Alþýðublaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 1
Börðu stúlkuna með járnstöng og flösku Reykjavík, 10. sept. GO. UM klukkan 12 í-nótt var stúlka á gangi á Borgartúni áleiðis heim •tii sín. Þegar hún var komin á 12 íslenzkir bakarar til V-Þýzkalands Reykjavík, 10. sept. — ÁG. TÓLF bakarar og bakarameist- arar fara frá Reykjavík i fyrra- málið áleiðis til Dortmund í V,- Þýzkalandi þar sem þeir munu heimsækja mikla alþjóðlega sýn- ingu á ýmsum bökunartækjum. Það er Heildverzlunin Lands- stjarnan, sem stendur fyrir þess- ari ferff. Á þessari sýningu verða sýnd bökunartæki frá ýmsum löndiim, m. a. Hollandi, Bandaríkjunum, Sviss, Danmörku og Þýzkalandi. Meðan á sýningunni stendur verða starfrækt fullkomin bakarí Franthald á 13. síða Washingtón, 10. september. '(NTB-Reuter). UTANRÍKISRÁÐHERRA Banda- ríkjanna, Dean Rusk sagði á blaðamannafundi sínum í dag, aff sendiherrar Bandaríkjanna í Grikklandi, Tyrkiandi og Kýpur hefðu veriff kvaddir til Washing- ton til skrafs og ráffagerffa uin Kýpur-deiluna. Rusk sagði, að ástandið væri enn miög nlvarlegt, og að Banda- ríkin mundu halda áfram að gcra allt sem í þcirra valdi stæði. til að finna friðsamlega lausn. Kyprianou, utanríkisráðherra Kýpur, kom til New York í dag og ræðir við U Thant aðalfram- kvæmdastjórá áður en hann held- ur til Moskvu að ræða við sovézka ráðamenn. móts viff Borgarþvottahúsiff, skut- ust tveir menn út úr porti og réffust aff konunni með flösku og járnstöng að vopni. Hún var barin í höfuðið með flöskunni og járn- stöngina ráku þeir í andlit henni. Síffan hrifsuðu árásarmennirnir veski stúlkunnar og höfðu á brott með sér. í því voru 160 krónur í peningum. Stúlkan hafði farið inn í Há- tún til að heimsækja kunningja- fólk sitt, en það var ekki heima og hugðist hún þá ganga heim til sín á Njálsgötu, en varð þá fyrir árásinni sem fyrr segir. Hún kveðst hafa tekið eftir manni á hinni gangstéttinni gegnt Borg- arþvottahúsinu, en hann hafði ann- arhvort ekki tekið eftir atburðin- um, eða látið hann afskiptalaus- an. Þegar hún slapp frá mönnun- um hélt hún upp á Laugaveg og á móts við nr. 24 veittu piltar í bíl henni athygli og óku henni niður á Lögreglustöð. Konan var þá alblóðug í andliti og var flutt beint á Slysavarðstofuna, en síð- an var hún flutt aftur á lögreglu- stöðina og tekin af henni skýrsla. Lögreglan lýsir eftir vitnum að atburði þessum og einkum eftir manninum, sem stúlkan telur sig hafa séð, þegar árásin átti sér stað. Varsjá, 10. sept. (NTB-Reuter). Ef maður á tunglinu vill ekki! mjakast áfram eins og snígill, —! verður hann að stökkva eins og engispretta, sagði ítalskur vísinda maður, Rudolfo Margarita próf- essor á 15. stjörnufræðiráðstéfn- unni í Varsjá í dag. Ekki er hægt að fara hraðar en með 1.5 km. hraða á klukkustund á tunglinu. Vilji maður fara hrað ar verður að taka stór stökk. Or- sökin er hið litla aðdráttarafl á tunglinu, sem leiðir til minni þunga og minna afls til að hreyf- ast, sagði hann. Hlerað AlpyOusamband Íslandsí sé alvarlega aff hugsa umjí aff kaupa Lido fyrir lista-|> safn fyrir 12 milljónirjí króna. ' j MIIHMimMIWHWmHHW Forsetafrú DÖRA ÞÚRHALLSDÚTIIR FORSETAFRÚ Dóra Þórhalls- dóttir lézt á Landsspítalanum klukkan 11 í gærkvöldi. Bana- mein hennar var hvítfalæði. Hafði hún legið á Landsspítal- anum síðan á sunnudag 6. þessa mánaðar. Þjóðarsorg verður við and- lát frú Dóru. Hún stóð á fimmta áratug við hlið manns síns í opinberu llfi á íslandi, síðast meir en tólf ár sem forsetafrú. Því hlutverki gegndi hún með glæsibrag og kom jafnan fram við hlið Ásgeirs forseta Ásgeirssonar á þann hátt, að þjóðin var stolt af. Við fráfall frú Dóru Þór- hallsdóttur samhryggist þjóðin forseta sínum og börnum þeirra. Þeirra söknuður er mik- ill, en skarð er fyrir þjóð alla. Forsetafrúin fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1893 og var því liðlega sjötug að aldri. Hún var dóttir Þórhallar bisk- ups Bjarnarsonar og ólst upp í húsinu Laufási við Laufásveg frá þriggja ára aldri. Árið 1917 giftist frú Dóra Ásgeiri Ásgeirssyni og hefur hún staðið við hlið hans í um- svifamiklum, opinberum störf- um hans um langa hrið. Þegar hann varð þingmaður, fræðslu- málastjóri, þingforseti og for- sætisráðherra, lagðist hvert skyldustarfið af öðru á hina glæsilegu konu hans og heim- ili þeirra. Reis hún með hverju verkefni að höfðingsskap og glæsileik. Börn þeirra hjóna eru þrjú, öll á lífi: Þórhallur, ráðuneytis- stjóri, en kona hans er Lily Knudsen; Vala, gift Gunnari Thoroddsen, fjármálaráðherra, og Björg, gift Páli Ásgeir Tryggvasyni, deildarstjóra í ut- anríkisráðuneytinu. Fyrstu innlendir þjóðhöfð- ingjar fslendinga hafa leyst af hendi vandasamt hlutverk og mótað nýtt starf fyrir þjóðina. Hlutverk forsetafrúar hefur verið vandasamt og mikilsvert. Hefur frú Dóra Þórhallsdóttir gegnt því við hlið manns síns af slíkum höfðingsbrag, að nú- lifandi íslendingar munu lengi muna mynd hennar, þar sem hún kom fram í fegursta þjóð- búning sem fulltrúi íslenzkra kvenna. HAFIN SMIDI16 BRÚA SEM ERU 541 MEIRI AD LENGD Reykjavík, 10. sept. — GO. SAMKVÆMT upplýsinffum Árna Pálssonar yfirverkfræffings hjá Vegagerff ríkisins hefur ver- iff liafin smíffi 16 brúa, sem eru samtals 541 metri aff lengd og er flestum þeirra lokiff, éffa í þann veginn aff ljúka. Lengsta brúin er á Steinavötn í Au.-Skaftafellssýslu. Það er 102ja metra löng steypt bitabrú og fylgja henni miklír vamar- garðar og fyrirhleðslur, sem sum- part var lokið við í fyrra en verð- ur lokið að fullu eftir að brúar- smíðinni sjálfri lýkur í haust. Þá er 84 metra iöng steypt bita brú á Miðfjarðará á Norðurleið í smíðum. Hún verður með tvö- faldri akbraut, eins og brýrnar á Gljúfurá í Borgarfirði og Blöndu hjá Blönduósi. Brú þessi verður smíðuð í tveýnur áföngum, þann- ig, að allir sökklar verða steyptir í sumar, en smíðinni lokið næsta sumar. 72ja metra löng brú er í smíð- um á Hofsá í Vopnafirði. Þetta er önnur lengsta brúin sem lok- ið verður við í sumar. Brúin er stálbitabrú með steyptu gólfi og er langt komið. Lokið er smíði 50 metra langrar stálbitabrúar á Tungufljót hjá Sæ býli. Hún er gerð vegna baeja þar í grenndinni og auk þess er hún á svokallaðri Fjallabaksleio syðri. 50 metra langri brú á Kaldalón i N-ísafjarðarsýslu er lokið. Þetta er stálbitabrú með varnargörð- um og með tilkomu hennar kemst Snæfjallaströndin í vegasamliand. Úti á Skaga, milli Húnaflca og Skagafjarðar, er verið að s’níða 32ja metra langa steypta bit ibrú. Hún er yfir Fossá og er :angt komið. Á Eystri Rangá hjá Keldu’.n er lokið við 26 metra langa stál- grindabrú. Grindin var tekin úr Framh. á 13. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.