Alþýðublaðið - 19.09.1964, Síða 8

Alþýðublaðið - 19.09.1964, Síða 8
W§$Mmm mm 32 ÍEIN fámennasta stétt landsins er ;án efa auglýsingateiknarar, enda imarkaður fyrir framleiðslu þeirra akaflega takmarkaður. Meðal stór- þjóðanna hafa auglýsingateiknarar fyrir iöngu unnið sér veglegan og fastan sess, og eru áli'tnir ómiss- andi þegnar í þeim þjóðfélögum. Við skulum nu raeða við ungan auglýsingateiknara, Guðberg Auð- unsson og heyra hvað hann hefur að segja um nám sitt og auglýs- ingar almennt. Guðbergur Auðunsson auglýsingateiknari. Guðbergur er til húsa í Aðal- stræti 8 en þar vinnur hann að auglýsingateiknun og alls kyns umbúðaskreytingum. — Hvar lærðir þú auglýsinga- teikningar, Guðbergur? — Á ,,Kunsthandværkskolen“ í Kaupmannahöfn. 400 manns sóttu um inngöngu í hinar ýmsu deild- ir, þarna er meðal annars gull- smíðadeild, tízkuteiknunardeild og innanhússarkitekúrdeild og ker- amikdeild. — 100 sóttum um inngöngu í auglýsingadeildina, en 25 komust inn. — Við byrjuðum á því fyrsta hálfa vet- urinn að teikna einn einasta lykil aftur og aftur. — Af hverju lykil? — Líklega til þess að fá okk- ur til að bera virðingu fyrir verk- efninu, en fyrsía veturinn vorum við mest við fríhendisteikningu. Á það var lögð mikil áherzla, að við rubbuðum ekki verkefnunum af. Einnig vorum við í tíma, sém nefndir voru „form ög faFver“, þennan fyrsta vetur, auk lykilsiijis, en auðvitað vorum við öll orðin dauðleið á honum, bannsettum. — Þið hafið máske lært lista- sögu eða þess háttar? — Við sóttum mikið málverka- sýningar og söfn. — Þessi skóli hefur máske ver- ið í sambandi við „Akademíið“? — Nei, alls ekki'. Danir kalla þetta fag „Industriel grafik“, en það hefur nokkuð víðfeðma merk- ingu. Fríhendisteikningin gekk í gegnum öli árin og var raunveru- lega undirstöðuatriði og mikil á- herzla lögð á hana. — Var námið strangt? — Já, það er óhætt að segja. Milli bekkja saxaðist á nemenda- fjöldann. — Hvernig gekk námið fyrir sig, bekk frá bekk? — í öðrum bekk hélt fríhendis teikningin áfram, eins og ég sagði áðan, og þá fórum við líka að tei-kna stafi, og tókum stafrófið í gegn. Einnig fórum við oft í dýra- garðinn til að teikna og út um bæinn. Til dæmis í svokallaðri Tejýti: Ragnar Lár. — Teikn.: Guðbergur Auðunsson. „Gammel strand". í öðrum bekk lærðum við einnig perspektiv- teikningu, sem var mest gerð tii að kenna okkur nákvæmni. Það gekk svo langt, að til dæmis stóð ein teikning saman af svona fimm hundruð línum og ef ein fór úr sambandi við hinar urðum við að byrja upp á nýtt. í þriðja bekk fóru hlutirnir að verða alvarlegri, þá fórum við til dæmis fyrst að gera plaköt að ráði, en höfðum reyndar gert nokk uð af þeim í öðrum bekk. Við gerð um sem sagt plaköt í þrjú ár, á að gizka tvö á mánuði. — Fenguð þið máske verkefni frá einhverjum fyrirtækjum? — Nei, aldrei. Danirnir skilja vel að talent er taient, en í skóla nýtast ekki nema fimm prósent af talentinu, en eftir það er fyrst hægt að fara að leika sér að því verkefni sem maður fær. Þá kem- ur talentið aftur o? er orðið 90 prósent, þá kann maður réttar að- ferðir. Til dæmis um það, hve skólinn var strangur. get ég sagt þér frá einum ungum kennara, sem við höfðum, en hann tók við okkur í þriðja bekk. Það má segja. að hann hafi verið hið eiginlega „púst“ frá lífinu sjálfu, en hann kom með ýmis verkefni. Til dæm- is auglýsingu í blað o? sagði okk- ur að vinna verkefnið og mátti ekki sjá á því fingrafar. „Þegar þið skilið þessu, má ekkt sjást að mannshendi hafi snert á því.“ sagði hann. Þessi verkefni varð maður að vinna með öllum þykkt- um af blýöntum. Þegar við höfð- um lokið verkefnunnm var þeim raðað upp á borð. Síðan gekk kenn arinn kringum borðið og leiit á þau. Þeim, sem hann ekki líkaði, ýtti hann niður af borðinu og fyr- ir kom að hann gekk á beim. Til að útskýra þessa framkomu sína sagði hann: „Ykkur finnst ég sjálf sagt vera harður, en ég er ekki harður miðað við kúnnana". Svo varð sá, sem fyrir hinni hörðu gagnrýni varð, að vinna verkefnið á ný, hvað sem raulaði og tautaði. — Svo var tekið nróf? — Þetta var fjöeurra bekkja skóli, og mjög strangur eins og ég sagði, til dæmis féllu tveir milli þriðja og fjórða bekkiar. Fyrir fjórum árum kom bað fyrir að tveir féllu á fullnaðarorófi, en það er sjaldgæft. Harkan í þessum skóla kemur til af því að þetta er ríkisskóli, þannig að Danirnir hafa kostað mína skólagöngu. í einkaskólum borgar hver fyrir sig, en það breytir mikiu. En í'ríkis- skóla, þar sem nemendurnir eru kostaðir af ríkinu, er eðlilégt og nauðsynlegt að prófin séu ströng, því hver vill borga fyrir þá, sem lítið læra? Eins og é'g sagði byrjuðum við tuttugu og fimm, en aðeins tólf útskrifuð.ust; — Hvað várð svo af þínum skóla systkinum, fengii þau vinnu við si-tt hcéfi? Ljósm.: Jóhann Vilberg. — Já, öll. Danmörku er alit af vöntun á auglýsingateiknurum og kemur jafnvel fyrir, að þeir eru rifnir úr skólunum áður en þeir hafa lokið námi. LÖN D & LEIÐIR — Telur þú Dani standa fram- arlega í auglýsingateiknun? — Þeir hafa vissulega gert marga skemmtilega liluti. Sérstak- lega hafa þeir gert stóra hluti.í auglýsingum á matvöru. — Var þér boðið starf í Dan- mörku? — Já, ég gat fengið starf, en ég fór bara heim tveim tímum eftír að ég féltk prófskírteinið. — Heimþrá? — Ætli það ekki, en ég vildi ekki eiga heima í Danmörku. — Líkar þér ekki vel við Dani? — Jú, ágætlega, þeir borguðu fyrir mig skólann. Auk þess var gaman að koma heim með eitt- hvað nýtt á könnunni. 8 19- sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.