Alþýðublaðið - 29.05.1964, Síða 6

Alþýðublaðið - 29.05.1964, Síða 6
fint WAWJ/V Litförótt gier Stórme'rkileg gerð af gleri hef- xir verið framleidd í Bandaríkjun- um.‘ Þetta gler er þar.nig úr garði gert, að það dökknar, ef birta fellur á það, en lýsist á nýjan leik við minnkandi birtu. Framleiðsla þessi er enn sem komið er aðeins á tilraunastigi, en þegar byrjunarerfiðleikar hafa verið yfirunnir, verður vafalaust ótalmargt hægt að gera með þessa nýju glertcgund, til dæmis nota liana í gluggarúður, sólgleraugu, bílrúður og fleira. Enda þótt „fótókrómismi”, lit- brigði fyrir óhrif birtu, sé gam- alþekkt fyrirbrigði, er þetta í fyrsta sinn, sem vísindamönnum tekst að framleiða gler, sem hefur varanlegan hæfileika til að dökkna og lýsast til skiptis. Þessi litbrigði byggjast á efna- breytingum, pkki í glerinu sjálfu, heldur í silfursaltkristöllum, sem blandað er»í glerið. Þegar ljós- geisli lendir -á kristöllunum í gler- inu, klofna þeir i silfur og hitt efnið, sem er eitthvert þessara efna: klór, flúor, bróm eða joð. Yið þessa efnabreytingu dökkna efnin mjög, þegar sum þessara sambanda eru notuð, svo mikið, að aðeins einn hundraðasti hluti Ijósmagnsins kemst í gegn. Þegar ljósmagnið, sem fellur á glerið, minnkar á ný, sameinast efnin aftur og gagnsæi glersins eykst þar með. Krystallarnir eru svo litlir, að þeir hafa engin áhrif á glerið sjálft, sem þeir eru í. Silfursölt eru einnig notuð á ljósmyndafilmur, en þar gengur efnabreytingin aðe'ns á annan veginn, það er að sabið klofnar. Það eru vísindamenn við gler- verksmiðju í New York, sem eru að gera þcssar tilraiínir. Þeir segja, að hraði umræddrar efna- breytingar geti verið mjög mis- munandi, allt frá broti úr sekúndu til margra mínútna, allt eftir hlut- fallinu milli silfursins og hins efn- isins í glerinu. ENN EITT FÓRNARLAMB GRAFSPEE. Graf -'f Spee, vasaorrustu- skip Hitlers, sem sökk í mynni fljótsins Rio de la Plata í Ar- gentínu^eftir frækilega vörn á fyrstu iftónuðum stríðsins, lét enn til .sín taka fyrir nokkrum vikum, nærri 25 árum eftir að það sökki!. Fiskibátur frá Uruguay rakst á flakið, þar sem það lá á sjávarbotni og sökk. Fimm fiskimenn voru um borð og gátu haldið sér í sigluna af skipi sínu þar til þeim var bjargað. Graf Spee hafði átt mikla orustu og eltingarleik við brezku herskipin Ajax, Aeliill- es og Exeter og var að lokum króað af inni í mynni la Plata- fljótsins. Þá tók skipstjórinn til þess ráðs, til þess að skip- ið félli ekki í óvinahendur, að opna botnlokurnar. l ór cruð rá.ðin, það er að segja, þangað til konan mín sér yður . . , g 29. maí 1964 — ALÞYÐUBLAÐIO | STÚLKAN, SEM DATT. | Umhverfið var eins og bezt | varð á kosið. Fyrirsætan var I bráðfalleg. Allt var reiðubúið j fyrir myndatökuna. Hin 22 ára 1 gamla Delila Hart var klædd | í létta dragt frá Harbro í Lon- don. Á fótunum hafði hún hné háa hvíta sokka. Ljósmyndarinn bað hana að standa framarlega á vatnsbakk- anum. Hún rétti út hendurnar og studdi sig við staur. Þann- ig hélt hún jafnvægi. Þetta var skinandi uppstilling. En rétt í sömu andrá og ljósmyndarinn smellti af, missti Delila fótanna og steypt ist í vatnið. Skipti nú snarlega um hlutverk og fyrirsætan fékk að grípa til sundkunnáttunnar. Hún tók stefnu til lands og sem betur fór var það ekki löng leið. Á bakkanum biðu liennar hjálpsamar hendur, sem höluðu hana upp. Ekki varð meira af mynda- tökum þann daginn, Delila var J drifin heim og stungið ofan 11 í rúm og við vitum ekki til að g lienni hafi orðið meint af volk- jj inu. s Einhverjir kunna að sakna fj mynda af Delilu, þegar hún y kom að bakkanum og verið var j| að veiða hana upp úr. Engar y myndir eru til af þeim hluta at- ; burðarins og ástæðan er sú, að jf þá var ljósmyndarinn búinn að m hengja myndavélina á grein og p kraup á bakkanum með fram- p réttar hendur til þess að taka á jj móti sundkonunni. En ljós- j myndarar eru sem kunnugt er p allra manna hjálpsamastir og H kurteisastir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.