Alþýðublaðið - 11.09.1964, Síða 9
að hvíla sig í hádeginu á torginu. Hitinn er svo mikill mn þetta leyti dagsins að enginu treystir sér til
er betra að vakna fyrr á morgnana. A1 bin er lengst til hægri með grillið sitt.
Margt hefur borið á daga Fern
ands, sem annarra þorpsbúa. Ung-
ur var hann kallaður í herinn.
Áður er herskyldunni lauk, skall
fyrri heimsstyrjöldin á, og þá var
hann sendur beint á fremstu víg
línu, særðist, og settur á spítala,
sem Þjóðverjar hertóku, og varð
síðan að dúsa í fangabúðum í
nokkur ár. Þessum atburðum lýs-
ir Fernand þannig: „Já, herskylda
mín stóð ekki yfir í eitt ár, eins
og flestra annarra, heldur urðu
þau sjö“. Þetta sagði hann bros-
andi, og finnst mér það einkenn-
andi fyrir menn með gott hjarta-
lag. í síðari heimstyrjöldinni
tóku Þjóðverjar 11 gísla úr þorp-
ínu. Níu af þeim voru hengdir, en
Fernand og bróðir hans var skip-
ína.
að að snauta heim til sín, öðrum
tii viðvörunar.
Albin var annar góður vinur
okkar í þorpinu. Hann átti fyrir-
taks vínkjallara, sem okkur var
oft boðið í. Albin var sérstakur
sniilingur að búa til rósavín
sem er mitt á milli rauðvíns og
hvítvíns á bragðið. Hann kenndi
okkui líka að grilla kjöt úti á
víðavangi. Kveiktur er upp eldur
úr við vínberjatrésins. Þegar
einungis glóð er eftir, er kjötið
sett í grillið og á glóðina. Hsnni
VIÐSKIPTASKRÁIN fyrir 1964 er
nýlega komin út og er það 26. ár-
gangur bókarinnar. Þetta er stór
og mikil bók, rúmar 700 bis. í
svipuðu broti og símaskráin. Efni
hennar er í aðalatriðum sem hér
segir:
1. kafli er um æðstu stjórn
landsins (forseta, ríkisstjórn og
Alþingi), fulltrúa íslands erlend-
is og erlendra ríkja á íslandi, og
atvinnulíf á íslandi og eru þar
birtar framleiðslutölur •£ öllum
helztu atvinnugreinum lands-
manna, útflutningsskýrslur o. fl.
2. kafli fjallar um Reykja-
vík; þar er ágrip af sögu Reykja-
víkur, skrá yfir um 800 félög og
stofnanir og upplýsingar um starfs
svið þeirra, tilgang og stjórn, og
önnur skrá yfir núlega 2000 fyrir-
tæki og einstaklinga, sem reka
sjálfstæðan atvinnurekstur.
3. kafli er skrá yfir húséign
ir í Reykjavik, Kópavogi, Akur-
eyri og Hafnarfirði, þar sem til-
greint er lóðastærð, fasteignamat,
eigendur o. fl.
er nokkrum sinnum snúið við, og
eftir nokkrar mínútur er kjötið
tilbúið til snæðings.
Fljótlega var dvalartími okkar
í þorpinu útrunninn. Við fengum
far með nýlenduvörusalanum til
næstu borgar. Á torginu voru flest
allir íbúarnir saman komnir til að
kveðja okkur. Margs kyns tilfinn-
ingar blönduðust í brjóstum okkar,
þegar við ókum burt frá veifandi
fólksskaranum.
SS.
4. kafli ei' um 62 kaupstaði
og kauptún á landinu í svipuðu
formi og kaflinn um Reykjavík.
5. kafli er Varnings og
starfsskrá og er það lengsti kafli
bókarinnar. Þar fá fyrirtæki og
einstaklingar nöfn sín skráð undir
starfs- og vöruheitum.
6. kafli er skrá um öll ís-
lenzk skip 12 rúml. og stærri í órs-
byrjun 1964.
7. kafli er ritgerð á ensku.
Iceland — a Geographical, Politi-
cal, and Economic Survey, sem
hefur að geyma mikinn fróðleik
um sögu íslands og efnahagslíf.
8. kafli er á skrá yfir erlend
fyrirtæki ,sem hafa áhuga á við-
skiptum við ísland, og auglýsing-
ar frá íslenzkum fyrirtækjum stíl-
aðar upp á útlendinga.
Loks eru ýmsir uppdrættir í
bókinni: af Reykjavík, íslandi og
Hafnarfirði og loftmyndir af Ak-
ureyri, Akranesi og ísafirði.
Útgefandi Viðskiptaskrárinnar
er Steindórsprent hf., en ritstjóri
Gísli Ólafsson.
VIÐSKIPTASKRÁ
1964 KOMIN ÚT
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. sept. 1964 9