Alþýðublaðið - 05.06.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 05.06.1964, Side 8
Ragnar Jónsson í Smára mun óþarft að'kynna. Það væri líkt og að kynna Móse fyrir ísraelsþjóð. Við getum því snúið okkur beint að efninu, — sem sé liátíð listanna. — Listahátíðin .... er hún snið- in eftir érlendum fyrirmyndum eða íslenzk frumsmíð? — Hugmyndin um Listamanna- þing var upphafíegá frá Páli ís- ólfssyni. Þó langt sé um liðið síð- an hér var síðast haldið slíkt þing, er þessi hátíð í aðalatriðum fram- hald þeirrar hugmyndar. Að til há- tíðar er stofnað nú, er ekki frá mér heldur stjórn Bandalags íslenzkra listamanna eða formanni hennar, Jóni Þórarinssyni. Ég er bara sjálf- boðaliði að hjálpa til að koma há- tíðinni á stað. Allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar af stjórnar mönnum bandalagsins.. — Því er ástæðulaust að leyna, að gert er ráð fyrir að útlendingar .sæki hátíðina, að minnsta kosti í framtíðinni, kynningarpésum hef- ur verið dreift út erlendis af flugfélögunum og ferðaskrifstof- unum. — En fyrst og fremst er þetta okkar hátíð. — Eigið þið von á einhverjum sérstökum erlendum gestum á há- tíðina? — Já, í þetta sinn aðeins tveim- ur, sem báðir eru nátengdir land- inu, Vladimir Ajskenazy, sem kall- aður hefur verið tengdasonur Reykjavíkur og ensku söngkon- unni Ruth Little, sem stundum er^ nefnd tengdadóttir Tónlistarfé- lagsins. Dönskum rithöfundi, Tom Kristensen, var boðið á hátíðina, en óvíst er hvort hann getur kom- ið. Ef framhald verður á þessari hugmynd, sem ég tel að ætti að verða, helzt annað hvert ár, mun fólk.streyma hingað, eins og ann- að. En hingað koma hú orðið flest ir víðkunnustu menn veraldar. — Svo hugmyndin er að halda fleiri slíkar hátíðar á næstunni? — Mér er ekki kunnugt um að teknar hafi verið neinar ákvarð- anir um það enn. Enda veltur allt á því hvernig þessi fyrsta tekst. — Er hinum ólíku listgreinum gert jafnt undir höfði á hátíð- inni? — Já, nokkurnveginn held ég. Ég hef fylgzt nokkuð með æfing- um og iitið inn í Listasafnið, þar sem unnið er að því að koma fyrir myndum, en málararnir „hafa á- kveðið að sýna aðéfns verk síðustu fimm ára, og ætti það að geta orðið áhrifamikil kynning, enda varð ég fyrir sterkum áhrifum af mörgum myndum. í Bandalagi ísl- listamanna er nú yfirgnæfandi meirihluti listamanna okkar, og langflestir hinna kunnustu og því góð aðstaða að ná til hins bezta, sem við eigum, í öllum greinum. — Er meirihluti þess, sem boð- ið verður uppá, verk yngri manna? — Já, .... þar sem málararnir völdu að sýna eingöngu málara- fólki, sem hefur peninga, en þekk- ir ekki á þá. Listamenn í hinni gömlu góðu merkingu eru andleg- ir -leiðtogar þjóðar sinnar, ábyrg- .ir menn, sem ,,lifa til að skrifa” en berjást af öllum mætti gegn því að þurfa ,,að skrifa til að lifa”. — En kelur ekki sálir þeirra smám saman, ef alltaf andar köldu? — En það andar ekki köldu úr öllum áttum. í sambandi við þessa listahátíð er gaman að segja frá því, hvað listamenn hafa fengið" mikla uppörvun ,,að ofan“, frá stjórnarvöldum og „máttarstólp- um“. Alís staðar uppörvandi vin- um að mæta. Það er ekki hægt að neita því að velmeguninni fylgja kostir, liún gerir ákaflega margt fólk betra: En ábyrgir menn, en Ræíí við Ragnar í Smára list síðustu fimm ára, verða ungir menn í meirihluta yfirleitt. -— í hreinskilni sagt, .... hvern- ig lízt þér á hina ungu menn? Er að koma nýr Laxness eða nýr Davíð? — Þetta eru stór nöfn, —- en ég hika ekki við að segja að hér sé að spretta mjþg sterkur nýgróð- ur, .... ekki hvað sízt í málara- listinni. Mér finnst mjög athyglis- vert margt það, sem ungir málar- ar eru að gera núna. Ég held að barnalegur oflátungsháttur og ó- regluhneigð hátekjufólksins úr ölluni stéttum hafi kallað á þessa ungu menn til andófs gegn mein- ingarleysinu og slappleikanum. Oflátungsháttur í þjóðfélaginu, .... látum það vera. En hvað um yfirborðsmennsku í list? — Jú, listamenn geta brugðizt eins og annað fólk. Stærri hópur- \ inn sækir á brattann, eins og heil- brigðum manni er þörf, a®ir slá undan, mála myndir til að selja þar á ég ekki sizt við listamenn, láta ekki „aurana gera sig að öp- um”, og þeir gefast ekki upp þótt seinlega gangi stundum um viður- kenningu. Hún er listamönnunum mikil uppörvun, og allir þurfa að lifa, en því fylgir mikil ábyrgð að gerast listamaður, stundum er það sem þeim liggur á hjarta, svo langt úr leið fjöldans, að löng bið getur orðið á viðurkenningunni, nema frá mjög fámennum hópi. Þá eru erfiðir dagar. En skilnings- rík stjórnarvöld geta bætt hér mik- ið úr og í þeim efnum er hér ekki yfir neinu að kvarta. En það er ekki síður vandi að veita en þiggja. Listamenn eru einstaklingshyggju- menn, sem ekki er hægt að skipu- leggja, nema að vissu marki, það má aldrei reyna það aftur. Hitt er líka hættulegt, ef „ríkið” ætlar að fara að skapa eins og skrattinn í þjóðsögunni og á því bólar tals- vert í heiminum nú á dögum. Um- svifamiklir stjórnmálamenn Qg peningamenn, sem hafa séð hvern- ig „verður ljós” með því að hreyfa lítinn takka, halda að þetta geti þeir líka gert. Þá er hætta á ferð- um, og sú hætta er allsstaðar. Fólk þykist ekki einu sinni þurfa leng- ur á Guði að haída, hvolfa bara í sig einum svartadauða til að friða samvizkuna, ef árangurinn lætur á sér standa. Andleg afrek verða aldrei keypt fyrir peninga bein- línis. Aðeins áreynsla skapar sterkan heila og stórt hjarta. Hinn mikli frítími fólks er að verða al- varlegt vandamál. Fólk getur ekki haft endalaust gaman af ferða- lögum, ýmiskonar sporti og láta síðan tyggja eitthvert drasl ofan í sig. Það hlýtur að þreytast á þessu öllu fljótlega, og þá kemur lífs- leiðinn og síðan flaskan Ég get ekki neitað því að mér finnst t. d. meSferð sjónvarpsmáls ins hér hafa orsakað beiskju hjá mörgum listamönnum. Sjónvarp og útvarp eru aðeins tæki, þau skapa ekkert sjálf. Undirstaða þessarra stofnana eru menn sem skapa, koma fram með eitthvað nýtt og athyglisvert. Ég er síður en svo að kvarta t. d. yfir stjórn útvarpsins, útvarpið okkar er að mörgu leyti betra en í nágrannalöndunum, en við höfum ekkert efni í svona langa dagskrá, það ætti að skera hana niður um 5 klst. á dag og þar með er gefin skýring á því að verulegu leyti, hversvegna það er þýðingarlaust fyrir okkur að tala um íslenzkt sjónvarp. Hlutverkið milii þeirra fjár- framlaga, sem lögð eru til beinnar sköpunar og ýmiss konar fjölmiðl-' unar er að mínu áliti alltaf að breytast til hins verra fyrir þá sem skapa. Þessu virðist þannig farið allsstaðar í heiminum, og er auðvelt að finna á því skýringu, þótt ég ræði það ekki hér. ,Miklu meira fé þarf að leggja fram á næstu árum til vísinda og lista og ég efast um að það fé náist nema draga úr fjárframlögum til svo- kallaðra almennra þæginda, sem svo er nefnt. Framhald á síðu 10. ýWnmminiiiimninmui.... í VESTURBÆNUM sefur ung stúlka um hábjartan dag. Henni er vorkunn, því að í nótt bar hún fram mat og drykk í háloftunum á milli New York og Reykjavíkur. Stalla henn- ar er af.ur á móti glaðvakandi að búast tii ferðar yfir hafið. Þessar tvær ungu stúlkur eru flugí'reyjur hjá Loftleiðum, þýzkar að ætt og uppruna og heita Arne og Barbara. — Og Barbara er vakin af værum blundi, því að hvort tveggja er, að vinkona hennar, dönsk, er komin í héimsókn, og blaða 'maður frá Alþýðublaðinu vill fá viðtal. Við fáum okkur kaffi, —- og fyrr en varir eru hrókaviðræð ur hafnar við bqrðið.'Arne er rauðhærð og brosmild, borin og barnfædd í Siegen í Þýzka- landi, — vill helzt aldrei úr einkenn.sbúningnum' fara af því hvað hann fer vel við hár- ið á henni, nýtur þess að liggja í sólinni, þegar vel viðrar, ef hún ekki fær að vera á flugi, — en það segir hún,- áð sér finnist allra skemmtilegast. Arne seg.r, að draumur sinn um að verða flugfreyja sé að því leyti ó.íkur annarra ungra stúlkna, — að hún hafi yndi af því að vera í flugvél, þar sem aðrar hugsa aftur á móti kánrrski fyrst og fremst um ævin.ýrin á jörðinni. Hún fór til Luxemborgar á sunnudag- inn og segir, að ferðin hafi ver ið undursamleg, — þau hafi g 5. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.