Alþýðublaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 13
(Framhald at 7. siðu).
stjórnarinnar nær eingöngu að
vexti og vörzlu náttúrugripasafns
félagsins og mæddi þar mest á for
manni, þó aðrir stjómarmenn og
ýmsir fleiri náttúrufræðingar
legðu þar hönd á plóginn. Einkum
vann Bjarni Sæmundsson mikið
og óeigingjarnt starf við safnið
þau 35 ár sem hann var formaður
félagsins og mest af þeim endur-
gjaldslaust. Frá árinu 1927 voru þó
lengst af starfandi ráðnir starfs-
menn við safnið auk formanns fé-
lagsins, sem jafnframt var forstöðu
maður safnsins. Hluta af safni sínu
hafði félagið til sýnis fyrir almenn
ing frá árinu 1905 og fram til árs-
ins 1947, að það afhenti ríkinu
safnið til eignar og umhyggju. Að-
sókn að sýningarsalnum var jafn
an mikil. Húsnæðismál safnsins
voru lengst af erfið viðureignar
og féiaginu ofviða að leysa þau á
viðunandi hátt. Árið 1927 voru
fyrst lagðar fram teikningar af
væntanlegu húsi fyrir náttúru-
gripasafnið, og réði félagið arki-
tekt til að gera uppdrætti að bygg-
ingunni. Þannig stóðu bygginga-
málin þegar ríkinu var afhent nátt
úrugripasafnið í ársbyrjun 1947.
Síðan hefur verið lokið við teikn
ingar og líkan að byggingunni, en
ekki er enn byrjað að byggja.
Árið 1923 var tekin upp sú ný-
breytni í starfsemi félagsins að
halda samkomur þar sem flutt
voru erindi um náttúrufræðileg
efni, og sumarið 1941 voru fyrstu
fræðsluferðirnar farnar á vegum
félagsins. Samkomurnar og
fræðsluferðirnar hafa átt stöðugt
vaxandi vinsældum að fagna með-
al félagsmanna. Síðastliðinn vetur
voru t.d. Haldnar 7 slíkar samkom
ur og í sumar hafa verið farnar 5
fræðsluferðir.
Félagið hefur alla tíð haft með
höndum nokkra útgáfustarfsemi.
Það hefur gefið út skýrslu um
starfsemi sína frá upphafi; fram
til ársins 1946 sem sérstakt rit, en
síðan hefur hún birzt í tímariti
félagsins, Náttúrufræðingnum. í
sumum skýrslunum eru auk þess
ritgerðir um ýmis náttúrufræðileg
efni. Á 25 ára afmæli. félagsins
1914 gaf það út afmælisrit. 1929
gaf það út leiðarvísi um söfnun og
meðferð náttúrugripa.
Félagið hefur styrkt árlega tíma
ritið Náttúrufræðinginn frá því
hann hóf göngu sína árið 1931; ár
ið 1941 keypti félagið útgáfurétt-
inn að Náttúrufræðingnum og hef
nr haldið honum úti síðan sem
sínu tímariti. Flytur hann bæði al
þýðlegar fræðslugreinar og vís-
indalegar greinar um náttúru-
fræði.
Félagið hóf árið 1954 útgáfu
ritsins Acta Naturalia Islandica,
sem flytur niðurstöður íslenzkra
náttúrufræðirannsókna á ein-
hverju heimsmálanna. Ritið var af
hent ríkinu um leið og náttúru-
gripasafnið.
Árið 1942 gáfu erfingjar Stef-
áns Stefánssonar, skólameistara,
félaginu . útgáfuréfinn að Flóru
íslands. Félagsstjórnin hófst brátt
handa um undirbúning að nýrri
útgáfu Flóru og kaus nefnd til að
annast hana. III. útgáfa Flóru kom
svo ú,, á vegum félagsins árið 1948.
Auk þessarar útgáfustarfsemi h.ef-
ur félagið stuðiað að útgáfu ýmissa
rita um náttúrufræðileg efni með
því að veita til þeirra styrki. úr
Minningarsjóði Eggerts Ólafsson-
ar, sem félagið stofnaði á 200 ára
afmæli Eggerts.
Árlð 1932 gerði félagið ráðstaf-
anir til að koma á fót fuglamerk-
ingum hér á landi og hefurjjátt-
úrugripasafnið síðan verið jnið-
stöð þeirra. r
Undanfarin ár hefur félagið
veitt bókaverðlaun fyrir bczta.úr-
lausn í náttúrufræði á landsg£.ófi.
Þó hér hafi verið gerð grein
fyrir helztu þáttunum í starfsemi
félagsins er þó enn ótalið eitt mik
ilsvert atriði. Það er þau áhrif
sem það hefur með starfsemi sjnni
og söfnum haft í þá átt að atrica
Qg efla áhuga manna og þekkingu
á náttúru landsins. Auk þessjliafa
söfn félagsins verið uppistaðan—f
fjölmörgum vísindalegum ritgerð-
um. -? ;
A stofnfundi félagsins gerðu'áf
58 manns félagar þess og áfcfýSSfif
starfsárinu fjölgaði þeim í 116. Á
25 ára afmæli þess voru þeir 168,
á 50 .ára áfmæli 172, á 60 ára af-’
mæli 276, á 70 ára afmæli 694- og
nú á 75 ára afmæli félagsins éPu
þeir-820, þar af 3 heiðursfélagafý
Félagið hefur notið starfskráfta
fjölmargra ágætismanna; að öðr-
um ólöstuðum hafa íslenzkir nátt-
úrufræðingar sem von er þjónað
því mest og bezt. 12 menn hafa
verið formenn félagsins þessa þrjá '*•'
indalegt safn íslenzkra náttúru-1
gripa og sýningarsafn fyrir al-
mqnning. Lengi framan af sat hið
áíðarnefnda í fyrirrúmi fyrir hinu,
en á síðari árum hafa vísindalegu
söfnin aukizt allverulega.
Þegar ríkinu var afhent nátt-
úrugripasafnið í ársbyrjun 1947
voru felld úr lögum félagsins á-
kvæðin ufrt eflingu náttúrugripa-
safns þess, en i staðinn sett ákvæði
um að félagið skuli áfram stuðla
áð vexti ög viðgangi Náttúrugripa
safns íslahds, svo Hið islenzka nátt
úrufræðifélag haldi enn sambandi
við afkýæmi sitt, Náttúrugripa-
safnið, sem hefur vaxandi hlut-
verki ajð gegna í landi þar sem
þjóðin þýr í jafn nánu samfélagi
við náttúruna og er jafn háð henni
og á.íslandi.
Núverandi stjórn Hins íslenzka
náttúrufræðifélags er þannig skip
uð; Formaður er Eyþór Einarsson,
varaformaður Einar S. Pálsson,
ritari Þorleifur Eiharsson, gjald-
keri Gunnar Árnason og meðstjórn
andi ^Jakob Magnússon. Ritstjóri
Náttúrufræðingsins er Sigurð-
ur Pétursson og afgreiðslumaður
félagsins Stefán Steánsson, bók-
saþ. .
aldarfjórðunga, þar af var Bjarni “• '7,30. Stofustúlkan gekk fjöl-
Sæmundsson formaður þess í 35
ár. '
Það er ekki bara Hið íslenzk
náttúrufræðifélag sem nú á 75 á:
afmæli. Stofndagur náttúrugripa‘-t.
safnsins verður að teljast sá safrti
og því á það líka 75 ára afmælí'.
Eins og áður er sagt, hafði félagið
það markmið fyrst og fremst að
koma upp náttúrugripasafni, sétn
verða átti hvort tveggja í senn, vís
Herjólfur
Ferðaáætlun rnn næstu
helgi.
Laugardagur 18. júlí: ~
Frá Vestmananeyjum kl. 13,00
til ÞoHákshafnar og þaðan aftur
kl. 18,00 til Vestmannaeyja.
Miðnæturferð frá’Vestmanafi-
eyjum kl. 23,00 að Surtsey, og ér
nauðsynlegt að fólk tryggi sér
farmiða hjá afgreiðslu skipsifís á
staðnum fyrir hádegi á laugar-
daginn.
Sunnudagur 19. júlí:
Frá Vestmannaeyjum kl. 05,00
til Þorlákshafnar og þaðan aftur
kl. 09,00 til Surtseyjar og Vest-
mannaeyjahafnar, þar sem skipu
lögð verður kynnisferð fyrir..þá,
sem óska.
Frá Vestmananeyjum kl. 20,00
til Þorlákshafnar kl. 23,3fl,
síðan heldur skipið áfram. til
Reykjavíkur.
(Framhald aj 7. si8u).
-staðið var upp frá borðum var
s iginn dans.
— Lísbet fékk frí einn dag
• r viku og annan hvern sunnu-
dag. Annars fór hún á fætur
*■- hvern dag klukkan 7,00, því að
hjónin og börnin snæddu morg
Txnverð ásamt barnapíimni kl.
'skyldunni fyrir beina, — en
' Vinnufólkið, sem ekki var
' sjálfs sín i litlu húsunum, sem
byggð voru fyrir það á herra-
garðseigninni, — borðaöi í eld-
húsinu.
Síldarréttir voru taldir mest
ur herramannsmatur. Ef frúin
fékk Íslandssíld, þótti henni
það allra bezt.
— Já, ekki dugðí minna en
drekka kokkteil fyrir mat og
hafa blóm, 1 jós og postulíns-
sty’tur á borðinu innan um
kræsingarnar, þótt svo megr-
unartöfurnar væru mest not
aðar. Þau vildu endilega hafa
sem mest í kringum sig, — þó
þau isnertu það varla, segir
Lísbet.
— Um kökur með kvöldkaff
inu þurfti Lísbet ekki að hugsa,
Því að þá drukku hjónin kaffi
og koniakk. En um drykkju-
skap var ekki að ræða hjá þessu
fína fóiki.
— Það voru fjórir bílar
heimilinu, veiðimaður, garð-
yrkjumaður og stofustúlka,
barnapía og matráðskona auk
alls vinnufólksins, sem vann á
ökrunum og við garðyrkju-
störf og bjó í smáhúsum á eign
inni.
— Stéttaskiptingin er mikil
þarna, segir Lisbet. Þó svo, að
hjónin væru almennileg á sinn
há’t og byðu stúlkunum stund
um að fara með, ef þau fóru í
ferðalag til nærliggjandi bæja,
- — þá er öðru vísi litið á vinnu
fólkið en aðalinn, — Lísbet var
fegin að komast heim eftir árið.
KR
ÉBK
(Framhald p t 11. sfSu).
að bjarga á línu. Sókn KR fer nú
að þyngjast, og hallar um skeið
verulega á ÍBK. Hornspyrna er
tekin, sem endar á skoti frá Þórði
Jónssyni, en Kjartan bjargar vel.
Boltinn hrekkur í leikmann á leið-
inni að markinu, en Kjartan kló-
festir hann þrátt fyrir það, þó
litlu munaði. Sókn KR heldur á-
fram og leikurinn fer mjög fram
á vallarhelmingi ÍBK. Skyndilega.
hefja ÍBK-menn hraða sókn.
Knötturinn sendist örhratt fra
manni til manns, þar til Einar
innherji sendir hann með ská-
skoti fyrir markið. Hólmbert er
þar fyrir, í opnu færi, en mistekst
mjög illa, að nýta þetta ágæta
tækifæri, sem þarna gafst. Enn
eru það KR-ingar sem hafa frum-
kvæðið. Theódor úth. á fast skot
rétt yfir slá. Það er þó ekki fyrr
en á 35. mín. sem KR-ingar jafna.
Annar varnarmaðurinn hyggst
skalla frá, háan bolta, en missir
hann yfir sig, Gunnar Felixsson
nær honum og leikur með
hann inn að markinu, og á ekki
eftir nema markvörðinn einan,
sem kemur að vísu út^gegn hon-
um, en of seint, og skorar Gunnar
næsta auðveldlega og af öryggi.
Rétt á eftir taka svo KR-ingar
frumkvæðið algjörlega í sínar
hendur, með aukaspyrnu sem
Sveinn Jónsson framkvæmir af
hinni mestu snilli og skorar beint
af um 25 metra færi. Kjartan
markvörður hefði næsta auðveld-
lega getað varizt þessu skoti, ef
liann hefði slegið yfir, í stað þess
að. ætla sér að grípa knöttinn, sem
var mjög erfitt í þessari aðstöðu.
ÍBK-menn gerðu harða hríð að
marki KR á síðustu mínútunum,
og höfðu nærri jafnað, en tókst
ekki. Skot Sveins tryggði KR bæði
stigin.
Bæði áttu liðin góð tækifæri,
sem ekki nýttust, ÍBK þó sýnu
fleiri og leikur þess í fyrri hálf-
leiknum, sérstaklega, bar af um
hraða og samleik. Mörkin, sem
liðið gerði, væru bæði.vel skoruð
og komu eftir snöggan samleik og
skot, sem KR-vörnin réði ekki
við. Mörk KR voru meira í ætt
við mistök og slembilukku. Fyrsta
markið hreint skyssumark, sem
skrifast eingöngu á vörnina. Mið-
markið vel gert hjá Gunnari, en
upptök sín átti það vegna mistaka
varnarmanns, sem svo virtist gefa
upp alla von, til að reyna að leið-
rétta mistökin. Kjartan markvörð-
ur var einnig alltof hikandi.í út-
hlaupi sínu. Svo loks þriðja mark-
ið, aukaspyrna Sveins af 25 metra
færi, það mark verður að skrifa
á reikning markvarðar, sem auð-
veldlega hefði getað slegið yfir
og varizt því þannig.
Lið KR barðist vissulega af
miklum dugnaði og þeirri seiglu,
sem einkennir það, ekki hvað sízt
þegar á móti blæs. Baráttuvilji
þess og keppnisharka gaf þeim
sigurinn að lokum, þótt erfiðlega
iiti út um skeið. í liðinu er vömin
lakari hlutinn, eins og stendur,
sem gat þakkað sínum sæla hversu
ódýrt hún slapp, enda oftast á 11.
stundu m. a. með því að verja á
línu þrívegis. Heimir var bezti
maður varnarinnar, og í fram-
línunni var Gunnar Guðmannsson
sá sem mestu orkaði og bezt dugði.
Vant var nú Harðar í stöðu mið-
framvarðar, var það skarð fyrir
skildi, einnig Bjarna bróður hans
í bakvarðarstöðuna. Sigurþór kom
inná stutta stund, en varð að fara
útaf brátt aftur. Hann hefur ekki
gengið heill til skógar að undan-
förnu. Theódór kom inná í hans
stað og stóð sig allvel, átti m. a.
tvívegis hörku skot að marki, en
yfir.
Lið ÍBK lék mjög skemmtilega,
einkum fyrri hálfleikinn, en gaf
sig um of í þeim síðari. Þol þarf
að hafa í báða hálfleikina, ef allt
á að fara skaplega. Framlína ÍBK
saknar enn Jóns Jóhannssonar,
sem er sá sem virkilega ógnar mót
herjunum, bæði með hraða sínum
og 'skothörku. Honum hefði ekki
orðið skotaskuld úr því, að nýta
eitthvað af þeim tækifærum sem
gáfust, til fullnustu. Rúnar stóð
sig að vísu mjög sæmilega sem
miðherji, en skorti þó þá skot-
hörku, sem Jón hefur yfir að ráða.
Annars var framlínan mjög sam-
stæð sérstaklega í fyrri hálfleikn-
um, að því er til samleiksins tók,
og knattleikni yfirleitt góð, en
hinsvegar ekki nógu skelegg uppi
við markið. Högni átti góðan leik
sem miðframvörður svo og Sig-
urður Albertsson framvörður.
Haukur Óskarsson dæmdi leik-
inn af öryggi og festu. — EB
Tek aS mér hvers konar þýðlnf-
ar úr og á ensku
EIÐUR GUÐNASON,
IBggiltur dómtúlkur og skjala-
þýffandi.
Skipholti 51 — Simi 32933.
Jarðarför konu minnar og móður okkar
Gíslínu Erlendsdóttur
fer fram frá kapellunni í Fossvogi laugardaginn 18. júlí og hefst
kl. 10,30 f. h.
Vilhjálmur Ásgrímsson og börn.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. júlí 1964 |,3