Alþýðublaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 9
x
Erlander hvílir sig: eftir annasaman dag: og lætur vel að sonardóttur sinni, Gunnel.
askólinn Löngumýri 20 ára
nefndar flutti kveoju frá biskupi.
Einnig fluttu ávörp, skóianefndar
mennirnir Jóhann Salberg Guð-
mundsson, sýslumaður og séra
Helgi Tryggvason í Miklabæ. Frú
Pála Pálsdóttir, Hofsósi, formaður
Sambánds skagfirskra kvenna og
frú Rósa B. Blöndal, skáldkona,
en hún gegndi um tíma skóia-
stjórastarfi í forföllum Ingibjarg
ar Jóhannsdóttur. Af hálfu nem-
enda frá Staðarfellsskólanum,
flutti Ingibjörg Jónasdóttir ávarp.
Af hálfu nemenda flutti Lovísa
Hannesdóttir ávarp og af hálfu 15
ára nemenda flutti ávarp frú Guð
laug Hraunfjörð. Af há:fu 20 ára
nemenda flutti ávarp frú Arndís
Magnúsdótiir, en hún var kosinn
formaður Nemendasambands
Löngumýrarskólans, en það var
stofnað við þetta tækifæri. Skóla
stjórinn, Ingibjörg Jóhannsdóttir
flutti ávarþ og þakkaði um leið
fyrir margvíslegar gjafir í pen-
ingum og góðum gripum, sem
borizt hefðu bæði skóianum og
henni sjálfri.
Þá hafði Magnús skáld Gísla-
son, bóndi á Vöglum ort afmælis-
Kveðju frá nemendum til skólans
undir lagi sem karlakórinn Feykir
söng, en hann heimsótti samkom-
una ög söng nokkur lög, undir
stjórn Árna Jónssonar á Víðimel.
Á miðnætti var tendraður bál-
köstur og skotið fiugeldum, en
síðan var gengið til skólas’ita.
Verðlaun fengu tveir nemendur,
þær Guðlaug Jónsdóttir og Vig-
dís Fjeldsted.
Skólinn að Löngumýri var stofn
aður sem einkaskóli af Ingibjörgu
Jóhannsdóttur, á föðurleifð henn-
ar. Fyrir tveim árum afhenti hún
þjóðkirkjunni skólasetrið að gjöf
með húsum öllum og innbúi, ýms
um öðrum munum og rúmgóðu
landi.
Stjórn skó’.ans hefur ákveðið að
hér eftir verði hann rekinn sem
eins veturs húsmæðraskóli, með
því 16 ára aldurstakmarki sem
lög ákveða.
INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
ÓDÝRT .
NÝ SENDING AF ENSKUM
KVENSKÖM
MEÐ HÆLUM
og
FLATBOTNAÐIR Verð frá kr. 298,00.
.Laugavegi 116.
Austurstræti 10.
Frystihúsvinna
Nokkrir dugrlegir karlmenn óskast til vinnu í frystihúsi
okkar að Skúlagötu 20.
Nánari upplýsingar í skrifstofunni.
Sláturfélag Suðurlands.
77. JÚNÍ TJALD
17. júní sölutjöld óskast til kaups eða leigu. — Upplýsingar
í síma 17006 milli kl. 8—10 í kvöld og annað kvöld.
INNHEIMTUSTÖRF
Áreiðanlegur og reglusamur maður, helzt van-
ur umfangsmiklum innheimtustörfum, óskast
til starfa sem fyrst. Bílpróf nauðsynlegt.
Umsækjendur vinsamlegast leggi inn upplýs-
ingar um nafn, heimilisfang, aldur og fyrri
störf til afgreiðslu blaðsins fyrir 10. þ. m.
merkt: „Innheimtustörf“.
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 4. júní 1964 9 g