Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 14
HATIÐAHOLD SJOMANNA Kona sem trúir því að hún sé falleg-, elskar spegllinn til æviloka . . . TIL HAMINGJU . Á laugardaginn voru gefin sam an í hjónaband Elín Halldórsdótt- ír og Sigurður Guðjónsson. Heim ili þeirra er að Austurnesi við Skerjafjörð. Á sunnudaginn opinberuðu trú- Jofun sína Guðbjörg Gunnarsdótt ir Hagamel 38 og Guðmundur Vil hjálmsson Brávallagötu 50. Ónefnd kona hefur afhent slysa varnafélagi íslands peningagjöf að tipphæð kr. 7000,00 til minningar úm Ólaf Snorrason ,er fórst með togaranum Júlí frá Hafnarfirði á Nýfundnalandsjniðum í febrúar 1959. . Erh. af 16 síðu. Vélstjóra, Elísbergs Péturssonar bryta, Friðsteins Friðsteinssonar háseta og Þorsteins Guðlaugsson ar fyrrv. bátsmanns. Allt eru þetta gamlir sjógarpar. Þá var veitt sérstakt heiðursmerki úr gulli og hlaut það Þorvarður Björnsson fyrrum yfirhafnsögu- maður i Reykjavik, en hann hefur unnið mikið og gott starf í þágu sjómannasamtakanna. Erlingur Vigfússon söng á milli atriða með undirleik lúðrasveitarinnar. Kappróðurinn fór fram að lok- inni athöfninni á Austurvelli. — Róðrarsveit Guðmundar Þórðar- sonar sigraði nú í finimta skipti í röð, róðrarsveit kvenna frá -ís- birninum sigraði í keppni kvenna og í unglingaflokki sveit frá sjó- vinnunámskeiðinu. Um kvöldið var svo sjómanna- hóf að Hótel Sögu og dansleikir víða á vegum Sjómannadagsráðs. Tekjuððgangur Frh. nt 16 síðu. Þá voru samþykktar eftirfar- andi tUlögur: Um fjármál. „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn í Bifröst 5.-6. júní 1964, ályktar með til- liti til þess alvarlega rekstursfjár- skorts, sem atvinnurekstur lands- manna á nú við að stríða, að nauð syn sé á, að mikillar varúðar sé gætt í fjármálum, og leggur m. a. áherzlu á eftirfarandi ráðstafanir: 1. Að fjárfesting Sambandsins og kaupfélaganna sé takmörkuð sem mest má verða og ekki hafnar nýjar byggingaframkvæmdir að sinni, nema fé til þeirra sé fyrir- fram tryggt. 2. Að útlán séu minnkuð. 3. Að aukin áherzla sé lögð á innheimtu útistandandi skulda. Jafnframt telur fundurinn æski legt að gerðar séu sem ítarlegast- ar fjárhagsáætlanir, sem fylgt sé, svo sem frekast er unnt. Ennfremur minnir fundurinn á, að rekstrarlán landbúnaðarins eru enn óbreytt að krónutölu frá því sem fyrr var 1959, þrátt fyrir stór- m Þriðjudagur 9. júní 7.00 Morgunútvarp (Veðurfregnir — Tónleikar — 7.30 Fréttir — Tónleikar — 7.50 Morgunleik- fimi — 8.00 Bæn — Tónleikar — 8.30 Frétt- ir — Veðurfregnir — Tónleikar — 9.44 Út- dráttur úr forustugreinum dagblaðanna — Tónleikar — 9.30 Húsmæðraleikfimi — Tón- leikar —• 10.05 Fréttir — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir — Tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir — Tilkynningar — Tónleikar — 16.30 Veðurfregnir — Tónleik- ar — 17.00 Fréttir — Endurt. tónlistarefni). 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. '18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Ljóðlestur útvarpsins á listahátíð. Halldór Laxness les kvæði eftir Jóhann Jóns- son, Jónas Hallgrímsson og séra Hallgrím Pétursson. 20.20 íslenzk tónlist: Tónleikar í útvarpssal. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur „Ömmu- sögur“, hljómsveitarsvítu eftir Sigurð Þórð- arson. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. 20.50 Þriðjudagsleikritið „Óliver Twist“ eftir Char les Dickens og Giles Cooper. XII. kafli: Endalokin. Þýðandi: Áslaug Árnadóttir. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Leikendur: Stefán Thors, Þorsteinn Ö. Steph- ensen, Gísli Alfreðsson, Gísli Halldórsson, Árni Ttryggvason, Kristín Anna Þórarins- dóttir, Ævar Kvaran, Valdemar Helgason, Hugrún Gunnarsdóttir, Ingibjörg Steinsdótt- ir, Rúrik Haraldsson, Brynjólfur Jóhannes- son, Valdimar Helgason, Karl Sigurðsson, Ró- bert Arnfinnsson, Þorgrímur Einarsson, Jón Júlíusson, Jóhann Pálsson, Erlingur Gísla- son, og Baldvin Halldórsson, sem er sögu- maður. 21.40 íþróttir. Sigurður Sigurðsson talar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan „Örlagadagar fyrir hálfri öld“ eftir Barböru Tuchmann: VII. Hersteinh Pálsson les., 22.30 Létt músik á síðkvöldi: a) Lög eftir Sigfús Halldórsson sungin og leikin. b) Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur „Boðið upp í dans“ eftir Weber — og þrjá þætti úr Petrúskuballettinum eft- ir Stravinsky. 23.15 Dagskrárlok. flllt ber merki menningar: margar dýrar byggingar, hitaveita og hafnirnar, hafskipin og Mímis-bar. Kankvís. hækkað verðlag og aukið afurða- magn. Telur fundurinn óhjákvæmilegt að rekstrarlánin verði stórlega hækkuð og skorar á stjórnarvöld- in að gera ráðstafanir til þess.” Um kjaramál. „Með vísun til samþykktar að- alfundar Sambandsins 1961, ítrek. ar fundurinn nauðsyn þess, að gagnkvæmur skilningur og sam- starf sé á milli samvinnuhreyf- ingarinnar og verkalýðssamtak- anna. Um leið og fundurinn fagn- ar því samkomulagi, sem nú hef- ur tekizt um kjaramálin, þakkar hann Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna fyrir hlutdeild þess í samningagerðinni.” í stjórn Sambandsins höfðu lok ið kjörtíma Þorsteinn Jónsson frá Reyðarfirði og Finnur Kristjáns- son kaupfélagsstjóri á Húsavík. Þorsteinn Jónsson baðst undan endurkosningu, en hann hefur set ið í stjórn Sambándsins í 41 ár. í stað hans • var kosinn Guðröð- ur Jónsson kaupfélagsstjóri á Norðfirði. Finnur var éndurkosinn. Kristjánsson Vilhjálmur Þór Seðlabanka- stjóri heimsótti fundinn og ávarp aði fundarmenn. Ræddi hann á breiðum grundvelli um fjármál, efnahagsmál og samvinnumál. —• Óskaði hann samvinnufólkinu í landinu farsældar í störfum. Rábstefna (Framhald af 16. sfSu). uð þróun þeirra mála frá síðasta fundi dómsmálaráðherranna, sem lialdinn var í Róm 1962. Síðan hafa verið samþykktir þrír nýir viðaukar við Mannréttindasátt- mála Evrópu. Niðurstaða af starfi dómsmála- ráðherranna á þessari ráðstefnu kemur fram í 7 ályktunum. M[eðal málefna þeirra, sem voru til meðferðar má nefna: RIÐ Veðurhorfur: Hægviðri, léttskýjað, en senni- iega skúrir síðdegris. í gær var hægviðri og skúr , ir suðvestan til á landi, en norðanlands var skýjað og þurrt. í Reykjavík var austan átt, eitt vind- stig og átta stiga hiti. Karlinum finnst það undariegt að syndir feðr anna skuli koma niður á börnunum en dyggðir mæðranna ekki . . . 14 9. júní 1964 — ALÞÝÐ.UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.