Alþýðublaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 6
í BBBiiimiiiimiiinniTiiniiininiiiniiiiniiiiiiiKiiiHianiiiiniimifflmHinnniinmniininiiiiffliriEniifflniinnmniniiniaiiiiiim'aHuiiitiiHiiimiiiiiiiiiuuiiiuiiiiiHiiuiiiiiiiimiiuiiuiiiii Aage Gilberg fór íil Grænlands ásamt konu sinni árið 1938. Það var brúðkaupsferð þeirra. Fyrir stuttu síðan héldu þau h.ión aftur til Grænlands, að þessu sinni í silfurbrúðkaups- ferð. Dr. Gilberg starfaði þar í þrjá mánuði &ð þessu sinni og honum var ekki allt að skapi sem hann sá þar nú. Hann gagnrýnir staðsetningu bæjarins Qanak, sem er nýr og var byggður fyrir Thuleeski- móana þegar þeir urðu að flytja frá upprunalegum stöðv- um sínum vegna amerísku her- stöðvarinnar þar. GÓB STAKFSMANNAHÚS „Það hefur mikil áhrif að sjá, að mestur hluti bæjarins er undirlagður af dýrum starfs- mannahúsum með fjarhitun, heitu og köldu vatni og bað- herbergjum, en eskimóarnir búa á litlu svæði, sem er eins konar botnlangi út frá sjálfri byggðinni. Þar er stutt á milli húsanna og þau eru léleg, vatns laus og hreinlætistækjalaus. „Ég hef gert skýrslu um hin gersamlega óviðunandi og stór- hættulegu frárennslismál, held ur læknirinn áfram. „Einnig um önnur heilsufarsvandamál, þar á meðal viðræður við Banda- ríkjamennina um að bæta úr ástandinu við öskuhauga þeirra, til þess að þeir verði ekki leng- ur smitbærir og einnig, að verð- mætir hlutir úr tré og járni sem Eskimóarnir sækjast eftir, verði tíndir frá fyrir þá en ekki varp- að á haugana innan um alls kyns óþverra”. Dr. Gilberg gagnrýnir hin nýbyggðu hús, sem hann segir að einkennist af flýti og skipu- lagsleysi. Þegar hjónin voru í Thule árið 1938 sáu þau ekki einn einasta drukkinn eskimóa, en nú er það alls ekki óalgeng sjón. VARALITIR OG KOKKTEILPINNAR Hann gagnrýnir vöruvalið í verzluninni í Qanak. Á þessum slóðum er það mikilvægara að hafa rétta flatjárnið í sleða- meiðana, heldur en að geta val- Gilberg læknir skoðar Eskimóa. ið úr mörgum tegundum vara- lita og kokkteilpinna, segir dr. Gilberg. Hann heldur áfram gagnrýn- inni og segir, að lögmál Par- kinsons virðist ekki síður eiga við þar norður frá en sunnar á jarðkúlunni. Til stjórnunar og verzlunarþjónustu við þær fáu hræður, sem þarna dveljast, er nú 14 mönnum fleira en fyrir 25 árum síðan. Þessu veldur, að 10 manna lið er til tækni- þjónustu. Kvikmyndaliús staðarins er að dómi læknisins mjög misnot að. Tvisvar í viku eru sýndar þar gamlar amerískar myndir. „Hvers vegna er kvikmynda- húsið ekki notað til upplýsinga og fræðslu? Til dæmis til. dönskukennslu?” Skóli hefur verið starfræktur í Thule í mörg herrans ár, en einungis örfáir heimskautseskimóar eru samræðufærir á dönsku. Dr. Gilberg þykir taugaveikl un mjög hafa farið í vöxt og að- lögunarhæfninni hafa farið hrakandi. Hann horfði döprum augum á hve lyfjanotkunin vex hröðum skrefum. GAGNRÝNI AF BANDARÍSKRI HÁLFU Dr. Giiberg vitnar í yfir- mann bandarísku herstöðvarinn ar í Thule, sem lætur í ljós hryggð sína yfir, að heimskauts eskimóarnir eru að hverfa sem slíkir. Hann segir, að herstöð- in beri nokkra sök, en honum finnst einnig rangt, að danska stjórnin meðhöndlar heim- skautseskimóana eins og aðra Grænlendinga í verzlunarmál- um, skólamálum og stjórnun- armálum. Hann telur, að skól- inn sé fremur til tjóns en gagns, vegna þess, að hann lijálpi til við að draga fólkið á brott frá eðlilegum lífsliáttum þess. Síðar í grein sinni segir dr. Gilberg, að menn með margra ára starf að baki í Grænlandi, séu flestir sammála um, að ekki megi senda til starfa í Thule menn, sem séu með eða hafi verið með alvarlega skap- gerðarbresti, þar sé flestum öðr um stöðum fremur þörf á mönnum, sqm séu í fullu and- legu jafnvægi. i Að lokum varpar dr. Gilberg fram eftirfarandi spurningu: „Eiga hinir þjóðsagnafrægu vinir Knúts Rasmussens að hljóta örlög öreiganna og lík- amlegt lífsviðurværi þeirra að verða búðarvarningur og ösku- haugar amerískrar herstöðvar, en hið andlega transistorlétt- meti og myndablöð?” íuiiiiiiniiiiiinniiiiniiyi iminimiiiMiniMiiiiiTiiiiniiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiinuiiiii ii ■ I H < Q ALLIR, sem muna eftir fyrra stríðinu. muna einnig eftir hinu t fjörlega hermannalagi „Mademoi- selle from Armentieres”, sem sam- ’ ið var eftir harða orustu, sem varð við þann bæ. Nú stendur til að reisa styttu af . nefndri mademoiselle, eins og c Bretar gerðu sér hana í hugar- * lund. i ' □ SKOTI einn, sem rak sælgæt- < isverzlun, sneri sér til ráðningar- stpfu vegna þess, að hann vantaði n.'ja aigreiðslustúlku. — A hún að vera ung eða göm- ul, var hann spurður. Á hún að vera byrjandi eða reynd í þess háttar störfum? — Það gildir mig einu, svaraði Skotinn. Hún verður aðeins að vera haldin einhverjum sjúkdómi, sem hefur fengið lækni hennar til þess að harðbanna henni að smakka sætindi. ' □ GEORG Ferdinand Duckwits, sem var flotafulltrúi í þýzka sendi ráðinu í Danmörku á stríðsárun- um, er frægur fyrir það hve vel honum tókst að leika á yfirboðara sína á ýmsan hátt, til dæmis með því að aðstoða við að koma dönsk- um Gyðingum yfir til Svíþjóðar. En að honum skyldi hafa tekizt Duckwits að blekkja þá eins vel og þessi saga ber vitni, hefur fæsta grun- að. Duckwits er nú ambassador Þjóðverja í Indlandi og þar fékk hann nýlega í heimsókn einn af ráðherrum vesturþýzku stjórnar- innar, Walter Scheel, sem var á ferð í Nýju Delhi. Hann bauð hon- um upp á sígarettur af fögrum silf urbakka, sem eftirfarandi var graf ið: Til félaga okkar og flokksbróð- ur, Ferdinands Duckwits í þakk- lætisskyni fyrir framlag hans til NSDAP. (NSDAP var hin opin bera skammsiöfun á þýzka naz- istaflokknum). □ SENNILEGA hefur M. Ar- nau skrautgripasali við Place de 1‘ Opera í París útbúið dýrasta bros í heimi. Það sem um var að ræða, var pöntun frá olíusjeiknum Abdullah al Sawir, sem óskaöi eftir því, að hinar 32 platínutennur hans yrðu hver skreytt með 20.000 króna de- manti. Reikningurinn varð ekki ósnotur og var greicdur út í hönd. í staðinn er það eins og heilt Tívolí að sjá upp í sjeikinn þegar hann brosir til þegna sjnna. P IIÉR kemur ein af þessum ill- I kvittnislegu frönsku. Það er at- hugasemd um einn af ráðherrun- um, sem var nokkuð stórvaxin, en þótti ekki nema í meðallagi skýr. — Hann minnir mig mest af öllu á margra hæða íbúðarhús: Því hærra, sem maður kemur í það, því lélegri er húsbúnaðurinn. £ 4. júní 1964 — ALÞYÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.