Alþýðublaðið - 26.05.1964, Page 11

Alþýðublaðið - 26.05.1964, Page 11
K.R. sigraði „Úrvalið" 5:3 í afmælisleiknum VORMÓT (Framhald af 10. síðu). 100 m. hlaup kvenna: • IXalldóra H. Helgad. KR 13,4 María Hauksd. ÍR 14,1 Soffía Finnsd., ÍR 14jB Helga ívarsd. HSK 14,7 Xangstökk kvenna: Maria I-Iauksd. ÍR 4,51 Soffía Finnsd. ÍR 4,19 Kristín Kjartansd., KR 4,1S Helga ívarsd. HSK 4,09 ■ Á Alls voru keppendur 36 á þessut fyrsta opinbera frjálsíþróttamóti ársins í Reykjavík, 17 úr ÍR, Ið úr KR, og 1 frá Ármanni, HSK og frá Tý, Vestmannaeyjum. rc, Örn Steinsen skorar annaff mark KR meff skalla. — Ljósm. J. Vilberg. Áhorfendur voru fjölmargir en urðu fyrir vonbrigðum AFMÆLISLEIKUR KR — 65 ára — við úrval annarra félaga, bæði úr Reykjavík og annars stað- ar að af landinu, sem fram fór á Laugardalsvellinum sl. sunnudags kvöld, var vel heppnaður, að minnsta kosti að því er til að- sóknarinnar tók. Mannfjöldinn sem leikinn sótti, undirstrikaði enn einu sinni þau almennu sann-. indi, sem vitað er, um þá hylli, sem knattspyrnuíþróttin nýtur. — Að því viðbættu í þetta skipti, gátu áhoiúendur lifað í voriinni um, að sjá til eins afburðamanns á knattspyrnusviðinu, í hópi leik- manna. Þórólfur Beck, hinn kunni atvinnumaður á þessu sviði, korri gagngert hingað til lands, tíl' að leika með sínu gamla liði í til- efni þessara tímamóta. Þótt Þórólfur legði ekki ýkja mik ið að sér, að því er virtist, voru öll hans viðbrögð slík, að það leyndi sér ekki, að þar fór mað- Ur, sem kunni hin réttu tök á leik og tækni. Hann féll aldrei i freistni einleiks, þótt hann hefði bæði til þess getu og kunnáttu. Hann gætti þess vel að vera hluti af samræmdri heild og féll vel inn í liðið og hugsaði öðru fremur um samleikinn og „uppbyggingú” sóknarinnar hverju sinni, með ná- kvæmum og öruggum sendingum. Þótt ekki blési byr'ega fyrir KR liðinu í upphafi, er það fékk á sig tvö mörk fljótlega, sem Jón Jó- hannesson miðherji skoraði, lét það hvergi deigan síga, en sótti og varðist af kappi. Loks er 23 mínútur voru liðnar kom þess fyrsta mark, er Örn Steinsen gerði með skalla, úr sendingu sem Gunn ar Felixson lyfti fyrir markið. — Skömmu síðar jafnaði svo Sigúr- þór. Og enn stuttu síðar tóku KR- ingar forystuna með marki Gunn- ars Felixsonar, eftir hörkuskot Gunnar Guðmannssonar, þar Helgi hélt ekki boltanum, en Gunnar náði til hans og renndi honum inn. Loks á 45. mín. eða rétt fyr- ir leikhléj bætti Gunnar Guð- mannsson ;fjórða markinu við. — Fyrri hálfleikurinn með sín sex mörk og oft góð tilþrif á báða bóga, var skemmtilegasti hluti leiksins. Síðari hálfleikurinn var hvergi nærri eins vel leikinn eða fjörlegur. iEn þeim hluta leiksins lauk með: jafntefli 1:1. Það var Jón Jóharinesson, sem fyrst skor- áði fyrir úrvalið, er um 17 mín. voru af leik. Markið kom fyrir næsta klaufaleg viðbrögð eins af varnarleiksmönnunum, sem skali- áði knötti.rin fyrir fætur Jóns, á vítateigi, |en Jón sendi knöttinn rakleitt tii baka á markið og inn. Loks seini í hálfleiknum jöfnuðu svo KR-ingar, og leiknum lauk með sigri þeirra 5 mörk gegn 3. Mið- framherjar beggja liða, þeir Hörð- ur Feiixson og Jón Stefánsson, urðu að yfirgefa völlinn, vegna meiðsla nokkurra og varamenn komu inn í þeirra stað. Ekki verður- annað sagt, en KR- ingar hafi sýnt betri leik en mót- herjarnir, einkum þó nýttu þeir betur völlinn og breidd hans. Út- herjar þeirra voru sannarlega allt i af með og Sttu margar fyrirsend- i ingar. sem sköpuðu mikla hættu, ' auk þess sem vörn mótherjanna dreifðist. Hins vegar sóttu úrvals liðarnir yfirleitt upp miðjuna og lentu þá oft í hörku-harki við þétta KR-vörnina. Um einstaka leikmenn »beggja liða, er ekki á- stæða til að fjölyrða í sambandi við slíka „kurteisis”-leiki sem þessa. Þó geta megi þess, að í hópi úrvalsins, sýndu oft ágæt tilþrif, miðherjinn Jón Jóhannsson og út- verðirnir. Matthías Iljartarson og Jón Leósson. í framlínu KR auk Þórólfs léku þeir Gunnar Guð- mannsson, nestor liðsins og Sigur- þór Jakobsson, af einna mestri snerpu og öryggi. Einar Hjartarsson dæmdi leik- inn, sem yfirleitt var hinn prúð- asti. — EB. tMWMMWMMMWMMMMWl Boston 8, 29m. Modesto, 24. maí. ntb-afp. Hinn 24 ára gamli lang- stökkvari Ralph Boston stökk 8,29 m. á móti hér um helgina. Þetta er affeins 2 cm. lakara en heimsmet Rússans Ovanesjans. Þetta er bezti árangur Bostons. — Sería hans var þessi: 8.07 - 8,09, 8,29, 29,8 0,6, 8,14, 12! Allar affstæffur voru lögleg- ar. Bill Baille sigraffi í 2ja míina hlaupi á 8:37,1 mín., en Bruce Kidd hljóp á 8:38- ,1 og Jim Beatty á 8:41,0. Dyrol Burleson sigraffi í enskri mílu á 4:00,2 mín. O’- % Ilara hljóp á 4:00,5 og A1 Oerter kastaffi kringlunni lengst effa 62,04 m. rtMUMMWWVMMWWWMW Þórólfur Beck gengur af leikvangi aff leik loknum. Fram og Valur berj- ast í h flokki REYKJAVIKURMOT 1. flokks í knattspyrnu hefur staðið yfir und- anfarnar vikur og keppni verið mjög skemmtileg og spennandú Lokið er fimm leikjum af sex ófý hafa úrslit orðið sem hér segir: „ Þróttur-KR 1-5, , Þróttur-Valur 0-3, KR-Fram 1-4, ' Þróttur-Fram 0-8, ; Fram-Valur 3-3. Stigin standa þá þannig, að Frarri er með 5 stig og hefur lokijí sínum leikjum, Valur er með 3 ojg á eftir að leika við KR, KR er méS 2 stig og Þróttur ekkert. Sigri Valur KR í síðasta leiknum sem fer fram 30. maí, verða Fram o" Valur jöfn og þarf aukaleik, eri verði jafntefli eða tapi Valur, er Fram sigurvegari. 1* ALÞYÐUBLAÐIÐ — 26. maí 1964

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.