Alþýðublaðið - 07.06.1964, Side 3

Alþýðublaðið - 07.06.1964, Side 3
DÁUÐINN VAR HAMARK LIFSINS PISTILL FRÁ EGYPTALANDI EFTIR SIGVALDA HJÁLMARSSON SANDUR og aftur sandur — þann- ig hefur Egyptaland alltaf verið. Þar rignir aldrei, svo aS máli skipti, aðeins einhverjar óveruleg- ar skúraleiðingar stöku sinnum að vetrinum. En það gerir ekkert til, því að áin Nil flæðir yfir bakka sína á sumrin og vökvar sandinn. Hér lifir fólk á regni, sem fellur í öðru landi. Níl er lífæð þessa lands, dular- full og gjöful eins og sjálf nátt- úran. Um hátterni hennar þurfti forðum að spá í stjörnurnar. Alls staðar þar sem unnt er að fá vatn- ið úr henni til að seytla, eru akr- ar og ávaxtalundir, en annars staðar er bara sandur, gulur sand- ur, ljósastur i lægðum og annars staðar þar sem foksandinn hefur drifið saman í skafla. — Herrar fara til vinstri, dömur lengra til vinstri, segir brosandi Arabi í skósíðum kufli í fordyrinu á veitingaliúsi nálægt frelsistorg- inu í Kairó. 'Ég hugsa: Hverjum vísar hann sér til hægri handar? Ferðamenn af ítalska farþegaskip- inu Galileo Galilei fá sér hér kaffi og kökur, áður en þeir fara til móts við fortíðina með því að skoða fornminiasafnið og pýra- mídana .Sumir hafa orð á því, að þeir sjái nú pýramídana í fyrsta og síðasta sinn. Þetta eru nútíma pílagrímar, langar til að sjá og þekkja. En einmitt yfir kaffiboll- anum kemur mér í hug, að það hefur verið reiknað út eftir pýra- mídanum mikla, að íslendingar séu góð og guði þóknanleg þjóð. ■Þessi grunni dalur við ána Níl er einhver sögurikasta byggð í heimi. Hér hafði risið menning þúsundum ára fvrir Krlsts burð. Lífsskilyrðin höfðu verið mátu- lega óþægiieg. hið ómögulega hæfilega ómögulegt, til þess að gera- hið nýja heillandi en ekki j hræðilegt, svo að fólk lærði að vinna með náttúrunni, hjálpa henni til þess að hún hjálpaði því. • Um aldur egypzkrar menningar veit enginn. En elzta múmían, sem fundizt hefur er frá forsögu- tegúip tíma, eða um 4000 f. K. Hún fannst í hninri. komið fyrir í tága- körfu, með hendurnar í munnin- um, og svipar meira til perúískra múmía en þeirra, sem fundizt hafa frá síðari tímum í Egyptalandi. Jafnvel svo snemma sem 4000 f. K. virðast hinir fornu Egyptar ekki liafa verið neinir viðvaningar í mörgum greinum. í safninu í Kaíró, eða El-Qahira eins og borgin heitir á máli heima- manna, má fá svolitlar glefsur úr þessari löngu sögu til viðbótar við það, sem finnst í venjulegum skólabókum. Og í tjörn utan við aðaldyrnar eru bæði lótusblóm og papyrus, sem fovðum var notaður til pappírsgerðar. Inni í safninu eru munir úr eigu löngu liðinna manna, áhöld, myndir, gull og gersemar, sem eitt sinn tilhevrðu heimi lifandi manna. Nú tilheyra þessir hlutir dauðanum. Einmitt það var skoð- un Forn-Egypta, því að mést hef- ur þetta verið tekið úr fornum gröfum. Leiðsögumenn okkar eru tveir ungir Egyptar, sem báðir heita kunnum nöfnum. Annar heitir Farúk, og hann fær óspart að heyra, að hann sé í ætt við fyrr- verandi konung landsins, sem nú er landflótta á Ítalíu. Hinn heitir Múhameð, og stærra nafn getur ekki, nafni sjálfs spámannsins og vafalaust afkomandi hans. Þeir eru ættræknir hér um slóðir eins og á Fróni. Múhameð skýrir safnið og lýsir veldistíma Ramsesar annars með fögrum orðum, kveður dýrð lands- ins aldrei hafa verið meiri en þá. Sú dvrð var ekkert smáræði, því að Egyptaland var stórveldi undir stjóm margra fleiri faraóa en Ramsesar annars, og dýrð stórveld- is er meðal annars fólgin í því að leggja undir sig aðrar þjóðir með báli og brandi. í þá daga var ekki tiltökumál. bótt lierleiddum mönn um væri fleygt unnvörpum fyrir krókódíla. Og það er í frásögum t. d. um Amenhotep annan, að hann tók með eigin hendi af lífi uppreisnargjarna höfðingja og skreytti skip sitt með höfðum þeirra, er hann kom úr herferð- um. En þess ber að geta, að sál- fræðileg afstaða til grimmdar- verka hefur verið allt önnur í þá daga. Að þyrma andstæðingi hef- ur hefur sennilega verið talið á- líka bamaskapur og nú þætti að hlífast við að taka slag í spilum fyrir mannúðarsakir einar. Þessu næst tekur Múhamað af miklum ákafa að lýsa þvi er gröf Tutrankh-amens fannst 1922, um leið og hann sýnir okkur grafar- búnað þessa unga konungs, sem ekkert gerði nema það eitt að deyja 18-19 ára gamall fyrir 3300 árum, og hefur hlotið frægð fyrir það, hve gröf hans var vel varð- veitt og hve stórkostlega fjársjóði fornminja þar var að finna. Sú frægð. sem hann vann ser ekki f lifandi lffi, varð hans í fjarlægri framtíð, er aðrir athafnasamari frændur hans voru löngu gleymd- ir með öllu. Hér eru stólar, sem hinn ungi konungur sat á, og rúm, sem hann svaf i, meðan hann var og hét. Ég get ekki varizt því að undrast, hvílíkt hafurtask þessi piltur hef- ur átt að hafa með sér yfir á land hinna dauðu, og þó hefur liann andazt snauður og einn eins og allir. háir og lágir. Allt sem konungi tilheyrði var lagt gulli og dýmm steinum. Sjálf- ur hvildi hann í líkkistu úr skíru gulli. Þar utan yfir var önnur, lögð blaðgulii, og svo hver kass- inn utan yfir öðrum. Fagurlega skreyttar krukkur geymdu hjarta hans. heila og innyfli, því að sllt innvolsið var tekið úr líkinu, áður en bað hlaut þá meðferð, er breytti því í múmíu. Utan á marga gripanna eru skráðar tilvitnanir í „Bók hinna dánu”. ásamt táknmyndum, sem gefa i skyn eðli dauðans og þeirr- ar listar að kunna að deyja, þvi að líf mannsins verður þvi aðeins full komnað, að hann kunni að deyja. Frá safninu var farlð í bílum til pýramídanna í Giza. Á leiðinni var komið sem snöggvast við í búð, sem selur egypzk ilmefni. Það er einkum kvenþjóðin sem hefur á- huga á þeirri grein egypzkra fræða, og um tíma .er naumast líft í bilnum fyrir hinni göfugu ang- an. Bílarnir nema staðar neðan við brekkuhallið, sem liggur upp að pýramídanum mikla, því aS píla- grímsför skal enda á.tilhlýðilegan hátt og fara siðasta spölinn ríð- andi á úlföldum. Ég snarast á bak á einum og rígheld mér í klakk- irin á hnakknefinu, meðan skepn- an bröltir rymjandi á fætur. Þetta virðist vera einstaklega geðvond skepna, enda getur ekki meiri svívirðu fyrir skip eyðimerkurinn- ar en að þurfa að tölta dag eftir dag upp dálitla brekku með ó- merkilega túrista og meira að segja eftir bílvegi. En úlfaldarekinn, sem teymir undir mér er þeim mun kampa- gleiðari. — Ertu Breti, spyr hann. — Nei, það er ég ekki, svara ég, og við það verður hann harla glað- ur. — Ágætt, ágætt. —- Ég er íslendingur, held ég á- fram, og svo koma þessar hund- leiðinlegu útskýringar um, hvað ísland er og hvar, og hvort þar búi álfar, tröll, forynjur eða mennskir menn, rétt eins og maður þurfi hálfgert að biðja afsökunar á því, að maður sé til. — Ágætt, ágætt, guð blessi þig, svarar karlinn, og slær i skepnuna, sem rymur luntaiega. Þetta er I fyrsta sinn, sem ég hef hlotið guðs blessun fyrir það eitt að vera ís- lendingur. Eftir þetta er ekki tími til ann- ars en tala um, hvort ég eigi að greiða honum aukaþóknun, því að úlfaldareiðinni er lokið. En yfir gnæfir pýramídinn mikli, fjall gert af manna höndum, eitt af mestu undrum veraldar. Ýmsar kenningar eru til um, hvemig pýramídinn mikli var reistur, og svo hefur mér verið sagt, að með öllum tólum og tækni nútímans væri gerð hans allt ann- að en auðvelt verk. Efnið var flutt mörg hundruð mílna vegar- lengd qfan frá Aswan í Efra- Egyptalandi, nema kalksteinninn, sem hann var klæddur með að ut- an, var tekinn úr kalksteinsnám- unum í hæðunum hinum megin við Níl. Sum björgin, sem flutt voru ofan frá Asvvan, eru tugir tonna á þyngd. Almennt er álitið, að pýramíd- inn mikli hafi verið grafhýsi Che- ops faraó, sem tilheyrði fjórðu konungsætt. En aðrir draga í efa, að hann hafi nokru sinni verið not- aður sem grafhýsi. Og þegar hann var opnaður, ekki alls fyrir löngu, var konungsherbergið autt, ekkert inni nema skörðótt kista úr dökku graníti, loklaus og tóm. Þangað inn fóru sumir. Öðrum þótti ekki árennilegt að fikra sig upp brattan þröngan ganginn, hálfbognir á stundum, fengu yfir höfuðið og sneru við. Inni í konungsherberginu er eyðilegt um að litast, allt kommg- lega hljótt og tómt, éins og uppi á háfjöllum. Veggirnir eru hlaðn- ir úr stórum björgum, eitt nítján tonn að þyngd. Og ekki hefur þetta verið gert með hendumar fyrir aftan bak, því að steinarnir eru sléttir eins og hefluð fjöl og falla svo vel saman, að samskeytin líta út eins og mjó strik. Álitið er, að þeir séu geirnegldir saman iiini í veggnum. Frh. á 13. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. ]aní 1964 :3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.