Alþýðublaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 1
Þoka á mið-
um - Ifitil veiði
Reykjavík, 16. júlí. — HKG.
43 SKIP tilkynntu um aíla sinn til
sjldarleitarinnar á Raufarhöfn frá
því.klukkan 7,00 í ffærmorgun til
klukkan 7,00 í morgun með' sam-
tals 28.300 mál og tunnur. í dag
var ekki vitað til, að nein skip
liefðu fengið afla.
Þoka var á miðunum í dag, en
bátarnir eru staddir á sömu slóð-
um og vant er, út af Glettinganesi
og þar sitt hvoru megin við.
Örfá skip voru með yfir 1000
mál eða/og tunnur síðasta sólar-
hringinn. Þau voru: Bergur með
Framh. á bls. 4
Hörmulegt
dauðaslys
Reykjavík, 16. júlí. — HKG.
ÞAÐ hörmulega slys varð í morg-
xtn, að lítill drengur, tveggja ára
að 'aldri, varð undir bíl og beið
bona. Þetta var á móts við verzl-
imina Aníta við Laugalæk.
Féll ofan í
sundlaug
■■■■■■aaaaBBamt
Ólafsvík, 16. júlí — ÓH.-II.P.
ðlilli kl. 10 og 11 í morgun varð
það slys í Ólafsvík, að 14 ára gam
all piltur, Vigfús Vigfússon, til
lieimilis í Ólafsvík, féll úr stiga of
an í sundlaug, sem vera á í nýju
íþróttahúsi, sem hér er í byggingu.
Mun fallið hafa verið a. m. k. 4-5
metrar. Vigfús liandleggsbro'n-
aði á báðum handleggjum, en
ekki er kunnugt um, livort hann
Framh. á 4. síðu.
Móðir litla drengsins hafði farið
í mjólkurbúð og sonur hennar með
henni. Konan brá sér sem snöggv-
ast inn í búðina, en litli drengur-
inn beið hennar á meðan úti á
gangstéttinni. Þegar konan kom
inn var verið að bera brauð inn í
verzlunina úr bíl frá Mjólkursam-
sölunni, sem stóð fyrir utan. Þeg-
ar konan kom aftur út, var brauð-
bíllinn liorfinn, en hún sá son sinn
örendan í slóð bílsins.
Bílstjórinn ók, sem leið lá, til
vinnustaðar síns, en þar tilkynnti
lögreglan honum, hvað gerzt hafði.
Segist hann ekki hafa orðið neins
var, hvorki séð litla drenginn né
önnur börn í nálægð við bílinn
og hvorki fundið fyrir ójöfnu né
heyrt neitt til hans.
Vitað er aðeins um eina konu,
sem var þarna nálægt. Hún sá bíl-
inn, en ekki drenginn fyrr en slys-
ið var orðið. Lögreglan biður alla
þá, sem einhverjar upplýsingar
gætu gefið um þetta hörmulega
slys, að gefa sig fram.
Litli drenguiúnn var einkabarn
ungra hjóna.
Úinefning
Goldwaters
t
vekur ugg
Jm
íelpa drukkn-
ar í sundlaua
Akureyri, 16. júlí — BS-HF’.
Það slys varð á Akureyri um kl.
3.30 síðdegis í dag, að 7 ára gömul
telpa drukknaði í sundlauginni.
Margt fólk var í lauginni, enda
hefur sjaldan eða aldrei vefitð'
betra veður á Akureyri í sumar en
í dag. Telpan sást s'ökkva út í
sundlaugina, og konu, sem þar var
Framh. á bls. 4
ÞESSA MYND af þrem
fegurðardísum í París birti
Arbeiderbladet í vikunni. Þær
eru, talið frá vinstri: Pálína
Jónmimdsdóttir, fegurðar-
drottning íslands, Susan Ilolm
quist, fegurðardrottning I>an-
merkur og Eva Carlberg frá
Noregi. Þær munu allar iaka
þátt í keppni um tililinn Ung-
frá Alheimur. Þegar myndin
er tekin eru þær að sýna nýj-
ar baðhettur eftir tízkuteikn-
arann Antonios.
1510 AREKSTRA
RAM AD ÞESSU
Reykjavík, 16. júlí. — HKG.
Bifreiðaárekstrar og slys aukast
með ári hverju, en orsakanna má
yfirleitt leita til kæruleysis, heim-
sku eða hvors tveggja, að því er
umfcrðarsérfræðingar lögreglunn-
ar segjar 1510 árekstrar hafa orð-
ið I Reykjavík það, sem af er
þessu ári, en á sama tíma í fyrra
höfðu orðið 1330 bifreiðaárekstr-
ar í höfúðborginni, — en það ár
var langmesta árekstraárið, sem
komið hafði, í sögu lögreglunnar.
Daglega verða bifreiðaárekstr-
ar meiri eða minni. Það, sem helzt
liefur dugað til að draga úr hætt-
uni, er að setja upp ljós á fjöl-
förnustu gatnamótunum, þar sem
flest slysin verða.
I-Iættulegasti staðurinn virðist
vera Miklatorgið, en þar fer fjöldi
árekstra sívaxandi eins og þessar
tölur sýna: Árekstrar:
Árið 1960 18
Árið 1961 20
Árið 1962 27
Árið 1963 47
Mót Laugavégs og Nóatúns eru
einnig liættuleg, svo sem tölur
sanna:
Árekstrar
Árið 1960 15
Árið 1961 20
Árið 1962 19
Árið 1963 34
Þar sem aftur á móti hefur ver-
ið komið upp ljósum lækka töl-
urnar. Til dæmis má nefna mót
Lönguhlíðar og Miklubrautar:
Árekstrar
Árið 1960 12
Árið 1961 12
Árið 1962 36
Árið 1963 23
en það ár (1963) var búið
að koma þarna upp Ijós-
um.
Flestallir bílstjórar fara eftir
ljósunum, að því er lögreglan seg-
ir, þótt þeir séu til, sem sinni
þeim ekki, — annað hvort af kæru
leysi eða heimsku eða þá ölvaðir
bílstjórar, sem eru vísir til alls.
Eftir því, sem bifreiðum fjölgar
og umferðin eykst, verður meiri
slysahætta og þörf á, að farið sé
eftir settum reglum, — en iög-
reglan segir, að misbrestur sé á
Framhald á síðu 4
■*