Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 15
þungbúnari. Hann hafði gert ráð fyrir að komast aftur til London um kvöidið. Nú vissi hann, að þó hann legði strax af stað kæmi hann ekki til London fyrr en seint um nótt, og þá gæti hann ekki heimsótt Fran . . . Hann ók áfram án þess að geta lesið á eitt einasta af vegvísun- um, en Sefton, sem þekkti leið- ina, stjórnaði ferðinni með hróp- um og köilum til að yfirgnæfa veðurgnýinn. Hann gladdist, þeg ar hann sá að húsið stóð uppi á liæð. Vegurinn þangað var að vísu þröngur og brattur og erf- itt að aka hann, en hann lá að minnsta kosti ekki undir vatni. Hann og hin glaðlega frú Ifugh hjálpuðust að koma Sefton inn í húsið í skjóli alls kyns teppa og regnhiífa. Hún vísaði þeim inn í dagstofuna, sem var hlý og af ar viðkunnanleg. — Ég var í rauninni alveg hætt að búast við ykkur, sagð: hún. — George, þú verður strax að hátta ofan í gott og hlýtt rúm. Og Edmund neyðist til að gista liér í nótt. Hann getur ekki ekið til borgarinnar eins og veðrið er. Og hann komst heldur ekki næsta dag — eða daginn þar á eftir. Edmund kom þangað á föstu- degi en það var ekki fyrr en á þriðjudag, að vegirnir urðu aft ur færir. Þá kvaddi hann Sef- ton og frú Hugh, og ók aftur til London. — Ég gat ekki einu sinni hringt, var það fyrsta, er hann sagði við ungfrú Bradey. — Nei, ég veit það. Blöðin liafa verið full af frásögnum af þessu óveðri. Segið mér, sáuð þér ekki herra Robert Forth, þeg ar þér komuð inn? —- Nei, er hann hér? — Já, hann víldi endilega bíða eftir yffur. Þér verið víst að fara og tala við hann. Það er viðvíkj andi frænkum yðar — ungfrú Lo uisu og ungfrú Frederieu. Þær komu hingað á skrifstofu á laug- ardagsmorguninn til að tala við mig. — Já, en hvað vildu þær yður eiginlega, spurði Edmund undr- andi. — Þær vildu peninga, svaraði ungfrú Bradey. Edmund varð órólegur. — Frænkur yðar sögðu, að þér væruð eini maðurinn, sem þær gætu snúið sér til, en þar sem þér væruð jú að heiman. héldu þær að ég gæti látið þær hafa peningana — í yðar nafni, auð- vitað. Þær vildu fá hundrað pund strax. Til allrar óhamingju var ekki einu sinni hægt að ná síma- sambandi við Somerset. — Já, en sögðu þær til hvers þær ætluðu að nota peningana, spurði hann. — Já, þær ætluðu að greiða það sem tryggingu. Hún þagn- aði, því að nú voru dyrnar opn- aðar og Robert frændi stóð á þrepskildinum. Hann hnyklaði brúnir af reiði. — Ég hef svo sem alltaf bú- izt við einhverju þvílíku, sagði hann reiðilega. — Það var ekki hægt að þúast við öðru en að þær tvær vektu einhverntíma hneyksli. Ég vildi óska, að ég hefði komið þeim fyrir á ein- hverju hæli fyrir mörgum ár- um, og látið þær vera þar. — Ef þú átt við geðveikrahæli sagði Edmund kuldalega, þá get ég ekki séð að þú liafir nokkra ástæðu til þess. ___ Ég hef að minnsta kosti ástæðu til þess núna. Ég verð að segja, að þetta er lagleg klípa, og ef þú ekki gætir þín vel, dregst bú inn í þetta líka. — Viltu ekki vera svo vænn, að bvrja á byrjuninni, sagði Ed- mund. — Þær ætluðu að ganga í á- byrgð fyrir einhvern gamlan glænamann, sem þær þekkja. Ná unginn býr í Campden Heights- hverfinu, og hann stal armbándi frá einhverri annars flokks leik- konu — hún lék í leikritinu, sem var frumsvnt núna um daginn. Þær fóru til lögreglunnar og þótt ust geta útskýrt málið, og þar kemur Dilling inn í málið. Sir Clive Dilling er jú giftur konu af Forthættinni. Auðvitað skipt ir Scotland Yard sér ekki af svona smá þjónaðar máli, en það var ýmislegt við þetta mál, sem gerði það mjög sérkennilegt. Dilling bað mig um að koma og tala við sig. Málinu var þannig varið, að livorki meira né minna en fjórar aðrar manneskjur höfðu líka komið, gefið fjórar mismunandi skýringar á málinu og þar af leiðandi gefið mann inum fjórar mismunandi fjar- verusannanir. Þær verða fimm, ef maður telur fjarverusönnun Lou isu og Fredericu með. Ég fór bei-nt með hann til að tala við þær. Ég er viss um, að þær voru heima, en þær opnuðu ekki fyrir okkur. Þú verður að far.a strax til þeirra, Edmund, og þú verð ur að fá þær til að draga vitnis burð sinn til baka. Ég hefði ald- rei trúað, að fólk af minni ætt, sem ber sama nafn og ég myndi vekja á sér athygli fyrir að vera viðriðið mgl af bessu tagi. Greiða ábyrgðarfé. . . ekki fyrir sig sjálfar, heldur fyrrver andi þjóf. Fjarvistarsönnun . . . fyrir fimmtudagskvöldið. — Það get ég ekki, sagði Ed- mund. — Vitnisburður þeirra er nefnilega alveg sannur. — Er hann sannur. — Já. Maðurinn, sem þú sást mig með á fimmtudagskvöldið, var þessi maður, sem heitir Teck og hann var einu sinni í fangelsi. Hann hafði heimsótt. Louisu og Fredericu þetta kvöld, og þær höfðu gefið honum að drekka af engifervíninu sínu. — Þú heldur kannske, að þú getir líka fengið mig til að bera vitni fyrir rétti? Þú heldur, að þú getir blandað mér — mér inn í mál, sem þetta, heldur þú í raun og veru að ég ætli að fara að stað festa vitnisburð þeirra — eða þinn? — Ef þú vilt það ekki, þá vill Wilversham lávarður ,það áreið- anlega, sagði Edmund. Frændi hans leit út eins og liann væri að fá krampakast. Orðalaust gekk hann til dyra og fór. Edmund beið, þar til hann var viss um að frændi hans væri kom inn út úr húsinu. Hann ætlaði að fara að stíga inn í lyftuna, þegar ungfrú Bradiey kom hlaupandi: — Herra Forth — ungfrú Wilde er hérna — hún vill gjarn an tala við yður. Edmund fór aftur inn, og hann stóð við skrifborðið sitt, þegar ungfrú Bradley opnaði dyrnar og vísaði Angelu inn. — Fáðu þér sæti, Angela, sagði hann. — Nei, ég hef ekki tíma til þess, og samt er svo margt, sem ég þarf að tala um við þig. Ég mætti frænda þínum á leið út héðan, og hann . . . — Ég er feginn því að hann kom sér út héðan, sagði Edmund kuldalega. — Ég var hræddur um að hann væri að fá aðkenn- SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57 A. Sími 16738. ingu af slagi. Ert þú líka kom- in til að fá mig til að telja Loií- isu og Fredericu á að draga vitn isburð sinn til baka? Það var til þess, sem hann kom hingað. Hann vill ekki að þær dragist inn í hneykslismál. .. — Ekki einu sinni hann gerir s|t grein fyrir, hvað þetta hneykslj getur orðið mikið. Það geri ég aftur á móti, og þess vegna ke!(h ég til að tala við þig. Maðuþa Bisley að nafni, segir að hai^n hafi séð þig aka sökudólgnuin Teck heim klukkan rúmlega i|2 — dauðadrukknum. Svo að þarft ekki annað er. að staðfes^a að þú hafir ekið manninum beii|ct heim frá: frænkum þínum. Blaðá mennirnir vissu vel, að þú ha^js ir gert það, löngu áður en þffí sagðir frænda þinum frá þ\jj. En þú verður að skiljá, að þó áð vitnisburður frækna þinna sé réttur og sannanlegur, þá ér ekki hægt að draga hina vitnis burðina fjóra tU baka. Svo að þetta mál, sem þú dregst nú inn í, er ekki bara ómerkilegt þjófn aðarmál, þar sem þú gerir bara skyldu þína sem góður þjóðfélags þegn. Þú dregst inn í eina alls herjar hringavitlevsu, sem allir landsmenn eiga eftir að hlægja að. Þú veizt líklega, að einn vitnisburðurinn var gefinn af ungum manni, sem kallar sig Ivor Breck? — Hann heitir Ivor Breck. ___En hann er barnabarn greif ynjunnar af Dellstone. Þessi' Bisley lifir iíka undir fölsku 799. Copyriflht P. I. 8. Box 6 Copenhogen ÖRAiSN&KMI* „Eg hei'engg.peningEi til að kaupa fyri^ Ég ætla bara að njóta lyktarinnar". W8K0Cfl@cyM2 ALÞÝÐUBLADIÐ — 8. sept. 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.