Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 4
(Framhald aí 1. síðu). *jóð. Hefði þetta verið vaxandi #áttur í starfi bankans að undan- «éiörnu. Umfangsmest í þessu efni <aefði verið starfræksla Rikisá- 4óyrgðasjóðs, en við henni tók *3eðlabankinn á árinu 1962. Sagði dr. Jóliannes, að greiðslur sjóðs- «éns vegna vanskila hefðu orðið • *njög miklar á árinu 1963, eða 107 -•milljónir króna, en verulegur ■filuti af þeim hefði stáfað af erfið- *iæikum togaraútgerðarinnar og '••rekstrarhalla Rafmagnsveitna rik- -aésins. Sagði dr. Jóhannes, að allt liapp væri lagt á að lækka þessar ®reiðslur með ötulli innheimtu og «amningum við þá skuldunauta, jsem við sérstaka erfiðleika eiga «ð étja. Dr. Jóhannes sagði, að JSeðlabankinn hefði einnig tekið *x6 sér ýmiss konar fyrirgreiðslu vegna framkvæmdaáætlunarinnar "3t963. Samdi ríkisstjórnin um það við viðskiptabanka og stærstu •rjparisjóði, að þeir legðu 15% af jaukningu innlána á árinu 1963 til •íramkvæmda innan áætlunarinn- «r. Tök Seðlabankinn að sér að •aannast innheimtu þessa fjár og •endurlána það til hinna ýmsu Jparfa í samráði við fjármálaráðu- éaeytið. í heild námu þessi fram- 'ltög af innlánaaukningu ársins ‘S963 80.9 milljónum króna, en í -órslok var búið að ráðstafa sam- íals '58.7 milljóhum af þessu fé til framkvæmda og fjárfestingar- «jóða. Síðan kom dr. Jóhannes Nordal wð þróun efnahagsmála árið 1963: hana sagði liann orðrétt: ,;Eftir því sem á árið leið. kom ftkýrt í ljós, að aukning eftirspurn- ■ítr yrði meiri og örari en áætlað fcafði verið, og birtist það i stór- auknum innflutningi, vinnuafls- jjkorti og óeðlilegri hækkun fast- vignaverðs. Áframlialdandi launa- laækkanir og mikil Iánsfjárþensla Atti hvort tveggja þátt í þessari 4>róun. Við þetta bættist svo vax- -andi ótti við áframhaldandi liækk- -anir kaupgjalds og verðlags. Þensl an jókst þannig stig af stigi fyrir áhrif tekiuaukn:ngar annars vegar -C-n -vaxandi vantrúar á framtíðar- verðgildi peninga hins vegar. Jók t>etta miög á spennuna á vinnu- Tmarkaðinum og vtti undir fjár- Tfestingu einkaaðila’'. „Nauðsvnlegar ráðstafanir voru -efcki gerðar í peningamálum til V>ess að hamla á móti bessari þró- ion fyrra helming ársins 1963. — Wægilegt fjármagn var því fyrir fiendi til þess, að eftirspurnar- 4>enslan gæti þróazt ört. Staða toankakerfisins gagnvart Seðla- toankanum var hagstæð og spari- •íjáraukning mikil framan af ár- 4nu,. og ýtti þetta hvort tveggja Cindir mikla útlánaaukningu við- .iJdptabanka og sparisjóða. „Auk þess vax- lausafjárstaða Gæryúlpur kr. 998.00 tuit agpflftl JSiSHiHMtUI WmMHHÍtHIIJ VmtHHHUIH vMmhiihii&í $>íu}i"* MirtAi 1 1 MIKLATORGI fyrirtækja og álmennings óvenju- lega rúm fyrra helming árslns vegna góðrar afkomu og mikillar aukningar bankainnstæðna á und- anförnum árum. Við þetta bættist svo stóraukin notkun greiðslu frests erlendis samfara auknum ínnflutningi. Þegar verðbólguótt- inn fór að grípa um sig, voru því framan af nægir fjármúnir fyrir hendi til þess, að eftirspumin gæti aukizt hröðum skrefum. Þetta fór liins vecar að smábreytast, eftir j að komið var fram yfir mitt árið, ! og kom þar bæði til hin almenna þróun á peningamarkaðinum og ný.iar aðgerðir í peningamálum”. „Þecrar kom fraih í september, var af hálfu Seðlabahkáns og rík- ■sstiórnarinnar 'geríf tilraun til bess að hamla nokkuð á móti benslunni með peningalegum að- eerðum. Samkomulag var gert milli Seðlabánkans og viðskipta- bankanna um aðháld í útlánum, en jafnframt var vaxtakjörum beim. sem viðskÍDtabankamir búa við hjá Seðlabankanum, breytt í bví skyni að skana meira aðhald í þessum efnum. Enn fremur voru settar strangari reglur um notkun greiðslufrests erlendis veena inn- fluttra vara. Hinn vaxandi láns- fiárskortur, sem fór að setja svip sinn á efnahagsstarfsemina, þegar á árið leið, átti þó aðrar diúptæk- ari orsakir. Hin mikla þensla sam- fara síhækkandi kaungialdi brengdi æ meir að greiðslugetu fvrirtækia. Mörg þeirra festu rekstrarfé sitt að verulegu leyti í ógætilegum fiárfestincum af ótta við áframlialdandi verðhækkanir, en iafnframt hækkaði rekstrar- kostnaður, svo að bað rekstrarfé, sem eftir var, hrökk skemmra en áður. Samtímis þrengdi áð í við- skiPtSböhkuhúm. en staða þeirra saenvart SeðlabankanUm versnaði mlög í iúnfmánnði óg hélzt síðan erfið út árið. Átti stöðvun inn- lánsaukningar meginbátt í -vax- andi brengingum á lánsfiármark- aðínum, en aukning innlána frá maíiokum til áramóta var innan við fiórða hluta bess, sem hún liafði verið á sama tímabili árið áður. Síðast á árinu urðu svo enn miklar kauphækkahir, sem juku þá rekstrarfiárörðugleika. sem áð- ur voru farnir að segia til sín”. „Þetta breytta ástand á peninga markaðinum átti tvímælalaust þátt í því, að það fór að' draga úr aukn ingu innflutningsins síðustu mán- uði ársins, svo að greiðslujöfnuð- urinn varð ekki óhagstæðari en áætlað hafði verið í upphafi árs- ins. Mikilvægara var þó hitt, að aukning þjóðarframleiðslunnar á árinu 1963 virðist hafa orðið all- miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Samkvæmt bráðabirgða- áætlunum Efnahagsstofnunarinn- ar er talið, að aukning þjóðarfram- leiðslunnar á árinu hafi numið nærri 7%, en árið 1962 varð aukn- ingin 8%. Er aukning þjóðar- framleiðslunnar þessi tvö ár langt yfir meðalaukningu þjóðarfram- leiðslunnar undanfarinn áratug. Sú mikla breyting varð hins veg- ar á árinu 1963, að aukning fram- leiðslunnar átti þá ekki rót sina að rekja til aukirmar útflutnings- framleiðslu, eins ■ og árin tvö á undan, heldur fyrst og fremst til aukinnar byggingarstarfsemi og annarrar framleiðslu fyrir inn- lendan markað. Er áætlað að fram leiðsluaukning í byggingariðnað- inum einum hafi numið nærri 25% á • árinu og komu þar fram áhrif vaxandi fjárfestingar og þenslu í þjóðarbúskapnum. Hlýtur slík þró- un að sjálfsögðu að skapa vaxandi örðugleika fram á við. Þótt útflutningsframleiðslan yk ist hægar en á árunum 1961 og 1962, verður ekki annað sagt en að árið 1963 hafi einnig áð þessu leyti verið hagstætt. Heildarverð- mæti útflutningsins jókst Um 418 millj. miðað við árið áður eðá um fæp 12%, en þó lækkuðu birgðir ■útflutningsafurða í landinu ékki um meira en 53 rhillj. kr. Inn- flutningurinn jókst hins vegar miklu örar eða um 879 millj. kr., sem ér tæplega 23% aukriing. Mik il aukning inriflutnings á skipum átti þó nokkurn þátt í þessari aukriingu, en séu skip og flúgvél- ar undantekin, jókst heildarverð- mæti innflutnings á árinu 1963 um 19%”. ,;Enn sem komið er liggja aðeins fyrir frumáætlanir um greiðslu- í jöfnuðinn við útlönd á árinu 1963, ! en samkvæmt þeim hefur við- skiptajöfnuður á vörum og þjón- ustu verið óhagstæður á árinu um nálægt 25 millj. kr. og er það miklu lakari afkoma en á árinu 1962, en þá reyndist greiðslujöfn- uðurinn samkvæmt lokaskýrslum hagstæður um 355 millj. kr. svo að í heild sýnir samanburður þess- ara tveggja ára um 600 millj. kr. , versnandi afkomu út á við. Er þá lokið því stutta tímabili liagstæðs greiðslujafnaðar, sem íslendingar áttu við að búa á árunum 1961 og 1962”. „Þessi miklu umslcipti til hins verra í greiðslujöfnuðinum við út- lönd komu þó ekki fram í rýrnun gjaldeyrisstöðunnar á árinu 1963. Þvért á móti batnaði gjaldeyris- staðan um 16 millj.', og nam nettó- gjaldeyriseign bankanna í Iok árs ins 1.311 millj. kr. Mismuriurinn í þróun gjaldeyrisstöðunnar annars vegar og greiðslujafnaðarins hins vegar nam nærri 400 millj. kr., og stafaði hann af því, hve mikið Námskeið verður haldið í Iðnskólanum í Reykjavík dag- ana 20. —30. maí n.k. kl. 3 —- 6 síðdegis daglega nema laugardag 23. maí. Kennd verður sykursuða, ýmiskonar skreyting og vinna úr sykri (karamell). Þátttökugjald er kr. 500.—• Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 19. maí til skrifstofu skól- ans. Iðnskólinn í Reykjavík. Landsamband bakarameistara. vérður lokuð á laugardögum frá og með 16. maí. verður lo'kuð vegna sumarleyfa frá og með 6. júlí —• 27. júlí. Pantanir sem eiga að af- greiðast fyrir sumarleyfi, iverða að hafa bor ist fyrir 1. júní n.k. KassagerS Reykjavíkur h.f. Kleppsvegi 33. Sími 38383. kom irin af lánsfé á árinu um- fram afborganir. Alls riámu er- lendar lántökur á árinu 783 millj. kr., en afborganir 391 millj., svo að skuldir þjóðarbúsins til langs tíma erleridis hækkuðu um 392 millj. kr. Fór hér saman, að opin- berar lántökur voru óvenju mikl- ar á árinu, en jafnframt jukust lántökur einkaaðila eirinig stór- lega, einkum vegna skipákaupa. „Þróun peningamála á árinu 1963 varð mún óhagstæðari en ár- in tvö á undan, og einkenndist hún af hinni miklu þenslu innan lands annars vegar, en liins vegar af vefsnandi greiðslustöðu við út- lönd. Aukning innlána varð nú mun minni en árið áður samfara því, sem heildarútlán jukust mjög mikið. Mikill. munur var á þróun- inni fyrra og síðara misseri. Frám um mitt ár jukust þæði innlán og útlán mjög ört. Þegar kom fram á haustið, fór mjög að þrengja að, aukning innlána og útlána stöðv- aðist, og þrengdi að um greiðslu- getú banka og fyrirtækja”. „Staðan á innlendum reikning- um við Seðlabankann batnaði um 92 millj. á árinu 1963, og var það að mestu leyti að þakka batnandi stöðu ríkissjóðs. Á hinn bóginn minnkaði mótvirðisfé um 61 millj. kr. vegna aukinna lána af mótvirði innflutnings landbúnað- arvara frá Bandaríkjunúm. Að- staða banka og annarra peninga- stofnana við Seðlabankann versn- aði um 10 riiillj. kr., en liafði batn að um 592 millj. árið 1962.” Dr. Jóhannes sagði, að bankar þeir, sem hefðu komist í stuttar skuldir við Seðlabankana hefði tekizt að greiða þær að miklu leyti fyrir áramót. Bundnar inni- stæður í Seðlaba-nkanum á árinu 1963 jukust um 235 milljónir króna, og átti sú aukning megin- þátt í þvi að koma í veg fyrir veru lega rýrnuri gjaldeyrisaðstöðunn- ar á árinu. Hann sagði jafnframt, að aukning spariirinlána í bönkum og sparisjóðum á árinu 1963 hefði numið samtals 724 milljónum á móti 772 árið áður. Útlánaaukn- ing banka og sparisjóða á árinu 1963 nam 762 milljónum króna, en það er tæplega 15% aukning. Síðan sagði dr. Jóhannes orð- rétt: „Þetta stutta yfiílit yfir þróun peninga- og gjaldeyrismála á ár- inu 1963, sýnir ljóslega hin miklu umskipti til hins verra í efnahags málum þjóðarinnar á árinu. Þrátt fyrir þessa erfiðleika og hinn versn andi greiðslujöfnuð, sem þeim var samfara, er staða þjóðarbús- ins út á við þó enn sterk, og tek- izt hefur að varðveita gjaldeyris- varasjóð þjóðarinnar óskertan á- samt því viðskiptafrelsi, sem á- unnizt hafði. Hitt dylst hins vegar ekki neinum, sem kunnugur er ís- lenzkum efnahagsmálum, hve al- varleg þau vandamál eru, sem skapazt hafa vegna hinar stórkost- legu röskunar kaupgjalds og verð- lags á árinu 1963”. Síðar í framhaldi af þessu sagði dr. Jóhannes: „Margt bendir nú til þess, að betra tækifæri gefist en um langt skeið undanfarið til þess að snúa við og sameinast um algera stöðv- un Verðlags og kaupgjalds um hæfilegan tíma. Ef samningar eiga að takast um þetta, verður að Framh. á bls. 13. 4 15. maí 1964 — ALÞÝÐUBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.