Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 7
;f I l fyillimiiiimmiiiimiiiiimiii 'i'» ' iiiii.. imiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiimmimmmiiiimiiiiiimmiimiiiiiiiiii iifiniiiiiimHiiiiimiiiinimiiMiimiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiimiMi.wiiiiiiiiiimMiMiiiiiiiiMiiiiiiiiiiimriiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiifmiiiiiinmiiiiniiiiiiifimi* Stjórnarandstöðuflokkarnir | á Indl. hafa ætíð verið áhrifa- | litlir. Einkum á vinstri and- | staðan erfitt uppdráttar, og sí- | fellt versnar afstaða hennar. = Fyrir skömmu klofnaði flokk 1 ur Praja-sósíalista’ (PSP), þar | éð foringi hans, Ashoka Mehta, 1 féllst á að taka við embætti | formanns áætlunarnefndar rík- | isins og starfa þar með íyrir | Kongressflokkinn, sem fer með = völdin. =■ Nu stendur inverski kommún | istaflokkurinn (CPI) andsþænis | verstu deilunni í allri sögu | sinni. 32 foringjar svokallaðs I vinstra flokksbrots voru rekn- | ir úr flokknum til bráðabirgða | að loknum fjögurra til fimm 1 daga stormasömum fundum í | stjórn flokksins. Sama máli gegndi með | nokkra menn úr miðarminum, | sem sakaðir voru um þátttöku | í flokksfjandsamlegri starf- | semi. Upphaflega var ákveðið | að reka sjö þeirra með öllu | úr flokknum, en þessari ákvörð = un var síðan breytt. | BROTTVIKNINGAR- HÓTUN. Jafnframt því, sem sagt var, H að ekki væri of seint að snúa C § af ,,vegi klofnings“, varaði stjórn flokksins þá við því, að ef þeir héldu áfram á sömu braut neyddist stjórnin til að láta þá sæ.ti þyngstu refsingu flokksins — þ. e. algerri brott- vikningu. í ályktuninni sagði enn frem- ur, að greinilegt væri, að stofn- aður hefði verið flókkur til að keppa við CPI, það. eina, sem vantaði, væri nafnið. Deilan hefur lengi verið áð búa um sig, og hvarvetna á Indlandi hefur flokkurinn raun verulega klofnað, ;en þó ekki í verkalýðsfélögum. Klofningur- inn stendur í sambandi við deilu Kínverja og Rússa og klofning óhangenda hinna tveggja miðstöðva kommúnism ans um allan heim. ,,Hægri-öflin“ eða Rússa- flokksbrotið, stjórnar miðstjórn inni og þjóðarráðinu (æðstu stjórn flokksins), og er formað- urinn Dange. „Vinstri-öflin“ eða ldnverska flokksbrotið, er í minnihluta, en berst fyrir sín- um málstað. Deilan komst á óvænt og al- varlegt stig fyrir nokkrum vik- um, þegar vinstra flokksbrotið gaf út fjölrituð afrit af bréfi, sem átti að vera leynilegt og hafa verið skrifað fyrir 40 ár- um af formanni flokksins, Dange, til brezku stjórnarinn- ar. Á þessum árum afplánaði Dange langan fangelsisdóm. Þessu lauk með því, að „hægrisinnað“ vikublað í Bom- bay birti bréfin, sem flokks- brotið fullvissaði menn um, að rannsaka mætti í ríkisskjala- safninu — en það reyndist ekki vera rétt. ÁRÁS Á RÚSSA. Frétt þessi kom ekki á óvart í löndum, sem ekki aðhyllast kommúnisma. En í kommún- istaflokknum varð hún til þess að hella olíu á bálið og var einmitt sú afsökun, sem vinstra flokksbrotið leitaði að, annað hvort til að eyðileggja og losna við hægri forystuna eða yfir- gefa flokkinn og mynda eigin flokk. Sjálfur neitaði Dange að hafa nokkru sinni skrifað bréf- in og fullyrti, að þau væru fölsuð. Þegar þjóðarráð flokksins kom saman til fundar reis upp ágreiningur um fundarsköpun í umræðunum um bréfin. Þeir 32 foringjar vinstrisinna, sem reknir voru úr flokknum, gengu af fundi og lýstu yfir: „Upp fr^ þessum degi eru það við, sem erum fulltrúar indverska kommúnistaflokksins". Ákvörð unin um að reka þá um stund- arsakir var tekin, þegar þeir voru fjarverandi. Einn greiddi atkvæði á móti. Eins og „Statesman", dag- blað, sem gefið er út í Dehli, segir í ritstjórnargrein er bréf ið aukaatriði í pólitísku til- liti. Árás vinstra flokksbrots- ins á Dange er aðeins handa- hófskennt atvik. í raun og veru er ráðizt á þá Suslov og Krúst- jov. Hægra flokksbrotið getur að- eins verið reitt Basavapunniah (öfgasinnuðum vinstrileiðtoga) um stundarsakir. Gremja þeirra beinist til frambúðar gegn Mao og Lio Shao-chi. ÞRIBJUNGUR FYLGIR ÞEIM. Erfitt er að meta raunveru- legan styrkleika vinstra flokks- brotsins, og hvaða áhrif það mun hafa að það segir sig ' úr kommúnistaflókknum. Vinstra flokksbrotið mun kannski fá stuðning þriðjungs hinna 180 þúsund félaga kommúnista- flokksins. Það verður þá stærsti hópur kommúnista í Asíu, að indónesíska kommún- istaflokknum undanskildum, sem ekki er hollur valdamönn- um í Moskvu. Vinstri klikan fer aðeins í einu ríki (í Vestur-Bengal) með völdin í fvlkisráðinu og flokks- vélinni. í Kerala og Andra, tveim fylkjum á Suður-Ind- landi, getur hún ef til vill feng- ið 50% stuðning. í öðrum fylkj um er ástandið óvissara. Og bar sem agaráðstafanir hafa það í för með sér, að fé- lagar þeir, sem reknir eru, eru sviptir öllum valdamiklum em- bættum og fá ekki að sitja flokksfundi, verður þ.ióðarráð- ið að stofna nýjar flokksdeildir alls staðar þar sem vinstra flokksbrotið hefur yfirtökin. Þetta mun einnig skapa óeðli legt ástand á bióðþinginu. í neðri deild þingsins er núver- andi foringi flokksins, A. K. Conalan, meðal hinna brott- reknu. Flokkurinn hefur haft 35 fulltrúa ó þingi og verið stærsti þingflokkur stjórnarand stæðinga. Eftir klofnixiginn verður hann ekki lengur sá stærsti. Framhald á síðu 10. a 1 3 :: 3. Íno,„............................................................................................. .........................................................'"'W'..'................... ..<„.„„ .........................................................................................................................".„,„.„ '•."1"«""""""""............. \ jt- tónverkaskýnngarnar Fimmtándu og næst seinustu I tónleikar Sinfóníuhljómsveit- | arinnar á þessu starfsári voru I haldnir í Samkomusal Háskóla | ans 7. maí sl. Stjórnandi var | Igor Buketoff og einleikari á | fiðlu Wanda Wilkomirska. I Fyrsta verkefnið var forleikur- | inn að óperunni Béatrice et 1 Bénédict eftir Berlioz og var | meðferðin mjög áheyrileg. Það 1 er ávallt fengur í að heyra | ftðlukonsertinn eftir Brahms; | verk þetta býr yfir miklum S yndisþokka og glæsileik. Með I ferð listakonunnar var að | mörgu leyti góð, en ekki galla É laus. Skapi einleikarans var | ekki nægilega í skefjum hald- | ið og olli það ósjaldan óná- | kvæmri tóntöku á háum tón- | um. Samleikur hljómsveitar | og einleikara var yfirleitt góð- | ur, nema í fyrsta þætti; þar brá | fyrir tveim bylgj.lengdum.Næst = var verkið The Unanswered | Question eftir bandaríska tón- I skáldið Chai’les Ives (1874- | 1954). Ives hlaut góða tónlist | armenntun hjá föður sínum og | síðar í Yale háskólanurn hjá Horatio Parker, en taldi sig þó ekki færan um að gera tón smíði að aðalatvinnu. Það kom líka snemma í ljós, reyndar strax í skóla, að hann hafði litla tilhneigingu til að fram- leiða söluvöru. Tónverk Ives frá fyrsta tug aldarinnar sýna okkur, að hann hafði þá þegar gert tilraunir með ýmsar tón smíðaaðferðir sem síðar áttu eftir að „fæðast" og þroskast með stórskáldum Evrópu, má þar nefna tólf-tónatækni Schön bergs og notkun Stravinskis og fleiri á rhythma og margföld- um samsetningum af tónteg- undum (Polytonality). Tón- verkið The Unanswered Quest íon er gott dæmi um þanka- gang þessa undarlega manns. Hin eilífa spurning um tilgang lífsins er hér færð í sérstæð- an búning. Trompet er spyrj- andinn, fjögur tréblásturs- hljóðfæri leitast við að svara, en án árangurs. Samtal þetta er umvafið eilífðinni sem hér verður hlutverk strengjanna. Verk þetta er heillandi og var ágætlega flutt. Seinasta verk- ið á efnisskránni var sinfónía no. 3 eftir bandaríska tónskáld ið Róbert Ward. Verk þetta er traust í byggingu og er gott dæmi um sinfóníustíl sem ver- ið hefur svo til allsráðandi í Bandaríkjunum seinustu 25- 30 árin. Tónskáldin Aaron Copland Walcer Piston og Howard Han- son hafa öðrum fremur haft á- hrif á yngri tónskáldin þar vestra, og bera verk þeirra margra auðþekkjanleg ein- kenni lærimeistaranna. Sin- fónían virtist allsæmilega flutt og á Buketoff þakkir ski'dar fyr ir að flytja þessi bandarísku verk hingað. Við höfum fengið mikið af evrópskri tónlist hér í vetur sem fyrr; en það er einnig mikið skrifað af góðri tónlist vestra. Nokkur orð um tónverka- skýringar Sinfóníunnar. Ég hef hingað til lesið tón- verkaskýringar hljómsveitar- innar mér til skemmtunar frem ur en fróðleiks. En þetta er ekkert grín lengur. Tónlistar skýringar eiga eða ættu að vera til skilningsauka fyrir leikmenn sem lærða og ættu þœr því að vera á máli sem er aðgengilegt fyrir hvern og einn. Nýyrði og sjaldheyrð tón- fræðiorð koma lesanda ekki að miklji gagni n,cma orðalisti fylgi! Til skýringar á því sem að ofan er ritað mun ég vitna í nokkrar setningar úr sein- ustu efnisskrá. Um Brahms og verk hans seg ir meðal annars: „Með handverkslegri snilli og listrænni hugkvæmni... “ Getur snilli verið handverks- Ieg?_ „Ástríðufuilur fís-moll tek- Ur við af náttúrunánd aðal- tóntegundar, F-dúr“. Skyldi náttúrunánd (!) ávallt vera í dúr? Um Charles Ives segir m. a.: S „Charles Ives (1874-1954) er [- af.ætt tónlistarmanna. | Faðir.hans var kapelmeistari ú hjá norðurher Bandaríkjanna Ú og beitti sér fyrir afnámi þræla £ sölu. Sem ungur maður hlaut jj hann góða tónmenntun en vildi £ þó ekki hafa tónlist að lífs- £ starfi“. |i Það :er hjákátiegt að rita um | látna feðga þannig að annar I lendi í nútíð en hinn í þátíð. g Væri nokkuð á móti því að fá íl vitneskju um það hversvegna • = Ives vildi eða rédara sagt taldi Éi sig ekki geta gert tónsmíði að g lífsstarfi? Ástæðuna hefir tón ii skáldið sjálft gefið: „I cannot g let my family starve on my f: dissonances". Innihald þessarar i\ setningar er, að Ives kærði ii sig ekki um að f jölskylda hans § þyrfti að svelta vegna hans ÍÍ nýstárlegu tónsmiða og þeirr- ií ar ómstríðni sem þær höfðu að jj geyma. Um verkið hefir skýr- = ingahöfundur þeíta að segja: | * „The Unanswered Question íi stafar frá árinu 1908 og er á ii Framhald á síðu 10. ii (IIIMIMIMIMM111IIIllllll 11111lllll1111111IIIIIIIIIIIIIIIIIIII111IIII1111111111111III11111IMIII • 11 ■ 1111 lllJllllllMIIIMMI'MIIIIIIII IHIIMIIIMIMIIIIMIIIIIIIMIMMIIIIIIIII 'IMIillltllllllllllllllllf*MMIIIMVtllllIIIMMIII,IIIIIIVII,llllftl,tlll,IIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIflltfllllllllllllllllllllltlll(llltl IMIMIMIIIIIMIIIIMIIIMIIIIIIIIUIIl'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.