Alþýðublaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 9
Draugabærinn Hánefsstaðaeyrar. Húsin gapa tómum gluggatóttum út á fjörðinn og tætturnar gýna við
vegfarandanum. ; i
Myndin er frá Fjarðaröldunni. —
Húsið lengst til hægri heitir Fram
nes og stendur á eyrarodda. Þetta
er hinn aristókratíski hluti Seyðis-
fjarðar.
nefnilega ekki liægt að stækka
þessa bræðslu nema á langveginn.
Því er haldið fram og líklega með
fullum rétti, að ríkið hefði átt að
byggja nýja bræðslu á Vestdals-
eyrinni þar sem er athafnasvæði
gott, það bezta við Seyðisfjörð og
Vestdalseyrin er ríkisjörð.
Allar aðstæður á núverandi stað
em eins handabakalegar. og hægt
er að hugsa sér. Bræðslan stend-
ur undir snarbrattri f jallshlíðinni,
svo tæpt, að það hefur orðið að
grafa og sprengja veginn inn í
hlíðina ofan við-.. Auk þess er
bræðslan sjálf ' og mjölhúsið í
stórhættu fyrir skriðum úr fjall-
inu. Þetta er 5000 mála bræðsla og
verður að öllum líkindum ekki
stækkuð meir við núverandi að-
stæður.
Eftir því sem að gamall og gró-
inn Seyðfirðingur sagði mér er
peningamökkurinn líklega ekki
eins bölvaður og Reykvíkingar
vilja vera láta. Ilann sagðist nefni
lega hafa tekið eftir því að síðan
farið var að bræða svona mikið í
firðinum hafi gróður í fjöllunum
aukizt að mun. Hann sæi greini-
lcgan mun á því hvað þau væru
grænni og hlýlegri nú en áður.
Mökkurinn liggur oft í hlíðunum
og í honum er meira og minna af
síldarmjöli, sem er hinn ágætasti
áburður.
Löggæzlumálin eru Seyðfirðing
um mikið áhyggjucfni yfir sumar-
ið. Dæmin eru ný í þeim efnum.
Fyrir nokkrum dögum logaði allt
í slagsmálum lieila nótt og langt
fram á morgun og lögreglan 'á
staðnum fékk við ekert ráðið. Lög-
reglan er ekki nema tveir menn
og er annar þeirra yfirlögreglu-
þjónn. Yfir honum er svo bæjar-
fógetinn og fulltrúi hans Fóget-
inn er jafnframt sýslumaður í
Norður-Múlasýslu. Þessir tveir
menn eiga að halda uppi lögum
og rétti þegar þúsundir aðkomu-
manna gista þennan 800 manna
bæ. Áfengisútsalan, er sú eina á
Austfjörðum og er lokað um leið
og fyrsta skipið kemur inn til að
Tunnulöndun á Seyðisfirði.
leggjast fyrir í brælu. Þetta kemur
samt fyrir lítið og í landlegum er
drykkjuskapur jafnan með líflegra
móti. Menn hafa ýmsa útvegi þeg-
ar þorstinn knýr á.
Síldarplönin eru einkum á
Ströndinni, Búðareyrinni og und-
ir Bjólfinum. Yzt sunnanmegin er
Þór. Það plan er í landi bæjarins
Hrólfs, sem var óðal Vilhjálms
Jónssonar þess er nú býr í Hafn-
arfirði og hefur komið þar upp
fiskvinnslustöð. Hann átti áður
söltunarstöðina Öðin á Raufar-
höfn og ítök í stöð á Vopnafirði.
Þá og langt fyrir innan, er stöðin
Neptún sem stjórnað er at Karli
Jónssyni, næst er Ströndin undir
stjórn Sveins Guðmundssonar, þá
ér Vigfús. Þorsteinsson frá Akur-
eyri, Baldur Gi.ðmundsson útgerð
armaður er þar fyrir innan á
Ströndinni, en Bræðslan er á
milli Þá eru Borgir hf. lítil stöð
með enn minna athafnasvæði á
Búðareyrinni. Undir Bjólfinum
eru svo ný stöð sem Borgir eru að
byggja, Hafaldan eign Sveins Bene
diktssohar og Sunnuver Ingv. Vil-
hjálmssonar. Þess má geta að í
fvrra var Hafaldan hæsta söltun-
arstöðin á landinu.
Sunnuver og Ströndin hafa
byggt starfsfólki sínu þokkalegar
verbúðir. Byggingarframkvæmdir
eru í fullum gangi hjá Þór en mér
sýndist að ekki væri lúxusnum fyr
(Fran.hald á 10. síðu).
Höfum opnað verzlun að Laugavegi 38
undir nafninu
Elfur Dömudeild
Urval af blússum, sloppum brjóstahöldum,
undirfatnaði o. m. fl.
Gjörið svo vel og Iítið inn.
Verziumn ELFUR — Dömudeild
Laugavegi 38.
Síma- og skrlf-
stofustúlka
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir
síma- og skrifstofustúlku.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
★
Tilboð, er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist afgreiðslu blaðsins, ásamt
mynd, fyrir sunnudagskvöld merkt: ,,Sími“.
Sumarsala
Mikill afsláttur af
K A P U FVI og DRÖGTUM
Allt að 50% afsláttur í clag
og á morgun.
Kápu- og dömubúðin
Laugavegi 46.
Þeir sem eiga
báta, skúra
og annað á lóð vorri í ÖRFIRISEY, eru
beðnir að fjarlægja þá nú þegar.
Að öðrum kosti verður þeíta flutt á óafgirt
svæði á ábyrgð og kostnað eigenda.
Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjan h.f.
Reykjavík.
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 17. júlí 1964 / ty,