Alþýðublaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 2
Rltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Fr.éttastjðrl: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiöur GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Áuglýsingasími: 14906. — Aösetur: Alþýöuhúsið viö Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiöja Alþýöublaösins. — Askriftargjald kr. 80.00. — X lausasölu kr. 5.00 eintakiö. — Útgefandi: Alþýöuflokkui-inn. Þetta segja Siglfitðmgar SIGLFIRÐINGAR hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru á sviði atvinnuxnála. Síldin hefur varla sézt fyrir Norðurlandi, þorskur brást 'þar síðastliðinn ivetur, Niðurlagningarverksmiðjan ■hefur misheppnazt og tunnuverksmiðjan brann. Allir eru sammála um, að ríkisvaldið verði að taka í taumana. En hvað á að gera? Sigurjón Sæmundsson, bæjarstjóri, átti ný- lega viðtal við blað og svaraði þeirri spurningu. Hann sagði meðal annars: „í sjávarplássum eins og Siglufirði verður að sjálfsögðu fyrsta verkefnið að athuga iðnað til að fullnýta sjávaraflann. Það verður að teljast hörmu- leg vanþróun, að enn skuli meginhluti sjávaraf- urða vera fluttur út Sem hráefni og á verði eftir því. Aukinn iðnaður er það eina, sem getur komið útflutningsvörum okkar af hráefnisstiginu. Síldarverksmiðjumar eru að vísu stórfyrir- tæki, en lýsið er flutt út óhreinsað sem hráefni. Það mætti hreinsa og herða lýsið, svo að það yrði fullbúið fyrir hinar mismunandi greinar iðnaðar, enda fengizt margfalt hærra verð fyrir það þannig en nú tíðkast. Og hví ekki að gera stórt átak til að athuga, bvort hægt sé að gera fiski- og síldar- mjöl hæft til manneldis og fá þannig mat til að metta sveltandi þjóðir? Norðurlandssíldin íslenzka, sem er tvímæla- Jaust bezta fiskmeti, sem til er, hefur verið flutt út sem hráefni, síðan íslendingar hófu að salta síld. í sextíu ár hefur sá útflutningur engum breyt- ingum tekið. Meðan tunnur eru notaðar sem umbúðir fyrir síldina, verður að telja að tunnusmíði sé í-sínu irétta umbverfi á Siglufirði, og er nú verið að byggja nýtízku tunnuverksmiðju þar í stað þeirr- ar, sem brann s.l. vetur. Að mínu áliti eru hag- stæðar aðstæður fyrir skipasmíðar og viðgerðir á Siglufirði, þar sem hafnarskilyrði eru mjög góð og fjölmennur hópur af vel færum iðnaðarmönn- um á staðnum. Smærri iðnað í ýmsum greinum mætii auka og fær slíkur iðnaður veruleg skilyrði til að þróast, þegar Strákavegur kemur í gagnið og samskipti aukast við nærliggjandi héruð“. Þetta sagði bæjarstjóri Siglfirðinga, Sigurjón Sæmundsson. Verður ekki sagt, að hugmyndir um úrræði vanti, enda þótt engin lausn sé til, sem hægt er að grípa til fyrirvaralaust. Enda þótt margt það, sem Sigurjón bendir á, séu augljósar leiðir til að skapa aukið atvinnuör- yggi á Siglufirði, eru þetta úrræði, sem eiga við sjávarpláss um land allt. Það er kominn tími til að auka stórlega vinnslu sjávarafurða og sigrast á hvaða erfiðleikum, sem kunna að vera í vegi fyrir slíkri þróun. FRANSKAR ROUGE BAISER S N Y R TI ¥ Ö R ö R BRILLIANT VARALITIR AUGNSKUGGAR EYLINER NAGLALAKK REM0VER HANÐÁBURÐUR 37% af frönskum konum nofa Rouge Baiser snyrfivörur. tizkan hafnarstræti s AKUREYRAR APÓTEK AKRANESS APÓTEK HÁRGREIÐSLUSTOFAN HÓTEL SÖGU HAFMARHUSINU REYKJAVIK SlMNEf Nl’ HjS.F.SKÍP SIMI 21160 S K I P vor munu lesta er- lendis sem hér segir: Hamborg Selá 25.9. —. Laxá 9.10, — Selá 23.10. —• Laxá 6.U. Antwerpen Selá 26.9. —• Laxá 25.10. Rotterdam Selá 28.9. —• Laxá 12.10. — Selá 26.10. —• Laxá 9.11- Flugsýn'ingin, sem árlega er haldin í Farnborough í Engiandi, þykir ævinlega merkisviðburður. Sýningin í ár var opnuð fyrir nokkrum dögum. Hér sjáum við flugskeyti af gerðunum Bloodhound og Blue Streak. Hull Selá 30.9. — Laxá 14.10. — Selá 28.10. — Lax 11.11. Gdynia Rangá 5.10. Kaupmannahöfn Rangá 9.10. Gautaborg Rangá 12.10. 2 20. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.