinni hafa jafnaðarmenn 10 fulltrúa og borg araflokkurinn 10 fulltrúa. Urðu atkvæði hnífjöfn í atkvæðagreiðsl Kýpurvandamálið áhyggjuefni NATO Haag 14. maí (NTB-Rauter). RÁÐHERRANEFND Atlants- liafsbandalagsins lauk fundum sín um í dag. í yfirlýsingu, er gerð var licyrinkunn að fundinum loknum, létu ráðherrarnir í'Ijós áhyggjur vegna þróunar mála á suðaustur- svæði bandalagsins. Er þar um að ræða Kýpurdeiluna. Samtímis þessu var skýrt frá því, að Dirk Stikker, framkvæmdastjóri banda lagsins, hefði fengið það verkefni að reyna að koma á sáttum milli Tyrkja og Grikkja. Utanríkisráð lierra þessara tveggja þjóða létu í Ijósi eftir fundinn að þeir væru ánægðir með þessa ákvörðun. Lögð er áherzla á það, að Stikker eigi ekki að vera eiginlegur sáttasemj iari, heldur er verkefni hans tak- markað við samband Tyrklands og Grikklands og snertir ekki Kýpur deiluna sem slíka. Að því er málsvarar bandalags- ins í Haag segja, á Stikker að reyna að fá ríkisstj. Grikkja og Tyrkja til að forðast allar þær að gerðir, sem leitt geta til enn verra ástands og stofnað í hættu öryggi norðaústursv. bandalags- ins. Ráðherranefndin styður ein- huga tilraunir Sameinuðu Þjóð- anna tii að friða Kýpur og starfa sáttasemjarar SÞ á eynni. Gríski utanríkisráðherrann, Stavros Kostopoulos, sagði í dag, að hann væri ánægður yfir því, að ráðherranefndin hefði verið á einu máli um að Kýpurvandamál- ið væri fyrst og fremst mál Sam einuðu þjóðanna. Lagði hann á- herzlu á að Grikkland myndi ald rei vilja fara með ófrið á hendur neinni þjóð, sízt bandamanni eins og Tyrklandi, en vegna vissra tyrkneskra hótana um innrás á Kýpur ætíð yfir höfði sér innráðs Tyrkja, sagði hann. — Utanríkis ráðherra Tyrkja, sem einnig sat ráðherrafundinn, sagði, að áhugi NATO á Kýpurvandamálinu væri mjög ánægjulegur og takmark Tyrkja á fundinum hefði náðst. unni um þá Unden og Anderson. Kom þá til hlutkestis og fór það svo, að jafnaðarmenn unnu hjut kestið um Anderson en töpuðu hlutkestinu um Unden. Mun vera nokkur ánægja ríkjandi með þessi úrslit innan ríkisstjórnarinnar, þrátt fyr,r gagnrýnina á Unden þar sem hann er þó utan stjórnar nú, en Anderson er innan hennar. Hafði og Erlander látið að því liggja, að ef gagnrýni yrði sam- sykkt á Anderson, myndi hann biðja þingið um traustsyfirlýsingu. Gagnrýnissamþykktin á Unden mun nú ganga til þmgsins þar sem litlar líkur eru til að hún nái samþykki. Hafa jafnaðarmenn þar 114 þingmenn en borgaraflokkarn ir 113 þingmenn. Kommúnistar hafa 5 þingmenn, en ta.ið er ó- sennilegt, að þeir muni greiða atkvæði með borgaraflok'/ium í þessu máli. Af hálfu fulltrúa borgaraflokk anna í nefndinni komu einnig fram tillögur um gagnrýni á hend ur Rune Johansson innanríkisráð herra. Yar þeim báðum vísað á bug með nægilegu atkvæðamagni. Tiliögunni um Erlander með 12 atkvæðum gegn 8 og tillögunni um Johansson með 16 atkvæðum gegn 4. ★ CANNES: Franska kvikmyndin ,„Les Parapluies de Cherbourg” (Regnhlífarnar í Cherbourg) var í dag kjörin bezta kvikmyndin á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Hin sérstöku verðlaun hátíðarinnar fékk japanska myndin „Suna No Onca”. CATANINA: Hraunflóð frá Etnu hélt áfram að streyma niður hlíðar fjallsins í dag. Er það fjögurra metra djúpt og 100 metra breitt. Umkringdi það athugunarstöðina í fjallinu. * KAUPMANNAHÖFN: Fyrstu sveitir liins danska SÞ-liðs á Kýp- ur flaug þangað í dag. Var þar um að ræða 81 mann. Verða þeir stað- settir I Nicosia. FLUTNINGAR (Framhald af 16. síðu). landssvæði, fæst í töflunni tala þeirra einstaklinga, sem fluttust milli landssvæða, en þeir voru lið- lega 4500 hvort árið, sem taflan nær yfir. Auk þess fluttu milli landa nærri 1500 einstaklingar til jafnaðar hvort árið. í heild var brottflutningur meiri en aðflutn- ingur á öllum svæðum bæði árin, nema í Reykjavík, og er þá Kópa- vogur og Seltjarnarnes meðtalið. í töflunni um flutning milli landa eftir ríkisfangi og landi, sem kom- ið er frá eða farið til, sést, að flutningur er langmestur milli ís- lands annars vegar og Norðurland- Bretlands og Frakklands hins veg- anna, Þýzkalands, Bandaríkjanna, Hálíðleg spreng- ing í Aswanstiflu Aswan , 14. maí (NTB - Reuter) Krústjov forsætisráðherra Sovét- ríkjanna og Nasser forseti Arab- íska Sambandslýðveldisins sprengdu í dag dýnamithleðslu, er fullgerði fyrsta byggingarstig As- wan-stíflugerðarimiar. Þunnur jarð'veggur, cr aðskildi stórfljótið Níl og tilbúinn farveg, var sprcngd ur brott og áin rann inn í hinn nýja farveg sinn. Notuð voru 340 kíló af dyna- mit-sprengiefni í þetta sinn. Og meðan drunurnar frá sprenging- unni ómuðu í fjöllum og hæðum í kring og sápufroðumyndað ský steig upp fossaði gruggugt vatnið inn í hinn nýja farveg og þaðan inn í sex risastór jarðgöng. Þús- undir manna klöppúðu, en nú var komið að hápunkti þriggja tíma langra hátíðahalda. Höfðu þeir flutt ræður, Nasser, Krústjov, Sal lal forseti Jemen og Arif forseti írak. Á eftir áætlun og síðar um daginn kom Ben Bella forseti Al- sír, en liann hafði vcrið í opinberri heimsókn í Tékkóslóvakíu. í ræð'u þeirri, er Krústjov flutti, sagð'i haun m. a., að þetta „áttunda furöuverk heimsins” sannaði, að smáþjóðir gætu gert kraftaverk. Póllandsvibskipti Skórimpex Skódeild Skórimpex Skódeild 2 fulltrúar frá skódeild Skorimpex Lódz eru til viðtals á skrifstofum vorum næstu daga. Ný fjölbreytt sýnishorn og sömu lágu verðin. Umboðsmenn Skórimpex Lódz. íslenzk-erlenda verzlunarfélagið Tjarnargötu 18 símar 20400 og 15333. ■ ■ ■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. maí 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.