Alþýðublaðið - 16.08.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.08.1964, Blaðsíða 4
 iimiiiMiii’i. i:i iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmmmmmiimimmmmmmmmiimimmiimmmimmmmimmmmiiiiiMii i iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii..i i.iimimiiimimiiniiimiiiiiiiiiiimiimiimimiimiim,mii,iinmiimimii,ii,ii,iiimimimiiimmiimiri,- KONA bæjarstarfsmanns scndi Hannesi á horninu nýlega pistil um skattamálin, sem er nokkuð í öðrum tón en flest blaða skrif hafa verið um þau mál. Bréfið var lielzt til langt fyrir Hannes, on nú birtir bréfakassinn það með síðara bréfi kon- unnar, er hún rekur á eftir birtingu hins fyrra. Hannes mun vafalaust svara þessum bréfum í dálkum sínuni. skrifar um skattam (Kona || Reykjavík, 11.8 1964. Bréfakassi Alþýðublaðsins, Eins og meðfylgjandi bréf ii ber með sér, sendi ég það í |í fyrstu „Hannesi á horninu", til |j birtingar (þ. 6.8). Þar sem hann al hefur ekki séð sér fært að birta ij það í dálkum sírium, læt ég J| það hér með ganga til þín og |j bið þig góðfúslega að birta það i\ í Bréfakassanum, sem hlýtur li að vera opinn til andsvara bréf ]i um, sem þar hafa áður birzt. Efdr að ég skrifaði Hannesi, hefi ég lesið margt um skatta og skattamál í dagbiöðum bæj- arins. Sumt af því er jafn fjar- stæðukennt og bréf það, sem ,. • birtist í Bréfakassa. Alþýðublaðs |i ins frá „ríkisstarfsmanni". Þar lr á meðal er bréf, sem Tíminn ii bii'tir, frá trésmið nokkrum, Ji 74 ára gömlum. Segist hann |i njóta ellilauna, ásamt konu i; sinni, og hafi hann hugsað sér li að hætta að vinna, er hann hafi |i náð 75 ára 'aldri. Nú hafi hann |i hins vegar fengið tilkynningu ii um skatta, sem honum beri að ii . grciða, sem séu kr. 51.000 — og |j gfeii þetta honum ókleift að ij hæíta að vinna, ef hann eigi |i að geta staðið í skilum við |i ríki og bæ. — Verður engum, || nema mér, á að spyrja: Hvað |i hefur maðurinn haft í tekjur, "i úr því að liann á að greiða jj 51.000 þús. krónur í skatta? || Mér finnst, að við .slíku bréfi || sé aðeins eitt svar: Maður, sem |i hefir það miklar tekjui’, að hon I: um beri lögum samkvæmt, að greiða 51.000 krónur í skatt, d ætti hann að sjá sóma sinn í |i að þegja um að hann taki við |j • ellilaunum. (Eins og kunnugt |i er, eru ellilaun nú veitt öllum, |j sem náð hafa 67 ára aldri f| hversu miklar tekjur, sem þeir = hafa að öðru leyti). Þrátt fyrir þetta hafa ríkis- stjórninni og stjórnarblöðunum orðið á a. m. k. tvær skyssur, Hin fyrri er sú, að vegna hinna stórlxækkuðu launa, þar sem hver króna er verðminni en hún var áður, byrjar stighækk unin í álagningunni, a. m. k. gagnvart útsvarinu, of snemma. Mér skilst, að þegar menn séu komnir yfir 65.000 króna netto tekjur, séu þeir komnir í hæsta, eða réttara sagt hærra þrep útsvarsstigans, (því að þrepin eru nú aðeins tvö). En svo lágar tekjur hafa nú að- eins þeir, sem vegna veikinda, elli, náms eða af öðrum ástæð- um geta ekki unnið fulla vinnu. Má því næstum segja, að ekki sé um stigaliækkandi álagn- ingu útsvars að ræða. Hin skyssan er sú, að stjórnarblöð in hafa sífellt leitazt við að telja fólki trú um, að skattarn ir myndu lækka vegna nýju iskattalaganna. Þegar reyndin verður sú, að þeir stórhækka að vísu vegna stóraukinna tekna, þó finnst mönnum sem þeir hafi verið sviknir. Menn eru orðnir svo vanir að láta hugsa fyrir sig, að ekki.hefði veitt af að brýna fyrir þeim í tæka tíð að vera viðbúnir hærri sköttum vegna hækkaðra launa, í stað þess að telja þeim trú um hið gagnstæða. Um skattsvikin geta allir ver ið sammála. Þeim ber að út- rýma, enda stefna liin alræmdu nýju skattalög að því með skip un embæltis til eftirlits með ■skattaframtölum, Öðru þarf ég ekki að bæta við bréf mitt til Hannesar á hominu. Virðing-arfyllst, (Kona bæjarstarfsmanns). Kæi'i Hannes á horninu! Ég fæ ekki betur séð en að þú og Alþýðublaðið séuð að gera ykkur að hreinum við- undrum með skrifum ykkar um skattamál. Þú talar um skattpíningu og segir, að nú sé útilokað, að menn geti kostað börn sín til náms eða eignazt bíl, og Alþýðublaðið birtir í ,bréfakassanum‘ í dag með sýni legri ánægju (þóit blaðið segi reyndar, að því þyki það mjög miður, bréf frá ríkisstarfs- manni í 17. launaflokki, sem segist þurfa að segja sig til sveitar til þess að geta lifað af þessa 5 mánuði til áramóta, er hann hafi greitt skattinn. Skatt arnir séu nefnilega kr. íl.050 á mánuði, en launin — frá rík- inu — séu — kr. 11.000. Þar sem ég er ekki alveg eins auðtrúa og þið Alþýðu- flokksmenn, þá tók ég mig til og leitaði uppi dagblöðin sem fyrir fáum dögum birtu skatt stigana, sem farið var eftir við álagningu tekjuskatts og út- svars bæði í fyrra og nú í ár. Ríkisstarfsmaðurinn segist hafa kr. 11.000 á mánuði í tekj ur — frá ríkinu. Þessar tekjur hefur hann þó væntanlega að- eins haft síðari helming árs- ins 1963, því að hin mikla launahækkun opinberra starfs manna varð 1. júlí það ár. Það gera kr. 66.000.oo fyrir síðari helming ársins. Fyrri sex mán uðina hefur hann naumast haft yfir kr. 8.500 — á mánuði. (Það mundi jafngilda því, að hækk- unin hefði orðið 30%) eða kr. 51.000,- fyrir þann árshelming. Árslaunin — frá ríkinu — næmu því samtals kr. 117.000.-. Þess ber að gæta, að hér er um brúttótekjur að ræða, en á- lagningin miðast við nettótekj- ur. Frá brúttótekjunum er leyfi legt að draga sjúkrasamlags- gjald, kr. 1500,- alm. tiygging- argjald, kr. 627.-, stéttárfélags- gjald, ca. kr. 300,- og auk þess er opinberum starfsmönnum heimilt að draga 4% af árs- tekjunum frá vegna lífeyris- sjóðs, eða í þessu tilviki kr. 4.680.-. — Frádrálturinn yrði því samtals kr. 7.107,- og eru þá nettótekjurnar komnar nið- ur í tæplega kr. 110.000,- Nú veit ég ekki hvort umræddur rikisstarfsmaður er giftur eða einhleypur, né hvort hann á nokkur böm á sínu framfæri, en ég ætla að gera ráð fyrir, að hann sé einhleypur til þess að fá fram hæstu mögulegu skattaálagningu. Samkvæmt áðurnefndum skattstigum yrði þó tekjuskatturinn kr. 6.000,- og útsvarið kr. 16.000.-, eða samtals kr. 22.000.-. Við þetta mundu svo bætast kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, sjúkrasam- lagsgjald og alm. tryggingar- gjald, ásamt e. t. v. einhverjum fleiri smá-gjöldum, og áætla ég, að þessi gjöld yrðu samtals ca. kr. 5.000.- Yrðu þá allir skattarnir, sem ríkisstarfs- manni bæri að greiða um 27 þús. krónur. Nú ber þess að gæta, að vafalaust hefir ríkis- starfsmaður þessi haft ein- hverjar tekjur árið áður (1962). Gerum ráð fyrir að þær hafi verið kr. 8.500,- á mánuði, eins og fyrri helming ársins 1963, þá hafa brúttó árstekjur hans það ár (‘62) verið kr. 102.000.-, sem með 7000,- króna frá- drætti jafngildir kr. 95.000,- nettótekjum Fyrir það hefði honum skv. reglum þess árs verið gert að greiða kr. 12.050.- í útsvar og kr. 4.750,- í tekju- skatt. Ef við bætum þar við kr. 4.000,- í önnur gjöld, verða samanlagðir skattar hans fyrir árið 1962 kr. 20.800.-. Helming þeirrar uppliæðar hefur hann átt að greiða fyrirfram á fyrri helming ársins 1964, cða kr. 10.400.-. Verða þá eftir til greiðslu á síðustu 5 mánuðum ársins kr 27.000 - -í- kr. 10.400,- eða kr. 16.600,-, sem jafngildir kr. 3,320,- á mánuði. — Þetta er alí fjarri þeim kr. lil.050,-, sem ríkisstarfsmaður segist þurfa að greiða í skatt á mán- uði til áramóta, og gebég ekki séð á því nema tvær skýringar. Önnur er sú, að ríkisstarfsmað- ur þessi hafi haft mjög veruleg ar aukatekjur frá öðrum en rík inu, og sé ég enga ástæðu til, að þær tekjur ættu að vera skattfrjálsar. Hin skýringin er sú að skattayfirvöldin hafi hreinlega reiknað skakkt, og ætti í’íkisstarfsmaður því frek- ar að snúa sér til þeii’ra til þess að fá leiðréttingu mála sinna en að sækja um „sveitar styrk‘‘ til borgarstjóra. Raunar held ég, að ég gæti jafnvel fall izt á, að manni þessum yrði veittur sveitastyrkur, því að hann virðist vera helzt til ráða laus ekki kunna að bera hönd fyrir höfuð sér, ef hann er órétti beittur. Auk þess get- ur maður víst verið ánægður, á meðan opinberir starfsmenn, gera það ekki að baráttumáli sínu, að menn, sem taka laun samkvæmt 17. launaflokki rík isstarfsmanna, séu teknir á sveitina. En það er ýmislegt fleira í sambandi við þessi mál, sem vert er að athuga. Þú segir, Hannes minn, að mönnum sé nú gert algerlega ókleift að Framhald á 11. síðu. ................„„„„..........„„„„„„„„„„„.................................... ... ................ ........................................ .................................. Bítlar og Gautar Á SIGLUFIRÐI er mikið dans- að á sumrin. Þar eru danslcik- ir á hverju kvöldi, og stundum dansað í fleiru en einu húsri, þegar mikið er af aðkomufólki á s’aðnum. Tii þess að hægt sé að dansa þarf að sjálfsögðu að hafa hljómsveit, og þær cru að minnsta kosti fjórar á Siglu firði, og auk þess koma þang- að mjög oft hljómsveitir víðs- vegar að af landinu. Vinsælasta hljómsvei in heitir GAUTAR, og má segja að liún sé ein vin- sælasta liljómsveit á Norður- landi, því að þeir hafa fengið einstakar undirtektir livar sem þeir hafa leikið norðanlands. Það, sem af er sumirnu, hafa þeir eingöngu haldið sig við Siglufjörð, og leikið á dans- leikjum á Hótel Ilöfn á hverju kvöldi. Þegar Illjómar frá Keflavík, mesta Bítlahljómsveit landsins, kom til Sigltifjarðar um daginn léku Gautarnir með þeim á dansleikjum á Höfninni við miklar vinsældir. Þessi mynd sýnir Gauta og Bítlana sarnan á bryggju á Siglufirði. (Mynd: Ól. Ragnarsson). 4 16. ágúst 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.