Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiður GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — ASsetur: AlþýSuhúsiO vlö HverfisgötUj Reykjavik. — Prentsmiöja Alþýðublaösins. — Askriftargjald kr. 80.00. — X lausasölu kr. 5.00 eintaklð. — Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Nýjar utanstefnur BLÖÐIN Pravda og Þjóðviljinn birtu í gær yfirlýsingu þess efnis, að um síðustu mánaðamót hafi átt sér stað í Moskvu viðræður milli fulltrúa rússneska kommúnistaflokksins og Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. L. I. Bresnev, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, tók þátt í um- iræðunum, en af hálfu íslenzkra kommúnista þeir Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, Lúðvík Jósefsson, Guðmundur Hjartarson og Sigurður Thoroddsen. Tilkynnt var, að rætt hefði verið um ýms áhugamál beggja flokka, og hafi íslend- ingar vakið máls á auknum viðskiptum, en Rússar talið góðar horfur á þeim. Það mun vera algert einsdæmi, að gefin sé út opinber tilkynning í Moskvu og Reykjavík um fundi í sambandi við utanstefnur íslenzkra komm- únista. Hlýtur annað og meira að búa undir, þar sem kommúnistar taka slík formsatriði jafnan al- varlega. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt, ef hægt er að selja til Sovétríkjanna niðurlagða síld. Hitt er augljóst, að hafi tilgangur Einars, Brynjólfs og Lúðvíks með Moskvuför verið að efla viðskipti ís- lands og Sovétríkjanna. þá hefðu þeir ekki talað við Bresnev og alþjóðadeild rússneska kommún- istaflokksins, heldur viðskipta- eða utanríkisráðu neyti Sovétríkjanna. Ekki gctur það verið tilviljun, að foringjar í þrem aðalklíkunum innan Sósíalistaflokksins, Einar, Brynjólfur og Lúðvík, fá utanstefnu. Til- gángur fundarins hefur vafalaust verið að sætta þessar klíkur, bjarga flokknum og tryggja stuðn- ? ing hans við Sovétríkin í deilunum við Kína. - Einar Olgeirsson hefur verið fyrir svokölluðum \ Gentristum innan Sósíalistaflokksins, sem haldið i, háfa tryggð við sambönd í Sovét, enda var Einar langdvölum þar eystra í fyrrasumar og aftur í ' SUmar. Brynjólfur hefur hins vegar haft tilhneig- 'f irigu til samúðar með Kínverjum, og hefur nú ; verið kippt í 35 ára gamlan spotta, sem tengir hánn við alþjóðasamtökin í Moskvu. Lúðvík hefur verið hinu megin við Einar og þótzt ætla að stofna aiýjan flokk með Hannibal, en það er sýnilega ekki ; ætlun hans eða sovézka flokksins. Það er nýmæli að segja opinberlega frá slíkum utanstefnum. Má telja líklegt, að sovézki flokkur inn hafi krafizt slíkrar birtingar til að geta talið sér stuðning hinna íslenzku félaga í baráttunni við Kínverja, sem nú er háð í kommúnistaflokkum um •allan heim. Hinar nýju utanstefnur sanna, að Sósíalista- flokkurinn er ekki „sameiningarflokkur alþýðu“ eins og Héðinn Valdimarsson ætlaðist til. Hann er hreinn kommúnistaflokkur undir erlendri yfir- stjórn eins og gamli kommúnistaflokkurinn var. sjónvarpstækin eru framúrskarandi E L T R A SJÓNVARPSTÆKIN eru með innbyggð bæði kerfin CCIR og USNorm, og er skipt yfir með einu hand- bragði, þegar íslenzka stöðin kemur. E L T R A SJÓNVARPSTÆKIN fást með FM-bylgju, sem er tilbúin til móttöku á stereo-útsendingu. Eltra Bella Vista 1000 Sameinar í einu tæki alla þá kosti, sem eitt sjónvarp má prýða: 1. Afburða mynd. — 2. Tóngæði, svo ber af. — 3. Stereo-spilara 4ra hraða. Afborgunar- skilmálar. Lítiö inn í stærstu sjón- varpsverzlun landsins og takiö með ykkur mynðalista. Klapparstíg 26. — Sími 19800. * v < Þessi brú er á landamærum Austur- og Vestur-Þýzkalands. Hún var eyöilögð í stríðinu, en nú hefur náðst samkomulag um að Austur- og Vestur-Þjóðver jar starfi saman að verkinu. Vestur-Þjóðverjar munu legga til féð, sem til Þarf, en Austur-Þjóðverjar útvega vinnuafl. , 10. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.