Alþýðublaðið - 25.07.1964, Side 6
□ Kommy Schneider, kvik-
myndaleikkona, hefur sætt gagn-
rýni í heimalandi sinu .Þýzkalandi
sökum þess, að í viðtali við am-
erískt vikublað heldur hún því
fram, að borgarmeistari nokkur í
Þýzkalandi hafi hýtt sig fyrir það,
að hún vildi ekki heilsa honum
með Heil Hitler og útréttri hendi.
Þýzki blað rannsakaði málið og
þóttist geta sannað, að þetta væri
hrelnn uppspuni, — m. a. kom í
ljós, að Rommy hefði átt að vera
^sex ára, þegar þetta gerðist.
Síðast, þegar Rommy kom heim
var henni tekið kuldalega.
□ Húsvörðurinn í leikhúsinu
Comedie Francaise í París bjó í
■ svo stórri íbúð, að hann vildi fá
að leigja eitt herbergi út. Leik-
hússtjórnin gaf leyfi sitt til þess,
að hann gerði það. Hann setti þá
eftirfarandi auglýsingu í „Paris-
'Soir” :
„Herbergi til leigu fyrir pipar-
svein, sem hefur áhuga á leikhús-
um. Athugið, leikhús í húsinu.”
□ Ef svo óheppilega vildi til,
að Barry Goldwater hafnaði í
Hvíta húsinu í vetur, verður það
ekki í fyrsta sinn, sem hann sezt
í forsetastólinn.
Þegar ástandið var sem verst
eftir hina misheppnuðu innrás
Eandaríkjanna á Svínaflóa á Kúbu
kom Goldwater í heimsókn til
Kennedys. Honum var vísað inn í
vinnuherbergi hans, til að bíða
forsetans, sem var ókominn.
Þegar Kennedy kom inn var
Goldwater setztur í stólinn hans.
Kennedy sagði þá við hann í
spaugi: ■
— Jæja, hafið þér hug á stöð-
unni?
— Nei, það vildi ég ekki hvað
sem í boði væri, svaraði Gold-
water um hæl.
Svo er að sjá, sem hann muni
hafa skipt um skoðun.
□ Franski leikarinn, Jean-
Paul Belmondo, leikur í kvik-
mynd í Hafnarfirði þessa dagana.
En nýlega var hann að leika í
annarri mynd, sem heitir Maður-
inn frá Rio. Eins og nafnið bendir !
til gerist sagan í Rio og Belmon- |
do þurfti að taka á honum stóra
sínum við upptöku myndarinnar.
Einu sinni átti hann ncfnilega að
synda yfir kolmórautt fijót, fullt
af slöngum og krókódilum. „Við
mundum ekki einu sinni reka svin
út í þetta forað,” sögðu þeir inn-
fæddu, — en Belmondo stakk sér
til sunds og komst heilu og höldnu
upp á bakkann aftur.
□ Negrasöngvarinn Sammy Da
vis yngri söng opinberlega í Par-
ís fyrir nokkru og vakti mikla að-
dáun áheyrenda. Meðal þeirra, sem
á söng hans hlýddu var norskur
næturklúbbseigandi, sem sagði að
lokinni skemmtun:
— Eg má prísa mig sælan fyrir
að eiga eigin næturklúbb, hver
vogar sér annars upp á senu eftir
þetta?
STÚLKAN á myndinni er finnsk og heitir Eija Merila. Ekki vitum við livort hún er sænsku eða finnsku
mælandi Finni, en háraliturinn bendir frekar til hins fyrra. Gallinn er bara sá, að hún gæti sem
bezt verið með litað hár. Eija hefur ofan fyrir sér með dægurlagasöng.
Ef vel er að gætt má sjá, að Eija stendur ekki á götimni, heldur á allmerkilegu farartæki. Tækið
er kallað „vempele” og var fundið upp af þýzkri húsmóður, sem gaf dóttUr sinni það til þess að
styrkja fætur hennar eftir sjúkdómslegu. Nú er sú þýzka orðin rík á uppfinningunni.
□ Það er ekki auðvelt að fá gert ' hann lét ekki sjá sig. Þegar ég yðar bæði fyrir og eftir hádegið
við hluti þessa dagana, sagði
frænka mín. — Fyrir stuttu bilaði
dyrabjallan okkar og ég hringdi
á rafmagnsverkstæði og var lofað
viðgerðarmanni ,samdægurs, en
hringdi daginn eftir til þess að
grennslast fyrir um manninn, —
gáfu þeir eftirfarandi svar, blygð-
unarlaust:
— Það kom viðgerðarmaður til
í gær, en það hefur líklega eng-
inn verið heima vegna þess, að
enginn anzaði dyrabjöllunni.
■■■■■■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
iiMiKiiii"' * •'iMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiniiniiiniiniiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiniMi
SAGAN USVI ADAM OG EVU
Fyrst er hátt grindverk, síð-
an miklar gaddavírsflækjur, þar
fyrir innan öflug girðing og alls
síaðar skilti með áletruninni:
„Aðvörun, villt dýr.”
Fyrir innan þetta er enn ein
girðing og loks er fyrir innan
allt nakinn maður og nakin
kona.
Þannig lítur hún út hin jarð-
neska paradís, sem kvikmynda-
framleiðandinn Dino de Laur-
cntiis er að láta kvikmynda við
töku myndarinnar „Biblían,”
scm óður hefur verið getið hér
í Glugga.
Hið eina, sem skortir á til að
myndin fullnægi paradísarhug-
myndinni, eru nokkrir Kerúbar
með sverð á lofti. Þó eru nokkr-
ir hraustbyggðir karlmenn, sem
standa vörð við girðingarnar,
nokkur uppbót. Verðirnir og
girðingarnar gegna því hlut-
verki, að halda í hæfilegri fjar-
lægð ágengum ljósmyndurum
og forvitnum borgurum.
Til þess, að komast gegnum
allar hindranir þurfa menn-að
eiga sérstakt vegabréf og það
er ekki á hvers manns færi að
útvega sér slikt. Það eru de
Laurentiis sjálfur, handritshöf-
undurinn John Houston, að-
stoðarmaðurinn Guidarino Gui-
do, kvikmyndatökumennirnir
og nokkrir aðrir útvaldir, sem
hafa fengið svona vegabréf. Þar
á mcðal eru þau Ulla Begryd
og Miehael Parks, sem leika
Adam og Evu.
Þótt þau leiki Adam og Evu,
eru þau ósköp venjulegt fólk að
öðru leyti. Þess vegna eru allar
þessar varúðarráðstafanir gerð-
ar til þess að forða þeim frá
því að verða augum forvitinna
áhorfenda að bráð, eða, það,
sem væri miklu verra, að lenda
á filmu hjá einhverjum hinna
skæðu „Paparizzis”. Þeir eru
hinir alræmdu hneykslisljós
myndarar Rómaborgar (þessari
vlðkunnanlegu stétt voru gerð
góð skil í myndinni La dolce
Vita). Þeir hafa skriðið, klifr-
að, roðizt og teygt sig, allt til
einskis, vegna þess, að engum
hefur tekizt að ná mynd af Ullu
í engu.
Hápunktur kvikmyndarinnar
verður að sjálfsögðu hinn sögu
legi atburður undir skilnings-
trénu. Houston hefur ekki enn
gert upp við sig hvaða tré hann
ætlar að nota sem skilningstré,
en sagt er, að hann velti fyrir
sér, að búa til tré, sem ekki lík-
ist rxíinu öðru tré.
Öll atriðin með Adam og Evu
þar sem þau koma fram klæð-
laus, munu kvikmyndahúsa-
gestir sjá í gegn um gyllt mist-
ur. Þegar þau ánetjast véla-
brögðum djöfulsins, leysist gull-
mistrið skyndilega upp og áhorf
endur sjá ungu hjónin á því
andartaki, sem þau uppgötva
nekt sina og reyna í fáti miklu
að hylja hana. Þessar andstæð-
ur eiga að sýna hvernig Adam
og Eva eru hrifin burt úr
draumatilveru sinni og skellt
inn í gráan hversdagsleikann.
- >|..................>n»l'*l|l||ll|liil|||||||||||UIIIIIIII|IIIIIIIIIMIIIII|MI|IIUII1IIIMIM(IMIIIIIIIIIIIIIIIII(li(miMIM|IIMIIIttMllllflll*(*nna»omi«iai(lllll|»IIHIIIMIMIIIIinM«niMillif**. ■Millllllll(«lllllMMIIMII(lllllllllll|fllilll«IIIIIIIIMIIMI(lllilll>ll>illllllllÍIIMII '|l|IIIIIMrMMMIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIl'>'*>
g 25. júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
(iiinViiiiiiitliiMiniiiiiiiiiiiiiiniliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iMiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^