Alþýðublaðið - 29.05.1964, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.05.1964, Síða 7
SJÖTÍU OG FIMM ÁRA í DAG m ór Þórarinsson EYÞÓR ÞÓRARiNSSON fyrr- um verkstjóri hjá vitamálastjórn- inni, starfsmaður Alþýðuflokks- ins, er sjötíu og fimm ára í dag. Hann er Mýrdælingur að ætt, elzta barn hjónanna Elínar Jónsdóttur bónda á Grímsstöðum og Klas- barða í Landeyjum og Þórarins Árnasonar frá Fossi. Eyþór fædd- ist að Neðra-Fossi í Mýrdal og þar var hann öll sín bernsku og aeskuár, eða þangað til hann fór að heiman til þess að vinna fyrir sér. Þau Elín og Þórarinn voru fátæk alla tíð, en það er ekki tiltöku- mál, því að þeir voru fáir, sem gátu með hægu móti haldið skort- ínum frá dyrum sínum á þeirri öld. Elín var þó ráðdeildarsöm, nýtin og vinnusöm, og Þórarinn iðinn við að afla fanga handa heimilinu. En börnin voru átta og ómegðin því mikil. Þórarinn Árnason, faðir Eyþórs var óvenjulegur maður á ýmsa lund. Hann bjó yfir ríku lista- mannseðli og hafði unun af tón- list. Hann keypti sér fyrstur manna orgel, kassaorgel svokallað, sótti það til Reykjavíkur og reiddi á klakk alla leið austur í Mýrdal. Þetta þóttu Mýrdælingum þá mik- il undur og býsn, enda voru orgel aðeins að byrja að ryðja sér til rúms. Samferðamenn hans austur ömuðust við farangri Þórarins og þegar þeir lentu í vonzkuveðri austur á fjalli, svo að þeir áttu fullt í fangi með að halda á hest- unum, — og bað hann þá um að- stoð til að geta haldið orgelinu, sögðu þeir, að hann skyldi sjálfur sjá um andskota sinn. Þórarinn var orgelleikari í kirkjum eystra, stjórnaði söng og kenndi organleik og þó liafði hann ekki notrð til- sagnar í þessu. Eyþór fór alfarinn að heimán, þegar hann hafði verið fermdur og réðst liann til Þorsteins Jóns- sonar hreppstjóra í Norður-Vík, en það var fjölmehnt myndar- heimili og mikil og margvísleg umsvif. Þar telur Eyþór að hann hafi tekið þroskánn, sem enzt hef- ur honum svo vel og spunnizt þeir þræðir í skapgerð hans, sem hann hefur síðan átt heila. Hann vann margvísleg störf á heimilinu, svo sem við fjárgæzlu, heyskap og uppskipun af sandinum, en eins og kunnugt er, er kauptúnið Vík í Mýrdal upphaflega úr Víkur- jörðunum báðum. Þegar Eyþór varð átján ára, kom Þorsteinn hús- bóndi hans að máli við hann og tjáði honum, að í ráði væri að senda hann. nú í ver til Vest-1 mannaeyja. Eyþór var snemma1 haldinn heitri sjálfstæðisþrá, og hann hafði hugsað um það, að . hann myndi ekki þola vinnumanns | helsið til lengdar. Hann notaði nú tækifærið, sagði Þorsteini, að hann mundi að sjálfsögðu fara til Eyja, en ólíklegt væri, að hann kæmi aftur að Norður-Vik. Þor- steinn tók því furðuvel og kom Eyþóri það dálítið á óvart. Svo fór hann til Reykjavíkur og það- an til Vestmanhaeyja. Svo varð líka, að hann fór ekki aftur á hreppstjóraheimilið. Hann hætti 1 að vera vinnumaður og gerðist EYÞÓR ÞÓRARINSSON, verkstjóri, er 75 ára í dag. Ég kynritist honum fyrst sem verkstjóra vitamálaskrifstofunnar við hafnargerðir fyrir nærri 30 árum. Um verkstiórn hans er í stuttu máli bað að segja, að hún var með ágætum og eins og bezt varð á kosið. Kom það glöggt í ljós í því að honum voru oft falin vandasömustu verk- efnin, og er þetta bó ekki sagt öðrum verkstjórum vitamálaskríf- stofunnar til hnjóðs, því að þar hafa verið að starfi margir ágætis menn, sem kunnu vel til verka. Verkstjórn Eyþórs einkenndist í fyrsta lagi af hagsýni. Hann gerði sér fyrirfram glögga grein fyrir því, hvernig vinnubrögðum skyldi hagað og fylfidi því rækilega eftir. Hann iét sér mjög annt um verkafólkið, að það færi sér hvergi að voða, né stofnaði sér á neinn hátt í Iiættu. Hann var sámvizkusamur og húsbóndahollur hvaða sveitarfélag sem í hlut átti og einnig gætti hann hagsmuna ríkissjóðsins dyggilega. Hann var í einu orði sagt fyrsta flokks verkstjóri. Eftir að aldur færðist yfir hann, tók hann við umsjón og yfirverkstjórn í vitagagnabúrinu í Kópavogi og hélt því starfi svo lengi, sem lögin um hámarksaldur opinberra starfsmanna leyfðu. Einnig þar nutu sin vel hinir ágætu verkstjórahæfileikar hans. Ey- þór var stundum fjóthuga og gat verið eftirgangssamur, um að allir legðu sig fram eftir þvi sem þeir máttu, en allt var það í þeirri veru að geta skilað verkinu sem bezt unnu og á hinn ódýrasta hátt. Hann kunni vel að meta það, sem vel var gert, en gat stundum verið óþolinmóður yfir liinu gagnstæða. Vitamálaskrifstofan átti einn sinn bezta starfsmann þar sem Eyþór var. Eyþór var jafnan hrein- skiptinn og sagði meiningu sína umbúðalaust, blandaði sér lítið í annarra hagi, en var trölltryggur þar Sem harin tók því. ' Síðustu árin hefur hann starfað á skrifstofu Alþýðuflokksins, Og þar hafá einnig notið sín hinir góðu hæfileikar hans og auk þess komið til viðbótar brennandi áhugi hans fyrir vexti og við- gangi flokksins. Ég þakka Eyþóri fyrir samstarfið, fyrir áratuga samstarf fyrir vitamálaskrifstófuna, og nú, og ekki síður, fyrir starfið fyrir Al- þýðuflokkinn. Ég sendi honum hugheilar árnaðaróskir á þessu merk- isafmæli hans og vona að þrátt fyrir þennan allháa aldur megi honum enn endast heilsa og kraftar til að vinna að sínum hugðar- efnum. EMIL JÓNSSON sjálfs sín herra. Hann stunda'ði ýmis störf í Eyjum, en fór á vorvertíðum til Austurlands og vann þar vor og sumar eins og títt var um Sunnlendinga á þeim árum. Um þetta leýti var mikill vor- hugur í þjóðinni eins og kunn- ugt er, og Eyþór var næmur fyrir öllum slíkum hræringum. Hann hafði kynnzt Valdimar Long, síð- ar kaupmanni í Hafnarfirði með- án hann dvaldi á Austfjörðum og þegar nú stofnað var til Kenn- araskólans, 1908, ákváðu þeir fé- lagar að hefja nám þar. Að vísu hafði Eyþór engin efni til þess að kosta sig á skólann, en hann þráði að mannast og honum hafði allt af gengið mjög vel í glímunni við bækurnar. Hann settist því í þriðja bekk Kennaraskólans á fyrsta skólaári hans, haustið 1908. Og hann tók til óspilltra málanna og las af kaþpi, en þá syrti að. [ Hann veiktist liástarlega og varð að hætta áður en lokið var og upp frá því settist hann ekki á skólabekk. Hann hefur alltaf séð eftir því. Honum batnaði þó að mestu, en hefur í raun og veru aldrei náð sér til fulls síðan. Árið 1912 kvæntist Eyþór stúlku, sem hann hafði kynnzt á Seyðisfirði, Hildi Vilhjálmdóttur og settu þau bú saman i Vest- mannaeyjum. Hann réðst til Gunn- ars Ólafssonar og gegndi þar ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Gunnar. Gúnnar var að vísu strangur og stórbrotinn húsbóndi, en tröll- tryggur var‘hann og ef eitthvað j bjátaði á, kom hann til hjálpar, [ veitti hana með dálitlum hryss- ingi, sem virtist vera nokkurs konar skjólflfk hans. Eyþór gerð- ist verkstjóri hjá honum og með- al starfa lians var að vitja skipa, sem báðu um aðstoð vegna slysa eða veikinda um borð. Fór hann óteljandi sHkar ferðir, með lækna um borð í skip í öllum veðrum, og flutti þá oft á land veika menn og slasaða — og þá, sem látizt höfðu. Eyþór hefur sagt mér marg- ar sögur af þessum ferðum, en hér er því miður ekki rúm fyrir þær. Þá tók Eyþór og þátt í land- helgisvörnum í Eyjum. Það bar j jafnvel við, að Vestmannaeyingar mönnuðu báta og réðust um borð í landhelgisbrjóta og varð einu j sinni út úr þessu raunveruleg styrjöld, sem lauk með þvi, að Vestmannaeyingar tóku togarann eftir harðan bardaga — og varð ■af þessu milliríkjamál milli Dána og Þjóðverja. Á árinu '1921 réðst Eyþór sem verkstjóri til Monbergs verkfræð- ings, sem hafði tekið að sér hafn- arframkvæmdir í Vestmannaeyj- um og segja má, að upp frá því og til ársins 1959, hafi hann unn- •ið á einn eða annan hátt að háfn- arframkvæmdum. Hann réðst siðar til vita- og hafnarmálastjórnarinn- ar og var ætíð verkstjóri. Árum saman ferðaðist hann um landið og vann að hafnarframkvæmdum. Hann var frábær dugnaðarmaður, samvizkusamur og kappsfullur svo að til var tekið. Hugurinn var jafnvel svo míkill, að hann átti það til að stökkva út í sjóinn eins og hann stóð, til þess að taka til höndunum, ef ,honum þótti ekki ganga nógu vel, og sagt er EYÞOR ÞORARINSSON. mér, að í því efni hafi hann sann- arlega verið kröfuharður. Er aldurinn fór að færast yfir hann gerðist hann verkstjóri við birgðagey mslu vitamálast j órnar- innar í Fossvogi og gegndi hann því starfi til ársins 1959. Á árinu 1936 missti Eyþór Hildi konu sína. Þau höfðu eignazt 5 böx-n, en þrjú dóu ung. Tveir syn- ir lifa: Baldur prentsmiðjustjóri og Vilhjálmur skrifstofumaður. — 1940 kvæntist Eyþór Rósu Ed- valdsdóttur frá Siglufirði. Þau eiga tvö börn: Erlu og Öi-lyg. Um líkt leyti og Eyþór kvæntist aftur keypti hann Kársnesbraut 51. Þar hefur hann átt heima síðan. Eyþór Þórarinsson hefur starfað í skrifstofu Alþýðufloltksins síðan í ársbyrjun 1960. Hann tengir saman kynslóðirnar í starfi flokks- ins. Hann tók þátt í baráttunni frá upphafi. Þórarinn faðir hans varð meðal fyrstu brautryðjenda verka- lýðshreyfingarinar og flokksins í Vestmannaeyjum og formaður verkamannafélagsins þar um skeið. Eyþór tók mjög snemma eindregna afstöðu með alþýðunni og eitt sinn varð hann bæjarfulltrúi flokksins í Eyjum — og vissi ekki um að hann var í kjöri fyrr e» kosningum var lokið. Ef maður ræðir við Eyþór un> flokksmál og verkalýðsmál verður maður þreifanlega var við óþolin- mæði hans. Hann skilur ekki fram talcsleysi yngri manna. Ilann ei" aldrei ánægður með árangurinn af starfinu. Hann segir alltaf: ,,Já, en hugsaðu þér, hvað okkur hefð» tekizt, hefði verið betur unnið."’ Hann er skapstór — og hann er verkstjóri. En hann hefur aldreí verið þannig lagaður verkstjóri, a£k hugsa eingöngu um að aðrir væru-' að vinna. Hann hefur alla tííá gengið fremstur, farið fyrir liðimi og aldrei slegið af i neinu. Eg hef þekkt Eyþór Þórarins- son síðan upp úr 1923. Eg þakkæ honum öll árin síðan. Þrátt fyrii' sín sjötíu og fimm ár, er hann. enn í andanum yngri en fjölmarg- ir þeirra sem enn hafa ekki einw sinni helming þessa tímatals 5 herðunum. Eg hef verið beðinn að get»- þess, að i dag dvelur Eyþór » heimili Baldurs, sonar sins, og- Sigríðar konu hans, að Sigtúni 41» vsv. HINN 1. júní, ganga í gildi sér- 1. R.vik-Akureyri R.vik kr. 1145 stök sumarfargjöld á þeim flug- 2. R.vík-Egilsstaðir-R.vík kr 161"> leiðunx Flugfélags íslapdsk þar 3. Ak.eyri Egilss.-Ak.eyri kr. 106& sem að staffaidri er hægt að koma við stórum og afkastamiklum flug Til þess að geta hagnýtt sér sum vélum en það er á leiðunum nxiHi arfargjöld félagsins, þarf að kaup.x. Reykjavíkur, Akureyrar og Egils- tvímiða og nota hann báðar leið— staða. ir. Gildistími farseðilsins: er eina Sumarfargjöldin verða um 20%mánuður fi'á því lagt er af stað. lægri en venjuleg fargjöld á Sumarfargjöldin gilda á flugleið" framangreindum leiðum og verða um milli ofangreindra staða aft scm hér segir: tiliits til þess 'hvar ferð er hafin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. maí 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.