Alþýðublaðið - 17.06.1964, Page 15

Alþýðublaðið - 17.06.1964, Page 15
r Hann opnaði skjalatöskuna og tók upp úr henni snyrtilega sam anbrotna flónelsnáttskyrtu. Þetta voru þá hin mikilvægu skjöl, sem ég hafði lialdið að hefðu alþjóðlega þýðingu fyrir geðlækningar! 7. kafli. Með einhverjum brögðum . heppnaðist íris að fá stofustúlk una mína. Loise, til að hleypa sér inn í íbúðina mína næsta morgun. Hún biiHist við morgun verðarborðið með eggjahræru á bakka, og var ákaflega húsleg og kvenleg. Þetta var blygðunarlaus liður í þeirri hjónabandsáróðurs herferð, er hún hefði nýlega haf ið og ég var viss um að dr. Lenz mundi ekki geðjast að því. En það var nú eitthvað annað! Hann hrósaði henni fyrir éggja hæruna og sannaði svo um mun aði, að hann meinti það: Hann var að Ijúka við þriðja skammt- - inn, þegar dyravörðurinn liringdi og tilkynnti að Henrj' Prince ' vildí tala við mig. Hénry kvaðst sitja niðri í and -dyrinu ásamt Géorge frænda sín um. Hvort ég mundi ekki eftir George frænda? Hann, sem hafði -komið á æfinguna í gær. Eg svar aði afundinn að ég myndi vel eftir honum og bauð þeim upp. Þegar þeir voru komnir upp, bað Henry afsökunar á að trufla okkur við morgunverðinn, en hinn feiti George frændi ljóm aði af sjálfsánægju. Hann var enn með svarta, harða hattinn og skjaltöskuna. Þegar ég kynnti hann fyrir dr. Lenz, brosti liann smeðjulega og sagði á ágætri þýzku: — Sehr geehrt, herr doktor. Mér geðjaðist enn verr að hon um en í gærkveldi. Hvorugur þeirra minntist ú Cromstock, og það var greini- legt, að þeir voru ekki búnir að frétta neitt. Ég sá enga á- stæðu til að nefna það, þá yrði ég bara í vondu skapi, það sem eftir væri dagsins. Það varð dá lítið þvingandi þögn, sem dr. dr. Lenz rauf loks með því að halda langa lofræðu um hinn unga Henry og leikritið hans. Henry roðnaði og varð mjög leið ur á svipinn. Ég vissi, að hon- um var mœinilla við allt oflof, svo að ég skipti um umræðuefni með því að spyrja hvort það væri eitthvað sérstakt, sem þeir vildu mér. Herra Kramer leit þýðingar- miklu augnaráði á Henry og sagði: Við komúm hingað vegna ofurlítilla viðskipta, herra Dul- uth. Eg hugsa, að frændi minn kjósi heldur að skýra það sjálf ur fyrir yður. Það var mjög greinilegt, að Henry kaus það hreint ekki. En hann flýtti sér samt að segja frá Því, að frændi hans væri ijós- myndari og tæki myndir fýrir mjög útbreitt vikublað. Það var eins og hann hefði lært orðin utan að. Nú vildi Kramer endi- lega útvega frænda sínum ókeyp is auglýsingu með því að taka myndir á æfingum hjá okkur og Þirta þær í vikublaðinu. Hefði ég nokkuð á mótí því? { Herra Kramer opnaði skjala- töskuna og sýndi mér nokkrar myndir til að sanna list síná. Myndirnar voru óvenjulega góð ar. Þrátt fyrir ógeð mitt á hon- um sem manneskju, gat ég ekki séð neina ástæðu til að neita því, sem gæti orðið okkur gágn- leg auglýsing. Ég svaraði þvf að það vildi ég gjarnan. Herra Kramer brosti breitt: — Það var mjög vingjarnlegt af yður, herra DUluth. Þér megið trúa því, að ég hafði enga hug- mynd um áð frændi minn væri í New York, fyrr en ég hitti hann af tilviljun í gær. Hann er auðvitað of vinsæll og þekkfur núna, til að muna eftir honum frænda gamla. Hann hló hjart- anlega. — En ég las leikritið hans í gær, er ég var háttaður og ég verð að játa, að ég er alveg undrandi yfir að Henry skyldi geta skrifað svona vél. Það er líka margt í leikritinu, sem gaman væri að mynda. T. d. hef ég mikinn áhuga á að mynda það atriði í fyrsta þætti, þar sem Cromstock gamli ligg- ur í kistunni. Nú verð ekki lengur hjá skýr ingum komizt. Eg leit frá íris, á dr. Lenz, og loks á Henry. — Svo að þið hafið ekki heyrt þetta með Cromstock, sagði ég svo. — Hann dó í gærkveldi — af hjartaslagi. Henry opnaði munnin og strauk óstyrkur yfir hið svarta hár sitt. — Hjartaslag, herra Duluth. Hann þagði andartak. — Hvernig — ég á við, það, sem skeði í gær, það sem ungfrú Foulkes sagði okkur frá getur það hafa átt sinn þátt í að hræða liann? Vesalings Henry var nógu rugl áður fyrir 'í hinu nýja leikhús- lífi'sínu, sVo hann mundi áreið- anlega ekki þola að heyra um þá vöðalégix -duttlungá. Örlag- anna, sem virtUst gera sér mat úr leiktítinu hans. Mér fannst þess vegna bezt áð reyna oð finna upp á einhverju, sem gæti róað hann og mildáð staðreynd- irnar. — Cromstock fór inn í bún- ingsklefann og sá þar brotinn sþegil, sagði ég. — Hann var mjög lijátrúarfullur og hefur því sennilega brugðið mjög illa. Og það þoldi lijarta hans ekki. Þetta er nú allt og sumt. Þetta hljómaði ekki mjög trú lega, en það virtist samt nægja Henry. Hann andvarpaði af létti og þerraði svitann af enni sér með vasaklút. George frændi var aftur á móti óþarflega forvitinn. Hann spurði: — Hver getur hafa brot ið spegilinn? Ég svaraði rólega, að það vissi enginn. En mér til mikillar undrunar hélt Kramer áfram: — Ef þið hafið fundið brotinn speg il í leikhúsinu í gærkveldi, þá grunar mig liver hefur gert það. Hann sneri sér að Henry: — Grunar þig það ekki líka, Hen- ry? Eg hafði ekki búizt við, að George frændi færi að gjöra á- lyktanir í þessu niáli. Og Henry víst ekki lieldur. — Ég skil ekl, sagði hann. —• Um livern ertu að tala? — Wessler, auðvitað. George horfði á mig gljáandi augum sín- um. — Hafið þér ekki heyrt um þá ástríðu Wesslers að brjóta spegla? Nei, það hafði ég vissulega ekki. En honum hafði tekizt að gera mig forvitlnn. — Ég hief' þetta frá góðum vini mínum, sem hjúkraði Wessl er á Thespissjúkrahúsinu eftir flugslysið. George baðaði út höndunum eins og hann væri að haida fyrirlestur. — Auðvitað var þessu haldið leyndu, en ég þekkti vel til á þessu sjúkra- hú'si. Eg hef tekið heilmikið af myndum fyrir þá til rannsókna. Eg útvegaði meira að segja frænda mínum einu sinni vinnu SÆNGUR Endumýjinn gömlu sængumur. Seijum dún- og fifiurbeio VÝJA FIDTJRIIREINSUNIN. flverflsgötu 57 A Stmi i«Tsa þar. Hann hló góðlátlega eins og gamall og elskulegur frændi. — Það var þannig, sem ég frétti þetta. Henry krafsaði með fætinum í gólfið, eins og han óttaðist að okkur leiddist að hlusta á frænda hans. En Lenz sýndi skyndilega áhuga á frásögn hans. Hann hall aði sér fram yfir afganginn af eggjahærimni og sagði: — Þér munuð ef til vill vera svo vin- gjarnlegur að segja okkur það, sem þér vitið um þetta, herra Kramer. . — Já, með mestu ánægju. Kramer krosslagði feitar hend urnar á hinni snyrtilegu ýstru sinni. •— Þér vitið sennilega’að flugslysið reið hálfbróður Wessl ers að fullu. Hann særðist á höfði, og eftir því sem ég he£ lieyrt, er hann síðan haldinn ó- læknandi geðveiki. Wessler skað aðist á sión. Hann var alveg blindur, þegar hann var lagður inn á sjúkrahúsið, og allir bjugg ust við, að hann yrði það um nokkurn tíma. En hann fékk sjónina fyrr en ætlað var — dag nokkurn, begar liann var einn í sjúkrastofunni. Þessi vinur minn sagði mér að Wessler hefði alltaf verið mjög stoltur af útliti sínu, liann var venju- lega kallaður fallegi Austurrík- ismaðurinn. Þegar hann svo skyndilega fékk sjónina aftur, var andiitið það fyrsta, sem hann -Pabbi bað mig að kæla skóna! IVf »«EWU *W1HT v r % 4,'íd f*f=, *.n fltOA -Sff' 7ÚE AíVr.'B’ WAÍTI\0> .*!.TA.OT faWiíí m?.o«wí> tve HKl>C*l tM’ ccy.h 5* * .. wcwj Áa TH»:K m rWV* * . Sútijt-.Ti'im 7 f eur vvhy N JOT? THIJ 1« TMb T-CCAI Afs/ ru? —r .fiekCH. . — Þeir hafa ekkert leitaff á þessuni slóff- nm. Mundir halda aff ég værl genginn af göflnnnm, ef . . • — AffmíráUiun bíffur okkar og vlff meg- um ekkl slóra. — Þetta er strákurinn. Lát- um affmírálinn biffa, hér eru margir feffur om borff, sem vita hvaff sitja skal f fyrir- rúmi. Setlff vinduna í gang. Flugmennirnir voru þjálfaffir viff störf sem þessi og veitt- ist þeim auðvelt aff bjarga Óla Utla. ALÞÝÐUBLAÐfÐ - 17. júnf 1964 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.