Alþýðublaðið - 11.09.1964, Side 16
RÁÐUNEYTIÐ STAÐFESTI
ÚRSKURÐ BÆJARFÓGETA
wmmmmmmammammaamtammammmmammmmz
Reykjavík, 10. sept. — KG.
DÓMSMÁLARÁBTJNEYTIÐ hefur
nú fallizt á lagatíilkun bæjarfóget-
ans í Kópavogi vegna kjörbúöar-
vagnsins, sem KRON tók í notkun
fyfir réttum hálfum mánuði. Taldi
bæjarfógeti aS notkun bílsins bryti
meðal annars í bága Við 13. grein
lögreglusamþykktarinnar, en í
henni i er fjallað um alls konar
verzlup.
Bað; fógeti siðan um umsögn
dómsmálaráðuneytisins, og kom
Framhald á 13 síðu
VEL SÖTT KJÖR'
DÆMISÞING
KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðu-
flokksins í Vestfjarðakjördæmi
efndi til kjördæmisþings, er háð
var á ísafirði síðastl. sunnudag.
Fund þennan sátu Emil Jónsson,
form. Alþýðuflokksins, Birgir
Finnsson alþingismaður og Jón
Sigurðsson, form. Verkalýðsmála-
nefndar Alþýðuflokksins. Fluttu
þeir allir framsöguræöur.
Kjördæmisþingið var afar vel
sótt. Mun láta nærri að um 40
manns hvaðanæfa að af Vestfjþrð-
um hafi sótt þingið. Miklar um-
ræður urðu þar og tóku til máls,
auk framsögumanna: Björgvin
Sighvatsson, ísafirði, Bjarni
FriðriksSon, Suðureyri, Kolbeinn
Guðmundsson, Flateyri, Ágúst H.
Pétursson, Patreksfirði, Kristján
Kristjánsson, ísafirði, Marías Þ.
Guðmundsson, ísafirði, Eyjólfur
Bjarnason, Suðureyri, Sigurður
Jóhannesson, ísafirði, Umræður
allar mótuðust mjög af áhuga fyr-
ir framgangi Alþýðuflokksins og
voru í alla staði hinar ánægju-
legustu. Þingið stóð milii kl,
14-19,30.
Ný stjórn var kjörin fýrir Kjör-
dæmisráðið á þinginu og var hin
sáma stjórn endurkjörirt, að öðru
leýti en því, að Pétur Sigurðsson
vélstjóri var kosinn formaður
þess í stað Jóns H. Guðmundsson-
ar er flutzt hefur búferlum úr
kjördæminu.
Brotnaöi á
báöum fótum
Reykjavík, 10. sept. — KG.
ÞAÐ slys varð á Suðurlands-
brautinni gegnt Múla, í nótt, að
kona varð fyrir bifreið og fót-
brotnaði á báðum fótum auk ann-
arra meiðsla. Slysið varð með
þeim hætti, að leigubifreið var á
leið austur Suðurlandsbraut milli
klukkan 1 og 2.
Telur bifreiðarstjórinn, að hann
hafi ekki séð konuna á götunni
fyrr en það seint, að ekki var
tími til þess að hemla. Lenti kon-
an því fyrir bifreiðinni og féll í
götuná. Var hún flutt á sjúkra-
hús og reyndist vera fótbrotin á
báðum fótúin.
Konan, serri fýrir bifreiðinni
varð, e’r 42 ára gömul og er talin
hafa verið töluvert undir áhrifum
víns, þegar slysið varð.
Fulltrúar símamanna ó þingi BSRB:
Kommar fengu
aðeins 1 mann
Reykjavík, 10. sept. — ÁG.
FULLTRÚAR Félags íslenzkra
símamanna á þingi BSRB hafa nú
•verið kosnir. Á félagið rétt á áð
sénda 12 fulltrúa, og voru þeir
ýmist kosnir á fundum eða að við-
Iiafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.
4 þessum hópi mun aðeins vera
einn kommúnisti, en enginn fram-
soknarmaður hlaut kosningu. Er
þetta glæsilegur sigur fyrir lýð-
jræðissinna í félaginu.
. . í félagi íslenzkra símamanna eru
11 deildir, 6 í Reykjavík og 5 úti
á landi. Á hver deild rétt á ein-
um fulltrúa, en formaður félags-
áns er sjálfkjörinn fulltrúi á þing-
,ið. í þrem deildum i Reykjavík
fór kosning fulltrúanna fram á
fundum, en í hinum þrem með
allsherjaratkvæðagreiðslu.
Fulltrúarnir eru þessir: Úr
Reykjavík: Ágúst Geirsson, formað
ur félagsins, Andrés G. Þormar,
Hulda B. Lárusdóttir, Bjarni Ólafs
fscm, Hörður Bjamason, Jónas Guð
imundsson og Haukur Jóliannes-
son. Utan af landi: Karl Helgason,
Akranesi, Erling Sörensen, ísa-
firði, Þorvaldur Jónsson, Akur-
í.'yri, Halla Árnadóttir, Akranesi,
Og Reynir Sigurþórsson, Gufu-
Skálum, Sandi.
Eins og kunnugt er af fréttum,
var haldinn fundur hjá Félagi
starfsmanna stjórnarráðsins s.l.
þriðjudag. Voru þá kosnir þrír full
trúar á þ'ngi BSRB. Kosnir voru
Gunnar Vagnsson, Hannes Jóns-
Sön frá Hvammstanga og Sigurjón
Ágústsson, Athygli vakti að Krist
MWWWWWWWWMWW'
f Kjördæmisþing
í Borgarnesi
Kjördæmisráð Alþýðu-
flokksins í Vesturlands-
kjördæmi efnir tii kjördæm-
isþings, cr hefst kl. 2 e. h.
næstk. laugardag í Borgar-
nesi. Á þinginu flytur Bene-
dikt Gröndal alþsngismað-
ur framsöguræðu um stjórn-
máiaástandið. Þingfulltrúar
og aðrir, sem boðaðir hafa
verið til þingsins, eru hvatt-
ir til að sækja fundinn vel
og stundvíslega. - Stjórniu.
ján Tliorlacius, formaður BSRB,
náði ekki kosningu. Mun hann því
sitjg þingið sem formaður, en
ekki fulltrúi og hefur því ekki at-
kvæðisrétt.
Engin síld-
veiði í gær
Reykjavík, 10. sept, — GO,
VONIR um síldveiði í dag hafa
brugðizt. Sæmilegt veður var á
miðunum suðaustur af Dalatanga
í morgun, en þar fann Pétur
Tliorsteinsson töluverða síld í
nótt, en í dag hefur verið að
kalda og segja sjómennirnir að
ekki megi versna neitt úr þessu
til að kastandi sé. Síldin er mjög
djúpt, á 100-150 faðma dýpi og
gefur sig ekki. Eitt skip fékk 800
tunnur í morgun. Þórður Jónasson
RE. Skipin munu flest vera á
þessum slóðum.
SIGLFIRÐINGAR hafa lít
ið orðið varir við síld í sum-
ar, nema þá helzt þegar lykt
ina frá bræðslunni hefur lag'.
yfir bæinn. Lítið sem ekkert
var saltað, og það fólk, sem
kom til að vinna á söl unar-
stöðvunum beið aðgerðar-
laust og án árangurs eftir-
síldinni. Reyndu menn að
stytta sér s'undir með ýmsu
móti og var þá margt brall-
að. Á söltunarstöðinni Ým-
ir tóku piltarnir gúmmí-
hanzka og bundu þá framan
á vatnsslöngu. Síðan var
vatningu hleypt á og það lát-
ið renna hægt í hanzkann.
Var mesta furða hvað gúmmí
ið þoldi og varð hanzkinn á
stærð við síldar'unnu áður
en hann sprakk. (Ljósm. VM).
MMWMMUHHHMHMMHM
Viðbúnaöur
í Malaysíu
(NTB-Reuter).
Kuala Lumpur, 10. sept.
ÞJÓÐÞINGIÐ í Malaysíu sam-
þykkti einróma í dag ákvörðun
stjórnarinnar um að lýsa yfir neyð
arástandi í öllu sambandsrikinu.
Þingið samþykkti þetta þegar
Tuuku Abdul Rahmaxl forsætis-
ráðherra hafði sakað nokkra
flokka, sem hann nefndi ekki, um
að veita yfirgaxigsstefnu Indóuesa
virkan stuðning.
Hann sagði þingheimi, að um
2.500 ungmenni, aðallega Kín
Tvö innbrot
Reykjavík, 10. septemher. ÁG.
í NÓTT var brotizt inn í Kápu-
og dömubúðina að Laugavegi 46
og stolið þaðan 120 krónum í
skiptimynt. Þá var ■ einnig farið
inn í verzlunina Radíóver að
Skólavörðustíg 8 og( þaðan stolið
einu ferða-útvarpstæki.
yerjar, en einnig nokkrir Malayár,
hefðu farið til Indónesíu þar sém
þeir hefðu fengið fræðslu í und-
irróðursstarfsemi og skæruhern-
áði. Hann sagði, að augljóst væri
að samkomulag hefði náðst með
índónesíustjóm, sem vinsamleg
væri kommúnistum, og kommún-
istum í Malaysíu.
Þingið samþykkti einnig með
yfix-gnæfandi meirihluta frum-
varp, sem veitir stjórninni vald
til að stjórna landinu með bráða-
birgðalögum.
Þessi sérstöku völd miða að því
að treysta varnir landsins og auka
öryggi almennings. Samkvæmt lög
unum verður hægt að fangelsa fólk
með tilliti til öryggis ríkisins. Yfir
völd fá að handtaka fólk án dóms
og laga og leynilegar yfirheyrsl-
ur verða leyfðar. Sósíalistaflokk-
urinn var eini flokkurinn, sem
greiddi atkvæði1 gegn frumvarp-
inu.
Framhald á síðu 13.
t