Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 16
Reykjavík, 8. júní. EG. Píanóleikarinn Vladimir Askenazy hcldur einieikstón- leika í Háskólabíói annað' kvöld kl. níu. Ve^ð’a baö einu einleikstónleikar hans hér í Reykjavík, en fimmtu- daginn 18. júní halda þeir Askenazy og bandaríski píanóleikarinn Malcolm Frager tónleika saman. Eftirtalin verk eru á efnis- skrá tónleika Askenazys ann að.kvöld: Mozart, Sónata í a-moll K 310, Schumann, Fantasía í C-dúr op. 17 og Myndir á sýningu eftir Mus- sorgsky. flutningar með áætlunarvögnum Fulltrúar íslands á ráðstefnu dómsmálaráðherra Evrópuríkja voru, talið frá vinstri Pétur Eggerz, (sendiherra, fastafulltrúi fslands hjá Evrópuráðinu, Jóhann Ilafstein, dómsmálaráðhcrra og Baldur Möll er ráöuneytisstjóri. Reykjavík, 8. júní. — GO. SAMKVÆMT upplýsingum Helga Geirssonar framkvæmda- stjóra Bifreiðastöðvar ísiands hafa fólksflutningar með langferðabíl- um ekki vaxið í samræmi við fjölgun þjóðarinnar. Orsakifnar telur hann vera að leita í hinni stórauknu einkabílaeign lands- manna og eins í tilkomu bilaleig- anna. Á einstaka leiðum hefur farþegafjöldinn aukizt tölulega séð, en þó svo lítið, að ljóst er, að ekki er um hlutfallslega auku- ingu að ræða. Á öðrum leiðunr liefur svo orðið bein tölulcg fækk ún farþega og enn aðrar nánast staðið í stað. Sem' dæmi má nefna að árið Í962 scldi afgreiðsla BSÍ 51130 farmiðá til Keflavíkur, en árið eftir voru þeir 50 507. Þó er Kefla vík og nágrenni vaxandi byggðar- lag og flutningar þangað ættu sízt að dragast saman. Árið 1962 fluttu bílar Norðurleiða 10122 farþega til Akureyrar, en árið (Framhald á 4. síBu). MILLJÚNA TEKJUAF- GANGUR TIL KAUPftlAGA B Alþýðublaðið kost- ar aðeins kr. 80.00 á mánuðio Gerizt á- skrifendur. Eaugardaginn 6. júní lauk aðal- fundi Sambands ísl. samvinnufé- laga, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði. Reikningar Sam- bandsins voru samþykktir og síð- an var samþykkt tillaga frá fé- lagsstjórn um úthlutun tekjuaf- gangs til kaupfélaganna að upp- hæð 2,5 mUljónlr. Forstjóri Sambandsins, Erlend- ur Einarsson, flutti erindi á fund- inum um „byltingu í samvinnu- málum í Danmörku." Spunnust út af því miklar umræður. Þá komu einnig til umræðu ýms önnur mál. Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar: „Aðalfundur SÍS haldinn í Bif- röst 5. og 6. júní 1964 samþykkir að kjósa 5 manna nefnd, er hafi það lilutverk, að gera tillögur um framtíðarstarfsemi samvinnu- hreyfingarinnar, með það fyrir augum, að hún geti sem bezt gegnt hlutverki sínu við síbreytta að- stöðu í þjóðfélaginu.” í nefndina voru kosnir: Jakob Frímannsson, Erlendur Einarsson, Helgi Rafn Traustason, Guð- röður Jónsson og Ragnar Péturs- son. (Framhald á 14. síðu). Dómsmálaráðherra- ráðstefnu lokið ÞRIÐJA ráðstefna dómsmálaráð lierra Evrópuríkja var haldin í Dublin í írlandi dagana 26.—28. maí 1964. Ráðstefnuna sat dómsmálaráð- herra ísl'ands, Jóhann Hafstein, og með honum Baldur Möller, ráðun^ytisstjóri, og Pétur Egg- erz, fastafulltrúi íslands lijá Evróp ráðinu. A ráðstefnunni mættu fulltrúar 16 ríkja af þeim 17, sem eiga aðila að Evrópuráðinu. og áheyrnar- fulltrúar frá tveim ríkjum, Finn landi og Spáni. Voru á ráðstefnunni ræddar leiðir til þess að auka enn sam- starf Evrópuríkja í löggjafarmál- efnuní. í því sambandi var athug (FramhaJd á. 14. slSa). HÁTÍÐAHÖLD SJÓMANNA Reykjavík, 8. júní. — GO. Sjómannadagurinn var hátíð- legur haldinn í gær að venju. — Hann hófst með sjómannamessu að Hrafnistu, þar sem séra Gríin- ur Grímsson prédikaði. Forseta- hjónih voru viðstödd messuna. Klukkan 2 e. h. hófst svo hátíð- in við Austurvöll með því að mynduð var fánaborg úr félags- fánum sjómannasamtakanna og ísl. fánum, Lúðrasveit Reykjavík- ur lék og Erlingur Vigfússon söng. Þá flutti biskupinn ávarp og minntist drukknaðra sjómanna, en frá síðasta sjómannadegi hafa 36 sjómenn drukknað við skyldu- störfin á hafinu. Næst fluttu ræður þeir Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Valdi- mar Indriðason frá Akranesi var fulltrúi útgerðarmanna og Örn Steinsen kom fram fyrir hönd sjó- manna. Þá tók til máls Pétur Sigurðsson formaður Sjómanna- dagsráðs og afhenti hann heið- Á sunnudagsmorguninn lagði vélbáturinn Jón Bjarna- son af stað frá Reykjavík með pramma, sem hótel V'íkingur á Hliðarvatni verður byggt á. Pramminn er um 20 smálestir að þyngd og vcrður dreginn í Langárósa, en siðan verður hann settur á flutningavagn ursverðlaun Sjómannadagsins til !>og dreginn þá 35 kílómetra, þeirra Guðmundar Guðjónssonar fsem eftir eru að Hlíðarvatni, ÞEIR FYRSTU FENGU VÆTU Reykjavík, 8. júni. — GO. í morgun kom hingað fyrsta skemmtiferðaskipið á þessu sumri. Það var stórskipið Braz- ilía, sem er á vegum ferða- skrifstofu Geirs Zoega. Vel leit út með veður fyrst í morg- un, en um hádegið fór að rigna í fyrsta skipti í langan tíma. í þessu sambandi má geta þess, að eitt skemmti- ferðaskip, sem kemur hingað á hverju ári, Caronia, hefur alitaf lent í rigningu og þoku. Þá hefur oft hitzt svo á, að fyrsta skipið á árinu fær rign- ingu. Næsta skip kemur að öllum líkindum í júlí, en það verður gríska skipið Akrópólis og síð- an er von á alimörgum skip- um til viðbótar. Héðan fer skipið í kvöld. Minnkandi fólks-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.