Alþýðublaðið - 26.05.1964, Side 6
/
Viöskiptalífi Asíu
hefur Jbrefaldast
á tíu árum
Þrátt fyrir áframhaldandi og ó-
rofna aukningu á útfiutningi síð-
an 1953 hefur viðskiptahalii land-
anna í Asíu þrefaldazc og nam 1963
2.700 milljónum dollara. Útreikn-
ingar fyrir árið 1930 leiða í ljós,
að hallinn muni halda áfram að
aukast.
Þetta kemur fram í árlegu efna
hagsyfirliti frá Efnahagsnefnd
SÞ fyrir Asíu (ECAFE), „Econom-
ic Survey of Asia and the Far
East 1963“. ECAFE hefur sleppt
meginlandi Kína, Mongólíu, Norð
íur-Káreu og Norður-Vietnam í
yfirliti sínu.
Hinn mikli halli hefuir hingað
til einkum verið jafnaður með fjár
framiögum ríkisins og erlendum
lánum, en einnig hafa komið til
fjármagn í einkaeign og samdrátt
ur á erlendum atvinnurekstri í
hverju landi. Erlendur atvinnu-
rekstur er þó þegar orðinn mjög
óverulegur í flestum löndum Asíu
og fjárfesting erlends fjármagns
minnkaði 1961 og 1962.
í fyrsta hluta yfirlitsins, sem
fjallar um sérstaka rannsókn
ECAFE á reynslu umræddra landa
í viðleitninni við að framleiða vör-
ur sem komið geti í staðinn fyrir
innfluttar vörur og við að gera
útflucningsframleiðsluna fjöl-
breytta-ri, er einkum lögð áherzla
á erfiðleikana sem hindra frekari
aukningu á útflutningi hráefna
Meðal þess sem nefnt er í því sam
bandi ek sívaxandi framleiðsla
iðnaðarmanna á hráefnum, tækni
legar framfarir sem draga úr notk
un hráefna í iðnaðarframleiðsl-
unni, framleiðsla gerviefna og
loks tollar og innflutningshöft.
Kaupmanrjahafnarbúi einn var að fá sér ferskt loft í Iung-
un snemma að morgni dags á Löngulínu fyrir nokkru síðan.
Þegar hann gekk fram hjá Gefjunargosbrunninum, glennti
hanu upp skjáina. Niðri á vatnsbotninum sá hann glytta í brons-
litt kvenmannshöfuð. Honum datt þegar í hug að þarna væri
komið liafmeyjarhöfuðið horfna og kallaði lögreglu á vettvang.
Höfðinu var bjargað úr brunninum og reyndist vera bronsað
gipshöfuð, sem einhver gamansamur náungi hafði komið þar
fyrir.
!Hún heitir Peta, þessi svarta
ungfrú á myndinni, og myndin
er tekin af henni uppi á skrif
ig borði í innanríkisráðuneytinu
JJ brezka. Hún nýtur þess óbland-
fj na heiðurs, að vera eini köttur
jj inn á launalistanum í White-
U hall. Hún kom í staðinn fyrir
jj músaveiðarann Pétur, sem dó
Q í marz síðastliðnum eftir sext-
K án ára dygga þjónustu í krók-
jj um og kimum innanríkisráðu-
H neytisins.
g Vikulaun Petu nema 5 shiil-
ingum, sem er helmingi hærra
en Pétur fékk. Peta er upp-
runninn á eyjunni Mön, og er
gjöf til ráðuneytisins frá stjórn
eyjarinnar. Hún kom með flug
véi til Lundúna og var afhent
ráðuneytisstjóranum við há-
tíðlega athöfn á skrifstofu
hans.
Henni var klappað og hamp-
að og hún var ljósmynduð í bak
og fyrir, en ekkert raskaði ró
hennar. Lævisleg gildra var
lögð fyrir hana með gervimús,
en hún sparn aðeins fyrilitiega B
fæti við henni. Ráðuneytisstjór 1
inn, sem er mikill kattaaðdá- s
andi, heilsaði henni með SV9- 1
felldum orðum: „Kaniss Thes- 1
hoo, en það merkir „Sæl vertu“ i
á máli Manarbúa. Peta svaraði I
því engu.
Athafnasvæði hennar verð- |
ur mjög mikið, hún hefur ekki jj
færri en tvö hundruö herbergi jj
og fjölda ganga til að hafa eft |
irlit með.
gmiiiiiminininiimiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiuHniiiinniiiinniiHiniiiniiiiiiiiiiiimiiiiuumiiiiiiiiniiiiBiiiiiinniTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnniiiiiiii ^inimiuyiuiuuiiiuiiiiiiniiiinuiiiiiimiuniniiiiimiiiniiiiiiimmmifflmmimiiuuinitiiiiiiiniiiiimimHniiniiiuHiiiiiiiinininnimiiiiiiii
Bandarískur líffræðingur hefur
spáð því, að í lok þessarar aldar
muni barnaframleiðsla á tiirauna
stofum verða vel gerleg. Hún verði
hluti af mikilli byltingu í vísindum
og læknisfræði, sem búast megi
við frá vorum dögum fram til árs
ins 2000.
í fyririestri, sem undirbúinn var
í Georgetownháskóianum í Was-
hington, telur dr. H. Bentley,
Grass prófessor við John Hopkins
háskólann, að á þeim 36 árum, sem
eftir eru til aldamóta, muni mönn
um takast að búa til einföldustu
tegundir lífvera, af svipuðu tagi
og vírusa.
Hann telur, að jafnvel megi tak
ast að fram.e.ða frumur til endur
nýjunar á glötuðum líkamsfrum-
um, jafnvel að búa til og þroska
heil líffæri. Einnig telur hann, að
mönnum muni lærast að hafa á-
hrif til góðs á galiaða erfðabera og
Iiann lýsir heimi þar sem smitandi
sjúkdómar yrðu reknir í útlegð
að fullu og öllu og líf manna
myndi bæði lengjast og þeir hald
ast lengur í fullu fjöri. í þessum
nýja heimi yrðu menn búnir að
leysa gátuna um vinnslu orku úr
sólarljósinu, en þegar hún er
leyst er talið, að ekki þurfi fram-
ar að óttast fæðuskort handa mann
kyninu.
Grass lætur í ljós þá von, að
aukinn skilningur á kynþátta- og
þróunarvandamálum, sem nú þeg
ar er mjög tekið að bera á, muni
gera manninum fært að haga sér
skynsamlegar í framtíðinni en
hann liefur gert hingað ti). Þó
megi ekki einblína á vísindin,
hversu þau þroskist, því að háþró-
uð vísindi þurfi ekki nauðsyn'ega
að hafa í för með sér aukna ham-
ingju.
Hann horfist í augu við þá stað
reynd, að þessi reikisstjarna hefur
ekki landrými fyrir mannkyn, sem
vex hömlulaust.
Hinar stórstígu framfarir hafa
í för með 'sér, að þekking, sem er
ef til vill ekki nema nokkurra ára
gömul, er orðin úrelt og stenzt
ekki lengur. Senn.lega verður al-
gengt eftir allangan tíma, að nátt
úrufræðikennararnir eyði þriðja
hverju ári í að afla sér nýrrar
þekkingar og leiðrétta úreltar hug
myndir, segir dr. Grass.
§ 26. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ