Alþýðublaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.07.1964, Blaðsíða 6
□ Skc>f;gstyrjöldinni er haldið á- fram un víða veröld og linnir hvergi. Fyrir nokkru siðan bann- aði skólastjóri landbúnaðarskól- ans í Vencours í Frakklandi þrem nemendum sínum sem höfðu rækt að heljarmikla víkingsbarða á and- litum sínum, að ganga með þá lengur. Nemendurnir byrjuðu á að senda skólastjóranum mótmæla- bréf í bundnu máli, þar sem þeir færðu rök að því, að skegg þeirra gæfi karlmennsku þeirra til kynna. Það var eins og að stökkva vatni á gæs, en þá tóku þeir til þess ráðs að snúa sér til landbún- aðarmálaráðherra Frakklands, Ed- gar Pisani, sem sjálfur er maður skeggjaður. — Þegar þér, herra ráðherra, getið borið skegg yðar með stolti, hvers vegna erum við þá ofsóttir, vesælir búnaðarskólanemar, fyrir sama verknað? — Þetta hreif. M. Pisani hafði þegar samband við skólastjórann ng áminnti hann um, að hann hefði ððrum mikilvægari málum að 'sinna en að sjá rakvélum fyrir verkefnum. Slíkur sláttur væri raunar alls óskyldur landbúnaði. Skeggin blakta því enn þá í gol- unni í Vencours. □ Ilertoginn af Wir.dsor, Rainier furst.i af Mónakó, glæparithöfund- nrinn Georges Simenon og kvik- fnyndal etjan Curd J-'irgens, hafa lent í s írstæðri og harðri deilu við frönsku leikarana Jean Gabin, Pi- errc Bvasseur og Charles Vanel. A’lir þessir sjö höfðu ákveðið í hiæðslu sinni í vetur að hætta sígs ettureykingum og snúa sér að pipi-m. Fjórir þeir fyrr nefndu hafa gefi' s g merskúmspípum á vald, en iliinír þrír kjósa heldur briar. Þefía . ar upphafið að hinni áköfu 'deilu. r: >rd Jiirgens ritaði bréf til Gabins b-r ssra segir meðal ann- ars. „!ú crt á rangri braut góði vinur, ekkert kemst til jafns og ekkert framar merskúmspípunni“. Jean Gabin gaf opinbert svar sitt með því að bera eld að bréfi Curds og kveikja síðan í briarn- um sínum með því. 'ó’ □ Sendiherra Bandaríkjanna í Frakiandi, Charles E. Bohlen, hef- ur fengið viðurnefnið „heimilis- lausi ambassadorinn”. Að vísu ráða Bandaríkin yfir stærsta og glæsilegasta sendi- herrabústaðnum í París, við Con- cordetorgið, en þar er samt hvergi að finna sendiherraíbúð og það virðist vera ómöguiegt fyrir hann að finna sér íbiið annars staðar í París. Um tíma átti hann viðræður við franska utanríkisráðuneytið um kaup á Rotschildhöllinni, en þegar kom í ijós, að innréttingar myndu kosta margar milljónir dollara, neitaði Washington. Hann býr því enn þá við heldur óskemmtilega hóteltilveru. Fyrir nokru síðan tók hann sér langa og góða gönguferð í ná-' grenni hótels síns. Athugulum lög reglumanni þótti hann eitthvað grunsamlegur. — Það er kalt í kvöld, sagði hann. — Já, mjög kalt, svaraði sendi- herrann. — Haldið þér ekki, að þér ætt- uð að fara heim. herra minn? —: Ég á hvergi heima, svaraði Bohlen bitur. Ég er sendiherra Bandaríkjanna. □ Lyndon B. Johnson, Banda- ríkjaforseti, átti ekki upp á pall- borðið hjá dýravinum í Ameríku, þegar það komst upp. að hann togaði í eyrun á hundunum sín- um. En þegar allt var að því kom- ið að fara í óefni út af þessu svona rétt fyrir kosningar varð Johnson. það til happs, að ítalska kvik- myndastjarnan Lollobrigida (Giiia ■að fornafni) lýsti því yfir, að það væri mjög eðlilegt, að hann tog- aði í eyrun á hundunum sínum. Maður gerir þetta nefnilega oft við þá, sem manni þykir vænt um, segir Gína. Og nefndi í því sam- bandi son sinn sem dæmi Ifún segist nefnilega oft toga í eyrun á honum. % 17. jj;í 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ AUGLYSINGABRELLA B ( Lundúnastúlkan June Palmer, jj 21 árs gömul fyrirsæta, olli B miklu uppnámi fyrir nokkrum jg dögum þegar liún birtist í ■ fylgd með kappakstursmannin- J um, sem einnig er á myndinni, H á kappakstursbraut einni í Eng = landi. Ástæðan til athyglinnar jj var sú, að brjóststykkið vant- .iÍiTiiiimiiiiiiiimiiiiuuiiiiiiuimuiiiiiiniiiiiiiiiiniiniiiiHiiiiiiiiiiiiuHiiuiiiuniiiiiiiiiiiiiiiiii aði í kjólinn hennar og hún reyndist ekki vera í neinu und- ir. Þetta virðist vera mesta myndarstúlka, ekki þarf raun- ar að líta á hana til þess að geta sér þess til, heldur aðeins að skoða svip ljósmyndaranna umhverfis. Eins og flestum mun kunnugt stafar þessi lllllllllllllllllllilillllllilllllllillllllllllllllllllinilllllllllllllllllllllllllllllllllillillllllllllll klæðaskortur stúlkunnar ekki i | af efnisvöntun, heldur ganga B nú nektarsýningar af þessu tagi §§ sem faraldur erlendis og eru Ej kallaðar tízka af þeim, sem til ; § þeirra stofna. Billinn á myndinni heitir El- • va BMW, ef einhverjum skyldi jj detta í hug að spyrja um það. j j iiiiuinimiiniiiimiiMiiiiiimiiiiiniiiiuiiniiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiininiiiiiiiiiuiiimiminiiis AVA GARDNER VINDINUM Nú tala allir um Övu Gardner lausri ást. Hún fékk tilviljana- upp á kraft. En hún átti ekki upp kennd kvikmyndatilboð og ennþá á pallborðið hjá almenningi, þeg- tilviljunarkenndara tók hún þeim ar hún skildi við karlmenn hvern eða hafnaði. eftir annan, grét úr sér augun út af Frank Sinatra og elskaði nauta- En nú eru Ava og almúginn búinn bana á Spáni meira eða minna von að snúa við blaðinu. Hún bað sjálf En hér er Ava dagrsins í dag, 41 árs og brosandi út undir eyru. Svona var hún súr á svip, — - þegar hún var í öldudalnum. . um smáhlutwrk í kvikmyndinni SJÖ DAGAR í MAÍ. þar lék hún drykkjusjúka samkvæmisskvísu með miklum tilþrifum, að því er sagt er. Nýlega sló hún í gegn með leik sínum í kvikmynd,- sem gerð hefur verið eftir einu leikriti Tennessee Williams. Nú er Ava Gardner orðin 41 árs en henni hefur um það bil tekizt að vinna aftur titilinn „fegurstá kona' heims." Aðalkeppinautur hennar er Liz Taylor, — en hún hefur fitnað svo mikið upp á síð-; kastið, að aðdáendum hennar lízt ekkert á. Þær stöllur voru báðar á frumsýningu nýlega, — og þegar út kom, hrópaði lýðurinn: „Við viljum Övu”! En framtíð Övu er samt engan veginn dans á rósum, því að næst liggur fyrir hjá henni að leika Söru konu Abrahams í biblíumynd þeirri, sem Dino Laurentii er að setja saman um þessar mundir. Sara var nú ekkert unglamb, þegar hvað mestar sögur fóru af henni, — og kannski þykir Övu nóg um, þegar til kastanna kemur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.