Alþýðublaðið - 16.08.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.08.1964, Blaðsíða 11
Lið KR gegn Liver- pool n.k. mánudag Meistaraflokkur KR 1964: Efri röð frá vinstri: Heimir Guðjónsson, Ársæll Kjartans son, Sveinn Jónsson, Bjarni Felixson. Ellert Schram, Hörður Felixson, Þórðui- Jónsson, Þorgeir Guðmunds son, Siffurþór Jakobsson. Neðri röð frá vinstri: Ósk- ar Sigurðsson, Kristinn Jóns son, Jón Sigurðsson, Hörður Markan, Hreiðar Ársælsson, Gunnar Guðmannsson, Gunn ar Felixson. Jón Sigurðsson, innherji, 23 ára gamall. Hóf að leika 1958, samtals 31 leikur. Húsgagnasmiður. Gunnar Felixsson, miðfram herji, 24 ára gamall. Hóf að leika 1959, samtals 76 leiki. Hefur leik ið 4 landsleiki. Fulltrúi. Ellert Schram, innherji, 24 ára gamall. Hóf leik með m.flokki 1957, samtals 141 leikur. 9 sinn- um leikið í landsliði og einu sinni í B landsliði. Laganemi. Theódór Guðmundsson, útherji, 20 ára að aldri. Hóf að leika með m.flokki 1962 samtals 14 leikir. Iðnnemi. Sigurþór Jakobsson, útherji, 23 ára gamall. Lék fyrst með m.flokki 1962, samtals 48 leikir með m. flokki. 4 landsleikir. Prentari. Meistaramótið kl. 3 í dag Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum heldur áfram á Laugar- dálsvellinum í dag kl. 3. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 m. hlaupi, stangarstökki, 110 m. grindahlaupi, kringlukasti, þrí- stökki, sleggjukasti, 400 m. hlaupi, ög 4x100 m. boðhlaupi. Auk þess verður keppt í 80 m. grindahlaupi, og fimmtarþraut kvenna. Ekki er minnsti vafi á þvi, að um spennandi keppni verður að ræða í flestum greinum, en meistari i hverri grein iilýtur bikar til varð- veizlu í eitt ár. Tekst Þorvaldi Benediktssyni aiS ' sigra Karl Stefánsson í þrístökki? Lesið AlþýðublaÖið LIÐ KR er sennilega eina áhuga mannaliðið, sem þátt tekur í Ev- rópubikarkeppninni. Ýms beztu „áhugamannaiið“ Evrópu eru með, en allir vita að liðin fá greitt fyrir íþrótt sína annað hvort beint eða óbeint. Eftirtaldir knattspyrnumenn skipa lið KR: Heimir Guðjóhsson, markvörð ur, 27 ára að aldri. Hóf að leika með m.flokki 1955, samtals 140 leikir. Leikið 5 landsleiki. Vélvirki að atvinnu. Gísli Þorkelsson, markvörður, 22 ára gamall. Hóf að leika með m.flokki 1959, samtals 42 leikir. Einn leikur með B landsliði og núverandi varamarkvörður í A landsliði. Bifreiðastjóri að at- vinnu. Hreiðar Ársælsson, bakvörður, 34 ára gamall. Lék fyrst með m.flokki 1952, samtals leikið 202 leiki, 8 landsleiki og einn B landsleik. Prentari. Ársæll Kjartansson, bakvörður, 19 ára að aldri. Lék fyrst með m.flokki 1963, hefur leikið sam- tals 4 leiki með flokknum. Bif reiðastjóri. Bjarni Felixson, bakvörður, 27 ára að aldri. Lék fyrst með m. flokki 1956, samtals 158 leiki. 5 landsleikir. Fulltrúí. Kristinn Jónsson, bakvörður, 23 ára. Hóf leik með m.flokki 1959 samtals leikið 25 leiki. Prentari. Þórður Jónsson, framvörður, 19 ára. Lék fyrst með meistara- flokki 1963, samtals 29 lerki í m. flokki. Einn B landsleikur og vara maður í A landsliðinu í ár. Menntaskólanemi. Hörður Felixson, miðframvörð- ur, 32 ára að aldri. Lék fyrst með m.flokki 1949, samtals 238 leikir. Hefur leikið 11 landsleiki. Skrif- stofustjóri. Þorgeir Guðmundsson, miðfram- vörður, 20 ára gamall. Hóf að leika með m.flokki í vor, samtals 14 leikir. Iðnnemi. Sveinn Jónsson, framvörður, 26 ára gamall. Lék fyrst í m.flokki 1956, samtals 162 leikir. Hefur leikið 12 sinnum í landsliði. End- urskoðandi. Gunnar Guðmannsson útherji, 34 ára gamall, hóf leik með m. flokki 1947, leikið samtals 280 leiki. Leikjahæsti maður félags- ins frá upphafi. 9 landsleikir. Húsvörður. Hörður Markan, útherji, 19. ára gamall. Hóf að leika með m.fl. í sumar, samtals 3 leiki. Iðnnemi. frjálsíþróttamenn og sundmenn til Tokyo? Valbjörn Þorlaksson i stangarstökki. í DAG, 16. ágúst, eru síðustu for- vöð að tilkynna þátttöku í Olymp- íuleikunum í Tokyo. Ekki hefur enn heyrzt ákveðið í hvaða grein- Iim ísland tekur þátt, en trúlega sendum við bæði sundmenn og frjálsíþróttamenn til Tokyo. ALÞÝÐUBLAÐIO - 16. ágúst 1964 .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.