Alþýðublaðið - 16.08.1964, Blaðsíða 8
|í|§:
lllllll!
. / .
iiiilll
Swí»iSí$í:
Íí&ÍÍS::
'::x::::::V
■
a5ur á mér allur frágangur, eða
réttara sagt var. Það varð aldrei
úr að ég færi til Afríku, sem betur
fer iiggur mér við að segja, en
eins og þú hlýtur að vita var
þetta hundalíf hjá þeim sem þang
að voru sendir og sumir komu
aldrei aftur. Nú liggur maður hér
á bumbunni og lætur sig dreyma
horfna daga og þér að segja líður
mér prýðilega og alveg sérstaklega
í svona góðu veðri eins og hefur
verið í dag.
Við kveðjum Bedfordinn og
heilsum upp á gamlan vörubíl.
M VAR STERKARA I OKKUR S1
ÞEIR mega muna sinn fífil
fegri, bílarnir sem lúra í kirkju-
garðinum uppi við Sorpeyðingar-
stöð. Þvílík kynstur af bílum sam
ankomin á einum stað.
Það liggur við að íslendingar
geti farið að kalla sig stórþjóð,
þegar tekið er tillit til þess bíla-
fjölda sem liggur ónotaður og ó-
nothæfur þarna uppfrá.
Við ljósmyndarinn brugðum okk
ur í „garðinn", til að líta á grip-
ina og athuga hvort þarna væri
ekki að finna einhvern mann, sem
gæti sagt okkur sögu í sambandi
við einhvern bílinn, en við vorum
svo óheppnir að finna engan mann
inn, en satt að segja leituðum við
ekki mjög mikið að honum.
Þarna kennir margra grasa og
fyrirfinnast flestar þær bílategund
ir sem til landsins hafa verið
fluttar.
Þarna eru bílar af öllum stærð-
um, allt fró smæstu bílkrílum upp
í stóreflis strætisvagna. Flestir eru
bílarnir illa farnir, og er tæplega
hægt að kalla sum flökin bila, þó
það sé gert hér, en það hefur sín
ar ástæður.
Sjálfsagt er eins ástatt um flesta
bílana og mannfólkið, að þeir hafa
átt sínar gleðistundir, ekki síður
en sorgar, og það liggur við að mað
ur vorkenni þeim sumum, hve illa
þeir eru farnir og útlitið ámátlegt.
Við skulum nú bregða á leik og
spjalla við einn gamlan Packard,
blámálaðan og furðuvel farinn, þd
kominn sé hann til óra sinna.
— Og hvaða módel ert þú vin-
urinn?
— Eg er nú módel 1938, sex
manna far og var tryllitæki á
yngri árum og reyndar fram eftir
öllum aldri. Mér voru gefin mörg
hestöflin í vöggugjöf og var óspar
að beita þeim væri mér gefið inn.
— Mér sýnist þú vera svo til
óryðgaður?
— Já, mikil ósköp. Það var sko
sterkara í okkur stálið í gamla
daga, og ekki hægt að miða við það
bévað biikk sem nú er notað í
bíla.
— Manstu eitthvert sérstak at
'Vik frá gömlu, góðu dögunum?
Gamli Packardinn hugsar sig
um stundarkorn, klórar sér í grind
inni og segir svo rámri röddu,
eilítið glettinn:
— Já, hvort ég man. Það mun
hafa verið á stríðsárunum, þá átti
mig ágætis maður, sem fór vel
með mig, bónaði mig reglulega
og sveikst ekki um að smyrja mig.
Þessi maður var kvæntur mjög
fallegri konu, sem hafði bílpróf
og gat því keyrt mig þegar svo
bar undir. Konan var í ástandinu
eins og sagt er og iðulega ók hún
mér hérna upp í Mosfellssveit til
að hitta kafteininn sinn. Svo er
það i einni af þessum ferðum, sem
reyndar varð sú síðasta af því tag
inu að við erum að taka beygju
inn á Gufnesafieggjarann, en þang
að óku þau gjarna til að kyssast
og svoleiðis. Þá vildi ekki betur
til en svo, að hún fór út af vegin-
um og velti mér. Sem betur fer
— Þú ert kominn til ára þinna
gamli minn?
— O sussu já, en ég man satt
að segja ekki livort ég er módel
28 eða 29, enda skiptir það ekki
svo miklu máli.
Packardinn: — Eg var tryllitæki á yngri árum, og fram eftir öllum aldri.
meiddust þau hjúin ekkert og svo
var mjúkt undir þar sem ég valt,
að ekki kom nema smádæld í hurð
ina á mér að aftan. Það reyndist
erfitt fyrir konugreyið að útskýra
ferðina og dældina og hún reyndi
ekki ofar að fara í svona ferðir.
— Við þökkum Packardinum fyr
ir spjallið og heilsum upp á gaml
an frambyggðan Bedford.
— Sæll vert þú Bedford, hvern
ig er heilsan?
— Mér þykir þú spyrja undar
lega, eða sérðu ekki að ég er allur
í tætlum.
— Fyrirgefðu vinurinn, en þú
átt víst ekki sjö dagana sæla?
— Það er háborin skömm að því,
hvernig farið er með mann. Eg
hefði sko getað enzt miklu lengur,
ef einhver hefði haft áhuga fyrir
að koma mér í viðgerð. Eins og þú
kannske sérð, er ég búinn ti’l á
stríðsárunum og meiningin var að
senda mig á móti hersveitum
Rommels í Afríku og m. a. þess
vegna er ég með drif á öllum hjól
um. Það er líka sérstaklega vand
Renaultinn: — Við vorum upp nefndir, og kallaðir hagamýs.
— Þú ert fjári vel bronsaður?
— Já, hvað finnst þér, ég ber
af þessum hópi sem hér er saman
kominn í ytra útliti og ekki þarf
að minnast á innrætið.
— En hverrar tegundar ertu?
— Ja, það er nú svo komið,
að ég er búinn að gleyma því, en
mig minnir hún héti stúdíbeiker,
eða eitthvað svoleiðis, en ég man
að við vorum margir bræðurnir.
— Þú hlýtur að muna tímana
tvenna?
— Mér er minnisstætt atvik,
sem kom fyrir mig þegar ég var
eins eða tveggja ára gamall. Þá
var ég keyrður austur á þingvöll.
Þeir settu boddí á pallinn á mér
og hrúguðu þar inn fólki, kátu og
fjörugu fólki. Svo var .ekið aust-
ur, en þar var mikil hátíð vegna
afmælis alþingis, eins og þú kann-
ske veizt, Það er alveg ógleyman-
legt.
— Þú hefur séð þar margfc
frægra manna?
— Já, hvort ég sá. Ég man sér
staklega eftir Oddi gamla á Skag
3 16. ágúst 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ