Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 6
Hver hefði búizt við þvs, að kossym yrðl stilSf upp viS hls'ö krabhameins og bióöitappa? 8»að er nú kemiö í ijés, að kossar eru langt frá því að vera nokkurt gamanmál og þess verður naumast langt að bila að stofnað verði félag til að hamla gegn þeim. 1 Það er orðið vandlifað i heitni þessum og lífshættur blasa við hvert sem maður snýr sér. Á hverju götuhorni liggur hættan í leyni, svo að maður er hættur að þora út fyrir húsdyr af ótta við ökuglaða bílaeigendur. Ekki er þó miklu bjargað með slíkum varúðarráðstöfunum vegna þess, innivist og kyrrsetur bjóða heim hjartveiki með slagi og blóð- Ekkjan: „Til þess að karl- mönnum lítist vel á stúlkurnar, verða þær að vera ungar og fallcgar”. Hann: „Nei, þvert á móti, kæra frú, þær eiga að vera al- veg eins og þér”. ’ Presturinn: „Hvað gerðirðu svo, lambið mitt, þegar hann . ' kínnina?” Prestsdóttirin: „Ég tók það kristilega, og rétti honum hina kinnina. Hann: „Eg segi yður satt, að hún fröken Anna, kærastan mín, er svo gáfuð, að hún hefur vit á við tvo”. Frúin: Hún er þá mjög góð í kona fyrir yðnr”. tappa og guð veit hverju. Ef mað- ^ ur ætlar samt að reyna að bjarga því sem bjargað verður og læðast út, þræðandi húsveggi, kemst hann sjaldan langa vegalengd áður en hann verður að fara fram hjá búðarglugga sem í er ómótstæðilcg auglýsing um ein- hvern sígarettupakka, úttroðinn. af krabbameini. Einhverjum kynni að finnast þessi ömurlega upptalning vera orðin nógu löng, en því miður, listinn er lítið eitt lengri. Það er nefnilega komið í ljós, að kossar, þessi . algenga dægradvöl og lífs- elixír jafnt snauðra sem ríkra, eru með allra hættulegustu uppá- tækjum, sem þekkjast. Því meira, sem kysst er, því fyrr má kyss- andinn búast við dauða sínum. Hver koss rænir að meðaltali þrem mínútum af ævinni. Fyrir hverja 480 kossa glatast heill dag ur. Þessar staðreyndir eru af- hjúpaðar í bók einni, franskri, sem ber titilinn: „Le Coeur a la Rire.“ Maður gæti freystazt til að halda að bókin væri kannski verk einhvers illa innrætts Frakka, jafnvel fransks mann- hatara, en þær vonir fæðast and- vana vegna þess, að bandarískur hjartasérfræðingur styður þessa kenningu. Þrátt fyrir hinar dapurlegu staðrevndir, sem bókin hefur að geyma, er hún fjörlega skrifuð og kemur raunar víða við og drep- ur á mörg önnur rómantísk efni. Hún er skrifuð af hjónum, sem eyddu heilu ári í að afla sér efnis til hennar. Þau hafa sjálf- sagt orðið jafn óttaslegin, þegar þau komust að sannleikanum um kossana og lesendur þeirra við lesturinn. — Kossa skyldu menn umgang ast af sömu varúð og hlaðna byssu, segir sá bandaríski. Hann bætir við, að kossar séu lífshættu legir og sérhver siðmenntaður maður ætti að leggja þá á hilluna. En sérfræðingurinn er þrátt fyrir þetta vonlítill um að geta útrýmt þessum lesti. Þess vegna gefur hann þeim, sem ekki geta stillt sig um þetta, fáein góð ráð til þess að skaðinn verði sem minnstur. 1. Kyssið eins lítið og nokkur kostur er. 2. Kyssið aðeins manneskju, sem er stálhx-aust og tandurhrein. 3. Hreinsið varir og munn eftir h v e r n koss með sterku sóttvarnarefni. Þýzkur prófessor hefur einnig látið í Ijós áhyggjur sínar yfir þeim afleiðingum, sem heitur koss getur haft á heilsu manna. Hann, kossinn, kemur hverri taug og sin kroppsins á hreyfingu, seg- ir hann, án allrar hrifningar. — Hjartslátturinn getur stokkið úr 72 upp í 110 slög á mínútu og blóðið þýtur með tvöföldum hraða um æðarnar. Þjóðverjinn telur einnig, að það geti haft skaðleg áhrif á melt ingarstarfsemina, ef menn kyssa of lengi í senn. Með þýzkri nákvæmni ljóstrar hann upp livað kossar í raun og veru eru: Koss er efnafræðilegt fyrirbrigði, samsett úr vatni, nat- ríum—klóríð, slími og meltingar- vökvum. VONARNEISTI. Eftir miklar eftirgrennslanir hefur tekizt að grafa upp einn mann, danskan yfirlækni, Edkild- sen að nafni, sem tók þessum illu tíðindum með mestu ró. — Hann var jafnvel svo miskunn- samur að segja, að það gæti ver- ið hollusta að kossum. Gamlir, þreyttir menn, sem hreyfa sig lítið úr stað, þurfa á hreyfingu að halda fyrir vöðva sína, ekki sízt hjartavöðvann. — Kossar koma hjartanu á hreyf- ingu. Þess má einnig geta, að til eru menn, sem vilja lifa áhættusömu og ævintýraríku lífi, Fyrir þá, eru kossar vafalaust upplagðir. Og að lokum, þeir eru áreiðan- lega ófáir kossarnir, sem þeir, sem fyrir þeim verða, telja þriggja mínútna virði og jafnvel talsvert ★ Heimsmeistarinn fyrrver- i andi í linefaleikum, Floyd 1 Patterson, seldi fyrir stuttu | hús sitt í hverfinu Yonkers í | New York, sem að öllu öðru , | leyti var byggt hvítum mönn- I um. Hann fékk sem svarar á 7. I milljón króna fyrir húsið. En 11 það var ekki fjárskörtur, sem 1 i olli þv£, að hann losaði sig = við það. [ — Eg verð að hverfa þaðan, = sagði hann. Enginn vildi leika i sér við börnin mín og nágrann f arnir hrópuðu „niggari” og i „Sambó” á eftir þeim, þegar f þau voru á leið í skólann. ★ Deilurnar milli indíána og | hvítra manna eru ekki að fullu i hjaðnaðar ennþá í Bandaríkj- unum. Ennþá koma upp vanda- mál og landaþrætur. Fyrir nokkru var leyst deil- an vegna þess lands. sem hvít- ir menn tóku þegar gullæðið stóð sem hæst í Kaliforníu um miðbik síðustu aldar. Með fjórum atkvæðum gegn einu hafa forsvarsmenn kyn- stofnsins, scm landið átti sam- þykkt, að taka við sem greiðslu rúmum 400.000 ísl. krónum. — Þetta er ekki svo lítil summa, en svolítið minnkar af henni ljóminn, þegar í ljós kemur að kynþátturinn telur nú um 35 þús. meðlimi. ★ Enginn og ekkert gat villt um fyrir sálgreininum mikla, ekki heldur karlmaður einn sem kom inn á stofuna til hans með fingurinn rekinn inn í :yrað. — Hjálpið mér, sagði hann. Eg hef fengið flugu í eyrað í eyrað og liún er að gera mig vitlausann. v Hinn snjalli sálgreinir kunni ráð við þessu. Hann lagði mann inn á legubekk, svæfði hann og þegar hann kom aftur til sjálfs sín, sagðist hann hafa f jarlægt fluguna og hann þyrfti ekki að hafa frekari áhyggj- ur af henni. Maðurinn gekk líka brosleit- ur út, en þegar sálgreinirinn mætti honum á götu skömmu síðar, var hann aftur kominn með fingurinn í eyrað. — Hvað, sagði hann, er aft- ur komin fluga? — Nei, sem betur fer ekki, en það hvarflar ekki að mér að láta eyrað standa opið, svo að ný fluga geti laumast inn. Svo vitlaus er ég ekki. lOIIIIIMMIIIIIUmlllllllllOlV i £ 15. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.