Alþýðublaðið - 19.09.1964, Side 7
Er skólatíminn þegar orðinn nógu langur?
Álitsgerð frá Félagi gagnfræðaskólakennara
Að undanförnu hefur mjög ver
ið rætt um. lengingu á skólaárinu,
Og er ljós sú stefna forráðamanna
barna- og unglingafræðslunnar í
Reykjavík, að breyting þessi komi
til framkvæmda sem fyrst. Er og
þegar orðin nokkur lenging á
skólaári barnastigs.
Með því að lenging þessi hlýtur
að snerta mjög bæði nemendur
og starfsiið skólanna, telur Félag
gagnfræðasltólakennara í Reykja-
vík sér skylt að senda fræðslu-
málastjóra álit sitt á málinu.
Félagi gagnfræðaskólakennara í
Reykjavík er fyllilega ljóst, að
ýmissa umbóta er þörf á fræðslu-
tilhögun gagnfræðastigs. l^afur
fé'lagið oftsinnis iira þau mál fjall-
að, og staðið að ályktun þar að
lútandi, sem ekki er þörf að rekja
bér. Aðrir aðilar hafa og lýst skoð
unurri sínum jx því, hverjar breyt-
ingar væru æskilegastar innan
skólakerfisins, og nægir í því sam
bandi að geta skólamálanefndar
þeirrar, sem menntamálaráðherra
skipaði í júní 1958, en mörg at-
hyglisverð atriði eru í tillögum
þeirrar nefndar. Einnig má benda
á samþykktir kennarasamtakanna
á ýmsum tímum, en svo sem
fræðsluyfirvöldum mun fléstum
betur kunnugt, hafa samkundur
kennara ævinlega sent frá sér á-
lyktanir um það, hvað teljast
mætti til bóta í skólakerfinu, ef
breytt yrði.
Tillögur um lengingu árlegs
skólatima hafa mjög sjaldan verið
lagðar fram, ef frá er talin álykt-
un 13. uppeldismálaþings S. í. B.
og L. S. F. K. 1963, en þar er stung
ið upp á lengingu skólastarfstíma,
sem einum lið endurbóta á
fræðslutilhögun. Þeim lið tillög-
unnar, sem um lengingu fjallar,
hefur mest verið haldið á lofti
undanfarið, og á það bent, að þar
komi fram vilji kennarasamtak-
anna. Hvort svo er, skal ósagt látið
en vel væri, ef í framtíðinni yrði
svo skjótt brugðið við að'láta að
vilja samtakanna um ýmislegt, er
þau telja nemendum í íslenzkum
skólum til meira hagræðis en
þetta.
Það er skoðun Félags gagn-
fræðaskólakennara í Reykjavík,
að lenging starfstíma í skólum
gagnfræðastigs hér í borginni sé
svo stórt skref, að mikils undir-
búnings og margra breytinga sé
þörf, áður en það er stigið. Félagið
telur, að rasað sé um ráð fram, ef
byrjað er á að lengja starfstíma
skólanna, og síðan liafizt handa
um að at.huga, hvernig bezt megi
nýta hinn nýfengna viðauka. Má
í þessu sambandi vitna í orð náms
stjóra gagnfræðastigs í Reykja-
vík, hr. MagntRar Gíslasonar, í
Alþýðublaðinu 12. apríf 1964, en
hann segir m. a.:
,,Það væri að mínum dómi mjög
æskilegt að gera tilraun í haust
með að hefja kennslu í gagn-
fræðastigsskólum í Reykjavík fyrr
en verið hefur, t.d. um 20. sept-
ember. En ég mundi vilja leggja
áherzlu á, að samtímis því, að
hróflað yrði við hinum hefð-
bundnu mörkum námstímans, yrði
þess freistáð að breyta starfstil-
högun í skólunum.
Fyrst og fremst þurfum við að
gera okkur ljóst með gaumgæfi-
legri athugun á því, hvort skólarn-
ir miðli þeirri fræðslu og þeim
persónulega þroska, sem ungt nú-
tímafólk þarfnast. — Það þarf
samtímis að endurskoða námsefni
barna- og gagnfræða-, mennta- og
sérskólastigs í heild ,— meta og
vega hverju mætti sleppa, hvað
nauðsynlegt er að taka og hverju
þarf að auka við“.
Félag gagnfræðaskólakennara í
Reykjavík leggur áherzlu á, að at-
huganir þær, sem námsstjóri vill
láta fram fara, hljóti að koma
fyrst, samkvæmt þeirri sjólfsögðu
reglu, að athugun komi á undan
atliöfn.
Félagið bendir einnig á tillögu
fundar skólastjóra héraðs-, mið-
og gagnfræðaskóla, sem haldinn
var í Reykjavík í júní 1983, en
meðal fjölmargra atriða til endur
bóta á námstilhögun þessara skóla
er stungið upp á nokkurri leng-
ingu árlegs starfstíma eða fjölgun
vikulegra kecnslustunda. Virðist
sízt ástæða til að leggja kapp á að
framkvæma þennan lið tillagn-
anna en ýmsa aðra, sem vísara
verður að telja, að stefni til aug-
ljósra endurbóta á starfstilhögun
skóla þeirra.
Að rækilega athuguðu máli lýsir
Félag gagnfræðaskólakennará í
Reykjavik sig algerlega andvígt
lengingu skólaársins. nema fyrst
hafi óyggjandi verið sýrit fram á,
að slík breyting sé til ótvíræðra
bóta fyrir nemendur, og fullt til-
lit sé tekið til þeirrar aðstöðubreyt
ingar kennara, sem af lengingu
hlýzt. Félagið telur svo mörg rök
mæla á móti breytingu þessari,
bæði fjárhagsleg og félagsleg, að
ekki sé gerlegt að ráðast í hana,
nema fullt samkomulag sé milli
allra málsaðila. En málsaðilar
hljóta hér að teljast foreldrar,
fræðsluyfirvöld og kennarar.
Aðalrök forsvarsmanna lenging
arinnar virðast þessi:
ll. Að með lengingu árlegs skóla
tíma styttist námstími þeirra, er
búa sig undir langskólanám . .
2. Námstími í útlöndum og þá
sérstaklega á Norðurlöndum, sé
lengri.
Varðandi fyrri röksemdina má
benda á fjölda greinargerða, þar
sem stungið er upp á leiðum til gð
flýta fyrir þeim, sem augljóslega
eru hæfir til langskólanáms. Væri
auðvelt að stuðla að því, að þeir
tækju stúdentspróf a. m. k. ári
fyrr en nú er, með því einfaldlega,
að láta nemendur þessa halda
þeim hraða gegnum skóla, sem
eðlilegur námsþroski þeirra leyf-
ir. Hvað síðari röksemdina snert-
ir, er það skoðun Félags gagn-
fræðaskólakennara í Reykjavík, að
íslenzkt skólakerfi beri að miða
við íslenzkar' aðstæður og fráleitt
sé, að miða fjölda skóladaga á ís-
landi við skóladaga í öðru landi,
nema að tekin sé upp að öðru leyti
ui fræðslutilhögun, sem í því
landi gildir.
Eins og áður var á drepið, telur
félagið mörg rök mæla gegn hinni
fyrirhuguðu lengingu skólaárs-
ins. Þau helztu eru þessi:
1. Fram til þessa hefur verið tal
ið íslenzkum unglingum heilsu-
farsleg nauðsyn að njóta útiveru
skamms sumars eftir skólasetu
langan vetur. Slíkt svigrúm til
frjálsra starfa mundi þrengjast,
sem lengingu skólaárs nemur.
2. Það er kunnara, en frá þurfi
að segja, að samkvæmt núgildandi
kennslutilhögun eiga allir nem-
endur skyldunáms að skiia svipuð
um afköstum í aðalgreinum, án
verulegs tillits til mismunandi
getu þeirra og þroska. Án þess
að hér verði nánar fjallað um
þessa firru, skal þess getið, að
hún er óefað ein aðalorsök náms-
leiða nokkurs hluta nemenda í ís-
lenzkum skólum. Að öðrum að-
stæðum óbreyttum verður ekki
annað ætlað, en námsleiði þessi
muni aukast við lengingu skóla-
tíma.
3. Undanfarna áratugi hefur hér
verið næg atvinna á sumrum fyrir
alla, sem vinna vilja. Svo er enn
og vonandi verður ekki breyting
á því um langan aldur. Þetta hef-
ur þýtt, að sumartekjur skólaæsk-
unnar hafa orðið henni drjúgar í
pyngju, enda hefur stór hluti
námsmanna getað unnið fyrir sér
með þessum hætti þegar á unga
aldri. Ef þessi aflatími námsmanns
er styttur, minnka að sjálfsögðu
möguleikar hans til að vera frjáls
og óháður í námi sínu, og jafn-
framt er stuðlað að því, að lær-
dómur sé munaður þeirra ung-
menna, sem eiga efnaða að.
4. í beinu framhaidi af næsta
lið hér á undan skal það undir
strikað, að sumarvinna íslenzkrar
skólaæsku við hin ýmsu fram-
leiðslustörf til lands og sjávar hef
ur haft það í för með sér, að þekk
ing þessarar æsku á störfum og
kjörum þjóðar sinnar á sér enga
hliðstæðu í þeim löndum, sem
okkur er tamast að miða við. Hið
félagslega gildi þessa atriðis er ó-
metanlegt, enda hefur það hamlað
á áranagursríkan hátt gegn skipt-
ingu þjóðarinnar í hástéttir og lág
stéttir.
5. Sé það ætlunin að lengja ár-
lega skólavist allra neinenda allt
að stúdentsprófi, má ætla, að at-
vinnuvegum landsmanna yrði það
nokkur skellur að missa e. t. v.
fjórðung sumarvinnu þessa hóps.
Félag gagnfræðaskólakennara í
Reykjavfk er að sjálfsögðu mót-
fallið taumlausri þrælkun æsku-
fóiks, en gerir sér hins vegar full-
Ijóst, dð margar árstímabundnar
atvinnugreinar miða við ráðningu
skólafólks til sumarstarfa. Auð-
velt ætti að vera að reikna út,
hvert tap þjóðarframleiðslu ís-
lendinga yrði að missi þessai’a þús
unda frá starfi einn sumarmánuð.
6. Lenging þessi á skólaárinu
mundi að líkindum aðeins koma til
framkvæmda í Reykjavík, en hér
er nú þegar lengra skólaár en víð-
ast hvar annars staðar á landinu.
Mundi því bilið enn breikka á milli
höfuðstaðarins og landsbyggðar-
innar, svo að í óefni væri stefnt.
Að lengdu skólaári hér um einn
mánuð mundi reykvískur ung-
lingur, sem sendur væri á héraðs-
skóla. ljúka árlegum námstíma sín
urn á allt að tveim mánuðuin
skemmri tíma en félagar hans i
Reykjavík. Þarf ekki getum að því
að leiða, hvílikt. kapplilaup yrði
um það að vista ungrnenn; höfuð-
borgarinnar í slíkum skólum, og
mun þó aðsókn að þeim þegar
teljast nóg.
7. Samsvarandi mismunar
myndi að sjálfsögðu einnig gæta í
ái-Iegum starfstíma gagnfræðastigs
kennara í Reykjavík og úti á landi.
9 mánaða starfstimi hér, allt að 2
mánuðum skemmri úti á landi:
8. Að lokum skal á það bent, að
lenging skólaárs hlýtur að hafa i
för með sér stóraukin útgjöld hins
opinbera til fræðslumála. Sé fé
það, sem til þarf, fyrir hendi, svo
sem gera verður i-áð fyrir, er álita
mál, hvort því er ekki betur varið
á annan hátt til endurbóta á fram
kvæmd íslenzkrar unglinga
! fi-æðslu.
Félag gagnfræðaskólakennara i
Reykjavik vill að síðustu endur-
taka það álit sitt, að þörf, sé
margra endurbóta á fræðslutil-
högun barna og unglinga, og fleet
ar þeirra endurbóta þýðingarmeiri
en lenging skólaái-sins.
Félagið er ávallt í-eiðubúið til
Framh. á bls. 10
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. sept. 1964 J