Alþýðublaðið - 29.05.1964, Page 2

Alþýðublaðið - 29.05.1964, Page 2
jaitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Arm Gunnarsson. — Ritstjómarfulitrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald Jir. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ferðamannalartd NÚ FER sá tími í hönd, að erlendir ferða- imenn fara að streyma til landsins. Undanfarin ár haí'a vinsældir Íslands, sem ferðamannalands, far- ið hraðvaxandi og sá hópur útlendinga, sem 'hing- að leggur leið sína til að kynnast landi og þjóð, vex ört. Ferðamennimfr færa o'kkur drjúgar gjaldeyr- 'istekjur og skapa hér fjölda manns atvinnu. Ná- tgrannalönd okkar hafa þó mörg hyer enn meiri igjaldeyristekjur af heimsókmun ferðamanna, enda :hafa þau. ef til ivill lagt í meiri kostnað, en við ís- 'lendingar, til að laða að sér ferðamenn. En það er ekki nóg að auglýsa Island isem ferðamannaland, það verður að skapa ferða mönnum þá aðbúð hér, að hinir vandlátustu hafi ekki yfir neiínu að kvarta. Ánægðir ferðamenn eru Ibezta landkynning, sem völ er á. Ýmis fyrirtæki hafa auk Ferðaskrifstofu rík- 'isins nnnið dyggilega að kynningu lands og þjóðar •á undanfömum árum, og munu flugfélögin mest ihafa unnið á þeim vettvangi, að öðrum ólöstuðum. Flugfélögin þyggja rekstur sinn að nokkru leyti á erlendum ferðamönnum, en til þess að ísland geti orðið vinsælt ferðamannaland, þurfa flugsamgöng- úr að vera tíðar við næstu nágrannalönd. Án góðra og greiðra fiugsamgangna er óhugsandi að erlend- ir ferðamenn heimsæki ísland í ríkum mæli. Á Alþingi voru í ivetur sett lög um ferðamál. Slíka löggjöf hefur lengi vantað hér á landi, en lög um þetta malasvið er að fitnna í löggjöf velflestra Evrópuþjóða. Ferðamálalögin gera ráð fyrir, að komið iverði á fót hér á landi ferðamálaráði, skipuðu níu mönn- um. S'kai ráðið vera Alþingi og ríkisstjórn til ráðuneytis um allt, 'er að. ferðamálum á íslandi llýtur. Þá skal ráðið gera tiillögur um skipan gisti- húsamála í landinu og inna af hendi ýmis önnur istörf tengd ferðamálum. Þá er ráð fyrir því gert í lögunum, að stofn- taður verði sérstakur ferðamálasjóður. Hlutverk hans er að stuðla að byggingu gisti- og veitinga- húsa i landinu, þannig að skapa megi sem bezt móttökuskiiyrðil fyrir innlent og erlent ferðafólk. Árlegt framlag ríkisins til ferðamálasjóðs má eigi ivera lægra en ein milljón króna. Loks er að finna í lögum þessum ákvæði um almennar ferðaskrif- ■stofur og Férðaskrifstofu ríkisins.- Að beztu manna yfirsýn á ísland sér, mikla framtíð sem ferðamannaland, því náttúra landsiíns ihefur upp a ýmislegt að ‘bjóða, sem einstætt er og hvergi er annars staðar að finna. Væntanlega iverða hin nýju ferðamálalög til þess að styrkja aðstöðu landsins á þessu sviði verulega, og hjálpa til við að aíla þjóðinni gjaldeyristekna. ^ Þefta eiiia rakblað hafa þessir 15 rakarar notað --------með Schick ryðfría rakblaðinu með langvarandi egginni fengu þcir allir þann mýksta og þægilegasta rakstur, sem þeir höfðu nokkru sinni upplifað. Hvert blað gefur sömu þægindin dag eftir dag í 10 — 15 — 20 rakstra og jafnvel enn fleiri. Við auglýsum sjaldan. Schick blaðið gerir það sjálft, og þar af leiðandi er verðið lágt 3 blöð í pakka kr. 19,85. 5 blöð í hylki kr. 32,95. GumæliuQ Passar í ailar rakvélar. Heildv. Péturs Péturssonar, Suðurgötu 14, síiui I9Ö62 Forsmán að horfa tippá ? ÞAÐ ER ÓGEÐFELLT að sjá listamenn og listunnendur japla á hvers annars mannorði. Undanfar- ið hafa biöðin keppzt við að segja frá málaferium, sem nú standa milli tveggja kunnra rithöfunda og viröist tuggan vera gómsæt í volgum blaðamunnum — loks- ins fékk lýðurinn eitthvað til að smjatta á. — Það er margt, sem mióur fer í fari okkar mannanna og margvísleg eru mistökin, sem okkur verða á. En ég hélt að það ætti að vera einkamál svo lengi, sem mistökin skaða ekki almenn- ing eða þjóðfélagið. arinn væri í heilögu stríði gegn ægilegri hættu. Vopnaskak heyrð- ist úr hverri einustu línu. Hvað á þetta að þýða? Hvers vegna öll þessi læti. Ef máiararn- ir, sem að þessari sýningu stóðu, eru svona léiegir, þurfti þá allt þetta vopnaskak? HVOltT SEM ÞAÐ VAR ætlun dómarans eða ekki, þá fékk mað- ur þá tilfinningu, að dómarinn hat aðist við listamennina eða minnsta kosti stefnuna í list þeirra. Það er slæmt þegar gagnrýni liefur slík áhrif á almennan lesenda. —. Ef hér er um að ræða togstreitu milli hlutlægrar listastefnu og ó- lilutlægrar, þá var áreiðanlega hægt að gera grein fyrir því, sem í raun og veru ber á milli án þess að kæfa raunverulega greinargerð í óhljóðum hrossabrestsins. ÞESSAR TVÆR LISTASTEFN- UR eiga að þokast og þróast hlið við hlið. Okkur stafai' engin hætta frá þeim. Lofum þeim að vaxa í friði. Hannes á horninu ALLA MENN ER HÆGT að gagnrýna. Verk þeirra hljóta að veroa dæmd. En er ekki nóg að „dómararnir“ séu látnir í friði með álit sitt hvernig svo sem það er, og að listamennirmr séu ekki að sletta sér fram í umræðurnar. Sízt íinst mér ástæða til að lista menn hagi sér eins og liundarnir, að bíta þá fyrst þegar einhver hef ur læst skolti sínum í einn. Eg get ekki betur séð en að hundseð.ið sé svo ríkt í mönnum, að ráðizt sé á mann þegar hann liggur, en ekki fyrr. KRISTMANN GUÐMUNDSSON og Thor Vilhjálmsson eru báðir merkir rithöfundar. Þeir heyra til ólíkum kynslóóum. Báðir eru börn síns tíma, afsprengi ákveðinnar þróunar og báðir hafa haft hlut- verki að gegna. Báðum hlýtur að vera ljóst, að þeir verða dæmdir fyrir verk sín. Um þá er hægt að skrifa án þess að til komi'getsak- ir og rætni. Gagnrýni er því að- eins til góða að hún sé skýring og leiðbeining. VAamega getur rit dómurum skjátlast ekki síður en höfujidum. En við því er ekkert að segja. NÝLEGA SKRIFAÐI Kurt Zier gagnrýni um málverkasýningu. Um sjálfa sýninguna get ég ekk- ert sagt, en ekki varð annað sjá- anlegt af gagnrýninni en að dóro- KRABBAMEINSFÉLAG íslands mun í júní-mánuði opna leitar- stöð í liúsi sínu við Suðurgötu 22 í þeim tilgangi að hefja allsherj- arleit að legkrabbameini í kon- um. Alma Þórarinsson, læknir hefur verið ráðin yfirlæknir og mun hún jafnframt veita stöðinni forstöðu. Tvær stúlkur munu einn ig starfa þarna að frumurannsókn- nm. Þessi krabbameinsleit er fram- kvæmd með frumurannsóknum hjá konum á vissum aldri, sérstak lega 25-50 ára. Slíkar allslierjar- rannsóknir eru framkvæmdar í flestum menningarlöndum heims, og hafa hvarvetna gefizt vel. í ýms um löndum hefur legkrabbamein- ið látið undan síga og mörgum til fellum farið fækkandi. Bindur Krabbameinsfélagið miklar vonir við þessa nýju leitar- stöð, og vonast til að konur fáist til að mæta. Fyrirhöfnin er lítil og sársaukinn enginn. Þessi rann- sókn er mikiö öryggi fyrir kon- urnar, og auk þess er hún ókeypis. Félagið hefur fengið ameríska kvikmynd, sem verður með ís- lenzku tali, en hún fjallar um slík- ar-rannsóknir. Leitarstöð félag.sins í Ifeilsu- verndarstöðinni, sem rekin hefur verið frá 1957, mun halda áfrarra starfsemi sinni, en flytja á sumr- inu í húsnæði krabbameinsfélag- anna í Suðurgötu. Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands var lialdinn nýlega. Þar kom m. a. fram að fræðslustarf- semi félagsins hefur verið stórauk- in. Var Jón Oddgeir Jónsson ráð- inn til að skipuleggja fræðslu- starfið. Tvær kvikmyndir um tó- baksreykingar liafa verið á ferð um unglingaskólana í Reykjavík Framliald á síðu 10. 2, 29. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.