Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 4
.«UI|l|Uimil|illUtlMIUUUIVUIUI|UIUUUIIUIIillUiiUI|. Útsala á skófatnaði er hafisi. Seljum m a. KARLMANNASKÓ úr leðri. Fjölmargar gerðir. KVENSKÓFATNAÐ ýmiskonar, þar á meðal KULDASKÓ úr leðri fyrir kr. 198.— KULDASKÓ úr leðri fyrir drengi, stærðir 35—40, fyrir kr. 198.— og margt, margt fleira ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ Skóbúð Austurbæjar LAUGAVEGI 100. STJÓRNARFUNDI Framhald af 1. síðu i: ■flegis. Biskup Íslands prédikaði og 'bjónaði fyrir altari, en honum til aðstoðar fyrir prédikun var sókn- ___4 _ _ SKIPAUTGCRB RIKISINS Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Homa- fjarðar á miðvikudag. Vörumót- taka til Hornafjarðar í dag. Herðubreið fer vestur um land í hringferð 12. þ. m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Kópaskers, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopna fjarðar, Borgarfjarðar, Stöðvar- fjarðar, Breiðdalsvíkur og Djúpa vogs. Farseðlar seldir á föstudag. I Áuglýsingasíminn 14906 arpresturinn í Skálholti, séra Guð mundur Óli Ólafsson. Guðsþjón- ustunni lauk með altarisgöngu, og útdeildi sver ingjabiskupinn Leon ard Auala frá Suðvestur-Afríku alt arissakramentunum með biskupi. Slsálholtskórinn söng, en forsöngv ari var séra Hjalti Guðmundsson. Á orgelið lék Guðjón Guðjónsson, stud. theol., en auk þess aðstoðuðu tveir trompetleikarar frá Reykja- vik, Jón Sigurðsson og Stefán Stephensen. Að lokinni guðsþjón ustu fiuttu þeir séra Guðmundur Óli Ólafsson og Páll V. G. Kolka stutt á grip af sögu Skálholts, skýrðu frá framkvæmdum kirkj- unnar þar og áformum liennar í sambandi við staðinn. Talaði Guð munduý á þýzku, en Páll á ensku. Biskup íslands afhenti síðan öllum erlendu fulltrúunum ljósprentuð eintök af Passiusálmunum, sem gefin voru út eftir eiginhandriti séra Hallgrlms Péturssonar. Var þar um gjöf frá kirkjumálaráð- herra að ræða, en hann gat ekki verið viðstaddur. Eintökin voru á- rituð nafni viðtakanda og kveðju kirkjumálaráðherra. Dr. Frank- lin Clark Fry, fyrrverandi forsetl heimssambandsins og forscti sam bands lútherskra kirkjudeilda vest anhafs, sem söfnuðir Vestur-ís- lendinga eru m. a. aðilar að, af- henti Skálholtskirkju fagran silf- urkross frá kirkju sinni að gjöf, og á hann að standa á altari dómkirkj unnar í Skálholti. Veitti biskup gjöfinni viðtöku, svo og siifurmun um, sem Dr. Gerhard Silitonga frá Indónesíu, afhenti biskupi að gjöf. Var þar um handunna muni frá heimalandi gefandans að ræða. Að þvi loknu bauð biskup til kaffi drykkju I Skálholti, en síðan var ekið rakleiðis til Þingvalla. Þeg- ar þangað kom, var staðnæmzt á Lögbergi, þar sem séra Eiríkur J. Eiríksson sagði sögu staðarins, en siðan hófst kveðjusamsæti biskups hjónanna í Valhöll, en meðal við staddra var forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Biskup bauð ge«ti velkomna, en síðan flutti for seti heimssambandsins, Dr. Schi- ötz, ávarp og lauk Iofsorði á ailan undirhúning og framkvæmd fund- arins í Reykjavík og þakkaði starfs fóiki vel unnin störf. Erkihiskup. Simojoki, flutti þakkarræðu af hálfu geBta. Setið var undir borð- um frá kl. 8-11.30, .en þá var haldið til Reykjavíkur. Sameignarslit Framhald af 16. síðu. fræðingur Þórólfs leitaði þá til uppboðsréttar Reykjavíkur og krafðist uppboðs á eigninni ó- skip.ri, enda höfðu dómkvaddir matsmenn lýst því yfir að eignin væri óskiptanleg. Kristján Krist- jánsson yfirborgarfógeti í Reykja- vík, kvað upp þann úrskurð að upp boðið skyldi fara fram. Ragnar á- frýjaði úrskurðinum til Hæstarétt ar, sem staðfesti hann. Uppboðið fer sem sagt fram á morgun og framkvæmir Kristján fógeti það sjálfur. í gögnum málsins kemur fram, að hú in á eigninni munu í sjálfu sér lítils virði, en hinsvegar er lóðin, sem er ríflega 800 ferm. að s.ærð, mikilsvirði og vel í sveit sett til að byggja á henni stórhýsi. Borgarnes Framh. af bls bls. 1. stæði að byggja yfir verksmiðjuna fljótlega, en öll yrði starfsemin í fremur smám stíl fyrst í stað. Að- eins verður framleitt fyrir innan- landsmarkað og munu vera ýmsar nýjungar á prjónunum. Til dæmis kvaðst Sigurður hafa mikinn hug á að fullnýta blóð sláturgripanna, en eins og er, skortir mjög á, að það sé nýtt eins og unnt væri. Vélar verksmiðjunnar, sem heit- ir Niðursuðuverksmiðja Borgar- fjarðar h.f., koma frá Belgíu og Þýzkalandi. Dreifing framleiðslunn ar verður í höndum fyrirtækisins Ó. Johnson & Kaaber. Iðnrekendur Framh. af bls bls. 1. bót eða aukatoll i ríkissjóð, en síð an toll af allri upphæðinni. Blaðið hafði einnig tal af ein- um innflytjandanum, sem flutt hefur inn ódýra fatnaðinn, og spurði hann um álit hans á málinu. Hann kvað fyrirtæki sitt hafa flutt mikið inn af fötum frá Póllandi á á síðastliðnu ári, enda væri kostn- aður vegna vinnulauna við fram- leiðslu þeirra sáralítill, og væru þau því mun ódýrari en önnur föt, sem hór væri unnt að hafa á boð- stólnum. Hefði fólk líka kunnað að nota sér það. Hins vegar hefði þessi innflutningur valdið því, aö fyrirtækið hefði selt mun minna af sinni eigin framleiðslu, en það framleiðir einnig föt. Annars væri nú orðið svo erfitt að fá fólk til þeirra starfa, að lítið væri athuga vert við þennan innflutning, með- an vinnuafl fengist ekki. Öðru máli gegndi, ef hér ríkti atvinnu leysi. Við því væri ekkert að segja, þó að ódýrari vara væri flutt inn en aðrir væru með, ef hér ætti að að heita frjáls verzlun eða frjáls samkeppni, sem flestir teldu rétt. Pólsku fötin hefðu þar að auki orðið vinsæl og reynzt vel, og sama væri að segja um frakka, sem fyrirtækið hefði nýlega feng ið frá Austur-Þýzkalandi og úti- lokað væri að framleiða hér jafn ódýra. Eðlilegt væri, að fólk not- aði sér þetta, og hann sæi ekki á- stæðu til að hætta innflutningi á þessum tilbúna fatnaði, nema lög bann kæmi til. Tanlæknar Frh. af 16 siön. tannlæknaskortinn almennt og þau miklu vandamál, sem hann hefði í för með sér fyrir börn. Hvatti hún til þess að borgaryfir- völdin kæmu því á framfæri við löggjafann, að tannlæknadeildin við Háskóla íslands yrði efld. Þá gat Auður Auðuns, S., þess í svari við fyrirspurn Soffíu Ing- varsdóttur, A., að heimavistar- skóli fyrir stúlkur yrði rekinn í vetur á vegum borgarinnar. Hefði Hlaðgerðarkot í Mosfellssveit ver- ið tekið á leigu í þeim tilgangi, Fyrirhugað væri að reisa þar við- byggingu, en ekki væri byrjað á 'henni ennþá vegna skorts á iðn- aðarmönnum. Myndi það þó ekkl há skólanum neitt til að byrja með. HALLBJÖRG Frh. af 16 síðn. Frú Hallbjörg mun skemmta í Háskólabíói ásamt Fischer manni sínum á miðvikudagskvöld. Með- al þeirra persóna, sem hún ætlar að stæla þar, verða Kiljan, Bítl- arnir og Ella Fitzgerald. ÁREKSTUR í LAUGARDAL Reykjavík, 7. sept. — KG. HARÐUR árekstur varð á Laug- arvatnsveglnum við Laugardal um hádegið í dag. Lenti þar saman mjólkurflutningabíl og Volkswag- en með G númeri. Mættust bilarnir á blindhæð og var Volkswagen bifreiðin óökufær eftir áreksturinn. Ekki urðu nein slys á mönnum. Happdrætti Háskóla ísiands Á fimmtudag verður dregið í 9. flokki. 2.300 vinningar að fjárhæð 4.120.000 krónur. — Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. Happdrætti Háskóla Islands 9. FLOKUR. 2 á 200.000 kr. .. 400.000 kr. i 2 - 100.000 — .. 200.000 — I 52 - 10.000 — . . 520.000 — | 180 - 5.000 — . . 900.000 — | 2.060 - 1.000 — .. 2.060.000 — | AUKAVINNINGAR: I 4 á 10.000 kr. .. 40.000 kr. i I -.... - --------:— s 2.300 4.120.000 kr. | • miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiilUlllllllililllllllllllliliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii i.ir iii vMMilililillilliiiiiilliiiiiiiiiiiiilillliiiillllilllillillllliiiliiiliiillllliiliiilllillillilililliliilllillii .............................................iiiiiiiiiiiiiiii..... 4 8. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.