Alþýðublaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 4
DÖNSKU KOSNINGARNAR Framh. af 1. síðu. imaður JafnaðarmannafloWtfcins sagði liins vegar í sjónvarpinu: Auðvitað vaenti ég þess að ríkis- stjórnin muni sitja áfram. Hann 6agði, að flokkur sinn liefði haldið tieim fiiórum þingsætum er hann befði unnið í kosningunum árið 1960 og stjórnarmjiidun mynjdi verða rædd í ríkisráðinu á mið- vikudagsmorgun. íhaldsflokkurinn Venstre tap- «ði nokkru fylgi í Sveitahéruðun- um, en vanu nokkuð á í bæjunum. Kommúnistar og Rettsforbundet lengu engan fulitrúa í kosningun- um og Slésvíkurflokkurimi tapaði (sinum eina fulitrúa. Jafnaðar- •nenn bættu við sig um 80 þúsund atkvæðum. í Færeyjum urðu úrslitin þau að Framfaraflokkurinn fékk 640 atkvæði (0 áður) og engan mann kjörinn, Jafnaðarmenn fengu 4142 atkvæði og einn mann kjörinn sem fyrr (3712 atkvæði áður), Fólkaflokkurinn fékk 2605 atkv. og mann kjörinn með kosninga- bandalagi (áður 2158), Sambands- flokkurinn fékk 3105 atkvæði og engann mann kjörinn (2397 at- kvæði og einn mann áður), Flokks leysingjar fengu 2583 atkvæði. Fær því Jafnaðarmannaflokkurinn einn mann sem fyrr, en kosninga bandalag Framfaraflokksins og Fólkaflokksins fær annan mann kjörinn. Tapaði Sambandsflokkur inn honum. Handritahús Framhald af síðu 1. gert ráð fyrir því að kennsla í ís- -4enzkum fræðum fari sem mest ifram í þessari byggingu. Ennfrem- 'j«ir kemur til mála aö Orðabók Há- skólans fái þar húsrými. Húsinu ier fyrirhugaður staður milli Nýja jstúdentagarðsins og aðalbygging- t«r Háskólans. Byggingarnefnd irefur þegar ver jlð skipuð. Hefur Háskólaráð til- ‘jaiefnt I hana þá Valgeir Björns- json, hafnarstjóra, og Svavar Páls- SOn, dósent. Af hálfu Handrita- siofnunarinnar hafa verið til- Vieindir þeir Einar ÓI. Sveinsson, jjirófessor, og Valgarð Thoroddsen, í.iökkviliðsstjóri. Menntamálaráð- fiprra hefur skipað dr. Jóhannes ■fvordal, bankastjóra, formann bygg jáogarnefndarinnar og Guðlaug Þor Lvaldsson, prófessor, varamann <>.ans. Síldarflotinn Framhald af 16. síðu dóttir 800 og Loftur Baldvins- son 900. Ekki var veiðiveður í dag, Iivorki á norðursvæðinu eða liinu syðra, þar var þó hægur vindur, en mikill sjór. Spáð er áframhaldandi norðaustan átt á Austurlandi. Siglufjörbur Framhald af 16. síðu fjarðar, fulltrúa Síldarverksmiðja rikisins, fulltrúa ASÍ svo og stjórnum og atvinnumálanefnd verkalýðsfélaganna, sem að ráð- stefnunni stóðu. Fyrri daginn var rætt um at- vinnuástandið á Siglufirði, þar á meðal um niðurlagningarverk- smiðjuna, tunnuverksmiðju, út- gerð og liraðfrystihúsin, Stráka- veg, vinnu við Strákaveg og önnur úrræði. Síðari daginn var fyrst og fremst rætt um atvinnuuppbygg- ingu á Siglufirði í framtíðinni, og málið rætt undir eftirfarandi lið- Um: 1. Aðstaða til þorskútgerðar (Innri-höfnin). 2. Dráttarbraut og sk|pasmíða stöð. 3. Lýsisherzla. 4. Smáiðnaður. 5. Önnur mál. í upphafi ráðstefnunnar var kosin 7 manna nefnd til að fjalla um þær tillögur, sem lágu fyrir og komu seinna fram. Allar sam- þykktir ráðstefnunnar voru gerð- ar með samhljóða atkvæðum. — í nefndinni voru: Jón Kjartans- son, Sigurður Jónsson, Jóhann Möller, Einar Ingimundarson, Ein- ar Olgeirsson, Hannes Baldvins- son og Guðrún Albertsdóttir. Þessi ráðstefna tókst mjög vel. til forseta Islands TIL viðbótar við samúðar- vegna andláts forsetafrúar Dóru kveðjur til forseta íslands Þórhallsdóttur, sem áður hefur verið tilkynnt um, hafa borizt samúðarkveðjur frá eftirfar- andi þjóðhöfðingjum: Cliarles de Gaulle, forseta Frakklhnd.sí, Júlíönu, drottn- ingu Hollands, Ludwig von Moos, forseta Sviss, Adolfo Lo- pez Mateos, forseta Mexikó, Eamon de Valera, forseta ír- lands, Konstantin, konungi Grikklands, Humberto de Alen- car Castello Branco, forseta Brazilíu. Ennfremur bárust samúðar- kevðjur frá Torsten Nilsson, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Auk kransa frá ríkisstjórn íslands, Alþingi og Hæstarétti bárust kransar frá konungum Svíþjóðar og Noregs, ríkisstjórn Danmerkur, forseta Finnlands, ríkissijórnum Danmerkur, Nor- egs og Svíþjóðar, sendiherrum Norðurlandanna o g mörgum félagssamtökum og einstakling- um utan lands og innan. ÍÞRÓTTIR Framh. af bls. 11. Gunnar Marmundss. HSK il,32 Gestur: Kjartan Guðjónsson, ÍR 13,82 Kringlukast: Sigurþór Hjörleifs., HSH 43,21 Erling Jóh. HSH 43,18 Sveinn Sveinsson, HSK 42,33 Guðm. Steind. HSK Gestur: Guðm. Jóh. HSH 36,88 Spjótkast: Sig. Þ. Jónsson, HSH 53,39 Sigurþór Hjörl. HSH 41,89 Sveinn Sveinsson, HSK 36,85 Bjarki Reynisson, HSK 33,45 Gestur: Kjartan Guðjónsson, ÍR 46,85 Konur: 100 m. hlaup: Helga Sveinbjörnsd. HSH 13,3 Guðný Gunnarsd. HSK 13,3 Helga ívarsd. HSK 13,4 Elízabet Sveinbj. HSH 13,5 4x100 m. boðhl. A-sveit HSK 56,1 A-sveit HSH 56,8 Langstökk: Rakel Ingvarsd. HSH 4,75 HSH-met. Elízabet Sveinbj. HSH 4,68 Helga ívarsd. HSK 4,66 Margrét Jónsd. HSK 4,23 Kristín Guðm. HSK 9,06 Svala Lárusd. HSH 8,90 Þórdís Kristj. HSK 8,72 Elízabet Sveinbj. HSH 8,09 Kringlukast: Ása Jakobsen, HSK 31,54 Guðbjörg Gestsd. HSK 30,28 Svala Lárusd. HSH 29,25 Svandís Hallsd. HSH 21,71 Hástökk: Guðrún Óskarsd. HSK 1,40 Ólöf Halld. HSK 1,30 Rakel Ingvarsd. HSH 1,20 Helga Sveinbj. HSH 1,20 Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu vann mótið með 88 stigum. Héraðssambandið Skarp héðinn hlaut 75 stig. Ungmennafélagið Samliygð, bauð keppendum og starfsmönn- um til kaffidrykkju að lokinni keppni, voru þar verðlaun afhent, og ritari HSK afhenti formanni IISH áletraða fánastöng frá Skarp héðni, sem minningargrip um ferð þessa. Kaffisamsæti þetta sátu allmarg- ir fulltrúar af sambandsráðsfundi Ungmennafélags íslands, sem hald' inn var í Haukadal um helgina. Margar ræður voru fluttar undir borðum, og voru menn á einu máli um að íþróttaheimsóknir þessar væru hinar gagnlegustu, og þeim bæri að halda áfram. Auk áðurnefndra gesta voru staddir á móti þessu, Örn Eiðs- son form. laganefndar FRÍ og Bald ur Möller form. ÍBR. Mótið gekk vel, þrátt fyrir fremur óhagstæð skilyrði. Mótsstjóri var Þórir Þorgeirs- son. — H. Þ. Vatnsskortur Framh. af 1. síðu. sagði einnig, að bílaþvottastöðvar hefðu verið beðnar að láta vatn ekki renna. Hann bað blaðið og að koma þeim óskum á framfæri við fólk, að það láti vita ef það verður vart við bilanir á vatns- leiðslum. Minniiigarorð: Ásgeir Eíríksson Síðastliðinn laugardag var gerð frá Stokkseyrarkirkju útför Ás- geirs Eiríkssonar sveitarstjóra á Stokkseyri. Útförin var liin fjöl- mennasta, sem þar hefur verið gerð hin síðari ár. Séra Sigurður sýslunefndarfulltrúi fyrir Stokks- eyri var hann í 32 ár. Sveitar- stjóri var hann ráðinn eftir sein- ustu lireppsnefndarkosningar. Ásgeir Eiríksson kvæntist ekki og lætur ekki eftir sig afkomendur. Störf sín vann hann alla tíð í þágu byggðarlags síns, og gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum umfram þau, sem að framan eru talin. Stokkseyrarhreppur óskaði eftir því að sjá um útförina. Einarsson, skáld frá Holti, jarð- söng en sóknarpresturinn, séra Magnús Guðjónsson, kastaði rek- en Pálmar Eyjólfsson, organleikari unum. Páll Isólfsson lék á orgelið kirkjunnar stjórnaði kirkjukór. Sýslunefndarmenn úr sýslunefnd Árnessýslu báru kistuna úr kirkju í garð. Ásgeir Eiríksson var fæddur 27. apríl 1892 á Djúpavogi, en flutt- ist ungur að árum að Stokkseyri: Setti þar á stofn verzlun og rak liana í 35 ár. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum á Stokks-eyri, sat fjölmörg ár í hreppsnefnd og var oddviti hennar allmörg ár, og Ellefu flokkar Frh. af 3. síðu. Kommúnistar fengu við siðustu kosningar um 27.300 atkvæði og engan fulltrúa. Þeir gengu nú til kosninga meö sína venjulegu stefnuskrá: afvopnun, úrsögn úr NATO, lægri skatta, hærri laun og 40 tíma vinnuviku. Kosningabaráttan í Danmörku var að þessu sinni háð að verulegu leyti í útvarpi og í sjónvarpi. Einnig í auglýsingadálkum dag- blaðanna. Var þar einkum rætl um þrjú atriði: efnahagsmál, hús- næðismál og utanríkismál. Vélritun — Fjölritun Prentun PRESTÓ Klapparstig 16. — Gunnars- braut 28. c/o Þorgrímsprent TRESMIÐAFELAG REYKJAVIKUR ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA um kjör 6 aðalfulltrúa og 6 varafulltrúa Trésmiðafélags Reykjavíkur á 29. þing Alþýðusambands íslands, fer fram laugardaginn 26. þ. m. kl. 14—22 og sunnudaginn 27. þ. m. kl. 10—12 og 13—22. Kosið verður á skrifstofu félagsins að Laufásvegi 8. Kjörstjóm Trésmiðafélags Reykjavíkur. NAUÐUNGARUPPBOÐ verður haldið í skrifstofu borgarfógetaembættisins að Skólavörðustig 12, hér í borg, eftir kröfu Kristjáns Ei- ríkssonar hrl. og Steins Jónssonar hdl. fimmtudaginn 1. október 1964 kl. 11 f. h. Seld verða 8 hlutdeildarskulda- bréf, hvert að fjárhæð kr. 7000,00, tryggð með 6. veð- rétti í húseigninni nr. 12 við Grensásvðg, talin eign Bjarna Bjarnasonar, Brautarholti 22, hér í borg, og skulda bréf tryggt með 2. veðrétti í hluta húeignarinnar nr. 37 við Drápuhlíð, hér í borg, að fjárhæð kr. 100.000,00. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 4 23. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.