Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 1
Heildaraflinn 660.000 meiri HEILDARSÍL^ARAFLINN í sum- ar er nú orðinn rúmum 660.000 málum og tunnum meiri en á sama tíma í fyrra, cn sennileg'a eitthvað verðminni, því að enn vantar ná- lega 200.000 tunnur upp á, að salt- að h'afi verið jafnmikið. Vikuafl- inn var 199.740 mál og tunnur, eða rúmum 5000 meiri en í sömu viku í fyrra. Fer fréttatilkynning Fiskifélags- ins um síldveiðina norðanlands og austan hér á eftir: ,,Góð síldveiði var siðustu viku og veður sæmiegt. Aðalveiðin var austur af Langa- nesi um 60—85 mílur undan landi. Einnig var nokknr veiði um 50 míl- ur út af Dalatanga. Vikuaflinn var 199.740 mál og tunnur, en var í sömu viku í fyrra 195.043 mál og tu. Heildarafli á miðnætti laugardags 5. sept, s.l. var orðinn 2.034.5612 mál og tu., en 1.374.414 mál og tu. á sama tíma í fyrra. ★ Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: í salt (uppsa. tu.) .... 270.579 í fyrra .............. 462.867 f frystingu (uppm. tu) 31.619 í fyrra ................ 31.273 í bræðslu (mál)........ 1.732.214 í fyrra................ 880.274 ★ Ilelztu löndunarhafnir eru þessar: mál og tu. Siglufjörður ............. 260.530 Framhald á 13. síðu STJÓRNARFUNDI HEIMS- SAMBANDSINS LOKIÐ tWMWWMMWWMMMimWIMMIWWIWWtVWMWWtMMWMIWMMWtWMMMMMWIWtW Reykjavík, 7. sept. GO. Vinnupallar hafa nú verið teknir utan af Borgarsjúkra- húsinu í Fossvogi og kemur í ljós að þar er á ferðinni hin snotrasta bygging. Við hringd- um í Hjálmar Blöndal, sem er í byggingarnefnd hússins og spurðum hann um ganginn á smíðinni. Hann sagði að nú væri áætlað að taka þennan hluta hússins í notkun um áramótin 1965 og 1966. í hon- um er helmingur sjúkrarúm- anna, sem verða 400 að bygg- ingunni lokinni og öll aðstaða til skurðlækninga og þess háttar? Húsflöturinn er nú eins og vinkill í laginu, en verður eins og T, þcgar svokölluð B-álma hefur verið byggð. Þá mun lyfjadeildin, sem nú er til húsa í Heilsuverndarstöðinni fiytjast í Fossvoginn og Ilvíta- bandið og Farsóttarhúsið verða lögð niður. Haldið verð- ur áfram viðstöðulaust við bygginguna, þegar þessi hluti hefur verið tekinn í notkun. Iðnrekendur kvarta yfir ódýrum innfluttum fötum Reykjavík, 7. reptember — HP. STJÓRNARFUNDI Lútherska heimssambandsins lauk í Reykja- vík á laugardagsmorgun. Hófst fundur kl. 9.30 um morguninn og stóð il kl. 11 og voru þar rædd ýmis mál. Kl. 12.30 lögðu þingfull- trúar af stað austur í Skálholt, þar sem guðsþjónusta hófst kl. 3. Þar prédikaði biskupinn yfir íslandi, hr. Sigurh örn Einarsson, en að lokinni messu fór fram afhending gjafa, og þingfulltrúum var sögð saga s aðarins og skýrt frá fram- kvæmdum þar. Frá Skálholti var ckið að Þingvöllum, þar sem full- trúarnir sátu kveðjuhóf biskups- lijónanna, meðal viðstaddra var mmmmiiiiiiiiiiiwwiiiv 150 Fokker Fri- endship vélar 150. flugvélin af gerðinni Fokker Friendshiþ var af- hent í Amsterdam fyrir skemmstu, og var það Flug félag Filippseyja, sem fékk þá vél, en til gamans má geta þess, að sama félag fékk 100. Fokker Friendship vél- ina, sem afhcnt var. Á félag- ið nú 8 vélar af þessari gerð. Eins og kunnugt er, á Flug- félag íslands von á slíkri vél. MMWIIIWMMIIIMMMMMIlí forseti íslands. í gær prédikuðu hinir erlendu kirkjuleiðtogar í öll um kirkirjn Reykjavíkur og víð- ar. Sumir þeirra fóru héðan strax í dag, aðrir fara á morgun eða næstu daga. Veður var go't á laugardag, og á leiðinni að Skálholti var stanz- að á Kambabrún og litazt nm, en í Hveragerði sáu fulltrúarnir gos og þótti miklð til koma. Guðsþjóh us'an í Skálholti hófst kl. 3 síð- Framh. á bls. 4 Reykjavík, 7. september — HP. í júlíhefti „íslenzks iðnaðar", ímarits Félags íslenzkra iðnrek- euda, er frá því skýrt, að mikil undirboð hafi að undanförnu átt sér stað á tilbúnum fatnaði, sem hér hefur verið á markaði og flut', ur er inn frá Austur-Evrópu. Seg- ir þar, að full ástæða sé til að reyna að ná fótfestu á markaðnum ætla, að viðkomandi lönd séu að með undirboðum, og 'séu því ís- lenzkir iðnrekendur í fa aiðnaði mjög óánægðir með samkeppnina. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA STOFNUÐ I BORGARNESI Reykjavik, 7 sept. — ÞB. STOFNAÐ hefur verið hlutafélag um rekstur niðursuðuverksmiðju í Borgarnesi. í verksmiðju þessari er ætlnnin að sjóða niður landbún- aðarafurðir affallega og mun hún taka til starfa að lokinni sláturtíð í haust. Reksturinn verður fyrst um sinn í húsnæði, sem er eign Verzlunarfélags Borgarfjarðar og Verzlunarfélagsins Borgar. Ilugmyndin er að nota húsnæði, sem hingað til hefur staðið ónotað nema rétt yfir sláturtfðina, og mun p* * niðursuðuverksmiðjan ekki verða starfrækt meðan hún stendur. Auk kjötmetis munu verða soðnir nið- ur sveppir í verksmiðjunni. Þeir eru ræktaðir á Laugalandi. Hins vegar verður engin fiskniðursuða í verksmiðjunni, enda staðsetning hennar ekki við slíkt miðuð. Formáður hlutafélags þess, sem stofnáð hefur veri-ð um rekstur- inn, er Sigurður Pétursson, gerla- fraéðingur, 'og náði blaðið tali af honum í dag. Hann sagði, að til Framhald á síðu 4 Hafi þeir í sumar komið saman á fund til að ræða þetta mál, og í umræðum þar hafi komið fram það álit, að nauðsyn bæri til að lækka tolla á fa'aefnum eða grípa til annarra aðgerða til styrkt ar samkeppnisaðstöðunni gagnvart innflu ningi á tilbúnum fatnaði. Tilbúni fatnaðurinn, sem flutt- ur hefur verið inn frá Austur-Ev- rópu, hefur að sögn .iðnrekenda verið seldur hér á óeðlilega lágu verði miðað við verð á fataefnum frá sömu löndum. Þess eru jafn- vel dæmi, að tilbúinn fatnaður hafi verið boðinn á lægra verði en efni í sams konar föt, sem einnig hafa fengizt flutt inn frá sömu ríkjum í Austur-Evrópu. Einnig hefur það komið fyrir, að inn- lendir framleiðendur liafa gert til boð í efni til framleiðslu á sömu vöru og hér er seld á lága verð- inu, en engin svör fengizt þrátt fyrir itrekaðar fvrirspurnir. Þess skal getið, að tilbúni fatnaðurinn. sem um er að ræða, er einkum karlmannaföt og frakkar, einnig bamaföt, rkyrtur og jafnvel nær- fö\ en löndin briú. mm mest hef- ur verið flutt inn frá, eru Pólland Austur-Þýzka)and og Ungverja- land. Vegna þessa máls hafði Alþýðu blaðið í dag tal af innlendum iðn rekanda, en fyrirtæki hans hefur mörg undanfarin ár framleitt til- bú nn fa nað. Hann sagði, að sér væri fullkunnugt um þennan inn- flutning, og í sumum -tilfellum hefði verið um iítinn verðmun á efni og fötum úr sarna efni að ræða, og væri það í sjálfu sér næsta óskiljanlegt. Hins vegar hefði það verið lán í óláni, að þó að efnið í þessum fatnaði væri sæmilegt, hefði sniðið þótt ljótt og lítt hæfi fólks hér, saumaskap- urinn óvandaður og tilleggið það- an af verst. Iðnrekendur hefðu reynt að fá vernd fyrlr þessu, en málið væri erfitt. viðureignar. Sagði hann, að sér þætti réttast, að hér yrði hafður sami hádur á og í Bandaríkjunum í svipuðum tilvikum: innflytjandinn iátinn borga mismuninn, borga fyrst verð Framhald á síðu 4 HMWIMMMWWWWMIIMM 4 til Tókíó OLYMPÍUNEFND íslands vaidi í gær þátt akendur ís- lands í leikjunum í Tokio. Fyrir valinu urðu eftirta’dir íþróttámenn, Valbjöm Þor- lák-son ( ugþraut), Jén Þ. Ólafssón (hástökkj, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir (100 m. skriðsund) og Guðmundur Gíslason (100 m. skriðrund og 400 m. fijórsund). Farar- stjóri verður Ingi Þorsteins- son, form. FRÍ. mwwmiimiiiiiiiiiMWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.