Alþýðublaðið - 20.09.1964, Síða 15

Alþýðublaðið - 20.09.1964, Síða 15
ald, áður en hún giftist þessum rithöfundi . . . Rödd hennar dó út. Hún horfði fljótt, þreytulegu augnaráði á mig og Pétur til skiptis. Svo sneri hún sér und- an og muldraði: — En, það get- ur verið, að ég hafi rangt fyrir mér — ég hef áreiðanlega rangt fyrir mér. Við þetta langaði mig til að hlægja, en ég fann líka til kitl- andi reiðitilfinningar. Og þeg ar við ókum aftur burtu, út í myrkrið, sem var að skella á, sagði ég illgirnislega: „Þar sem málin horfa svona, Pétur, er þá ekki rettast, að þu segir mér allt um Margaret? Þetta er allf að verða hálf vandræðalegt." Hann svaraði ekki svo lengi, að ég var farin að halda, að hann ætlaði alls ekki að gera það. En að lokum sagði hann. „Allt í lagi, þó það sé óþarfi, þar sem því er öllu lokið . . . Þvi er lokið, skilurðu, eins full- komlega eins og nokkrum hlut getur verið lokið. — Er Margaret á sömu skoð- un? — Margaret? Hann hló svolít ið kuldalega. — Það var Mar- garet, sem batt enda á þetta. Hún gerði það með glæsibrag og hélt um leið stuttan fyrir- lestur yfir mér um kosti þess, að giftast manni, sem væri góð- ur og skilningsríkur, og svo vildi til áð ætti fúlgur fjár. — Voruð þið trúlofuð þá? öélt ég, að minnsta . . Fjandinn sjálfur, hvers vegna þurftum við að fara að tala um þetta? Mér leiðist það óskaplega. Það vekur hjá mér einhverskon ar reiði, sem ekkert annað megn ar að vekja. Það er eins og að gleypa eitthvað, sem stendur í manni. Maður kokar hjálpar- vana og bíður þess hvað eigi sér stað næst. Allt er þetta stolt. Ekki er það ást, ef það er það, sem þú hufðir áhyggjur af. Það er bara það, að hafa þurft að kingja þessum bita, og gera það með mínu venjulega töfrandi brosi. Ailir héldu, að það mundi auðvelda það. Það hefur ef til vill auðveldað þetta fj,rjr hitt fólkið, en ekki fyrir mig. Hann dró andann djúpt og horfði fram í flöktandi birtuna þar sem stöðugir hlutir virtust sem skuggar, og skuggarnir virt ust öðlast líf, og birtan frá ljós- um bílsins gerði þetta allt hálfu daugalegra. _ Ég held að ég bafi verið eitthvað gallaður frá upphafi, sagði hann. ____ Ég var alltaf gallharður og hugsaði ekk ert Um nema sjálfan mig. Það var ekki hægt að treysta mér og ég var ekki fullkomnlega eðli- legur, vegna þeirrar skrýtnu sögu, sem var að baki mér . . . Jæja, þá hef ég sagt þér allt, sem segja þarf. Þú vilt ekki heyra öll leiðinlegu smáatriðin, eða hvað? Það eina, sem máli skiptir er það, sem þetta skilur eftir hjá manni, ekki satt? Ef eitthvað af þessu skiptir þá mál*. Eftir augnablik, sagði ég. — hTei, ég býst ekki við að það skpiti máli. En Pétur . . . _ Hvað? Ég var ekki viss um hvað ég ætlaði að fara að segja. Ég horfði stöðugt á bílaljósin sem þutu. fram hjá okkur og fannst, að hann hefði átt að ljúka frá sögninni með því að segja, að hann elskaði mig. En slíkt er kannske erfitt, þegar maður ek- ur of hratt í umferðinni eins og hún er slæm á sunnudögum. Ef til vill beið hann eftir að ég segði það. Það hcfði ég líka karínske gert, ef mér hefði ekki farið að liða svolítið illa, þegar ég fór að hugsa um hvort ég væri ef til vill fórnardýr stolts lians, og hann hefði náð í mig til að hefna sín á Margaret, sem ef til vill tók meira rúm í huga hans en ég hvort sem hann elskaði hana eða hataði. Hvað sem því leið, var ekki lengur tilefni til að segja það, sem ég hafði ætlað að segja. Þess í stað sagði ég. — Held urðu að þú getir nokkurn tíma gleymt þessaj(i einkennilegu sögu? .- * — Það mundi að minnsta kosti vera svo litið erfitt núna í bili, heldurðu það ekki, sagði hann. Síðan sögðu við ekki meira dágóða stund. Klukkan var um ellefu, þeg ar við komum heim. Við bjugg um í íbúð £ fjölbýlishúsi I Bel size Park, þar sem ég hafði bú ið ein í tvö ár, en ég hafði ver ið svo heppin að fá hana, stuttu eftir að ég kom til Lond on frá Dorset, til að leita mér að vinnu, eftir lát móður minnar. íbúðin var eitt stórt herbergi, baðherbergi og mjög lítið eldhús. Þegar við giftum okkur, hafði Pétur flutt í hana úr leiguhúsnæði i Kensington, og þó að við hefðum talað xun að fá okkur stærri íbú, höfð um ekki enn gefið okkur tíma til þess. Ég svaf illa þessa nótt, vegna þess, að ég gat ekki hætt að hugsa um Margaret og reyndi að ráða fram úr, hvaða þýð- ingu tilvera hennar og áhrif þau, sem hún hafði á Pétur, ættu eftir að hafa fyrir mig. Það sem mér var efst í huga, var fólknara en afbrýðissemi. Það var hin mikla hræðsla um, að ég hefði glata'ð þýðingu alls, sem liafði hent mig síð- asta mánuð, og að hin hræði- lega hugmynd, sem ég hafði fengið í bílnum, væri sannleik urinn sem Pétur gerði sér sjálf ur ekki enn grein fyrir, en sem brátt myndi verða honum ljós, ef hann sæi Margaret oft ar. Jæja, því fyrr því betra, ef því var þannig háttað. En ef svo væri ekki? Og hvernig átti ég að vita, livort því var þann ig varið? Hugur minn hvarflaði frá einu til annars, frá ótta til trúnaðar ag öfugt, Og einhvers istaðar í þessum heilabrotúm, fann ég til efasemda um mínar eigin tilfinningar. Hvað var þetta hjónaband, sem ég hafði skellt mér í, tekin af blindri, hrífandi hvöt? Ég hafði hitt • karlmann í sumarleyfinu. Hvor ugt okkar hafði verið með vin um sínum. Við höfðum farið í gönguferðir, synt í fjallavötn um og skoðað það, sem var sjónarvert. Og einn góðan veð urdag höfðum við gift okkur. Og ég hafði ekki byrjað fyrr en í dag, þegar ég í fyrsta skipti komast að raun um ör fá atriðj úr lífi hans, áður en hann kynntist mér, að brjóta heilann um, hvernig þetta gat allt hafa átt sér stað og reyna að vakna af draumnum. Næsta dag, í fyrsta skipti síð- an ég hafði kynnzt Pétri, var ég SÆNG.UR Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FEÐUKHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738. i ■■ vinnu. Fyrirtækið, sem ég vann hjá, hafði skrifstofur sínar 1 Gray’s Inn, og kunnugleiki stað-11 arins og fólksins, sem ég hafði unnið með í þrjú ár, kom mér I aftur á fastan kjöl, og gaf mér ' aftur eitthvað af sjálfstraustinu, j sem ég hafði misst um nóttina. ; Ég gerði mér skyndilega grein j fyrir, að ég ætlaði alls ekki að segja upp nokkurn tíma, þó ég hefði daginn áður, á leiðinni til Laehester, hugsað að það myndl vera gaman. En, þegar ég fór af skrifstof- unni klukkan hálf sex, og sá að Pétur beið eftir mér í einum húsa garðinum, eins og hann hafði nokkrum sinnum gert siðustu vikurnar, þá snerust málin við. Bara það að sjá hann, fyllti mig aftur trausti, eins og þegar hann birtist, sá Pétur, sem ég þekkti, eftir að ég hafði starað með hryllingi á tvífara hans í kránni. Þegar ég settist hjá honum og við ræddum um, hvað við skyld- um gera um kvöldið, þegar við ákváðum að borða miðdegisverð í litlu Soho veitingahúsi, sem okkur þólti orðið vænt um, og fara síðan í kvikmyndahús, var ég jafn rugluð yfir trúnaðar- traustinu, sem fyllti hjarta mitt, og ég liafði áður verið, er það fjaraði út. En Pétur reyndist vera úti á þekju, og ég varð brátt sann- færð um, að hann hefði komið að hitta mið, vegna þess, að hann hefði ekki viljað eyða kvöldinu GIAMABHI8 datt úr jpokaijium^'. W/AfcCDE! TCÍKNA.RÍ* , ALhÝÐUBLAÐIÐ — 20. sept. 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.