Alþýðublaðið - 15.05.1964, Side 13

Alþýðublaðið - 15.05.1964, Side 13
Ódýrt - 1007o Nylon úlpur - Ódýrt I ferðalögitl Og sveitina. Á herra og dömur kr. 770.00. Á unglinga kr. 534,00 og kr. 640,09. VERZLUNIN DANÍEL, Laugav. 66, sími 11616. FLUGFERÐIR Flugáætlun Loftleiða FöstudaSur: Flugvél Loftleiða er væntanleg frá NY kl. 07.30.. Fer til Luxemborgar kl. 09.00. Kem: ur ’til baka frá Liixemborg kl. 24. Fer til NY kl. 01,30. Önnur vél væntanleg frá NY kl. 00,30 Fer til 'Oslóar og K.hafnar kl. 11.00. Vél væntan eg frá Arnsterdam og' Glásgow kl. 23.00. Fer til NY kl. 00.30. Flugfélag íslands Millilandaflugvélin Gullfaxi fer til London kl. 10.00 í dag. Vélin" er væntanleg aftur til Reýkjavík- ur kl. 20.00 í kvöld. Millilandaflug vélin Sólfaxi fer til Osló og Kaup mannahafnar kl. 8.00 í fyrramálið. í dag er áætlað að fljúga til Akur eyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Húsa- víkur, Vestmannaeyja (2 ferðir), Sauðárkróks , ísafjarðar, Fagur- hólsmýrar og Hornafjarðar. Á morgun er áætlaó að fljúga til Akureyrar (3 ferðir). ísafjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir), Skógar sands og Egilsstaða. SKiPAFRÉTTIR Hafskip Laxá fór frá Vestmannaeyjum 13. þ.m. til Hamborgar. Rangá fór frá Gautaborg 11. þ.m. til Norð fjarðar. Selá fór frá Huli 14. til Reykjavíkur. Hedwig Sonne er í 12, til Ves.mannaeyja. Effy lestar Reykjavík. Funlight, fór frá Riga i Hamborg 20. þ.m. til vestur og Norðurlandshafna. Skipaútgerð ríkisins. Hekfa fer fra Reykjavík kl. 22 lí krvöld til Vdstmannaeyja og Hornafjarðar. Esja er á Austfjörð um á suðurleið Herjólfur er í Reykjavík.. Þyrill er í Reykjavik. Skjaldbreið fer frá Hornafirði í dag til Ves.mannaeyja og Reykja víkur. Herðurbreið er á Austfjörð ym á norðurleið. Eimskipafélag Reykjavíkur Katla er í Gagliari Askja er á leið til Eyjáfjarðarhafna frá ÖSgli ari. • 1 ÍÞRÓTTIR.... Framhald af 11. síðu. BollL Björnsson, 16 —• — Gestur Árnason, 15 — — Silfurmerki KKÍ: Rúnar Vilhjálmsson, 14 ára — Í.R. ■Haraldur ÍJráinsson, 14 ára Langh. Kristj. Benedikts. 14 — Bronsmerki KKÍ: 12 — 13 — 113 — Framleitt einungis ör úrvalt gleri. — R ára áhvrgð. Fantið tímanleea Korkiftifin h.f. Jónas Snæbj.ss., Gísli Jónsson, Halldör Jónsson, Einar Örn Einarss. 13 — Ingvar S. Jónsson, 13 — Ólafur W. Finnsson, 13 — Járnmerki KKÍ: Hreggviður Jónsson, 13 — Kristj. J. Valdim.son 12 —• Tómas Þ. Jónsson, 12 — Jón Ragnarsson, 12 — Árni J. Geirsson, 12 — Tyggvi Tryggvason 12 — Gísli Þorsteinsson, 12 — Júlíus Hafsteinsson 12 — Leigubilataxti Frh. af 18 siðu. Þá breytist hinn svokaUaði inn anbæjarakstur þannig, að Sel- ásinn og Smálöhdin er nú tekinn með. ’Tekur svæðið þá tU allrar borgarinnar að meðtöldum Skerj afirði og Seltjarnarnesi og aUt, sem er innan Lækjar við Grafar- liolt í Mosfellssveit og línu.’sem hugsast dreginn utan Smálands- byggðar og yfir að Suðurlands- braut að biðskýli S.V.R. á hæðar brún Seláss og svo yfir að brú á Elliðaánum og um veg, sem-Ugg ur sunnan Elliðaár um Blesugróf að Breiðholtsvegi við Meltungu. Línan liggur svo eins og áður um Fífuhvammsveg í Kópavogi og Kópavogsbrú. Þessi stækkun á svæðinu þýðir, að ódýrara verður fyrir fólk á hinu viðbætta svæði að nota leigúbíla. Breytingin á sértaxtanum er sú, að 17. júní tekur liann ekki gildi fyrr en kl. 6 e. b. en áður tók hann gildi klukkan 7 f. h. Um jólin tók sértaxinn gildi klukkan 12 á hádegi aðfangadag, en verð ur það nú klukkan 2 og sama er að segja um gamlársdag. (Framhald af 16. s!8u). Jóni Finnssýni: „Það er alveg úti lokað að fara með bátana tU út- landa í slipp, en þvi miður er stundum ekki annarra kosta völ af ýmsum ástæðum, ekki sízt nú, þegar bátarnir fara alltaf stækk- andi og heim fjölgar jafnört og ráun hefur verið á undanfarið. | Það er svo mlkið ánnríki hér hjá slippúnum, að vinnan verður líka helmingi verr af hendi leyst en ella. Flýtirinn er svo mikill og alls konar menn við þetta. AUir dagar eru notaðir, helgir og virk ir, skipin kannski máluð f hvaða veðri, sem er, og annað eftir því. Mér hefur skilizt, að allt frá miðri vertíð í vetur, hafi að jafnaði verið 3 bátar í slippnum hér á dag, og geta allir dregið af því sínar ályklanir. Uni úrbæturnar er það helzt að segja, að það Verður að liðka á allan hétt til fyrir þeim, sem koma vilja á einhverjum breyt ingum eða endurbótum og útvega þeim fé. Ég veit t. d„ að í Kefla vfk hafa beir fullan hug á að bæta sína aðstöðu þannig, að þeir geti fært bátana til liliðar og tekið þannig upp fleiri en einn í einu. Og þeir liafa verið að hugsa um að fá til þess fljótvirkari og lient ugri amerískan útbúnað en áður hefur þekkzt hér, en það er dýrt. Aðstaðan í Keflavík er að mfnu áliti mjög góð til þessara hluta, og ég held, að dráttarbrautirnar séu alveg nógu margar, ef þær væru endurbættar. Þá væri ef- laust ráðlegt að bæta aðstöðuna á ísafirði og lengja vagninn á Ak- urevri“. Ármann Friðriksson, skipstjóri á Helgu: „Það er vitanlega mjög erfitt að fá pláss í slipp hér og verst, ef bátarnir þurfa að standa uppi dálitinn tima, því að þá kom ast hinir ekki að. Þetta stafar að nokkru leyti af þvi, að allir bát- arnir þurfa að komast f slipp á sama tíma, eins og eðlilegt er. Og bátunum fjölgar svo ört, að drátt arbrautirnar geta á engan hátt haldið í við fjölgunina. Nú held ég, að ætlunin sé að stækka slippinn í Njarðvíkunum, og yrði þar með bætt úr brýnni þörf. En það er mjög óþægilegt, ef eitthvað kemur fyrir norðan eða austan, að aðstaðan skuli ekki vera betri þar. Stærri bátana er livergi hægt að taka í slipp aust- anlands, svo að annað hvort þyi’fti að byggja þar dráttarbraut eða stækka og endurbæta dráttar brautina á Akureyri*. ‘ Því má bæta hér við, að fyrir nokkru síðan voru hér á ferð póiskir sérfræðingar í gerð drátt arbratita, og munu þeir gera tilboð í stækkun nokkurra brauta og gerð nýrra. Er nú í ráði að hefja framkvæmdir í sumar, og mun m. a. ný dráttarbraut verða byggð í Stykkishólmi. Seðlabankinn (Framhald af 4. siða). skapa leiðir til þess að endurvekja það traust, sem glatazt hefur, en er óhjákvæmileg undirstaða langra samninga. Hefur að undanförnu mjög verið rætt um það, hvort unnt væri að taka upp á ný verð- tryggingu kaupgjalds í þessu skyni. Líklega er hér um einu færu leiðina að ræða, eins og kom- ið er. Jafnframt er nauðsynlegt að minna á, hve hættuleg áhrif verðtrygging launa getur haft, ef verðlagið á annað borð raskast, t. d. af óraunhæfum kauphækkun- um. Öll vísitölubinding verður þá til þess eins að gera víxlhækkanir kaupgialds og verðlags enn örari og óhjákvæmilegri en ella. For- senda þess, að kauptrygging leysi fleiri vandamál en hún skapar, er því, að ekki eigi sér stáð óraun- hæfar hækkanir grunnkaups og jafnframt sé reynt að taka út úr vísitölunni gagnkvæm áhrif af launabreytingum milli stétta”. „Verði hins vegar farið inn á þessa braut í launamálum, mæla sterk rök með því, að samtímis sé tekin upp verðtrygging í peninga- samningum, einkum að því er varð ar lán til langs tíma, verðbréfaút- gáfu og ávöxtun lífeyrissjóða. Hér er um að ræða samninga til langs tíma, þar sem traustur verðmætis- grundvöllur skiptir höfuðmáli. — Sérstaklega mikilvæg hlýtur slík verðtrygging að vera, eftir að stór- felldar verðhækkanir hafa lamað traust almennings á framtíðar- verðgiidi gjaldmiðilsins. Með því að eyða verðlagsáhættunni, sem í löngum lánssamningum felst, ætti að vera hægt að lækka vexti á slíkum lánum verulega, frá því sem nú er, og gæti það skipt miklu máli að því er varðar íbúðalán og önnur fjárfestingarlán til langs tíma. Rétt er hins vegar að minn- ast þess, að mikil óvissa er um það, hvernig verðtrygging í peninga- samningum mundi verka á pen- ingamarkaðinn í heild, og reynsla annarra þjóða í því efni hvergi nærri ótvíræð. Hér er því nauð- synlegt að fara með löndum og láta reynsluna skera úr um það, live hratt skuli farið”. Að lokum sagði hann: „Þessar fáu athugasemdir verða að nægja til þess að benda á hin gagnkvæmu áhrif stefnunnar í launamálum annars vegar og pen ingamálum hins vegar. Alménnur skilningur á þessum meginatrið- um gæti orðið grundvöllúr nýrrar og árangursríkari stefnu f éfna- hagsmálum en við höfum ' átt vlð að búa undanfama tvo áratugi”. Að lokinni ræðu formanns bankastjórnar tók Gylfi Þ. Gísla- son, viðskiptamálaráðherra tll máls. Sagði hann, að samstarf Seðlabankans og ríkisstjórnarinn- ar á liðnu ári hefði verið ánægju- legt eins og undanfarin ár. Sagði hann, að bankinn hefði beitt valdl sínu af skynsemi og hófsemi, og hann notið trausts, jafnvel stjórn- arandstöðunnar. Sagði Gylfi, að nú þyrftu allir að snúa bökum sam- an til að koma í veg fyrir frekari víxlhækkanir kaupgjalds og verð- lags, og finna þyrfti samningaleið I til réttlátrar og skynsamlegrar | lausnar. Hann kvað ríkisstjómina I skoða þetta, sem sitt mikilvægasta I verkefni í dag. Vill byggja Frh. af 16 síffu. pláss fyrir fleiri. Hægt er að færa til hliðar báta allt að 120 tonn að stærð, en stærri hát- um er þó hægt að skjóta upp á vagninum til smáviðg. sem þó er helst ekki gert vegna þess vagninn er þá tepptur á meðan. Áætiað er að ein braut af þeirri stærð, sem gert er ráð fyrir að byggja myndi þjóna 35-40 skip- um á ári ef miðað er við að hvert skip verði að fara 3svar upp. Nú eru 200 skip yflr 100 tonn að stærð í flotanum. í dag er ástandið í stuttu máli á þá leið, að aðeins ein dráttarbraut getur tekið stóru bátana til meiriháttar viðgerða, en það er slippurinn í Reykja- vík. Sé fullt þar, verður að fara með skipin til útlanda. Bjami bendir á að Njarðvík- urnar séu að mörgu leyti heppi- legur staður fyrir dráftarbraut. Þær liggja vel við öllum ver- stöðvunum á Suðurnesjum og svo verður skipasmíðastöðin f framtíðinni innan Landshafnar- innar, sem nú er verið að koma upp. Þá verður þ.arna hin ákjós- anlegasta aðstaða. Bróðir okkar Jón Hinriksson frá Akureyri andaðist að heimili sínu Lindargötu 63 þann 13. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Systkini hins látna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. maí 1964 |,3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.