Alþýðublaðið - 20.09.1964, Page 6

Alþýðublaðið - 20.09.1964, Page 6
Rauða auðnin þóifi bezt... FYRSTA litmynd ítalans Michel- angelo Antonioni, „Rauða eyði- mörkin“, hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og hlaut Antonioni þar með æðstu orðu dómnefndar, — „hið gullna Ijón heilags Markúsar". Kvik- myndahátíðin stóð í rúman hálfan mánuð. Verðlaun fyrir bezt leikna kven hlutverkið hlaut hin sænska Harriet Anderson fyrir leik sinn í myndinni „Að elska“, — en eig- inmaður leikkonunnar, Jorn Dönn- er, stjórnar þeirri mynd. Verð- laun fyrir bezt leikna karlhlut- verkið hlaut Bretinn Tom Court- ney fyrir leik sinn í kvikmynd Josephs Loseys, — „Kóngur og fósturjörð“. Frakkinn Alain Jessua hlaut verðlaun fyrir beztu mynd byrj- anda, „Bakhlið lífsins", en ítal- inn Pier Paolo Pasclini hlaut aukaverðlaun fyrir kvikmynd sína „Mattheusar-guðspjall" og Rússinn Gregorij Kozintsev hlaut líka aukaverðlaun fyrir „Hamlet“ mynd sína. BAK VIÐ TJOLDIN KEISARAYNJA er farin að H vinna fyrir sér. Soraya, fyrrum keirafrú í íran, er tekin til við kvikmyndaleik og verður fyrsta verkefnið aðalhlutverk í kvik- myndinni Þrjú andlit konunn- ar, sem ítalinn Dino De Laur- entiis stjórnar. Prinsessan, — en það er núverandi titill Sor- ayu, verður að vinna daginn út Önnur er hennar ævi nú eða þegar hún var keisaradrottning í Persíu. og inn, og ferðast mikið, — því að í sömu vikunni eru myndatökur ýmist í Aþenu eða Feneyjum, A ýmsu hefur oitið í forsetakosningum ★ VINIRNIR hittust. Annar spurði oe sagði sem svo: — Er það satt, sem ég hef heyrt, að konan þín ráði lögrum og lofum heima hjá þér? — Nei, það eru ýkjur. Ég læt hana ráska með vinnukonuna, börn in og hundinn, — en ég er ein- ráður yfir gullfiskinum. ★ DR. GARRY Kenyon kom fyrir dómstólana, — ákærður fyrir að hafa gengið yfir Hollywood Boule- vard á rauðu ljósi. Hann sneri sér að dómaranum: — Ég skora á hvern sem er að ganga yfir Hollywood Boulevard á rauðu ljósi! Dómarinn, Kenneth White, tók hann á orðinu og ók beinustu leið að gatnamótunum, — reyndi þris- var að komast yfir á rauðu ljósi, — gafst upp, snéri aftur til réttar salarins: — Þér hafið rétt fyrir yður, dr. Kenyon, sagði hann. Það er ógjörn ingur. — Þér eruð sýkn saka. FORSETAKOSNINGAR standa fyr ir dyrum í Bandaríkjunum. Útlit er fyrir, að þessar kosningar og úrslit þeirra verði það, sem heim urinn beinir mestri athygli að í haust. Það fer í taugarnar á Banda ríkjamönnum, þegar erlendir stjómmálamenn láta í Ijósi skoð- anir sínar á frambjóðendunum vestra, —j- en engum fær þó dul- izt, að það kemur öllum þjóðum heims við, hverjir eru við stjórn- völinn — bæði eystra og vestra. Ekki hefur það dregið úr spenn- unni, að komið er með kosninga- fundina inn í stofu til þeirra, sem hafa sjónvarp, — þannig að unnt er að fylgjast með öllu því, sem fram fer, þótt þúsundir mílna séu á milli. Nú hafa bæði republikanar og demokratar ákveðið frambjóðend- ur flokkanna, og kosningabaráttan er hafin. En slíkar átnefteheg&r hafa síður en svo tíðkast frá önd- verðu í Bandaríkjunum. Fyrstur forseti Bandaríkjanna var George árið 1789. Framh. á bls. 10. I ★ GUTENRERG fann upp prenilistina árið 1450. Ilann taldi heppilegast að Iáta aug un renna frá vinstri til hægri eftir línunum á blaðsíðunni. Nú vill annar Þjóðverji betrumbæta verk Guten- bergs, — og leggur til, að bækur verði prentaðar á þann hátt, að Iesið sé neðan frá og uppeftir. — Þeir, sem geta stautað á þýzka tungu, — sjá þegar, hvað hér er á ferðinni. - 6 20. sept. 1964 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.