Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 15
hana fyrir fullt og allt. En ein- livem veginn finnst mér, að hann muni ekki gera það. Ég verð að minnsta kosti að hætta ó það. Systir hans kom um kvöldið. Edith var átta árum eldri en hann. Hún var kuldaleg og hörku leg kona, mikil yfirborðsmann- eskja, en það kunni Noel mjög illa við, þar sem það var svo gagnstætt eðli hans sjálfs. har sem svo mikill aldursmunur var á þeim, hafði hann, alveg frá því hann var lítill drengur, alltaf ver ið hólf hræddur við hana, og þó undarlegt mætti virðast, leið hon um enn þá dálítið illa í návist liennar. Þeim hafði aldrei þótt mjög vænt hvoru um annað. Skapgerð þeirra var gjörólík, og hún hafði alltaf verið afbrýði- söm vegna dálætis móður þeirra á honum. Síðan hann varð svo frægur læknir, hafði hún þó verið mun ástúðlegri við hann, og þegar hann gerði Kenneth að einka- erfingja sínum varð hún enri ást- úðlegri. Hann vissi að hún hafði orðið fyrir miklum vonbrigðum ' við að frétta um giftingu hans, því að hún hafði litið á liann sem óforbetranlegan piparsvein, og auðvitað gerði hún sér fulla grein fyrir því, að samkvæmt erfðaskrá föður þeirra mundi Peta erfa allt við dauða Noels. ■ Það eitt hefði verið næg á- stæða til að kaldara yrði á milli þeirra, og Noel bjóst ekki við að heimsókn hennar yrði ánægju leg. Honum stóð á sama, en hann vildi forða því, að hún æsti Petu upp. Hann vissi að hún kom að- eins af því að hún var forvitin að sjá brúði hans^ Téborðið vár langt fró því að vera velheppnað. Peta var tauga- óstyrk við þessa kynnlngu sína og fjölskyldu, sem hún ætlaði að yfirgefa við fyrsta tækifæri. Það kom henni til að finna tll sektar tilfinningar. Henni fannst hún hafa Noel að fífli, þó þetta væri miklu fremur honum að kenna en henni. Frú Powell var eins kuldaleg og hún gat án þess að brjóta <boðorð kurteisinnar, og augsýnilega Petu mjög gröm. Það hafði þau áhrif á Petu, að hún fann til meðaumkunar með Noél. Það var hræðilegt, að þessi kvenmaður skyldi vera eini lif- andi ættingi hans. Enginn furða, þó hann væri einmana. Og auð- Eödd lians var svo grimmdar- leg, að henni brá. En lxann baðst strax af sökunar. I „hina furðulegu skyndigiftingu" bróður sins. — Þið geíið víst ímyndað ykk- ur, hvc undrandi við urðum, sagði hún. — Þið höfðuð jú ekki þekkzt nema fáeina daga um borð í skipinu, er ekki svo? — Jú, svaraði Peta. — Ég varð ástfanginn af henni við fyrstu sýn, Edith, sagði Noel. — Jæja, maður getur víst ekki, sagt að þú hafir eytt tímanum til einskis, svaraði hún, og brosti dálítið illgimislega. — Nei, sagði Noel. — Maður á aldrei að láta gullið tækifæri., ganga sér úr greipum, og ég ákvað strax að sleppa Petu al- drei framar úr augsýn minni. Tveir rauðir dílar komu fram í kinnum Petu. Frú Powell brosti enn og minntist þess, er sonur hennar hafði sagt kvöldið áður um þessa stúlku, sem hafði krækt í Noel, þegar hann var of sjúkur og veikburða til að gera sér grein fyrir þvílíku heimskuathæfi. Hún varð að játa, að eiginkona Noels var falleg og kom vel fyrir sjón- ir. Þau þurftu elckert að skamm- ast sín fyrir hana í fjölskyldunni, þó henni fyndist hún kannske ekki nákvæmlega sú eiginkona, er hæfði frægum lækni. Hún var of una oe. ekkl nægilega heims- Framhalds- saga eftir Denise Robins konuleg. — Hvaða ráðagerðir liafið þið méð framtíðina, spurði hún, og reyndi að vera þægileg í við- móti, vegna þess að Kenneth hafði beðið -hana þess. , -s. Þú mátt ekki rífast við frænda, hafði hann sagt, áður en hún fór. — Hann gæti látið eitt- hvað af hendi rakna, svona á jólunum og afmælisdaginn minn, jafnvel bó ég sé ekki erfingi hans lengur. • ,Noel leit á Petu. — Við erum ekki viss, sagði hann hægt. — Mig langar mest til að fara til Skotlands og fiska, og undirbúa rjúpnaveiðamar. Frú Powell sneri sér að Petu. ■ — Þér mun áreiðanlega finn- gst Glengelly Lodge töfrandi staður. Sonur minn. Kenncth, hef ur eytt mörgum yndislegum dög- úm þar með frænda sínum. — Ég vona, að liann eigi fleiri .yndislega daga í vændum þar, sagði Peta kurteislega. — Ég hlakka til að sýna Petu Glengally, sagði Noel. — Og þún mun áreiðanlega falla fyrir hundunum minum, sérstaklega Jonnie. Peta tautaði eitthvað. Hún ' hafði heyrt svo margt um eftir- lætishund Noels, að henni fannst hún þekkja hann. En þetta var „allt svo óraunverulegt og heimsku ' legt, þessi skrípaleikur að þykj- ast vera eiginkona Noels í al- vöru...Það liryggði hana að sjá hvað Noel langaði einlæglega að fará með hana til Skotlands og kynna hana fyrir hundunum sín- um. Hann var svo ákaflega góð- ur riiaður. Ö, hvað þetta var hræðilegur glundroði. Hún var þakklát, þegar frú Powell loksins bjóst til að fara. — Systir þín þolir mig ekki, sagði hún hreinskilningslega við Noel. — Hún hefur enga ástæðu til þess. Að minnsta kosti ekki vegna persónu þinnar. — Hún mun vissulega ekki hafa neina ástæðu til þess, þeg- ar hún fréttir að hjónaband okk- ar hafi farið út um þúfur. Þá tekur sonur hennar aftur það sæti, sem henni finnst lionum bera. Hann horfði á fallega andlitið hennar og fann til st.ings í hjart- anu. — Ó, guð. sagði hann áður en honum tókst að halda aftur af sér. — Ég býst ekki við að þú gerir þér neina grein fyrir livað ég er á móti því að slíkt skei, og hvað ég þrái að hafá þig hjá mér. Hún stóð á fætur og lagði hönd ina á handlegg hans. — Mér þykir þetta afar leitt, Noel, sagði hún. — Þetta er and- styggileg aðstaða fyrir þig, en mér datt aldrei í hug að þú . . . — Fyrirgefðu. Þú átt ekkt meiri sök á þessu en ég. Við héldum bæði, að ég væri að deyja, en hér er ég samt sem áður í fullu fjöri, en þú elskar Auburn Lyell, og það er það. Ég þakka þér fyrir að skemmta systur minni og halda sjónarspil- inu gangandi. Mér þætti betra að hún héldi að við höfum verið hamingjusöm áður en hjónaband ið fer út um þúfur. Viltu hafa mig afsakaða, vina mín . . . ég þarf að skrifa fáein bréf. BÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINStJND*. Hverfisgötu 57A. Sími I6Y38. Mamma, það er síminn til þín! fi iM — Að ég vildi að þetta hjóna- band yrði annað og meira en. skrípaleikur? Nei, ég býst ekki; við, að þér hafi dottið það í hug. Og þú þarft ekki að liafa neinar áhyggjur af því núna. vitað yrði hann enn meira ein- mana, þegar hún færi burt með Auburn. Hún gerði sér 'far um að vera vingjamleg við Noel, en það kom honum mjög ó óvart að hún skyldi tala svo blíðlega til hans, Iivað þá Iieldur þegar hún leit ástúðlega til hans með bnín- um augum sínum — þessum svip- brigðaríku, fögru augum sínum. — Er það ekki dásamlegt, að Noel skyldi baina svona í Port Said, sagði Peta. Hann heyrði ekki svar Edith, því hann var að hugsa: — Maður skyldi ætla, að hún gleddist raunverulega yfir því, að ég skyldi lífa, en ég held, að svo. geti ekki verið. Frú Powell hrærði í teboll- j anum sínum, og sneri umræðun- [ um að því, sem hún kallaði T—I—f-M-T—/-yr^ that a't ^TALHMATO , ' THE PECMOH OP Tnc CONTPOL éROUP ON TiiE EESPECTIVE WOULO PZOB- ABLV HAVE RESUtTEP... ^SINCE THE SOVIE' UNION WOULP HAVE CONVINCEP THE KEP CHINESE THAT THEIR. WAKSAW-PACT FRIENPS AKE MOT 'or- COtlP-SE AtlSS CAL HOON — BUT MAY X ASK WHY YCU NEBP THE f£wr? Wr 31 601N6 TO EEPöer 70 THE PEL'EEAL S.TEAU or- INVESTI- TION AS SECUPtTy SPS !N TÚE AEAtEP R5PCSS! ”1) — Sérfræðingarnir eru þeirrar skoffunar, að þessar varnar- og sóknaraffferffir hefðu sennilegja leitt til þráteflis, þar sem Sovét- ríkin hefffu talið Rauða Jifna trú um að lönd Varsjárbandalagsins væru enn ekki reiðubúin að leggja út í stríð. Vesturveldin hefðu ekki byrjað árásina vegna hótunarinn ar um árás á Sjang Kai Sjek. — Má ég spyrja, hvað heita þeir, sem skipa þennan sérfræðingahóp? __ Ég ætla að tilkymia ríkislögreglunni aff þessir menn séu hættulegir öryggi lands- ins. , ALÞÝÐUBLAÐIO — 15. maf 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.