Alþýðublaðið - 07.06.1964, Page 7
iiiuii.iiirirn i'
.................................................................................. ■iiiiiiiitilliiiiiiiiiiiiiiiiiliiiitiiiiiiiiiiiimmiiiitiniiiiiMi[iiiniiiiit .............................................................tiiiiiiiliiiiliitiiililiiiiiiiillti'iimiiniiiiiimiimii(i)iiitililn "
KAÐ karm að vera íulldjúpt í
^ árinni tekið að líkja brezka
skáldsagnahöfundinum WiIIiam
Golding við Kafka eða Dostoj-
evskij eða skipa honum , flokk
með þeim eins og sumir brezk
ir gagnrýnendur hafa gert und
anfarið. Engu að síður segir
þessi samjöfnuður okkur nokk-
uð um þaö álit sem Golding nýt
ur nú og hversu hann orkar á
lesendur sína; en sögum þeim
sem hann hefur skrifað á nokkr
um undanförnum árum hefur
jafnan verið tekið með kostum
og kynjum af gagnrýnendum og
ein þeirra farið dæmalausa sig
urför. Það er Lord of ,he Flies
fyrsta skáldsága Goldings sem
kom fyrst út fyrir rét.um tíu
árum, 1954. Þá hafði Golding
sem er fæddur 1911, ekki birt
nema ljóðmæli og enga al-
menna athygli vakið, en síðan
hefur þessi saga borið hróður
hans víðs vegar. Einkum hefur
írami hennar orðið mikill í
Ameriku þar sem hún hefur
selzt meira í ódýrri útgáfu síð-
ustu árin en nokkur bók önnur
og er fastalesiur á bókmennta
námskeiðum háskólanna, Gold-
íng er eftirlæti þeirra bók-
= i
köllun. Sagan gerist ó miðöld
um, í litlum dómkirkjubæ á
Englandi. (Salisbury mun talin
líkleg fyrirmynd, þar býr Gold
ing). Jocelyn dómprófastur hef
ur ,séð sýn, fengið þá köllun
að reisa kirkju sinni geysimik
inn turn, bæn sína í steini, 400
feta háa. Vilji hans er ósveigj
anlegur, og Jocelyn knýr hanh
fram þótt það kosti hann allt
að lokum: borgarlýðurinn mögl
ar, klerkar hans eru ráðagerð
inni andsnúnir enda þrýtur a It
fé kirkjunnar, kirkjusmiðurinn
sýnir frám á að undirstöður
kmkjunnar bera engan veginn
slíka byggingu, Jocelyn vanræk
ir embætti sitt og slæst síðast
í hóp með smiðunum í tumin
um, tíðagerð leggst niður þar
sem allir búast við að'turninn
hrynji á hverri stundu; hann
lætur hórdómsbrot viðgangast
fyrir augum sér í kirkjunni og
gerist þögull vitorðsmaður um
morð, alit til að missa ekki tök
in á kirkjusmiðnum, Roger
Mason. Hann kauþir turn sinn
þennan steinhamar sém vofir
yfir höfuðsvörðum hans að
’sögulokum, við fjórum manns-
lífum. Golding afhjúpar kölluh
saman? Golding byrjar menn
ingarkönnun sína í Lord of the
Flies — sem mundi heita
Flugnahöfðmgínn á íslenzku
— og þar er hún einna aðgengi
legust. Sagan segir af hópi
skóladrengja sem kemst af úr
flugslysi á óbyggðri hitabeltis
eyju og hlýtur að bjargast þar
upp á eigin spýtur; sem sagt
hin klassíska ævintýraeyja
drengjabókanna. En ævintýrið
reynist stopult og grunnt á
villimanninum undir siðmenn
ingaryfirborðinu. Hið litla sam
félag drengjanna er frá önd-
verðu dæmt til upplausnar fyr
ir ofurvaldi hjátrúar og villi-
mennsku: siðir og réttur lúta í
söguhni í lægra haldi fyrir
frurnhvötunUm sem bála upp
í frjáisræðinu: Ralph, sem að-
hyllist drengilegar leikreglur
í ævintýrihu, sér í þeim aleina
björgun þeirra, fyrir Jack veiði
manni, sem lýtur umhverfinu,
Viðurkennir sem. einan veru
leika. í sögulausninni er .lögð
áherzla á' þetta: drengirnir
bjargast af tilviijun, skip; kem
uf á vettvang í þann mund að
Ralph er að bíta í gras fyrir
villimönnunum sem áður hafa
a kollun
menntamanna og gagnrýnenda
sem njóta þess bezt að kanna
kryfja og skilgreina skáldverk
í leit að dulinni, allegóriskri
merkingu þeirra; slíkur skiln
iugur og lestrarlag virðast íka
eðlileg og óhjákvæmileg við
verk hans.
Síðari- skáldsögur Williams
Goldings, The Inheritors, Pinc
her Martin og Free Fall, sem
komu út árin 1955—59, hafa
ekki hlotið neitt sambærilegar
vinsældir við Lord of the Fiies
þótt fæstum blandist hugur um
að einnig þær séu merkileg
skáldverk: þær þykja þyngri í
vöfum og tormeltari og síður
við alþýðuskap en Lord of the
Flies sem er mjög spennandi
og læsileg skáldsaga hvað sem
táknrænni merkingu liennar
líður. En nú í vetur kom út ný
skáldsaga eftir hann, The Spire
(Faber and Faber, London 1964
223 bis.), sem flestum ber víst
saman um að sé höfuðverk
hans hingað til hvort sem hún
á eftir að vinna sér hylli les-
enda til jafns við fyrstu bók
hans. Hvað sém því líður, og
hvort sem nokkurt vit er að
jafna Golding við höfuðsnil-
linga er hitt víst að hann er nú
með merkilegustu skáldsagna-
höfunum á ensku og verk hans
hefur sérstöðu í tíðkanlegri
skáldsagnagerð; þettá hvort
tveggja er öldungis ljóst of
hinni nýju sögu hans.
CINHVERJUM kynni að þykja
• The Spire — eða Turnspírah
— tímabær saga hérlendis um
þeasar mundir, þótt trúle'ga
sé só skilningur harla hégóm-
legur. Sagan segir sem sé af
jkirkjufemíð í ráðléysu og á
engum undirstöðum; þar ef
mannleg siðmennirtg. Öll hæsta
viðleitni mannsins séð í teikni,
eða skugga, riðandi turnbákns.
The Spire er saga um helga
Jocelyns án miskunnar: Joce-
lyn hélt hann væri kjörinn af
guði til starfa síns, en allur
frami hans í kirkjunni reynist
verk frænku hans einnar, kon
ungsfrillu. Turninn átti að vera
bæn hans í stein; én hvað er
hann annað en fallos-mynd,
göfgun jarðbundinnar ástríðu?
Engillinn sem kemur á erfiðum
stundum og hlýjar Joeelyn um
bakið er aðkenning sjúkdóms-
ins, mænutæringar, sem gerir
ut af við hann að lokum. Og
þar lýkur sögunni, á dauða
Jocelyns í ógnandi skugga
turnsins.
Engu að síður lifir vonar-
neisti að sögulokum. Turninn
stendur og Jocelyn sér hann í
síðustu svipsýn í nýrri mynd,
eins og lifandi tré. Víst mun
hann falla, — en allir turnar
falla að lokum, og það þótt
þeir væru gerðir úr demanti
og múraðir niður í jarðarmiðju.
Guð einn veit hverjar leiðir
hann velur sér og sínum til
dýrðarinnar.
KESSI fátæklega efnislýsing
•n’jómar líklega eins og arg-
vítugur reyfari, og svo mundi
fleiri verkum Goldings farið
í endursögn. Það er ógerning-
ur að einangra einn efnisþátt
þeirra frá öðrum; sögur.hans
eru strengilega byggðar sið-
fræðilegar dæmisögi|r þar sem
mörg merkingarsvið,leika stöð
ugt saman, líf þeirpa er allt
kómið undir þessum samleik.
Hið illa í manninum er Gold
ing stöðugt viðfangsefni, van-
máttur lians og torráðnar leið
if guðlegrar náðar. Siðmenning
ift er ekki nema fátæj^leg't
hrófatildúr éða yfirskin, og
undir niðri lifir ókönnuð, Ugg
vænleg veröld, Hvað er hugur
mannsins? spyr Jocelyn í The
Spire. Er hanii ekki býggingin
óskipt, með kjallara og öllu
fórnað öðrum afbrigðilegum í
hópnum: snoturlegt skipið við
sjóndeildarhring annars vegar
og hins vegar angistarfuhir
tötralingarnir. á ströndinni
birta í einni sjónhending sið-
■menningarrnynd Goldings.
TRÚLEGA er unnt að lesa
‘þessa sögu án þess að sinna
mjög táknlegri merkingu henn
ar, láta sér hana nægja sem
spennandi frásögn án þess að
hugleiða frekar hina bölvisu,
nöturlegu lífssýn hennar. En
það er vandséð að The Spire
verði yfirleitt lesin á þann hátt:
heimspekilegt inntak verksins
og ytri atvikarás eru svo full-
komlega samtvinnuð að ekki
verður sundur greint. Eftir
Lord of the Flies virðíst Gold
ing stefna að meiri ögun og ein
beitingu listar sinnar. Þar var
frásagnarhátiur hans tiltölu-
lega frjálsiegur: hann setti sög
una á svið og sagði hana án
beinnar hlutdeildar í henni og
án þess að einskorða sjónar-
mið frásagnarinnar, hann lagði
sitt eigið mat á sögufólkið milli
göngulaust, jafhvel brá fyfir
kínföj í frásögn hans. Fyrst og
fremst sagði hahn góða sögú
þar sem æsing, ógn og hrollur
var undirbyggt raunhæfri; ,ná-
kvæmri fráságnaraðferð; sag-
an stóðst út af'tyrir sig, „sém
saga“, þótt í senn væri hún
gerð miðill heillar lífsmyndar,
mótaðrar af einlitri bölsýni.
The Spire er miklu agaðra
verk og að sama skaþí áhrifa-
sterkara við vandáðán TeStur’.
Frásögnin er öll bundin einni
persónu, Joeelyn dómprófasti,
(allt fram til lokaorða sögunn-
ar), séð um hans sjónir og skiln
ing þótt sýn og skiiningur les
andans verði fyllri en nokkurn
tíma Jocelyns 'sjálfs. Raunsæis
aðferðin úr Lord of the Flies
er hér orðin sýnu fullkomnari:
táknbygging verksins er öll
tjáð í raúnhæfum skynmynd-
um, hlutlæg og huglæg merk-
ing falla óaflátanlega saman.
Kirkja Jocelyns og turninn sem
fikrar sig upp á við, til himna,
er líkamlegur, áþreií’anlegur
veruleiki; en það fær aldrei að
gleymast að sjálf byggingin er
ekkert nema miðill andlægs, ó-
hlutbundins veruleika; saga
hennar er sagan um leið Jöce-
lyns til þess sjálfskilnings sem
honum hefur auðnazt að lokum
— takmarkaðs skilnings og ó-
fullkomins að vísu, en þó nær
sanni en hugmyndir hans í upp
hafi, og ekki án vonar.
Það er athyglisvert að í Lord
of the Flies var niðurstaðan
eínskær bölsýni. Drengirnir
bjargast að vísú, en það er
fyrir tilviljun; siðir óg rétfur
hafa beðið endanlegan ósigur
meðal þeirra. Hið illa er yfir-
stérkárá: að því leyti er sagan.
afdráttarlaUs. The ' Spire er
miklþ mgrgfæðára verk: sam
fara einbeittari stilrækt Gold-
ings. sýnist fara margþættari
íifsskilningur. Afhjúpun Joce-
lyns íeiðir ekki til einræktaðs
vonleysis. Turninn stendur, r\ð
andi að vísu og undirstöður
lians ekki nerna kraumandi fnr
arpyttur, synd og skömm, —
en hann stendur. í niðurlæg-
ingu sinni að sögulokum skynj
ar Jocelyn sigurhrós lifandi
lífs umhverfis sig. í Lord af
the Flíes sá Golding raunveru.
lega ekkert nema vanmátt og
smán mannsins; í The Spire
sýnist einmitt vanmátturinn og
niðurlægingin fela í sér upphaf
frjósamlegri skilnings,
William Golding er óvenju-
legur höfundur nú á dögum fyr
ir það að hann glímir við há-
spekilpg viðfangsefní og hikar
ekki við dæmisöguformið. Það
kæmi að vísu fyrir lítið ef heim
speki hans væri ekki innifal-
in frásagnarefni hans: táknlík-
ingin er list hans eitt og ailt.
— Væntanlega þarf ekki að
taka fram að þessi umsögn ger
ir ekki nema veita ofurfátæk-1
lega hugmynd um verk hans,
og víst enga um það líf fiá-
sagnarinnar sem heimspeki
hans er öil komin undir, Fn
vonandi fáum við að sjá eitt-
hvert verk Goldings á íslenzku;
fyrr en síðar: það verður fröð
légt að sjá hversu þýðendum
tekst að heinifæra stíl lians, ;
— O.jf.
☆
Sa
\b
I*
‘OllllllllIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIMIIIUIIIIUIIIIIIIIIItllllllllllllllllllllltlllllMUIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllltllllllIlllimillllllIIIIUU I .aiuillilll ■UIUIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIUIIIIUIIII'UiUIIIIIUllIltlUIIIIIIIUIIUIIUUUIUIIUI^
AÍ.ÞÝÐUBLAÓ1Ö
7. júní 1964