Alþýðublaðið - 17.06.1964, Side 5
20 ÞÚSUND
TILISLANDSIFYRRA
Reykjavík, 13. júní — KG
RÚMLEGA 20 þúsund ferðamenn
komu til íslands á síðasta ári ogr
er áætlað að þeir hafi greitt 170
milljónir fyrir ferðir og þjónustu.
Og til þess að auðvelda móttöku
ferðamanna í sumar hafa nú verið
teknir í notkun 6 heimavistarskól
ar .Þetta og ýmislegt fleira kom
fram á fnndi, sem Þorleifur Þórð-
arson, forstjóri Ferðaskrifstofu
Ríkisins hélt með fréttamönnum í
gær. Verður hér á eftir rakið nokk
«ir af þeim upplýsingum sem Þor
leifur Iét í íé um Ferðaskrifstof-
una.
* LANDKYNNING
Landkynningarstarfið hefur
frá upphafi verið eitt aðalverk-
efni Ferðaskrifstofunnar. Er það
unnið á h,nn margvíslegasta hátt,
með útgáfu upplýsingarita, með
því að greiða fyrir ri,höfundum,
blaðamönnum, kvikmyndatöku-
mönnum og ljósmyndurum og að
ild að upplýsingaskrifstofum er-
lendis.
Upplýsingaritin eru gefin út á
mörgum tungumálum og dreift
víða um heim .Þá sendir skrif-
Btofan einnig erlendum ferðaskrif
stofum'mikið af fjölrituðum til-
kynningum og upplýsingum.
Þar sem góð kvikmynd er senni
lega bez,a kynningartækið hefur
Ekrifstofan gert sér far um að
greiða fyrir því, að hingað komi
góðir kvikmyndatökumenn frá
þekktum fyrirtækjum. Hafa kvik-
myndir þessara gesta síðan verið
eýndar í kvikmyndahúsum og sjón
varpi víða um lieim.
Þá hefur Ferðaskrifstofan liaft
samvinnu við hin Norðurlöndin um
rekstur upplýsinga- og kynningar
skrifstofa, í Frankfurt og Ztirich
síðan árið 1961 og er góðs árang-
urs að vænta frá því samstarfi.
Til merkra atriða á sviði land-
kynningar á síðasta ári má t.d.
nefna heimsókn Frakkans Sami-
vel. Samdi hann bók um ísland,
sem fékk mjög góðar viðtökur og
einnig gerði hann kvikmynd, sem
byrjað var að sýna í febrúar síð-
astliðnum. Þá kom hingað hópur
brezkra sjónv.manna. Tóku þeir
sérstaka mynd fyrir sjónvarpið og
svo gerðu þeir litmynd, sem Ferða
skrifstofan mun fá til eignar og
afnota. Frá Bretlandi kom einnig
útvarpsmaðurinn Mr. Bidson, en
hann tók hér saman framhalds-
þætti um ísland „í fótspor Willi-
ams Morris“, en Morris ferðaðist
hér á iandi skömmu fyrir aldamót.
Auk þessa komu svo sjónvarps
menn frá Japan, Bandaríkjunum
og ítalíu.
★ FYRIRGREIÐSLA
Landkynning og upplýsinga-
þjónusta byggist einnig mikið á
skriflegri þjónustu. Bréf berast
víða að og eru þar settar fram
fjarskyldustu óskir um upplýsing
ar og fyrirgreiðslu. Og er undan
far, komu erlendra ferðamanna oft
miklar bréfaskriftir og skipta dag
legar bréfa- og póstútsendingar
,ugum og oft hundruðum Qg þurfti
5 manns til þess að annast það
starf að jafnaði í vetur.
in hefst alla föstudaga frá og með
3. júlí.
Sex daga ferð til Norður- og
Austurlands. Þessi ferð hefst alla
þriðjudaga frá og með 7. júlí.
Þriggja daga ferð um Rangár-
valla- og V-Skaf.afellssýslur. Ferð
in hefst alla þriðjudaga frá og með
7. júlí. '
★ LEEÐARLYSINGAR
Unnið hefur verið að útgáfu
á leiðarlýsingum fyrir þá, sem
ferðast með bílum í alfaraleið.
Vegna fjárskorts hefur þessi út-
gáfustarfsemi ekki gengið eins
ört og skyldi. Hafa þegar verið
gefnar út þrjár leiðarlýsingar. Að
Gullfossi og Geysi. Við þjóðveginn
Reykjavík Akureyri og Reykjavík
Þingvellir — Borgarfjarðarhérað.
í prentun eru leiðarlýsingar:
Akureyri - Mývatn - Húsavík -
Akureyri, Reykjavík - Hafnarfjörð
ur - Krísuvík -Selvogur - Hvera-
gerði og Reykjavík Suðurnes .
Skoðum og stillum bílana
Fljótt og vel.
BlLASKOÐUN
Skúlasrötn 32. Sfml 13-100.
Grensásvegr 18, sími 1-99-45
Ryðvcrjum bflana meÖ
Tecty B.
«IIU(llllllim«llllllllimMMIIItll<ll?IM> • I IIIUMMMH«MMMIIHIIIHMIMMMMMMHMMIMIIIMMIIIIMMMMMIMIMUIIMMMHIMUMMMMUMIIIimiMIMIMMMIMimMI«MMMMIMMUIUMMMI W
Þorleifur Þórðarson
Þá hpfur verið reynt að vanda
sem bezt fyrirgreiðslu þeirra ferða
manna, sem hingað hafa komið,
því á henni veltur viðhorf ferða-
mannsins til lands og þjóðar og,
hvort hann verður síðar málsvari
hennar erlendis eða ekki.
★ LEHTSÖGUMENN
Ekkert ferðalag tekst vel und
ir lélegri fararstjórn og hefur því
frá upphcifi verið lagt allt kapp á
að ná til menntáðs fólks og þeim
öðrum kostum búið, sem góður
fararstjóri verður að ráða yfir.
Hefur þetta tekizt og ágætir menn
og konur gefið kost á sér til þessa
starfs.
Hefur Ferðaskrifstofan gengizt
fyrir sérsúikum námsskeiðum fyr
ir fararstjóra og fengið sérfróða
menn til þess að halda þar fyrir
lestra. Hefur þetta leitt til þess
að nú er fjöldi ágætra fararstjóra
í starfi.
★ SKEMMTI OG ORLOFS-
FEHÐIR INNANLANDS
Eins og á undanförnum árum
mun Ferðaskrifstofan skipuleggja
skemmti- og orlofsferðir fyrir ís-
lendinga innanlands. í sumar mun
verða unnið að þessum málum á
enn breiðara grundvelli en nokkru
sinni áður og eru það fyrst og
fremst heimavistarskólarnir, sem
gera það kleift.
Er hér um að ræða fjórar leið-
ir og lagt af stað í ferðirnar viku-
lega og er hægt að tengja þær
hverja við aðra.
Þær 4 ferðir sem ákveðið hefur
verið að efna til eru:
Fimm daga ferð um Dali og
Barðaströnd til Vestfjarða. Ferðin
hefst alla fimmtudaga frá og með
25. júní
Fjögurra daga ferð um Kaldadal
Borgarfjörð og Snæfellsnes. Ferð
MUSICA NOVA
tí
HLUTUR Musica Nova í ýf
irstandandi Listahátíð var af-
greiddur áð Hótel Borg s. '1.
sunnudag. Á efnisskránni
kenndi margra ólíkra grasa.
Pólýfónkórinn, undir stjórn
Ingólfs Guðbrandssonar söng
íslenzk og ensk lög sem Gunn-
ar R. Sveinsson hefur radd-
sett. Raddsetningar þessar eru
allar vel unnar og bregða ný-
stárlegum og persónulegum
svip yfir þessi lög. Söngur kórs
ins hefur oftast verið betri
en nú, og cr mér kunnugt að
þar er öðru fremur um að
kenna ónógum æfingatíma.
Trió fyrir píanó, fiðlu og sello
eftir Sveinbjörn Sveinbjörns-
son, sem einhver hafði dottið
niður á í hirzlum Landsbóka-
safnsins, var hér flutt í fyrsta
sinn að því er ég bezt veit.
Það var fróðlegt að hlýða á
þessa tónsmíð eftir tónskáld,
sem við fyrst og fremst þekkj
um sem sönglagasmið. Af hin-
um fjórum þáttum verksins er
sá fyrsti heilsteyptastur. Flytj
endur voru Ingvar Jónasson,
Einar Vigfússon og Þorkell
Sigurbjörnsson og skiluðu þeir
hlutum sínum ágætlega. For-
vitnilegasta verkið á éfnis-
skránni var Hringspil fyrir
fiðlu, víólu, klarinet og fagott
eftir Pál Pampichler. Páll er
okkur kunnari fyrir ágætan
hljóðfæraleik og hljómsveita
stjórn en sem tónskáld. Ein á-
heyrn að verki sem þessu er ó-
fullnægjandi, jafnt fyrir gagn
rýnendur sem aðra, en í því
er greinilega ýmislegt sem vert
er að kynnast nánar. Helzti
gallinn á verkinu við fyrstu
áheyrn, virðist vera ofnotkun
á strengja-effektum, þeir eru
ávallt varasamir og virðast oft
út í hött, ekki fremur í þessu
verki en svo mörgum öðrum
núímatónsmíðum. Verkið Son
orities fyrir píanó eftir Magnús
Bl. Jóhannsson hafði upp á
að bjóða aragrúa af hljóðum
sem framleiða má á strengi slag
hröpunnar, ekki aðeins á þenn
an gamaldags hátt, að styðja á
pfanólyklana, heldur einnig
með ótal verkfærum. Þorkell
Sigurðbjörnsson fór höndum
og handabökum um hljoðfær
ið í verki þessu, grafalvarlegur
á svip. Ég hélt að fullorðnir
menn væru hættir þessum sam
kvæmisleik, sem er þegar orð
inn hálfrar aldar gamall. Sein
asta atriðið á tónleikum þess-
um var Fönsun eftir Atla
Heimi Sveinsson. Ég hafði bú-
izt við að geta litið á og fjall-
að um þetta nýja verk lista-
mannsins sem grínstykki, en
þar skjátlaðist mér hrapallega.
Eg verð því að setja upp hátíð
svip og biðja til Guðs, að mér
megi takast að innblása þess-
ar línum með þeim alvarleg-
heitum sem þetta listaverk á
svo réttilega skilið. Nafnið á
crp
Lrnu
listaverkinu er afar frumlegt
eins og hver óvitlaus maður
hlýtur að sjá, en ég veit því
miður .ekkert um uppruna þess
cða merkingu. Verkið er skráð
fyrir 6 hljóðfæraleikara sem
leika á 5 hljóðfæri. Þar sem
gera má ráð fyrir þvi að tón-
skáldið gjörþekki samvinnu-
þýðni íslendinga, verður það
að kallast fífldirfska að skella .
tveim hljóðfæraleikurum á
sama hljóðfærið. Það hafa orð-
ið blóðug slagsmál út af minna
tilefni en því, að einn sé að
gramsa í strengjum flygils með
an annar er að föndra við píanó
lyklana. Listaverk þetta er að
mörgu leyíi vanþroskað og
fjarska ófrumlegt og er það
furðulegt, að félag sem kennir
sig við nútíma tónlist skuli
vinna að því að flytja okkur
tónverk, sem er cins íhaldsamt
og gamaldags og Fönsun. Þetta
mun ég nú leitast við að sanna.
Tónskáldið telst til hóps þeirra*
listamanna sem álíta að allt
sem þeim dettur í hug sé stór
kostlegt og guðdómlegt og
sömuleiðis að það sé lífsnauð-
synlegt að brjótast undan oki
einræðisherranna á sviði tón-
sköpunar seinustu 10 aldirnar.
Ég get af handahófi tínt til
nokkur tónskáld sem þar er
við átt: Bach, Beethoven og
Brahms. Það skal tekið fram
hér að það er fjarri því að all
ir þeir sem bendlaðir eru við
áðurnefndan hóp, séu eins
heittrúaðir á lífsspeki hins
þýzka Stockhausens, eins og
höfundurinn að Fönsun. Hinir
heittrúuðu þykjast ekkert geta
notfært sér af reynslu forfeðr
anna. Allt sem þér lesandi góð
ur, gæti dottið í hug að væri
einhvers virði fyrir þá sem
tónsmiði, mundu þeir óðar
flokka undir F.iötra. „Listin á
að vera friáls“ mundu þeir
segja bér, „og við áskiljum okk
ur rétt til að setja okkur eigin
reglur um listsköpun." Þetta er
óneitanlega fögur hugsjón en
því miður á hún sér ekki, og
getur alls ekki átt sér stað í
veruleikanum. Hver einasta á-
kvörðun sem tónskáld tekur er
umvafin fjötrum sem hann hef
ir engin tök á að losna undan.
Ekki er rúm hér til að ræða
þetta fyrirbrigði nánar að
sinni. Það einasta sem hinn
heittrúaði getur víðurkcnnt af
efnivið forfeðranna eru fyrir-
brigði scm heimspekilega og vfs
indalega séð hafa hvorki upp
haf né endi: Tími og hljóð.
Það sem er undirrót tónsköpun
ar hjá mörgum postulunum í
dag er fyrst og fremst: að
skapa eitthvað nýtt, óþekkt og
sér í lagi frumlegt. Ef við lít-
um á Fönsun frá þessum sjón-
arhóli, komumst við að þeirri
niðurstöðu að frumlcgheitin I
verkin eiga að opinberast
þrennu:
a) Hljóðfæraleikararnir taka
sér sæti á mismunandi tíma.
Ég hefi einhvers staðar heyrt
Frh. á 14. síðu.
5«
.-tMMIMMMMIIMMMMMMIMIIIMMMMMMMIIMMMMMMMMMMMIMIMMIMIM' IIIIHMIIIIIHMMIMIIIIMMIIIIIIMIIIHMIMIIIMMIMMMMMMIMMIII l»:l •«<»
II llllll IIIIIII Mll IIIMI Mll llllllk
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. júní 1964 S
ítttífittfíhmíttfttíttrtftftítTtrtHMt