Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 6
HJARTAKÓNGUR PRINSESSUNNAR DON CARI.OS prins af Spáni og hjarí'akóngur írenu, Hol- landsprinsessu gerðist helja á dög unum og elti óðan tarf um götur þorps eins á Spáni. Þegar boli var að velli lagður hópuðust þorpsbú ar að honum og hnýttu rauðan heiðursklút um háls lians. Og prinsessan liorfir hróðug á. Ekkert barn lengui ★ HAYLEY MILLS er ekkert :barn lengur. Hún gæti keppt við gömlu kynþokkadísirnar í Holly- wood hvenær sem væri. En Hay- ley þarf enn ekki á því að halda að tína utan af sér spjarirnar f augsýn alheimsins nema eitthvað aiveg sérstakt komi til. Hún lét itilleiðast á mikilli velgerðarsam- komu, sem haldin var í Englandi, — „Nótt 100 stjarna"', — en flestar frægustu svipspersónur •landsins tóku þátt í velgjörðun- um. Soraya þjáist af minnimáttarkennd ★ KOMID hefur í ljós, að erf- itt er að fá hæfilegt hlutverk handa fyrrverandi keisarafrúnni í íran, Sorayu. Þó á víst að verða af því að lokið verði við myndina „Hin þrjú andlit konunnar", — þar eð fengizt hefur karlmaður til að leika á móti frúnni og annað það, sem við á að éta. En þar með eru svo sem ekki öll vanda- mál leyst í sambandi við hana. Soraya þjáist nefnilega af minni- máttarkennd. Henni finnst hún‘ sjálf forljót. En nú er búið að fjar lægja 4000 hár af höfði hennar til þess að hækka ennið, — slípað hef ur verið neðan af framtönnunum og búið er að breyta augnauinbún- aðinum með uppskurði, — svo að þetta ætti að hafa skánað. ★ Bítlarnir á bollapörum ★ „NÓTT erfiðs dags“ heitir Bítlamyndin, sem fjallar um ævi gullpiltanna, sem sagðir eru strita við frægðina nótt sem nýtan dag. En það er ekki síður erfitt að vera Bítlaaðdáandi og það getur farið illa með heilsuna, — ef fólk kemst í „stuð“ og skekur sig allt yfir bíílakaffibollimum og bítla- diskunum. ★ ÓÞEKKTUR myndhöggvari, A. V. Hensch að nafni, sló í gegn með meistarastykkinu „Stálfanta- sía“, sem sýnt var á listaverkasýn- ingu í Þýzkalandi fyrir skömmu Því miður reyndist ógjörlegt að afla nokkurra frekari upplýsinga um þennan óþekkta listamann,— en það átti sínar orsakir eins og allt annað. Listaverkið var búið til nótLina, óður en sýningin var opnuð, — og verkamenn við eina stærstu járnbrautaverksmiðju Þýzkalands g.erðu gripinn. ★ FERMINGARTELPA UM FERTUGT ★ SÆNSKA söngkonan Ulla Sallert, er komin til Ameríku og þykir fauta-sæt þar, — þót thún sé orðin fertug, — en hún hefur líka látið lækni laga á sér andlitið að því er sænsk vikublöð segja. En hvað um það, — svo ungleg er TJUa, að hún komst í gegnum vega bréfaskoðun í Frakklandi og Sví- þjóð með vegabréf dóttur sinnar, sem er 15 ára, — en móðirin hafði flvtt sér svo að heiman, að hún g>-eip með sér vegabréf dótturinn- or í staðinn fyrir sitt eigið. Ulla var að sjálfsögðu ákaflega stolt af því að geta gabbað lögg- i'na þannig. Það getur komið sér vel að Iíta út eins og fermingar- telpa. ★ ,Stálfantasía' að kaupa sér reiðhjól. Það er þó ekki af því að hann sé svo fá- tækur, — 83. bíllinn hans, — splunkuuýr Ferrari stendur og bíð- ur í bílskúrnum. En læknarnir hans hafa hvatt hann til að hjóla eftir hið alvarlega hjartakast, sem hanr, fékk í vor. Brit.t, kona hans, hefur hingað til fylgt honum á útreiðartúrun- um, — en ef til vill fer ferðum hennar að fækka, þar eð hún á von á barni um áramótin. Sellers hjólar ★ PETER SELLERS er búinn SKRÆLDI OF ILLA! ★ Shirley MacLaine tók þátt í kartöfluskrælingarkeppni í Skot- landi nýlega. Þátttakendur voru látnir afhýða þrjú kíló af kartöfl um og Shirley var langfyrst búin. Samt sem áður fékk hún ekki verðlaunin, — því að hún skræl- di svo illa! 6 10. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ELZTI HIRÐIRINN I ★ UNGI hörpuleikarinn getur j verið stoltur af því að hafa hlotið blessun elzta keltneska prests heims. Fyrr á tímum voru keltnesk ir prestar kennarar, töframenn og j spámenn, en þótt spádóms- og galdragáfan hafi rénað á atóm- öld er náungakærleiki og fórnar- lund enn í fullu gxldi. Prinsessan vildi missð 7-8 kíló NÝLEGA gekk sú ,saga að Grace prinsessa af Mónakkó ætl- aði að taka að sér hlutverk í nýrri kvikmynd. Það var áður en það fréttist, að hún ætti von á barni í vetur. En sem sagt, — þegar um það var rætt að hún léki i nýrri kvikmynd er sagt að hún hefði lesið yfir handritið og kom- izt að því, að hún átti að vera allsnakin í einu atriðinu. — Nei, — þetta get ég ekki gert, sagði hún . . . að minnsta kosti ekki fyrr en ég hef létzt um sjö til átta kíló.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.