Alþýðublaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 9
í hgllisopið til að gá að Sýpu sinná. . . . Brúsinn var í léttara lagi, en það gutlaði i honum. Það hlaut að vera mjólkin, en ekki flögraði að stráknum að hún væri orðin súr eftir allan þennan tíma. og grandskoðaði' fjallshlíðarnar öllu megin. Engan helli var að sjá. Hæst uppi lágu skaflar í hvilftum og undan þeim runnu mjóslegnir lajldr í kristalstæra b'ergvatnsána. Lágir malarbakk- aði áin þeim smám saman fram og safnaði þeim í hrannir meðfram farveginum. Nú rann hún rólyndis lega um flatneskjuna og bakkam- ir voru hennar höfuðskraut. Strákurinn senti brúsann frá sér nokkurn vegin miðsvæðis, þar sem hann gat verið viss um að Brúsa- skeggur sæi hann og svo fór hann að kasta steinum út í ána og vaða sér til skemmtunar. Sólin glamp- aði á vatnsfletinum og hann fékk ofbirtu í augun og svo fann hann marglit og undarleg blóm, sem þrengdu sér upp á milli steinanna. Hann steingleymdi búksorgum og mjólkurbágindum Brúsaskeggs. Tímaskyn svona stráka er ekki mjög áreiðanlegt og hvað hann sullaði lengi þarna við ána upp- lýsist sennilega aldrei, en um það bil sem sólin var að lækka flugið. yfir fjöllunum og skýjahnoðrar að mynda^t yfir fjarðarmynninu, varð honum litið upp eftir fjallinu, þangað sem blakkir skaflarnir lágu í hvilftunum og nærðu lækina. og liann sá ekki betur en stór hlemmur lyfti sér upp af hátindin um og viti menn: Brúaskeggur rak doðinn hausinn upp um fjallið og litaðist um. Strákurnn starði stundarkorn höggdofa á þessa sýn. Hann stóð eins og lamaður með skóna og , sokkana í annarri hendinni og hon um var undarlega kalt á bakinu. Svo tók hann á rás, fyrst í blóð- spreng með andköfum, því hann bjóst við að heyra skruðninganá af eftirför risans á hverju augna- bliki, en þegar hann var kominn langleiðina heim i svarta skúrinn, hægði hann á sprettnum og á- ræddi að líta aftur. Lækimir skoppuðu niður stallana í fjallinu og sólin baðaði sig í ánni sem fyrr. Tröllið sást hvergi, en yfir fjall- inu sveif léttur skýjaflóki. — Hvernig eru tröllin í Iaginu | amma?, spurði stráksi þegar hann kom inn móður og másandi. — Ég hef svo oft sagt þér það gæzkur, að þú átt ekki að þurfa að spyrja aftur. — Eru þau stór og ljót? — Já. — Og með bogið nef? — Og eru þau með vörtu á nef- inu? — Já, víst em þau með vörtu á nefinu. — Bua þau í hellum í fjallinu? — Svo er sagt. — Hefurðu þá al'drei séð tröll- in sjálf amma. Ha? — Onei. Framhald á 10. síöu Texti: Grétar Oddsson Teikningar: Ragnar Lár. ar lágu að henni beggja megin og Hann ráfaði nú upp með ánni mölin var ávöl og mjúk, svo skil- Nýtt úrval af haust- og vetrarkápum Þar á meðal: Kápur með loðkrögum — Tízkufrakkar, sem nota má beggja megin — Loðkápur — Apaskinnsjakkar og kápur með loðfóðri. BERNHARD LAXDAL Kjörgarði. Aðstoðarráðskonu vantar að Samvinnuskólanum Bifröst á komandi vetri. Upplýsingar á símstöðinni Bifröst á mánu- dag 21. september og næstu daga. Verkfræðingar, tæknifiæðingar, Samband íslenzkra rafveitna og Ljóstækni- félag Íslands óska að ráða rafmagnsverk- fræðing eða rafmagnstæknifræðing til starfa. — Umsóknarfrestur er til 10. okt. 1964. Umsóknir sendist Sambandi íslenzkra rafveitna, pósthólf 60, Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 18222. Rafvirkjar Rafvirkjar Viljum ráða 2 rafvirkja til starfa í verk- smiðju vorri, einnig hjálparmenn. H.f. Raftækjaverksmiðjan Hafnarfirði. Frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur Vetrarstarfið hefst mánudaginn 28. september. Kenndir verða bæði gömludansarnir og þjóðdansar í fiokkum fyrir börn og fullorðna. v Upplýsingar og innritun í síma 12 5 07 milli kl. 4 og 7 næstu daga. Þ j óðdansaf élagið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. sept. 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.