Alþýðublaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 8
Pétur Hoffmann Salomonsson. — (Teikning: Ragnar Lár.).
Rvík, 18 sept. . RL
VIÐ fengum einn ágætan gest til
okkar í dag, en það var enginn
annar en hinn þjóðkunni Pétur
Hoffmann og fræddi hann okkur
á ýmsu varðandi álaveiðar, en
sagði sínar farir ekki sléttar hvað
snertir friðhelgun veiðarfæra
sinna og annarra.
Pétur Hoffmann hefur orðið:
— Ég kem hingað á Alþýðublað-
ið, þar sem ég hef ætið verið í
tölu hins vinnandi lýðs og er
reyndar ekki annað en uppgjafa
skútukarl og hef aldrei verið
meira.
Ég hef verið síðan síðast í apríl
!■; vor, við rannsókn á álaveiðum,
vfestur á Mýrum. Ég hef haft bæki-
s^öð mína í skúr við Urriðaá, á
Ityýrum, sem er í landareign Lang-
árfoss, í Álftanesshreppi. Þaðan
hef ég farið út um Mýrarnar og
verið að rannsaka og leita að sjáv-
arál. Ég reyndi lika í haust sem
ieið, á 14 daga tímabili frá 27.
ágúst, til 12. september í fyrra,
í. Urriðaá og varð ekki var við
nftinn sjávarál, því það er ein-
gfengu sjávaráll sem ég hef verið
ajS leita að, því að 1962 var ég í
Sjeijum í Hraunhreppi á Mýrum
o^ veiddi þar tæp tvö tonn af ál,
í fimm gildrur á mánuði, sem ein-
göngu voru veidd í sjó, eða á
mörkum hins ferska og hins salta
Vatns. Ég hef komizt að þeirri nið-
urstöðu, að állinn leiti á göngutím
anum upp í árósa og lækjarósa, á
því vatnasvæði sem þeir hafa fóstr-
ast upp. Ég hef líka komizt að
þeirri niðurstöðu, að hann elst
lika upp á mörkum hins ferska og
salta vatns, og mun vera fær til
þess, að laga sig eftir öllum þess-
um kringumstæðum.
Nú var það svo í sumar, að það
fór á sömu leið, ég fékk ekki
sjávarál í Urriðaá.
Svo er það hinn 4. september
að kveldi, að ég sé sel í árósnum,
skammt frá staðnum sem ég er á,
en fyrir rúmri viku höfðu verið
rjfnar í tætlur tvær álagildrur
sem ég hafði í ánni. Ég vissi að
það voru tveir fiskar í annarri, en
einn fjskur í hinni. Þær voru gjör
samlega rifnar í hengla, Ég komst
líka fljótlega að þeirri niðurstöðu,
að hér var útilokað að um manna-
verk væri að ræða, því það var há-
flæði um nóttina og ég kom í birt-
ingu úteftir, þegar fallið var að og
það voru ekki menn sem það höfðu
gjört, enda $áust hvergi för eftir
óviðkomandi menn í leirbotni þeim
sem ég lagði gildrurnar á , .því það
er eingöngu á leir og eftir leir,
sem áll skríður, ef hann hefur
ekki um annað að ræða til þess
staðar sem hann ætlar. Nú þótti
mér nóg um. Ég lagði að vísu aft-
ur fjórar gildrur og þær lágu
þannig, að þær gátu tekið á móti
álagöngum, því þær lágu á leir.
Svo var það að morgni hins
fimmta sept. að ég fór að vitja um
gildrurnar, eftir að fallið var út
af þeim. Þá voru tvær þær gildrur
sém í miðju voru, og lágu þvert
fyrir göngu áls ef á ferð hefði ver-
ið, rifnar í hengla. í þeim tveim-
ur, sem lágu út frá þeim, var
einn sjávaráll, nýrunninn, sitt í
hvorri gildru. Þeir álar, sem hafa
legið í ám og vötnum, eru auð-
þékktir frá þeim sem eru nýrunn-
ir. Þeir, sem koma úr göngu eru
bjartir, en hinir eru móbrúnir, á
kvið, en hinir eru bláleitir og
glansa sem nýrunnir silungar.
Nú sá ég það, að mér var ekki
lengur fært að eiga við þetta, á
þessum stað og hætti tilraunum,
þar sem ég só mér ekki fært að
ráða Við þetta rándýr, en ég hafði
enga byssuna. Þetta sama kvöld og
gildrurnar voru rifnar um morg-
uninn, sá ég sel og þótti mér hann
vera merkilegur útlits, og gat ekki
vel greint hans höfuðlag, en þó
var það selur. Ekki er því um að
kenna að ég ekki þekki sel á sundi,
því ég stundaði ungur selaskytterí
á Breiðafirði og líka við ísafjarðar
djúp, svo ég þekki vel seli. En hér
getur líka hafa verið um annað að
ræða heldur en að þetta hafi verið
vanskapaður selur, það gat lika
hafa Verið ungur grænselur, eða
hvað annað, en selur var það, það
er öruggt.
Ég var í félagi með manni ein-
um, en bíll hans bilaði svo ég var
nú orðinn einn þarna, gangandi
og heldur erfitt fyrir mig að
hlaupa um allar Mýrarnar, nú orð-
ið. Við áttum gildrur niðri í vötn-
um Lambastaða á Álftanesi! Við
höfðum með okkur félag og áttum
jafna veiði hvort sem var í mína
gildru eða hans. En svo fór hann
algerlega út úr þessu, og ég fór
vestur til að sækja gildrurnar, nú
fyrir rúmri viku. Þá komst ég að
þeirri niðurstöðu að gildrur þær
sem hann átti í þessu vatni, sem
ég ekki kann að nafngreina hvað
heitir, en vatníð sem ég hafði
mínar gildrur í; heitir Selvatn, —-
En það sem sjceður þegar ég
kem að vatni þessu, eru þar engar
gildrur, þær eru allar farnar, en
skýring á því er engin önnur en sú,
að ég bezt veit, að þeim hefur ver-
ið stolið. Eins og ég sagði, átti ég
ekki allar gildrurnar, en ég átti
allar stengurnar, sem héldu þeim
uppi í vatninu, svo ég hef orðið
fyrir því, að stöngum mínum hef-
ur verið stolið og þann rétt vildi
ég reyna að sækja, til að byrja með
en félagi minn verður að sækja
hinn réttinn. Ef þetta er nú svona
komið hjá okkur, að við höfum
ekki, hvorki ég eða aðrir, frið með
þessi veiðarfæri á hinum afskekt-
ustu stöðum, svo sem eins og á
Álftanesi á Mýrum, þá fer mér nú
ekki að litast á blikuna, með ein
og önnur veiðarfæri, sem hægt ér
að ganga greiðlega að í þjóðbraut.
Hitt er eitt víst, að hér er ekki um
að ræða, að nágrannar mínir þarna
hafi gert neitt af þessum verkum,
því mér er það allvel kunnugt að
þar býf dáttufólk, þó þáð sé mér
þar ekkert skylt, en annars á ég
8 22. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
yfirleitt frændfólk um allar Mýr-
ar, á öðrum hverjum bæ. Hér mun
vera .um eitthvað annað að; ræða
sem ég kann ekki að skýra meira.
Því bið ég alla þá, þar umi slóð-
ir, sem hafa orðið varir.við slíka
menn á ferð, sem grunsamlegir
mega teljast, að gefa mér, eða
hlutaðeigandi yfirvöldum, sýslu-.
manninum í Mýra- og Borgarf jarð- .
arsýslu, upplýsingar úm þetta.
Hvað annað er um álaveiðar, og
það sem þarf til þess að kunna
með það allt að fara, skýri ég ekki
bér frá, því ég er þegar á leiðinnl
að gefa út. vasabók, sem tilheyr-
andi myndum, til þess að uþplýsa
fólkið um það, hvernig veiða skal
þennan fisk.
Það er alveg rétt sem ég segi,
á þessari stundu í dag. Það er eig-
inlega enginn íslendingur, sem
hefur séð ál, enginn sem kann að
veiða hann ennþá, og í þriðja lagi
eru aliir hræddir við hann.
Þetta verður að breytast. Álíinn
er einhver sá ágætasti fiskur til
matar, sem vitað er og að mínum
dómi er hver sá áll sem orðinn er
fullorðinn, frá áttatíu til hundrað
sentímetrar, hann er að minum
dómi tíu króna gullpeningur hjá
þeim sem veiðir hann og tíu króna
gullpeningar þeim sem kaupir
hann og hentar hann á innlend-
an eða erlendan markað.
Frekar, er þessi bæklingur minn
kemur út, mun ég skýra þar ná*
kvæmlega frá þessu öllu.
Bókasafnið í
Kópavogi í
nýtf húsnæði
Reýkjavík, 16. sept. — ÞB.
BÆJARBÓKASAFNH) í Kópa-
vogi, sem starfrækt hefur verið i
10 ár, er nú formlega flutt í ný
húsakynni og aðstaða öll hefur
verið bætt og fegruð. Safnið er nú
til húsa í nýinnréttuðu húsnæðí
uppi yfir Kópavogsbíói í félags-
heimili kaupstaðarins.
Fram til þessa hefur safnið ver
ið til húsa í barnaskólum í Kópa-
vogi. Eftir miklar umræður var
ákveðið að það skyldi hýst í fél-
agsheimilinu. Var flutningur þess
þangað hafinn í fyrrahaust og út-
lán þaðan í vetiu-. Nú er húsnæð-
ið fullfrágen/gið oR þar verður
framvegis opin lesstofa þá daga,
sem útlán eru. Á lesstofunni verða
fáanleg blöð og tímarit frá flestiun
byggðaHögum landsins.
Húsnæði safn ins er 150 fer-
metrar að stærð. Á lesstofu eru
sæti fyrir 18 manns og auk þess
eru tvö bo”ð í barnabókadeild.
Einnig er rúmgóð skrifstofa bóka
varðar, bókageymsla og viðgerða-
stofa, en bókaverðir munu- sjálfir
annast minni háttar viðgerðir á
bókum. Bókaverðir eru Jón úr
Vör og Þorsteinn frá' Hamri. Jón
hefur ver:ð bókavö'ður safnsins
frá upphafi. Takmarkið er, að
safnið verði gott almennt lessafn.
Til þess vantar enn talsvert af
gömlum ti'maritum og ejnnig góð-
ar handbækur. sé>--taklega á er-
lendum málúm.
Halldnr TTaUiiórcson, árkitekt
réði fyrirkomuiagi safnsins og
gerði teikningar.
mh. á bls. 13 ;