Alþýðublaðið - 26.05.1964, Page 9

Alþýðublaðið - 26.05.1964, Page 9
greinilega að þarflausu fullyrti, að vestur-þýzka stjórnin væri eina mögulega þýzka stjórnin. Einnig var stefnan um endursamein- ingu á grundvelli sjálfsákvörðun- arréttarins ótvírætt staðfest. Schröder utanríkisráðherra fylg ir Bandaríkjamönnum eindregið að málum og er vantrúaður á stefnu de Gaulles. En hann hefur átt í erfiðleikum heima fyrir vegna árása Strauss, fyrrum landvarnar ráðherra, og andstöðunnar af hálfu Adenauers, en á henni ber minna. Þeir halda því fram, að minnk andi spenna í sambúð Bandarikj- anna og Sovétríkjanna leiði Þýzka landsmálið inn á blindgötu. Minnk andi spenna eigi sér stað á grund velli hins óbreytta ástands (status quo), Skipting Þýzkalands verði viðurkennd staðreynd, sem einnig verði formlega staðfest með tím- anum. Þeir segja, að slíkt form minnk andi spennu sé ekki í þágu Þýzka- lands, og þeir veitast gegn Schröd er fyrir að fórna þjóðarhagsmun- um Þýzkalands á altari hinnar minnkandi spennu. Þeir telja ósk hans um sveigjanlegri utanríkis- stefnu fela í sér hættu. að var til þess að styrkja stöðu Schröders heima fyrir, að í NATO-tilkynningunni var Iýst yfir svona eindregnum stuðn ingi við vestur-þýzku afstöðuna. Vestur-Þjóðverjar vildu að geng ið yrði enn lengra og stungið upp á samningaumieitunum við Rússa um sameiningu Þýzkalands. En á þetta neituðu hinir að fa'last. Slíkt skref, sem yrði ekki til neins annars en að sýnast, mundi alger lega ganga í berhögg við stefnu Bandaríkjanna um að draga úr spennunni. Það var því látið nægja að ítreka grundval'arviðhorf vestrænna ríkja í Þýzkaíandsmálinu. En einn ig þetta hefur gildi fyrir Vestur- Þýzkaland. Þróunin í átt til ,,de facto“ viðurkenningar á skipting unni var stöðvuð. Schröder hefur sem sé borið eitthvað úr þýtum fyrir fylgi sitt við Bandaríkjamenn. Og ráðamenn í Bonn þurfa ekki að fara til Par ísar til þess að sjá um að hagsmun um þeirra verði borgið. (Arbeider bladet: Jakob Sverdrup). — Fjörutíu þúsund bílar af gerðinni Hillman Imp hafa nú ver- ið framleiddir í nýju Rootes verk- smiðjunni í Skotlandi. Til útlanda eru nú seldir um það bil 1000 Hillman Imp bílar á hverri viku. ★ Fáir vita sennilega að áætl- unarbílar ganga milli Englands og Indlands. Á þessa leið hefur ný- lega verið bætt tveim mjög fnll- komnum og að sjálfsögðu rándýr- um bílum. Ekki vitum vér hve langan tíma ferðalagið tekur, en það er ekið um 14 lönd. FRÍMERKI FRÍMERKI m FRÍMERKI NÝTT frímerki verður gefið út í Bandaríkjunum hinn 29. þ. m. til minningar um John F. Kennedy, fyrrum forseta. Á meðfylgjandi mynd sést frímerkið og til hægri ljósmyndin, sem merkið er gert eftir. Ljósmyndarinn Bill Murphy lijá blaðinu Los Angeles Times tók myndina árið 1958 meðan Kennedy var enn öldungadeild- arþingmaður, og vissi ekkert um áð hún hafði verið valin fyrr en sl. fimmtudag. — Það var Jac- queline Kennedy, ekkja forsetans, sem valdi myndina. 29. maí er fæðingardagur J. F. Kennedys, árið 1917. Hann fædd- ist í einni af útborgun Boston og hefði því orðið 47 ára'29. maí nk. Kennody-ættin er af írskum upp- runa, eins og nafnið bendir til. Forfeður hans flúðu írland er hungursneyð varð í landinu vegna uppskerubrests á kartöflum á ár- unum 1840-’50. John Fitzgerald Kennedy, eins og hann hét fullu nafni, settist í Harvard-háskóla árið 1936 og lagði stund á stjórn- vísindi og alþjóðastjórnmál. —• Heimsstyrjöldin síðari brýzt út og fyrsta ár hennar er Kennedy i Washington D.C., en eftir árás Ja- pana á flota USA 7. desember 1941, sótti hann um að komast á vígstöðvarnar á Kyrrahafi. Varð hann þar liðsforingi og stjórnaði tundurskeytabát. Hlaut hann marg vísleg lieiðursmerki vegna hreysti legrar framgöngu í stríðinu. J. F. Kennedy hóf afskipti sín af stjórn málum árið 1946. Bauð hann sig þá fram til þingsetu í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings fyrir Mas- sachusetts; síðar var hann svo kjör inn forseti Bandaríkjanna, sem kunnugt er. í þ.ióðfélagsmálum var Kenn- edy afkastamikill og sýndi meira frjálslyndi í þeim, en fyrirrennari hans, Eisenhower, að því er margir telja. Eitt af hinum fyrstu málum, scm forsetinn beitti sér fyrir, og fékk samþykkt, var veruleg hækk- un á lágmarkslaunum. Hundruð þúsunda manna nutu góðs af þess ari lagasetningu, en Kennedy taldi mikinn fjölda Bandaríkja- þegna hafa minni laun, en forsvar- anlegt væri í auðugu framfara- ríki. Kennedy var og þeirrar skoð- unar, að USA ætti að aðstoða fá- tækar þjóðir til sjálfsbjargar. Ekkja Kennedys heitir Jac- queline. Þau giftust 12. septem- ber 1953, áttu þau 2 börn, en það þriðja dó nokkurra daga gamalt. Ekki skulum við rifja upp þann harmleik, er Kennedy forseti var myrtur í nóvember sl. Allur heim ur varð harmi lostinn við þau vá- legu tíðindi. En minningarnar um mikilmennin geymast á spjöldum sögunnar og þá ekki sízt minning- in um John Fitzgerald Kennedy. kvenskórnir þægilegu, fallegu og góðu nýkomnir með og án innleggs. Litur: Ljósir og dökkir. Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2. Jeppaeigendur Óskum eftir að taka á leigu nokkra jeppabíla í 3—5 mán- uði frá 1. júní, án bílstjóra. Bílarnir verða notaðir við mælingar og rannsóknir víðsvegar um landið. Bílarnir verða að vera í góðu lagi. Tilboð óskast miðuð við að leigu- taki greiði benzín og olíu, og sé tilgreind dagleiga. Nánari upplýsingar á skrifstofu vorri. Tilboðin verða opn- uð kl. 9 f. h. 29. maí n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS, Ránargötu 18. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. maí 1964 9 Heildsölubirgðir: Kristján Ó. Skagfjörð h.f. Reykjavík. Aigreiöslustúlka - Saumastúlka Stúlka óskast á saumastofu, helzt vön, einnig afgreiðslu- stúlka. Upplýsingar á skrifstofunni kl. 4 — 6. Grettisgötu 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.